Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.01.1986, Blaðsíða 40
V 40 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 5. JANÚAR1986 t Eiginkona mín og móöir okkar, UNNUR GUDBERGSDÓTTIR, Silfurteigi 1, sem lést 26. desember verður jarösungin frá Laugarneskirkju mánudaginn 6. janúar kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Samband íslenskra kristniboösfélaga. Fyrir hönd tengdabarna og barnabarna. Auounn Hermannsson, Guörún Auðunsdóttir, Guöbergur Auðunsson, Hermann Auöunsson, Herborg Auöunsdóttir. Unnur Guðbergs- dóttir - Minning t Útför eiginmanns míns, fööur, tengdaföður, afa og langafa okkar, RAGNARS S. ÓLAFSSONAR, húsgagnabólstrara, Laugavegi 100, Rvík hefur fariö fram í kyrrþey, aö ósk hins látna. Fyrir hönd aöstandenda, Helga Jósefsdóttir, Guörún Rósa Ragnarsdóttir, Gunnar Björnsson, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Agnes Guöný Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, STEINUNNAR MAGNÚSDÓTTUR, Reynihvammi 25, Kópavogi. Jóhanna Bóel Siguröardóttir, Magnea I. Sigurðardóttir, Agúst L. Eiösson, Svava Siguröardóttir, Siguröur Ingimundarson, og ömmubörnin. Fædd7.maíl912 Dáin 26. desember 1985 Að kvöldi dags, annars í jólum, lést kær vinkona mín, Unnur Guðbergsdóttir, til heimilis á Silf- urteigi 1 hér í borg. Nýkomin heim úr ánægjulegu fjölskylduboði hneig hún örend í faðm eiginmanns síns, Auðuns Hermannssonar, sem hafði verið hennar stoð og stytta í 46 ára lóngu ogfarsælu hjónabandi. Kynni okkar Unnar hófust árið 1937 þegar ég kom hingað til ís- lands í fyrsta skipti. Unnur bjó þá hjá foreldrum sínum, Herborgu Jónsdóttur frá Bústöðum og Guð- bergi Jóhannssyni málarameist- ara, ættuðum úr Hafnarfirði, á Hverfisgötu 99a í Reykjavík og dvaldi ég hjá þeim í góðu yfirlæti í 3 vikur. Eftir nám í Kvennaskólanunj í Reykjavík vann Unnur við verslun- arstörf og síðan við hattasaum. Árið 1939, þann 20. október, gengu þau Unnur og Auðunn í hjónaband og eignuðust þau f jögur börn: Guðrúnu, Guðberg, Her- mann og Herborgu. Barnabörnin eru átta. Sterkasti þáttur í lífi Unnar var ást, hlýja og umhyggja fyrir heim- ilinu, börnunum og barnabörnun- um. Annar þáttur var áhugi henn- ar á handavinnu. Mörg og falleg verk hennar prýða nú fjölskyldu- heimilin. Fyrir nokkrum árum gekk hún í Kristniboðsfélag kvenna og þótti henni innilega vænt um félagskon- urnar og naut samverustundanna í Betaníu. Unnur veiktist alvarlega fyrir þremur árum, en bjartsýni og umhyggja eiginmannsins gaf henni gleði og kjark á erfiðum tímum. Fyrir margra ára órjúfanlega vináttu þakka ég Unni að leiðar- lokum og megi hinn algóði Guð blessa og styrkja ástvini hennar í sorg þeirra og söknuði. „Eilífðardagur, ununarfagur eilíf skín sól í Paradís. Ó, hve fegri ogyndislegri unun mín sú, er þar er vís." Astrid S. Hannesson t Utför GUÐMUNDAR S. EINARSSONAR kennara, > Kópavogsbraut 77, Kópavogi, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 8. janúar kl. 15.00. Guörún Jónsdóttir, Jón Ármann Guomundsson, Halldór J. Guömundsson. Ármann Kojic Jónsson, t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐJÓN GUÐLAUGSSON, vólstjóri, Arnarhrauni 4, •."-; Hafnarfírði, veröur jarösunginn frá Hafnarfjarðarkirkju á rhorgun, mánudaginn 6. janúar, kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hans er þent á líknarstofnanir. Hulda Hansdóttir, Olafur Helgi Friðjónsson, Guðlaug Hanna Friðjónsdóttir, Guörún H. Friöjónsdóttir, Friörík H. Friöjónsson, Sólveíg H. Friðjónsdóttir, Júlianna H. Friojónsdóttir, Guölaugur H. Friöjónsson, Katla Þorkelsdóttir, Ólafur Ingimundarson, Árni Sigurvinsson, Margrót Valdimarsdóttir, Kristján Sigurbrandsson, Magnús Pétursson, Guðrún Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móöir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞÓRA ÞORKELSDÓTTIR, Hátúni 10B, sem andaöist aö kvöldi 24. desember veröur jarösungin Fossvogskirkju þriöjudaginn 7. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aöstandenda, Guðrún Halldóra Magnúsdóttir, Pétur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. frá t Fööursystir mín, . ' . MATTHILDUR JÓNSDÓTTIR, ¦ Tómasarhaga 24, lést aðfaranótt 31. desember. Útförin veröur gerö frá Neskirkju mánudaginn 6. janúar klukkan 3 síödegis. Fyrir hönd vandamanna, Ragnheiður Guöbrandsdóttir, t Eiginmaöur minn og faöir okkar, SIGURDUR MAGNÚS SVEINSSON fyrrverandi bifreiðaeftirlitsmaöur á Reyöarfiröi, andaöist í Borgarspítalanum á jóladag. Jarðarförin fer frarri frá Fossvogskirkju föstudaginn 10. desember kl. 15.00. Björg Bóasdóttir og börn hins látna. t Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, SIGURÐUR GRÍMSSON, Kaplaskjólsvegi 60, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. janúar kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á líknar- félög og stofnanir. Ragnheiöur Guðmundsdóttir, Vilborg Sigurðardóttir, Sigurður Hermannsson, Ásthildur Síguröardóttir, Sigmundur Arthúrsson Ásdís Siguröardóttir, og bamabörn. t Móðir okkar, STEINUNN Þ. GUÐMUNDSDÓTTIR, rithöfundur, Arahólum 2, verður jarösungin frá Laugarneskirkju 6. janúar kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Helgi Guöjónsson, Valsteinn Guöjónsson. t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUDFINNA JÓNA TORFADÓTTIR, Hverfisgötu 123, . sem lést 23. desember verður jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. janúar kl. 15.00. Auður Hékonardóttir, Hafliði Hákonarson, Helga Hákonardóttir, Guðbjörg Hákonardóttir, Ástríöur Hákonardóttir, Gunnar H. Jónsson, , Rós Steindórsdóttir, Bergþór Magnússon, Hilmar Hafsteinsson, Karl Snorrason. t Innilegustu þakkir fyrír auösýnda vináttu og samúö vegna fráfalls ANDRÍNU GUÐRÚNAR KRISTLEIFSDÓTTUR frá Sveinatungu. Börn, tengdabðrn, barnabörn og systkini hinnnr látnu. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför eigin- konu minnar og móður okkar, STEFANÍU ÓLAFAR JÓHANNSDÓTTUR. Jón Andersen, Nanna Maronsdóttir, Hanna Maronsdóttir. Ég vil með fáum orðum minnast tengdamóður minnar Unnar Guð- bergsdóttur. Eins og minningar um hana eru tengdar sumarbirtu er andlát hennar sem haustið. Það var árið 1972, sem ég kom fyrst á heimili hennar og tengda- föðurs míns, Auðuns Hermanns- sonar. Þau hjónin höfðu eignast eiginkonu mína, Herborgu, seint á lífsleiðinni. í stað þess að aldurs- munurinn orsakaði óbrúanlegt kynslóðabil, hafði fæðing konu minnar yngt Unni upp og augljóst var, að hún mótaði viðhorf sín í átt til yngri kynslóðarinnar á margan hátt. Þetta gerði þær mæðgur að vinkonum og samband þeirra var sérstaklega náið. Unnur fann þetta og þakkaði dóttur sinni það, að viðhorf og smekkur hélst í takt við tímann. Mér þótti nokkuð óvanalegt, að vinir barna þeirra hjóna höfðu mikið samband við þau, þó bórnin væru löngu farin að heiman og var þá oft gripið til spila. Ég skildi þetta ekki í fyrstu, en það rann upp fyrir mér, að hér kom meira til en á,nægja þeirra af því, að taka slag. Þau hjónin tóku á móti fólki áh fordóma og eyddu þannig kyn- slóðabilinu. Það var kærleikur, vinskapuroggleði, sem laðaði fólk- ið að. Unnur var mikil hannyrðakona. Einnig á því sviði var hún sérstök. Þeir munir, sem hún gerði voru gerðir af listfengni, vandvirkni og smekkvísi. Hlutir hennar fylgdu tíðarandanum, þannig að þeir voru vel þegnir af yngri kynslóðinni og bera heimili barna hennar þess ljósan vott. Munir hennar voru oftar taí ekki hugsaðir til gjafa. Hún hafði unun af því að gefa og alltaf fylgdi mikil hugulsemi gjöf- um } nnar. í pökkum frá henni var áiltaf eitthváo, sem kom sér sérstaklega vel og alltaf var svo smekklega frá.gjöfunum gengið, að un.un var að. Allt fram til síð- asta dags var hún að vinna að gjöfum fyrir börnin sín. Tengdafaðir minn hefur tekið sér margt fyrir hendur um dagana en bak við manninn var kona, sem íiuddi hann af kærleika og treysti •onum. Eftir að vinna hans fluttist inn á heimilið stuttu eftir að við hjónin byrjuðum að búa, tók hún virkan þátt í störfum hans, bæði við stofnun og rekstur Fasteigna- úrvalsins og við stofnun og stjórn- störf í samtökum aldraðra. Hún studdi hann með ráðum og dáðum á þeim tímamótum, þegar hann hætti sem forstjóri Hrafnistu og hóf eiginn rekstur kominn á sjö- tugsaldur. Eins hafa þau sagt mér að þau hafi staðið saman við aðrar erfiðar aðstæður í lífinu og hún stutt. hann í ákvörðunum hans þó þær kostuðu óvissu eða jafnvel atvinnumissi. Unnur bjó sérstaklega smekk- legt heimili. Þó má ráða af frá- sögnum barna hennar, að það hafi aldrei þrengt að þeim í leik þeirra. Unnur var mamma af sama kær- Ieika og lifandi ástúð, sem ein- kenndi líf hennar. Ég hóf þessar línur með samlík- ingu við haustið. Ég lýk þeim með ósk um, að það vori í hjörtum vorum, og þau kærleiksfræ, sem Unnur Guðbergsdóttir sáði megi vaxa og bera ávöxt. Jón Sigurgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.