Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.12.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31.DESEMBER 1985 37 Brennur um áramótin Unga fólkið hefur það jafnan fyrir sið að safna í bálkesti fyrir áramótin. Sá siður mun vafalaust haldast um langa framtíð, en þó hefur þróunin orðið sú að brennur eru færri og smærri en áður. Segja kunnugir að skýringin á því sé sú að aldur brennupeyja hafí farið lækkandi; nú hangi unglingspiltar meira yfír myndsjám í stað þess að helga sig eldiviðaröflun, eins og fyrri kynslóðir. Hér á eftir fer listi yfír brennur í Reykjavík og víðar á landinu: Reykjavík Að þessu sinni verða 11 brenn- ur í Reykjavík. Þær eru: 1) Sunnan Bústaðavegar, vestan Háaleitisbrautar. 2) Við Álfabakka upp af Leiru- bakka. 3) Við Ægisíðu og Faxaskjól. 4) Við Skildinganes. 5) Við íþróttavöll ÍR í Breiðholti. 6) Við Ægisíðu. 7) Við Ártúnsholt. 8) Við íþróttavöll Fylkis í Ár- bæjarhverfi. 9) Við Holtaveg. 10) Upp af Rjúpufelli. 11) í Grafarvogshverfi. Hafnarfjöröur Fimm brennur verða í Hafnar- firði, sú stærsta í Hvaleyrarholti. Hinar eru á þessum stöðum: í Elíasartúni við Kaldárselsveg, við Hrafnistu, vestur af Mið- vangi og við Hringbraut. Kópavogur f Kópavogi verður einungis ein stór brenna yrst á Kársnesinu, norðvestur af Hafnarbraut og Vesturvör. Garðabær Þrjár brennur verða í Garðabæ, á Hraunsholti, við Arnarneslækinn og norður af Bæjarbrautinni. Mosfellssveit í Mosfellssveit verða tvær brenn- ur, báðar við Reykjanesveginn. Bessastaöahreppur Áramótabrenna verður í Bessastaðahreppi, milli bæjanna Gestshúsa og Tröð. Ennfremur verður brenna efst á Garðaholti. Seltjarnarnes Á Nesinu veröur ein stór brenna á Valhúsa- hæðinni. Akureyri Þrjár áramótabrennur verða á Akureyri að þessu sinni. Á Báru- fellsklöppum, sunnan Krossa- nessverksmiðjunnar, hefur lengi tíðkast að brenna gamla árið burt og svo er einnig nú. Þá er brenna á gömlum braggagrunni sunnan Bakkahlíðar og austan Hlíðarbrautar, niður með ánni. Þriðja brennan er á Leirugarði, sem liggur austur úr Drottning- arbraut. Egilsstaðir Á Egilsstöðum verða tvær brennur, önnur í Fellabæ, norðan við Fljót, en hin í Þverklettum í Egilsstaðaþorpi. Keflavík og nágrenni Brenna verður í Keflavík við flugvallarveginn, fyrir 'ofan gömlu bæjarskemmurnar. Enn- fremur verða brennur í Njarðvík og Sandgerði á hefðbundnum stöðum, og í Garðinum fyrir ofan Heiðarbraut, og tvær í Vogum, önnur hjá íþróttavellinum og hin í Brunnastaðahverfi. Akranes Ein brenna er fyrirhuguð á Akranesi inn í Kalmansvík. Vestmannaeyjar f Eyjum verða þrjár stórar brennur. Ein í hlíðum Helgafells, önnur upp á nýja hrauninu og sú þriðja upp við Stapa. ísafjörður Þrjár áramótabrennur verða á ísafirði og nágrenni, í Hnífsdal, á Torfnessvæðinu og i Fjarðar- hverfi. * Michael Caine sem landstjóri Caacara nýtur aöstoóar frelsishers eyjar- innar þegar heimsvcldi og auðhringar ógna friðsældinni. Bylting með blávatni Kvikmyndir Árni Þórarinsson Tónabíó: Vatn — Water ★'/i Bresk. Árferð 1984. Handrit: lan La Frenais, Dick Clement, Bill Persky. Leikstjóri: Dick Clement. Aðalhlutverk: Michael Ciane, Val- erie Perrine, Brenda Vaccaro, Leonard Rossiter, Billy Connolly. Á eyjunni Cascara í Karíba- hafi ber fátt til tíðinda og eftir litlu að slægjast. AUir eru latir, værukærir og áhyggjulausir. Það næsta sem breski landstjórinn (Michael Gaine). kemst því að stréssastppp er þegar hann próf- ar nýja samsetningu af maríú- analaufum eða tveggja manna frelsisher eyjarinnar hertekur útvarpsstöðina til að fá að flytja óskalag í beinni útsendingu. En rósemi landsfðður breska heims- veldisins og þegna hans er alvar- lega raskað'þegar fuILtrúi hennar hátignar fserir <þau tíðindi að -flytja verði æyjaskeggja burt; breyta þurfi eynni í öskutunnu fyrir kjarnorkuúrgang. Gegn þessari fyrirætlun verkar svo annar stórviðburður: Amerískur olíuauðhringur finnur auðlind mikla á eyjunni, þar sem er öl- kelda, og kemur blávatnið þannig blámönnunum og verndara þeirratil hjálpar. Water er góðlátlegur farsi með pólitísku ívafi. Honum til trafala er að höfundar eru með of marg- ar persónur i umferð og hafa ekki nógu mörg skemmtileg uppátæki eða tilsvör handa þeim öllum. Michael Oaine er notaleg- ur." sem landstjórinn og Billy Connolly lúmskur á lágúm nótum sem hlnn .syngjandi byltingar- foringi eyjarskeggja. Aðrir eru upp og niður, einkura er Brenda Vaccarp langt niðri sem suður- amerísk ejginkona Caines; hun sýnir versta gamfcnleik ársins. Water er éin áf þeSsum atkvæða- Ktlu mýndura sera hafa pf mikið ' umleikts miðað yið. afrekstur, méinlaus áfþreying og broddlaas. Fréttabréf frá Reykjanesi: Samgöngur verða stöðugt betri, en slæmt er síma- samtöl heyrast í útvarpi Rfýkjaneai, 18. desember. Hér við Djúp eru menn sem óðast að komast í jólaskap eins og annars- staðar og (lykkjast nú í jólakaupstað til ísafjarðar. Margir fara akandi, því vegir hafa verið opnir hér það sem af er vetri, að fáeinum dögum undan- skildum og eru þeir með betra móti, a.m.k. vestanvert við Djúp. Aðrir fara með Fagranesinu sem fer tvisvar í viku inn um allt ísafjarðardjúp. Sér það um alla vöruflutninga til Djúpmanna og flytur auk þess nokkuð af mjólk. Eru allflestir mjólkurframleiðendur nú hættir með brúsana og mjólka í kælitanka og er mjólkinni síðan dælt í flutningatanka úr plasti ef hún er flutt með Fagranesinu. Mjólkurbfllinn fer einnig tvisvar í viku í Djúpið svo lengi sem fært er. Samgöngur eru mjög góöar hér við Reykjanes því auk Fagraness- ins og mjólkurbílsins er Flugfélag- ið Ernir með áætlunarflug hingað tvisvar í viku, og er ákaflega þægilegt að geta hoppað upp- í flugvél og vera kominn á ísafjörð eftir 1Ó-Í5 mínútur í stað þess að hossast 3 tíma í bíl. Flugvöllur’imt hér var endurbættur ruikið r sumar pg verður lokið við lengingu flug- brautar næsta sumar. Reynt er að halda úppi éinhverju félagslffi í sveitinni í skammdég- inu þannig að fólki ftefist frekar kostur á aö hittast og spjalla saman í góðu tómi. Fyrir stuttu var haldjn félagsviSt í hina nýja , féjjagaheimili á Nauteyrt og var SÍöan dansað á eftir. Var skémmt- un þessi vel sótt og kærkomin til- breyting í skammdeginu. í tilefni af J. desember var hald- in að vanda skemmtup hér í Reykjauesi. Sáu nemendur þar um skemmtiatriði. Formaður nemend- * aráðs, Þóra B. Magnús, flutti há- ' tíðarávarp, nemendur héraðsskól- ans og harnaskólans fluttu sitt- hvort leikritið og ýmislegt fleira var til gamans gert. Venja er að fólkið úr sveitinni sæki þessa - samkomu en ekki lá nógu vel á = veðurguðunUm til að það gæti orðið, því töluvert enjóaði þennan dag og spilltist færð af þeim sök- um.J>ó voru Sumir öém Iétu þáð ettki á sig,fáog mpettu þrátt.fyrir þæfingá leiðinni. Menn hér eru nú óðum að venj- ast sjálfvirka símanum enda nokkrir mánuðir síðan hann var tengdur. Ekki hefur sambandið þó alltaf verið upp á það besta og eru menn æði þreyttir á margslitnum símtölum. Einnig kemur fyrir að samtölin heyrast í útvarpstækjum sem hafa ákveöna tíðni og geta slíkar útsendingar oft og tíðum haft ýmsar afdrifaríkar afleiðing- ar í för með sér, einkum ef rædd eru viðkvæm mál. Þó sjálfvirki síminn sé mikii framför sakna margir gamla góða sveitasímans m.al vegttá þes» að þá var hægt ■?> að halda ýttisa rabbfundi í síman- t um,*bará þriilgja fjmm stuttar bg r; þá tóku allir Qpp tólið. r\ Én auðvitað ainast menn ekki við tækpintii á þessu sviði freníftr ' encxVuiii Það seita af er v^tri hefur tíðár-'- far verjð«gott. Voflast menn til áð máttarvöldwumi þóknist að gefa -v okkur jafy góðan wtur og 1 fyrya,. en vár (iieöþéin»snjólóttari h&. " iá-.íi Ás-* “.íj -8" ★ . ' . ' M ♦ x - - *-- - . . ' 1 -^jbre

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.