Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986 Askorun hóps sjálfstæðiskvenna: Aukinn verði hlutur kvenna í borgar- stjómarframboði Getum ekki breytt niðurstöðum prófkjörs- ins, segir formaður Sjálfstæðisflokksins NOKKRAR þekktar sjálfstæðiskon- ur hafa sent Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins og Davíð Oddssyni, borgarstjóra áskorun, um að athuga möguleika á auknum hlut kvenna í efstu sætum framboðslista flokksins við borgar- stjórnarkosningarnar í vor. Segja þær að hlutur kvenna í prófkjörinu sé í hrópandi ósamræmi við gerð þjóðfélagsins og þá tíma sem við nú lifúm á. Niðurstaða prófkjörsins var bind- andi fyrir 8 efstu sætin en í þeim höfnuðu 7 karlar og 1 kona. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í gærkvöldi að hann og borgar- stjóri hefðu þegar átt fund með forystu sjálfstæðiskvenna og formanni jafn- réttisnefndar flokksins og myndu þeir einnig ræða málið við fulltrúa þeirra kvenna, sem skrifuðu undir áskorun- ina. Hann sagði að þeir legðu mikla áherslu á að styrkja stöðu og áhrif kvenna í flokknum og í þeim trúnaðar- stöðum, sem kosið væri til. Það væri hins vegar ekki á þeirra valdi að breyta niðurstöðum prófkjörsins hvort sem þeim líkaði niðurstaða þess betur eða verr. Margeir 2 viimingnm fin stórmeistaratitli MARGEIR Pétursson heldur for- ystunni á skákmótinu i Hastings. Hann vann Piu Cramling í 9. umferð í gær. Margeir fékk heldur lakari stöðu, en tókst að jafha taflið. Pia skipti upp í endatafl, en fékk við það örlítið verri stöðu. í tímahraki lék sænska skákdrottn- ingin sig í mát í stöðu, sem hún hefði átt að halda með bestu tafl- mennsku. Margeir hefur . með sigri sínum gegn Piu unnið það afrek, að fá 6 V2 v. úr síðustu sjö skákum. Á laugardaginn gerði hann öruggt jafntefli við sovéska stórmeistarann Balasjov og á sunnudag vann hann Formanek frá Bandaríkjunum. Mar- geir þarf 2 vinninga í síðustu fjórum skákunum til að ná stórmeistaratitli. Margeir var nokkuð bjartsýnn í samtali við fréttamann Morgunblaðs- ins í gærkvöldi, og sagði, að nú væri um að gera að tefla af öryggi. Jóhann Hjartarson gerði í gær jafntefli við sovéska stórmeistarann Mikhailsc- hisin. I 7. umferð tapaði Jóhann gegn Watson, en í jgær tapaði hann fyrir Greenfeld frá Israel. Staða efstu manna í mótinu eftir 9 umferðir af 13 er þessi: 1. Margeir 7 '/2 v. 2. Greenfeld (ísra- el) 6 V2 v. 3. Watson (Englandi) 6 v. Jóhann er í 7.-8. sæti með 5 v. I dag eiga skákmennimir frí, en á morgun verður 10. umferðin tefld. Þá hefur Margeir hvítt gegn banda- rísku jafnteflisvélinni Federovicz, en Jóhann hefur svart gegn Rukavina frá Júgóslavíú. Frá slysstað í Mosfellssveit. Mosfellssveit: Morgunblaðið/Júlíus Fertugur maður lést í umferðarslysi BANASLYS varð á Vesturlands- vegfi í Mosfellssveit laust eftir miðnætti í gær. Fertugur maður lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni við gatnamótin að Reykjavegi, sem liggja að Reykjalundi. Maðurinn mun hafa kastast út úr bifreiðinni og er talið að hann hafí látist samstundis. Hann var einn í bifreiðinni. Ekki er hægt að birta nafh hans að svo stöddu. Hinn látni ók Volvo-bifreið aust- ur Vesturiandsveg. Skammt fyrir vestan gatnamótin að Reykjavegi missti hann stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún lenti á umferðareyjum sem þarna eru og Ijósastaur og hafnaði síðan við umferðarmerki við Reykjaveg. Ökumaður mun ekki hafa verið í bílbelti og kastaðist út úr bifreið- inni. Orsakir slyssins eru ókunnar, en miklir sviptivindar voru þama og ummerki bera, að ökumaður hafi misst bifreiðina út af steyptum veginum og síðan sveigt inná en þá hafnað upp á umferðareyjunum með hinum hörmulegu afleiðing- Stúdentaráð mótmælir reglu- gerð menntamálaráðherra ö INNLENT STÚDENTARAÐ hefur mótmælt reglugerð menntamálaráðherra um að lánsviðmiðanir LÍN skuli vera jafnháar og á tímabilinu sept./nóv. Morgunblaðinu hefur borist álykt- un frá Stúdentaráði og bókun Ólafs Arnarssonar fulltrúa SHÍ sem lögð var fram á stjórnarfundi sl. föstu- dag. Ályktun Stúdentaráðs sem sam- þykkt var á fundi 30. des. sl. er svo- hljóðandi: „SHÍ mótmælir harðlega þeim fyrir- ætlunum ríkisstjómarinnar að skera niður framlag til LÍN um 30% á miðj- um vetri. Það kostar fé að halda uppi fram- haldsnámi á íslandi og færi því betur að ráðamenn gerðu sér þá staðreynd Ijósa og hegðuðu sér samkvæmt því. Afleiðingar þessa niðurskurðaryrðu þær að fjölmargir námsmenn hrökkl- uðust frá námi og þjóðarbúið yrði fyrir óbætanlegu tjóni þar sem eftirsókn í sérmenntað fólk eykst stöðugt. Tæp- lega 90% af framlagi ríkisins mun í framtíðinni skila sér aftur til lána- sjóðsins í formi endurgreiðslna náms- láha. Þessi staðreynd lýsir enn frekar skammsýni ráðamanna í menntamál- um þjóðarinnar. SHÍ harmar það að ekki skuli vera haft meira samstarf við námsmanna- hreyflngarnar um þessi mál.“ Á stjómarfundi á fóstudaginn lagði Ólafur Amarson fram eftirfarandi bókun: „Það er mitt álit að ekki beri að bregðast við fjárhagsvanda LÍN með vanhugsuðum niðurskurðarákvörðun- um. Nú er starfandi á vegum mennta- málaráðuneytis nefnd er endurskoða skal lög og reglur LÍN. Þar er ekki rætt um niðurskurð, þar er rætt um leiðir til að betri innheimtur náist af því fé sem lánað er út. Niðurskurður leysir engin vandamál, heldur magnar þau upp ef til lengri tíma er litið. Ljóst er einnig að stúdentar, a.m.k. stúdent- ar við HI geta ekki setið orða- og aðgerðalausir undir slíkri aðfiir. í vetur höfum við stúdentar tekið þátt í því af ábyrgð að finna leiðir til aukinna endurheimta á því fé sem sjóðurinn lánar út. Slíkt stuðlar að varanlegri framtíðarlausn. Það er hinsvegar ekki til þess fallið að leysa nein vandamál að skera niður útlán LÍN svo vafasamt er að margir námsmenn geti haldið áfram námi. Menn verða jafnframt að hafa í huga að stúdentar byggja alla sina afkomu á þeim námslánum sem þeir fá úthlutað. Þeir hafa ekki möguleika á að bæta afkomu sína með aukavinnu, bæði vegna þess að námskröfur eru slíkar að útilokað er fýrir námsmenn að bæta við sig vinnu. Einnig eru reglur LÍN slíkar að hafi menn aukatekjur þá skerðast þeirra námslán. í vetur hafa námsmenn sýnt samstarfsvilja og áhuga á því að leysa vanda LÍN. Stúdentaráð HÍ hefur haft forystu um það samstarf náms- manna og stjómvalda sem hófst nú í haust. Ég lýsi því furðu minni og vanþóknun á þeim niðurskurði á LÍN sem nú er fyrirhugaður með reglu- gerðarbreytingu þriðja janúar 1986 og skora á ráðherra að endurskoða afstöðu sína.“ Steða borgarsjóðs góð um áramótin STAÐA borgarsjóðs um nýaf- staðin áramót var betri en oftast áður og fóru rekstrargjöld aðeins Dregið hefiir í sundur með námsmönnum og* launafólki Þetta línurit sýnir hve dregið hefur í sundur með námsmönnum og launafólki. Reiknað er eftir launavísitölu frá byrjun árs ’82 til ársloka ’85. Launavísitalan er eins og hún er reiknuð fyrir hús- næðisstofnun, hún ertil helminga vísitala launataxta og vísitala ráðstöfunartekna og tekur þar af leiðandi inn launaskrið. Náms- lán eru reiknuð eins og þau hafa verið að þróast á þessu tímabili. Kaupmáttur námslána er 8,8% betri en í upphafi árs ’82 og stefndi í 11% kaupmáttaraukn- ingu. Neðri línan sýnir að kaup- máttur launa hefur lækkað um 20%. um 2,3% fram yfir áætlun, eða um 57 milljónir króna, þrátt fyrir að verðbólga og launahækkanir færu talsvert fram úr því, sem ráð hafði verið gert fyrir. Staða borgarinnar gagnvart Lands- bankanum er jákvæð ef tapið á rekstri Borgarspítalans er ekki meðtalið. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið, að rekstrarstaða borgarsjóðs hefði verið mjög góð um áramótin. Rekstrargjöld borgarinnar að gatnagerð meðtalinni hefðu ekki farið nema 2,3% fram úr fjárhagsá- ætlun ársins. Það hlyti að teljast mjög viðunandi útkoma miðað við að verðbólga á árinu hefði verið mun meiri en gert hefði verið ráð fyrir og kaupgjald hefði einnig þró- azt öðru vísi en ráð hefði verið fyrir gert. Heildar fjárveiting til þessara framkvæmda hefði verið 2 millljarð- ar og 430 milljónir, en niðurstaðan væri 2 milljarðar og 487 milljónir. Hallinn væri því aðeins um 57 milljónir króna. Hvað varðaði stöðu borgarsjóðs við Landsbankann, viðskiptabanka sjóðsins, léti nærri, að væri ekki um að ræða halla á Borgarspítalanum, væri reikningur borgarinnar á núlli þrátt fyrir það, að ekki hefðu verið tekin erlend lán til að fleyta borgarsjóði yfir áramót- in eins og gert hefði verið á árum áður. Þetta væri annað árið í röð, sem erlend lán væru ekki tekin í þeim tilgangi. Þá mætti geta þess, að fyrirtæki borgarinnar stæðu ágætlega. Veitustofnanirnar þijár til dæmis. Rafmagnsveitan hefði nú nær greitt allar erlendar skuldir sínar og svip- aða sögu væri að segja um Hitaveit- una og Vatnsveitan væri skuldlaus. Hafnarsjóður hefði ennfremur rétt sig mjög af og staða hans yrði viðunandi eftir eitt til tvö ár. Jafn- framt þessu hefði verið gert ráð fýrir því við gerð fjárhagsáætlunar nú, að borgarsjóður létti verulega af sér kostnaði vegna Bæjarút- gerðarinnar. Framlög vegna yfir- tekinna skulda yrðu aðeins um fimmtungur af því, sem orðið hefði án aðgerða. Allt væri þetta heldur jákvætt. Staðan í fyrra hefði jafnvel verið enn betri og skæru þessi tvö ár sig verulega úr hvað afkomuna varðaði. í árslok 1982 hefðu yfir- dráttur og erlendar skammtíma- skuldir til dæmis numið á fimmta hundrað milljónum króna reiknað til núvirðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.