Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMAÐIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI
1972-1. fl. 25.01.86 kr. 24.360,86
1973-2. fl. 25.01.86-25.01.87 kr. 13.498,99
1975-1. fl. 10.01.86-10.01.87 kr. 7.006,46
1975-2. fl. 25.01.86-25.01.87 kr. 5.288,55
1976-1. fl. 10.03.86-10.03.87 kr. 5.037,69
1976-2. fl. 25.01.86-25.01.87 kr. 3.935,91
1977-1. fl. 25.03.86-25.03.87 kr. 3.673,52
1978-1 fl. 25.03.86-25.03.87 kr. 2.490,85
1979-1. fl. 25.02.86-25.02.87 kr. 1.646,98
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1981 -1. fl. 25.01.86-25.01.87 kr. 717,78
‘Innlausnarverö er höfuöstóll, vextir, vaxtavextir og veröbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóös ferfram í afgreiöslu
Seðlabanka (slands, Hafnarstræti 10, og liggja þarjafnframtframmi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Athygli skal vakin á lokagjalddaga 1. flokks 1972,
sem er25. janúarn.k.
Reykjavík, janúar 1986
SEÐLABANKIÍSLANDS
’i
EINARSNESl 4 101 REYiqMK SlMl:M136
ER OÐRUVLSI
Minnisbók Bókrúnar er ööruvísi en hinar
full af skemmtilegum og fræöandi upplýsingum um konur
Og kvunnuhuriiim
Hljómplata Ólafs
frá Mosfelli
eftirHörð
A rinbjarnarson
Ég undirritaður er ekki í hópi
atvinnugagnrýnenda á tónlist, en
þeir sem til mín þekkja vita vel hver
smekkur minn og mat er á tónlist
og túlkun hennar. Því sé ég ástæðu
að láta þessar línur frá mér fara.
Mér barst í hendur hljómplata Ólafs
Magnússonar frá Mosfelli með und-
irleik Jónasar Ingimundarsonar. Við
miðaldra og eldri Reykvíkingar
þekkjum Ólaf af hans kærleiksstarfi
við Heilsuverndarstöðina í Reykja-
vík, og söngvagleði áhugamannsins.
Mér er ókunnugt um námsferil
Ólafs í söng. Ólafur hefur alltaf verið
skoðaður sem „amatör" söngvari af
hinum. Við útkomu þessarar hljóm-
plötu hefur hins vegar komið í ljós
hve óspilltur hreinn og þéttur „ama-
törinn" getur verið. Ljóðasöngur er
talinn erfiðasta braut atvinnusöng-
mannsins, hvað snertir nám, tækni
og þroska. Nægir þar að nefna þau
ljón ljóðasöngsins, Dieskau, Souzay
og Hans Hotter. Sá síðastnefndi
söng fram á efri ár, og þótti ávallt
bæta sig, þó röddin eltist.
Ólafur sýnir á þessari plötu hve
vel er hægt að varðveita þrótt radd-
arinnar, en ekki hvað síst hve and-
legur þroski vex óspilltur fram á
efri ár.
Án efa stæðist þessi útgáfa ekki
samanburð faglegustu atvinnu-
manna í tækni, en listrænt kærleiks-
skyn er með því besta sem ég hef
í langan tíma heyrt.
Með þessari útgáfu hefur íslensk-
ur ljóðasöngur þessarar aldar eign-
ast dýran minnisVarða.
Höfundur er kaupmaður.
Morgunbladið/óiarur K. Magnússon.
Myndin var tekin á blaðamannafiindi er haldinn var til kynningar á
starfi samtakanna Educational Experience Europe. Þátttakendur í
íslandsförinni eru klæddir hvítum bolum en í efri röð fyrir miðju
standa Pétur Kjartansson frá Fiskafurðum hf. — útflutningsfyrirtæki
sem skiptir mikið við LUbbert, Peter-Carlo Lehrell leiðangursstjóri
og Helga Guðrún Jónasdóttir fulltrúi samtakanna á íslandi.
Ungir Evrópu-
búar á Islandi
- Þýska fisksölufyrirtækið Lubert kostaði ferðina
TUTTUGU manna hópur ungs fólks kom hingað til lands 27. desember
sl. á vegum samtaka er kalla sig Educational Experience Europe
(Námsreynsla Evrópa), og er ferð þeirra hingað kostuð af fisksölufyrir-
tækinu LUbbert, sem aðsetur hefúr
og er íslendingum vel kunnugt.
Þetta eru fulltrúar hinna ýmsu
Evrópulanda sem dvelja munu hér
til 20. janúar. Hópnum er skipt í
smærri einingar og hefur hver um
sig það verkefni að gera úttekt á
tilteknu sviði íslensks menningar-
og þjóðlífs. Leiðangursstjóri er 21
árs gamall Þjóðvetji, Peter-Carlo
Lehrell, en formaður samtakanna
og sérstakur leiðbeinandi leiðang-
ursins er Peter Willey, sem er
gamalreyndur breskur könnuður,
fomleifa- og sagnfræðingur. Sam-
tökin hófu starfsemi sína árið 1983
og er þessi leiðangur til íslands
annar leiðangurinn sem þau skipu-
leggja. í byijun október sl. hélt 50
manna hópur, þar á meðal ein íslensk
stúlka, Guðrún Högnadóttir, til
Afríku og mun dvelja þar í sex
mánuði við hin ýmsu störf. Afríku-
leiðangur starfar samhliða Rauða
krossinum, World Wildlife Fund,
UNICEF og öðram samtökum, sem
hafa látið til sín taka í Afríku.
Hugmyndin að baki honum er þó
fyrst og fremst að samvinna að
ýmsum menningar- og mannúðar-
málum stofni til kynna ungra Afr-
íku- og Evrópubúa.
Aðalstöðvar samtakanna eru í
Þýskalandi en skrifstofur eru reknar
á vegum þeirra víðs vegar, m.a. í
Bretlandi, Frakklandi og írlandi.
Þetta eru samtök ungra Evrópubúa
á aldrinum 18 til 25 ára og er
markmið þeirra að vekja ungt fólk
til vitundar um tilvist hins evrópska
samfélags, uppræta fordóma, efla
samvinnu fólks af ólíku þjóðerni og
treysta vináttubönd landa á milli,
að sögn Helgu Guðrúnar Jónasdótt-
ur, fulltrúa samtakanna hér á landi.
Hún sagði að ef leiðangurinn til
íslands heppnaðist vel, væri ætlunin
í Bremerhaven í Vestur-Þýskalandi
að hann verði árlegur viðburður hér.
Nú er verið að skipuleggja leiðangra
til Pakistans og Japans og geta allir
þeir sem eru innan aldursmarkanna
sótt um.
Samtökin vinna meðal annars að
því að koma á laggimar menningar-
og málvísindaskóla í írska lýðveld-
inu. Þau skipuleggja ungmenna-
skipti og leiðangra ungra Evr-
ópubúa, standa fyrir fyrirlestrum
sem sérfróðir menn flytja. Samtökin
eru rekin án gróðasjónarmiða og án
tengsla við aðrar hreyfingar. Þau
fjármagna starfsemi sína eingöngu
með ftjálsum framlögum einstakl-
inga og fyrirtækja, stuðningi ríkis-
og menntastofnana og þeirra ann-
arra sem vilja leggja málstaðnum lið.
Lehrell sagði í samtali við blaða-
menn að allar úttektir og niðurstöður
hópsins hér á landi sem annars
staðar yrðu gefnar út og hagnýttar
við kennslu og hvaðeina það sem
Íiarfnast afmarkaðra upplýsinga um
sland. Ennfremur verður gerð heim-
ildamynd um leiðangrana báða til
sýningar í sjónvarpinu. Hann sagði
jafnframt að ýmsir íslenskir aðilar
og fyrirtæki hefðu veitt margvíslega
aðstoð, sem væri ómetanleg.
Fisksölufyrirtækið Lúbbert, sem
kostaði ferð ungmennanna hingað
til lands, hefur haft mikil samskipti
við Islendinga og er eitt helsta fyrir-
tæki sem selur íslenskan togarafisk
í Þýskalandi. Fyrirtækið hefur 45
manns í þjónustu sinni og er með
yfír 1700 milljónir íslenskra króna
í ársveltu og hefur verið meira en
60 ár í fiskviðskiptum. Því til við-
bótar annast Lúbbert umboðssölu á
alls kyns vélum og aðföngum til
þýska fiskiðnaðarins.