Morgunblaðið - 31.12.1985, Page 31

Morgunblaðið - 31.12.1985, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR31.DESEMBER 1985 31 Jóhannes, faðir Ingva, lést 28. desember 1974. Eftir lifa Hulda, Þuríður, Ragnar og móðir hans, frú Jóna, sem er á áttugasta og fimmta aldursári. Föstudaginn 19. september árið 1980 varð Ingvi fyrir miklu áfalli, er hans elskulega eiginkona, Sig- ríður Jóna Guðmundsdóttir, lést eftir stutta sjúkrahúslegu, aðeins 51 árs. Ég get ekki látið hjá líða að minnast þessarar elskulegu vin- konu og margra ára vinnufélaga, um leið og ég minnist með fátæk- legum orðum Ingva vinar míns. Það var erfitt að trúa því að hún Sigga væri horfin hér á þessu jarðríki fyrir fullt og allt. Nú, það gat ekki verið, þessi góði og létti vinnufélagi, þannig hugsuðu allir vinnufélagar hennar einnig, því enn minnumst við Siggu. Hvers vegna hún? Hún sem var svo hress og kát, sem endranær, er hún kvaddi okkur að kvöldi dags, föstudaginn 5. september 1980, og óskaði okkur góðrar helg- ar. Fáum manneskjum hefi ég kynnst, sem vildi lifa lífinu eins lifandi og njóta þeirra tækifæra sem henni buðust. Það var hrein unun að skemmta sér með Siggu, sem þó var alltof sjaldan, því hún var hrókur alls fagnaðar — alltaf jafn kát og jákvæð, enda félags- lynd kona og starfaði ötullega að öllu því er hún tók sér fyrir hendur og þá sérstaklega er snertir kirkju- starfið, enda trúuð kona. Hún var vel gerð kona, aldrei heyrði ég hana tala illa um neinn, illmælgi var henni víðsfjarri. Ef eitthvað var sem milli bar, reyndi hún ávallt að slá því frekar upp í góð- látlegtgrín. Sigga var með eindæmum barn- góð kona og hafði mikla ánægju af að umgangast og vera með börnum og ungu fólki, enda vina- mörg í þeim aldursflokki. Mér er það sérstaklega minnisstætt er útför hennar fór fram, hve stór hópur ungmenna var við útför hennar og fylgdu henni síðasta | spölinn, föstudaginn 26. september 1980. Mig langar að geta þess hér að lokum að þær voru ófáar ferðirnar sem sonur okkar fór niður á Hring- braut 34 til Siggu á sínum yngri árum og var stundum tímunum saman hjá henni að setja saman púsluspil og sótti mikið til þeirra góðu hjóna. Ég var ekki gamall er ég kynnt- ist Ingva, því að elsti bróðir minn og hann voru góðir vinir og voru þó nokkuð mikið saman á yngri árum. Ingvi starfaði við leigubifreiða- akstur og hefur starfað við það í fjölda ára. Hann var mikið snyrti- menni í klæðaburði, svo að af bar, einnig voru bifreiðirnar sem hann átti og ók alltaf tandurhreinar að utan sem innan. Ingvi vann með föður sínum við bakstur í nokkur ár, en Jóhannes, faðir hans, sá um rekstur Alþýðubrauðgerðarinnar í Hafnarfirði. Einnig stundaði hann sjóinn um tíma á sínum yngri árum. Ingvi var frekar fámáll maður og ekki allra, en því traust- ari sínum vinum og vandamönn- um. Það væri margt hægt að segja um Ingva, en ég veit að hann hefði ekki kært sig um neinar lofgreinar, því hann var kyrrlátur og hógvær maður. Ingvi var árrisull maður, enda brást það sjaldan ef vantaði bíl snemma dags, þá var hann alltaf tilbúinn til aksturs hvert á land sem var, hvort heldur klukkan var 6 eða 7 að morgni. Yfirleitt ók hann ekki seint að kvöldi. Eftir- tektarverðustu eiginleikar Ingva, sem og eiginkonu hans sálugu, voru greiðasemi og ljúfmennska. Það eru því engar ýkjur þótt ég segi, að ég varð þess aldrei var að hann træði illsakir við nokkurn mann. Nú eru þáttaskil, horfinn er traustur, ástríkur faðir, sonur, bróðir, afi, tengdafaðir, samferða- maðurog vinur. Jóna mín, Tómas, Ingvi Týr og aðrir ættingjar sem eftir standið, megi það verða ykkur huggun kær að eiga minningu um góðan hóg- væran dreng. Valur Asmundsson + Konan mm, SIGRÍDUR TÓMASDÓTTIR, Digranesvegi 92, Kópavogi, andaðist þann 28. desember. Fyrir hönd aöstandenda, Jón Agnarsson. + Móöir mín og tengdamóðir, ANNA M. BERNHÖFT, lést 25. desember. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 2. janúar kl. 13.30. Lilja Bernhöft, Siguröur Baldursson. t Móöir okkar og tengdamóðir, GRÓA MARÍA ODDSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Þóroddsstöðum, Hrútafirði, andaöist á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstööum 29. desember. Börn og tengdabörn. + Móóir okkar og tengdamóöir, GUÐNÝ GUOMUNDSDÓTTIR, andaöist í Sólvangi Hafnarfiröi á jóladag. Guömundur Kristjénsson, Hansína Krístleifsdóttir, Þorgeröur Kristjónsdóttir, Agnar Gunnlaugsson, Guölaug Alda Krístjónsdóttir, Klara Helgadóttir. + Móöir okkar, STEINUNN Þ. GUDMUNDSDÓTTIR rithöfundur, Arahólum 2, andaöist 28. desember í Landakotsspítala. Fyrir hönd aöstand- enda, Helgi Guöjónsson, Valsteinn Guöjónsson. + MAGNÚS SIGURÐSSON bóndi, Lítlu-Giljó, lést á heimili sínu 26. desember. Fyrir hönd systkina Hafsteinn Sigurösson. 22. MARS TIL31.MARS 10 daga ferð, aðeins 3 vinnudagar. Dagflug. Flogið er til Zurich í Sviss. Þaðan er um 1 klst. akstur til Morschach sem er vinalegur Iftill bær við skfðaparadísina Stoos. Gist er á stórglæsilegu nýju íbúðar- hóteli, AXENFELS. Þar eru öll þægindi á einum stað. Örstutt er frá Morschach til marara fegurstu staða Sviss og glæsilegar versíanir eru stutt undan. STOOS er mjög vel útbúið skíðasvæði og þar eru brekkur við allra hæfi. Verð Wá 31.500- Innifalið í verði: flug, gisting, ferðir að og frá flugvelli í Sviss, fararstjórn og hálft fæði. 26. MARS TIL 7. APRÍL 13 daga sumarauki. Dagflug. Beint leiguflug til Palma á Mallorka. Gist verður á glæsilegum sérvöldum íbúðarhótelum,Royal Playa de Palma. Royal Torenova oa Royal Jardin del Mar. Páskaferð- skemmtiferð - hvíldarferð. Sumarauki fyrir alla fjölskylduna. Verð frá: Innifalið í verði: 26.775~ flug, gisting, fararstjórn, ferðir að og frá flugvelli á Mallorka. BARNAAFSLÁTTUR V BARNAAFSLÁTTUR V J Umboö á islandi tyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL ATLANTIK FERÐ PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA. Ferðaskrifstofa Iðnaðarhúsinu Hallveigarstfg 1. Símar 28388—28580. \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.