Morgunblaðið - 31.12.1985, Side 32

Morgunblaðið - 31.12.1985, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 Hvað segja þeir um áramót? Gunnar J. Friðriksson, VSÍ: Festu þarf í stjórn efna- hagsmála Ef horft er til baka og litið yfir starfsvettvang Vinnuveitenda- sambands íslands á síðastliðnu ári virðist hafa ríkt óvenjumikill frið- ur ef frá er talið verkfall sjómanna á togurum í ársbyrjun. En þó engin önnur meiriháttar verkföll hafi verið háð varð árið býsna við- burðaríkt og höfðu samningaráð og starfslið Vinnuveitendasam- bandsins aerið að starfa. í upphafi ársins voru í gildi nýlegir kjarasamningar sem gilda skyldu til 1. september. Vegna þeirra verðbólgusamninga sem rikið hafði gert við starfsmenn sína í nóvember 1984 og vegna þess, að áætlanir um þróun ríkis- fjármála og efnahagsmála höfðu almennt ekki staðist, varð ljósara með hverjum mánuði sem leið að þær forsendur sem lagðar höfðu verið til grundvallar samningum höfðu breyst og fór kaupmáttur kauptaxta stöðugt lækkandi. Horf- ur voru á því að hann yrði orðinn svo lágur í september að samning- ar myndu ekki nást nema eftir hörð átök eða með launasprengju. I byrjun júní tók Vinnuveitenda- samband Islands því það óvenju- lega skref að bjóða viðsemjendum sínum til samninga um hækkun kauptaxta sem tækju gildi þegar við undirskrift en jafnframt yrðu samningar framlengdir um eitt ár. Markmiðið með tilboði Vinnuveit- endasambandsins var að stuðla að því að kauptaxtar fylgdu nokkurn veginn verðlagsþróun og komið yrði þannig í veg fyrir fyrirsjáan- lega rýrnun kaupmáttar. ASÍ féllst á að j?anga til samninga um tilboð VSI og voru samningar undirritaðir 15. júní og skyldu þeir gilda út árið. Arangurinn er sá, að friður hefur að mestu ríkt á vinnumarkaðnum allt þetta ár. Vinnuveitendasamband {siands hefur algjörlega hafnað bindingu kauptaxta við vísitölu og fer því ekki hjá þvi að samningar verða hverju sinni að taka mið af horfum um þróun kaupmáttar. Það þýðir aftur, að ef festu skortir í stjórn efnahagsmála og þ.a.l. örðugt að sjá fyrir þróun þeirra, eru litlar Hkur á að samningar takist til lengri tima í senn. Sé litið til þeirra aðstæðna sem mestu ráða um afkomu atvinnu- veganna og getu þeirra til þess að greiða lífvænleg laun er myndin öllu dekkri. Verulegur halli var á ríkissjóði, sem að mestu var fjár- magnaður með erlendum lánum. Auk þess voru ýmsar óarðbærar framkvæmdir einnig fjármagnað- ar með erlendum lántökum. Þetta innstreymi erlends fjármagns olli verulegri þenslu, sem áhrif hafði á þróun verðlags og leiddi til launaskriðs hjá vissum starfs- hópum. Þetta jók aftur á eftir- spurn með þeim afleiðingum að vöruinnflutningurinn jókst veru- lega umfram útflutning. Ofan á festuleysi í ríkisfjármál- um bættist vandi vegna þróunar á alþjóðagjaldmiðlum sem varð okkur mjög í óhag. Eins og öllum er kunnugt hefur bandaríkjadollar fallið verulega gagnvart myntum annarra viðskiptalanda okkar. Þar sem stærsti hluti útflutnings okk- ar er greiddur í dollurum en stærstur hluti innflutnings í öðr- um myntum þýddi þessi þróun að útflutningsverð stóð að mestu í stað en innflutningur hækkaði í verði. Áætlað er að þetta kosti þjóðina um 4 milljarða í minni útflutningstekjum og hækkuðu verði innflutnings. Sá atvinnuvegur sem þessi þró- un hefur bitnað hvað mest á er fiskiðnaðurinn og horfir nú þung- lega um afkomu hans. Þeir einu sem góðs njóta af þessari þróun eru þeir sem skulda í dollurum. Þessi lækkun dollars var ein meg- inorsök þess að verðlagsspár í tengslum við samninga VSf og ASÍ stóðust ekki. Vextir héldust enn háir allt árið á alþjóðavettvangi m.a. vegna halla á ríkissjóði Bandaríkjanna. Vextir innanlands voru einnig að sama skapi háir m.a. vegna halla- reksturs ríkissjóðs og samkeppni hans við atvinnuvegi og húsbyggj- endur um sparifé landsmanna. Vegna alls þessa bendir margt til þess að afkoma fyrirtækja hafi farið versnandi á árinu, þó mis- munandi eftir greinum. Framundan eru erfiðir samning- ar en viðræður um þá hefjast næstu daga. Að því leyti stöndum við nú í sömu sporum og við upphaf síðustu samninga að kaupmáttur kauptaxta fer lækkandi. Atvinnu- greinarnar eru mjög misjafnlega í stakk búnar til þess að halda uppi kaupmætti. Útflutnings- greinarnar eiga í miklum erfiðleik- um vegna lækkunar dollars, eink- um þó fiskvinnslan og er varla um það að ræða að hún geti tekið á sig aukinn launakostnað. Þá ríkir mikil óvissa um framvindu efna- hagsmála. Verðbólgan er komin á hættulegt stig og má lítið útaf bera svo hún fari ekki á flug. Það er þjóðinni mikil nauðsyn að aðilar vinnumarkaðarins nái kjarasamn- ingum sem stuðlað geti að aukinni verðmætasköpun, fullri atvinnu og hjaðnandi verðbólgu. Semja þarf um skiptingu ráðstöfunartekna þjóðarbúsins en ekki skiptingu erlendra eyðslulána. Ef það á að takast þurfa allir að leggjast á eitt, ekki síst ríkisvaldið sem um of hefur skotið sér undan því að taka mið af samdrætti und^ngeng- inna ára. Ég óska öllum landsmönnum farsældar og friðar á nýbyrjuðu ári. * Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ: „Ár brostinna vona“ Árið 1985 fer án efa á spjöld sögunnar sem ár brostinna vona. Undir síðustu áramót gerðu margir launþegar sér vonir um batnandi afkomu á árinu. Samn- ingarnir í nóvember stefndu hátt. Stjórnvöld beittu samræmdum aðgerðum til þess að eyða árangr- inum á skömmum tíma. Fyrir ári vonuðust margir til þess að það tækist á árinu að hefta verðhækkanir og verðbólgan færð- ist í átt til þess sem gerðist í ná- lægum löndum. Verðbólgan hefur haldist og sýnist fremur á uppleið nú í lok ársins. Miklar vonir voru bundnar við eflingu atvinnulífsins á árinu. Þó atvinnuástand hafi almennt verið gott ríkir hins vegar enn sama óvissan um framtíðina. Enn blasa við sömu óleystu verkefnin jafnt í nýsköpum atvinnulífsins sem hinna hefðbundnu atvinnugreina. í samningum á miðju ári vonaði fólk almennt að treysta mætti yfirlýsingu forsætisráðherra við fótstall Jóns Sigurðssonar 17. júní um að ríkisstjórnin mundi halda vcrðhækkunum innan ákveðins ramma. Nær strax og samningar voru frá, virtist sú fyrirlýsing gleymd og ekki voru gerðar neinar ráðstafanir til þess að draga úr verðhækkunum og vega þannig upp þær verðhækkanir sem leiddu af óhagstæðum breytingum á inn- byrðis gengi erlendra mynta. Kaupmáttur fór því þverrandi og viðbótarsamningur fjármálaráð- herra náði ekki að bæta skaðann að fullu. Aðgerðir og aðgerðarleysi stjórnvalda síðustu misseri hafa leitt til þess að ójöfnuður hefur aukist stórlega í islensku þjóð- félagi. Ekki aðeins þannig að at- vinnurekendur hafi fengið meira í sinn hlut á kostnað launafólks heldur einnig þannig að tekjumun- ur launafólks innbyrðis hefur aukist og húsnæðismál stórra hópa komist í algjört óefni. Á þingum og öðrum samkomum verkalýðssamtakanna að undan- förnu hafa samþykktir gengið all- ar til sömu áttar. • Krafist er aukins kaupmáttar, endurheimt kjaraskerðingar síðustu missera í skýrt mörkuð- um áföngum. • Krafist er kaupmáttartrygging- ar sem gefi traust á því að samningar skili tilætlaðum ár- angri. • Krafist er uppstokkunar á launakerfunum bæði þannig að fasti hluti kaupaukakerfa verði aukinn og samræmi verði komið á milli kauptaxta og greidds kaups. • Krafist er ákveðinna félags- legra úrbóta. Alþýðusambandið hefur mótað kröfugerð heildarsamtakanna í samræmi við þessi viðhorf og við- ræður við atvinnurekendur eru hafnar jafnframt því sem rætt hefur verið við ríkisstjórnina um þau málefni sem að henni snúa. Eins og venjulega þegar samn- ingar nálgast hefur barlómur at- vinnurekenda aukist að undan- förnu. Það er auðvitað ljóst að afkomu er mjög misskipt í íslensku atvinnulífi og einstakar greinar eiga við raunverulega erfiðleika að etja. Sem heild á atvinnurekst- urinn hins vegar að vera fyllilega í stakk búinn til þess að koma til móts við þá kröfugerð sem nú hefur verið fram sett. Nýbirt skýrsla um fiskvinnslu á íslandi og nálægum löndum sýnir að bæði norsk og dönsk fyrirtæki gera allt þrennt í einu, greiða 60—70% hærra kaup, hærra verð fyrir hráefnið og græða á öllu saman. Ástæðan er hvorki ein eða einföld en það fer ekki á milli mála að lélegri menntun og aðbúnaður og ófullkomnara skipulag og stjórnun ráða miklu. Með sam- ræmdum aðgerðum ætti því að vera hægt að ná fram umtalsverð- um úrbótum á stuttum tíma og gera hvort tveggja í senn, bæta afkomu fiskvinnslufyrirtækja og auka tekjur starfsfólksins. Fáum blandast hugur um að í samanburði við önnur lönd stönd- um við mun betur í fiskvinnslu en flestum öðrum greinum. Það sem hér er sagt um fiskvinnsluna á því ekki síður við um aðrar greinar. Það er alvarlegur misskilningur að lágt kaup leysi vanda íslenska atvinnuvega. Þvert á móti eru kauplækkunaraðgerðir stjórn- valda síðustu misseri flótti frá vandamálum, tilraun til þess að sleppa við að taka á vandanum. Vandinn felst í illa nýttri fjárfest- ingu, lélegu skipulagi og stjórnun. Við verðum að horfast í augu við vandann og ráðast að rótum hans. Með öflugri atvinnustefnu má á stuttum tíma ná miklum árangri í íslensku atvinnulífi, auka afköst- in í hefðbundnum greinum og nýta hina fjölmörgu möguleika til ný- sköpunar. Kristján Ragnarsson, formaður LÍU: Hlýr sjór og gróska í haf- inu — en vanda- mál í rekstri Líklegt er að heildarafli lands- manna verði álíka mikill á þessu ári og hann hefur áður orðið mestur, en það var árið 1979. Heildaraflinn mun verða um 1.648 þús. lestir, en var 1.649 þús. lestir á árinu 1979. Heildaraflatölur segja þó ekki um, hvaða verðmæti er um að ræða. Gert er ráð fyrir að sjávar- vöruframleiðslan verði um 23 milljarðar króna. Hækkun milli ára nemur 39% og er magnaukn- ing 5,5% en 31% vegna breytinga ágengi. aflinn skiptist í meginatriðum þannig: Þorskur Annar botnfiskur Loðna Síld Rækja Hörpudiskur Humar Samtals 317.000 lestir 253.000 lestir 990.000 lestir 50.000 lestir 21.000 lestir 15.000 lestir 2.400 lestir 1.648.400 lestir Þrátt fyrir þennan mikla afla er raunvirði hans um 10% lægra en á árinu 1981 og stafar það af því, að nú er þorskaflinn um 145 þús. lestum minni en þá. Þorskur er um 10 sinnum verðmeiri en loðna. Fiskveiðunum var stjórnað ann- að árið í röð með kvótakerfi, sem byggðist annað hvort á því, að skipi var úthlutað aflamarki fyrir 5 botnfisktegundir eða sóknar- marki með þorskaflahámarki. í upphafi þessa árs var úthlutað 250 þús. lestum af þorski og hafa .nenn því velt því fyrir sér hvað valdi því að líklegt er að þorskafl- inn verði 317 þús. lestir. Helstu skýringar eru þessar: lestir Úthlutun 1. jan. 250.000 Leiðrétting á kvótum 5.000 Hálfur línuafli utan kvóta í jan. og febr. 6.000 5% viðbót, sem ákveðin var í maí 12.500 Veiði báta undir 10 rúml. utan kvóta 14.500 10% heimild til tegundabreytinga- 15.000 Aukning vegna sóknar- marks 14.000 Samtals 317.000 Af þessu má sjá að nokkur sveigja er innan þessa stjórnunar- kerfis, sem getur hneigst til beggja átta eftir aðstæðum í hafinu. Á þessu ári hefur sjórinn verið hlýr og mikil gróska í hafinu. Hefur þetta valdið hraðari vexti fisks og betri lífsskilyrðum. Þrátt fyrir þennan góða afla í heild er ekki sömu sögu að segja af öllum fisktegundum. Þannig náöist ekki úthlutaður aflakvóti á ufsa, ýsu og karfa. Mun karfaafl- inn ekki verða nema um 90.000 lestir en úthlutaður kvóti var 110.000 lestir. Hefur þess orðið greinilega vart að afli á togtíma hefur minnkað, sem bendir til þess að karfastofninn fari minnkandi. Af þessum ástæðum hefur karfa-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.