Morgunblaðið - 31.12.1985, Page 28

Morgunblaðið - 31.12.1985, Page 28
28 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson , „Kæra stjörnuspeki. Ég vildi gjarnan fá nokkrar upplýsingar um tvo fæðingar- daga ef þú vilt gjöra svo vel að reyna að svara þeim. Þeir eru 18.09.60 og 25.06.58. Takk fyrir! 0651-6998.“ Svar: Þar sem fæðingartíma og stað vantar get ég einungis gefið upplýsingar um einstaka þætti kortanna en get ekki dregið þau saman í eina heild. 18.09.1960 Sól í Meyju. í grunnatriðum ert þú jarðbundin, nákvæm og hagsýn. Þú þarft að hafa vissa reglu á lífi þínu, ert eirðarlaus, dugleg og sam- viskusöm. Þú ert ekki dæmi- gerð Meyja, t.d. ert þú ævin- týragjarnari en gengur og gerist með Meyjar. Þú ert orkumikil, þarft hreyfingu, og hefur ánægju af ferðalögum. íþróttir eiga vel við þig. Tungl í Ljóni. Þú ert tilfinn- ingalega hlý og gjafmild, ert opin og hefur gaman af því að vera miðja umhverfis þíns. Merkúr 1 Vog. Þú reynir alltaf að sjá tvær hliðar á hverju máli og getur því verið óákveðin í hugsun en jafn- framt sanngjörn, tillitssöm og víðsýn. Þú hefur gott auga fyrir fegurð og formi hluta og hefur skipulagshæfileika. Venus í Vog. Þú ert ljúf og vilt vera tillitssöm í mannleg- um samskiptum. Þú þolir ekki deilur og vilt skilja ólíkt fólk og ólík sjónarmið. Þú hefur sterka félagslega réttlætis- kennd, en þér hættir til að vera óákveðin og of tillitssöm. Mars í Tvíbura. Þú þarft fjöl- breytileika í starfi og fellur best að vinna störf sem fela í sér hreyfingu, samstarf og ferðalög. 25.06.1958 Sól í Krabba. Þú ert tilfinn- ingamaður, ert íhaldssamur og þarft örugga undirstöðu, þarft fallegt heimili og sterk fjölskyldubönd. Þú ert hag- sýnn en mislyndur og þarft að varast þunglyndi og sjálfs- vorkunarsemi. Þú ert næmur og gott er fyrir þig að hafa tengsl vð náttúruna, fara t.d. reglulega út í sveit, umgang- ast dýr eða eiga garð til að rækta. Tungl í Vog. Þú ert tilfinn- ingalega Ijúfur og tilitssamur, ert félgslyndur og þarft á öðru fólki að halda. Þú reynir að sjá tvær hliðar á hverju máli og getur því verið óákveðinn. Þú vilt hafa fallegt í kringum þig- Merkúr í Krabba Þú ert næmur í hugsun og hefur gott minni. Vegna spennuafstöðu frá Mars er hugsun þín kraftmikil.. Sú staða getur verið einna erfið- ust í korti þínu. Þú ert við- kvæmur í hugsun, og átt það til að taka hluti of persónu- lega til þín og rjúka upp. Þú þarft að varast að taka mikil- vægar ákvarðanir undir til- finningaálagi. Venus í Nauti. Þú vilt varan- leika í ást og vináttu, ert ró- legur og gæflyndur. Þú ert líkamlegur, þarft líkamlega snertingu oggott kynlíf. Mars í Hrút. Þú ert drífandi i vinnu, þér leiðist seinagang- ur og þú vilt framkvæma strax það sem liggur fyrir. Þú ert skorpumaður, gengur í verk en stoppar þess á milli. Þú þarft að varast óþolin- mæði. Þér fellur best að vera sjálfstæður og þú þarft tölu- verða líkamlega hreyfingu, nýjar athafnir eru þér betri hvíld en svefn. ::::::::::::::::::::::::::::::::::::: X-9 Vretujjrrur og hondtiTinn hafa komiðsir -----------MfrrötwP Mo6 ■xur-Hw >, H*fíW/é P/NMHT/ péisifiKM*-, <" / m I O-fjAM P/'fST Ojf' {SKHrffifASrSM./r/D' f/i) | Si/of/k/hl SofA.r, iAf P/P SJCI//U/+T, -TnS ö s/Af/i öjMp/tP a* OonmoAN- ÓN/€Ð/P. '£6 //fi/NÖP/ os PörT/N'AS' r/Aí /ÖON/A *tkax. il DYRAGLENS ’GLEÐILEGT NÝÁF^CfsKA ÉQ> i qÁsamieGasta, g'afao- ' ASTA, YNDlSLEGASTA LiTLAj- 1 mórriuo sem ÉG pEjod! ' Cl«2 Tfiöun* Cílf-P—T SyMtfCTt*. IfK 1 -5> GLEPILFGT MVÁR^dSKA É6 PÁSAMLEGASTA, g'at~ ~7/\ A £>A STA , VNPISLEGASTA .ITÍ.A Kebrmú 5BM éo þlK)i\l/ LJÓSKA H - .. "n arr DRATTHAGI BLYANTURINN 490 ::::::::::::::::::::::::::::::::::: ::::::::::::::::::::::::::::::::::: FERDINAND SMÁFÓLK ANP TMEN TMIS 6IRL 5AIPTO ME/600PBVE, LINU5, l'LL 5EE VOU 50MEWMEN" "50MELUMEN.'..THAT'S AN OLP C0UNTRVEXPRE55I0N.. IT'5 VERV T0UCMIN6... REALLY? I TM0U6MT I WA5 TME ONLY ONE WMO FELT TMAT WAY.. pvssi sicips vio „ricr uj* p«»r. i'ciut cr gainall Iji p*»u« ” mig: „Bless, Lalli, sé þig hér orðalag. Mjög hjartnæmt. sá eini sem fannst það... og þar!“ Umsjón: Guöm. Páll Arnarson Eftirfarandi spil kom upp í undanrásum . HM í kvenna- flokki í Sao Paulo í Brasilíu sl. október. Sömu spil voru spiluð á öllum borðum og réð- ust úrslitin f þessu spili mest á því hvort A/V-pörin notuðu veikt eða sterkt grand: Norður ♦ - VK43 ♦ D432 ♦ Á86432 Vestur ♦ 1097 ♦ 9876 ♦ K65 ♦ KG10 Austur ♦ Á8 ♦ DG2 ♦ ÁG109 ♦ D975 Suður ♦ KDG65432 ♦ Á105 ♦ 87 ♦ - Eftir pass frá norðri opnaði austur ýmist á einu veiku grandi eða einum tígli og suður stökk beint f fjóra spaða. Þar 8em austur vakti á grandinu spilaði vestur iðulega út hjarta og þar með var samningurinn auðunninn. Sagnhafi gaf aðeins einn slag á spaða og tvo á tfgul. Laufás- inn sá fyrir einum hjartatap- ara. En þar sem tígull kom út gekk vörninni betur. Austur fékk fyrsta slaginn á gosann og spilaði tfgli á kóng makkers, sem spilaði enn tígli. Suður trompaði og réðst á spaðann. En austur drap strax á spaðaás og spilaði þrettánda tiglinum og upphafði þar með spaðatfu vesturs. Umsjón Margeir Pétursson Á helgarmóti í Fredrikstad í Noregi í haust, kom þessi staða upp í skák þeirra Jan Johansen og Petter Haugli, sem hafði svart og átti leik. Hvítur hafði haft ágæta stöðu, en lék síðast illa af sér: 24. Re4 — d6?? 24. — Rf3+!, 25. Bxf3 — Hel+, 26. Kg2 — Bfl+, 27. Kgl — Bh3 mát. Laglegt fléttustef, sem einna helst gefst færi á að beita í endatafli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.