Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986 Móðir okkar og tengdamóöir, ANNA NORDAL, er látin. Vilhjálmur Ingólfsson, Álfheiður Jónsdóttir, Ragnar Ingólfsson, Sigurborg Sigurjónsdóttir, Siguröur Ingólfsson, Jóhanna Guömundsdóttir. t Eiginkona mín, SIGRÍDUR TÓMASDÓTTIR, Hverfísgötu 70, lóst í St. Fransiskusspítalanum Stykkishólmi sunnudaginn 5. jan- úar. Þorkell Hjaltason og börn hinnar látnu. Eiginkona mín, MARGRÉT ÁRNADÓTTIR, Lyngholti, Þórshöfn, lést á heimili okkar föstudaginn 3. janúar. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabarna. Jóhann Jónsson. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma HEKLA SÆMUNDSDÓTTIR, Grettisgötu 45, andaöist í Borgarspítalanum 4. janúar sl. Fyrir hönd vandamanna. Haraldur Egilsson, Egill Haraldsson, Bylgja Ragnarsdóttir, Sæmundur Haraldsson, Jenný Heiöa Björnsdóttir, Sævar Haraldsson og barnabörn. t Maöurinn minn AXEL SIGURGEIRSSON, lést sunnudaginn 5. janúar. Fyrir hönd aöstandenda. Guöríöur Þorgilsdóttir. KRISTRÚN KRISTÓFERSDÓTTIR, Reynihvammi 34, Kópavogi, sem lóst þann 31. desember veröur jarösungin frá Fossvogs- kapellu fimmtudaginn 9. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Kristján Þ. Ólafsson, Sigríöur Kristjánsdóttir, Kristófer Kristjánsson. t Móöir okkar, ANNA GUDMUNDSDÓTTIR, sem lést í Landakotsspítala 30. desember veröur jarösungin í Fossvogskirkju miövikudaginn 8. janúar kl. 10.30. Fyrir hönd ættingja og annarra vandamanna, Guðlaug Sveinsdóttir, Jón Sveinsson, Snorri Sveinsson, Magnús Sveinsson. t i i * t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUDNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR frá Minna-Núpí, Vestmannaeyjum, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 10. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á aö láta Slysavarnafélag jslands njóta þess. Guðmundur Kristjánsson, Hansína Kristieifsdóttir, Þorgeröur Kristjánsdóttir, Agnar Gunnlaugsson, Guðlaug Alda Kristjánsdóttir, Klara Helgadóttir, Jóhannes Hannesson, barnabörn og barnabarnabörn. Þára Franklín Akureyri - Minning Fædd 7. mars 1919 Dáin 28. desember 1985 I dag, þriðjudaginn 7. janúar, fer fram frá Akureyrarkirkju útför Þóru Franklín. Þóra fæddist í innbænum á Akureyri. Þar ólst hún upp og þar bjó hún allan hluta ævi sinnar, er hún gat notið þess að dvelja heima, en sjúkdóms síns vegna urðu þau árin æði mörg er hún þurfti að eyða á sjúkrahúsum innlendum og erlend- um. Foreldrar Þóru voru hjónin Val- gerður Friðriksdóttir og Jónas Jó- hannsson Franklín. Auk Þóru áttu þau einn son, Jó- hann, bakarameistara, er andaðist 1978. Þóra ólst upp í foreldrahúsum við mikið ástríki foreldra sinna og bróð- ur. Hún lauk sínu bamaskólanámi í heimabæ sínum og sótti um skeið tíma í iðnskóla bæjarins. Síðar stundaði hún nám við Húsmæðra- skólann á ísafirði, er á þeim árum þótti hin ágætasta skólastofnun fyrir ungar stúlkur, sem njóta vildu hag- nýtrar fræðslu áður en til heimilis væri stofnað. Ung að árum giftist Þóra Ólafi Daníelssyni klæðskerameistara, frá Hvallátrum á Breiðafirði, þann 28. maí 1938. Mann sinn missti hún 23. janúar 1980. Hjónaband þeirra Þóru og Ólafs reyndist mjög farsælt og sé í raun hægt að tala um, eins og stundum er haft á orði, að maðurinn beri konu sína á höndum sér, þá var það sannmæli varðandi Ólaf Daniels- son, slík var umhyggja hans fyrir konu sinni alla tíð, ekki síst eftir heilsubrest hennar og hún þá þarfn- aðist hlýrrar umhyggju og umburð- arlyndis. Sameiginlega byggðu þau upp ylríkan rann, þar sem heiðríkja sáttar og friðar réði húsum. Þóra var söngvin og söngelsk. Hún lék á píanó og er söngunnendur bar að garði ljómuðu oft fagrir tónar Ijóðs og lags í Aðalstræti 5, er fylltu unað meðal gesta og heimafólks. Kynni mín af þeim Þóru og Ólafi skópu í huga mínum mynd af góðu fólki, heiðarlegu, góðhjörtuðu, gest- risnu, gamansömu og glaðsinna þegar við átti. Hér var fólk, sem ávallt hélt reisn sinni, þrátt fyrir mikil áföll. Þóra og Ólafur bjuggu lengst af í sambýli við foreldra Þóru, og er óhætt að segja að aldrei féll skuggi á það samband fjölskyldnanna. Enda var mikið ástríki milli þeirra mæðgna alla tíð. Eftir andlát föður Þóru bjó Val- gerður áfram í sambýli við þau Þóru og Ólaf, uns hún fór á Dvalarheimil- ið Hlíð á Akureyri þar sem hún dvelur nú 96 ára gömul, hin emasta miðað við aldur, ung í anda og virðu- leg í fasi. Þeim Þóru og Ólafi fæddist sitt einkabam þann 23. september 1940 og er það Ævar Karl tollfulltrúi á Akureyri. Kona Ævars er Sigrún Jóhannsdóttir, myndarkona og mikil húsmóðir. Um 20 ára skeið bjuggu þau undir sama þaki og foreldrar Ævars og reyndist þetta sambýli traust og gifturíkt. Þau lögðu sig fram um að gera Þóm þunga sjúk- dómsbyrði léttbærari eftir því sem unnt var og þegar bamabömin fóm að sjá dagsins ljós juku þau heimilis- ánægjuna og urðu á ýmsan hátt ljós- gjafar ömmu og afa. Börn Sigrúnar og Ævars em þijú: Ólafur Þór læknir, kvæntur Mörtu Lámsdóttur, lækni. Inga Jóna, skrifstofum., sambýlismaður hennar er Tryggvi Agnarsson, námsmaður, og Jóhann Bjöm, náms- maður. Allt er þetta myndar- og dugnaðarfólk, sem skilar þjóð sinni heillaríkum störfum. Þóra Franklín var fríð sýnum. Yfir henni hvíldi reisn og þokki, er hlaut að vekja eftirtekt ásamt fág- aðri framkomu. Reisn sinni og þokka hélt hún fram til síðustu stundar, þrátt fyrir mikil áföll vegna sjúk- dóms síns. Þegar Þóra var 23 ára greindist hjá henni sykursýki á háu stigi. Við sjúkdóm þennan háði hún hetjulega baráttu í 43 ár, uns yfir lauk 28. des. sl. Öll þessi ár, sem mörg hver vom henni þjáningarfull, virtist hún halda ró sinni í öllu viðmóti og vílsöm var hún ekki. Vegna sjúkdóms síns þurfti Þóra að dvelja oft langtímum saman á sjúkrahúsum bæði hér á landi og erlendis. Meðal annars dvaldi hún eitt sinn á Niels Steins- ens-spítalanum í Kaupmannahöfn, en sá spítali var eingöngu fyrir sykursjúka. Þarna kynntist hún ýmsum nýjungum varðandi meðferð syrkursjúkra svo og félagssamtök- um þeirra. Þetta festi rætur í huga hennar og umhugsunin um stofnun félagssamtaka sykursjúkra hér á landi varð stöðugt áleitnari. Að því kom að slík samtök vom stofnuð og má fullyrða að hún var hvati að því framtaki. Eftir því sem árin liðu varð sykur- sýkin aðgangsmeiri við Þóm og síð- asta tug ævi hennar lagðist sjúk- dómurinn meir og meir á sjónina, sem stöðugt dapraðist og var svo komið snemma árs 1984 að Þóra var blind orðin, og þá fyrir nokkm þurfti að taka af henni annan fótinn. Má nærri geta hvílík raun þetta var henni. Enn kjarkur hennar virtist hinn sami, mótlætinu mætti hún stöðugt með einstakri hugprýði. Hér var ótvíræður vitnisburður um óvenjulegt þolgæði og hetjulund, að bugast ekki við ört þverrandi heilsu, er olli örkumlun og fötlun, heldur láta aðlagast aðstæðum hveiju sinni. Hún tók brosandi hveijum þeim, er litu inn til hennar og mat mikils sjúkravitjun vina og kunningja. Þótt hún væri sýnilega oft þreytt í sínu langa sjúkdómsstríði vildi hún sem minnst gera úr því mikla álagi sem sjúkdómurinn greinilega orkaði á hana. Ef til vill hefur hún á stundum lifað sínum innra heimi. Þá hefur það verið svo fagur heimur að umskiptin hafa ekki orðið ýkja mikil við lát hennar nú. Á þeirri stundu hafa, ef til vill, líf og dauði, mæst í fullri sátt. Síðustu fimm ár ævi sinnar dvaldi Þóra á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að mestu leyti rúmliggjandi eða í hjólastól. Hún hafði oft orð á því við mig, er ég heimsótti hana eða átti viðtöl við hana símleiðis, hversu góðrar umönnunar og að- hlynningar hún nyti af hendi starfs- fólks sjúkrahússins, læknum, hjúkr- unarliði og öðru því fólki, er þar starfaði. Ég kynntist þessu einnig og tel að betur hafi ekki verið hægt að veita sjúklingi þjónustu en þarna var gert, og er því afar ljúft að verða við þeirri ósk Þóru, að ef ég minnitst hennar látinnar, að flytja þessu fólki hennar innilegustu þakkir fyrir mikið og óeigingjarnt starf er það vann við að létta henni sjúkdóms- álagið og er það gert hér með. Við áorðin vegaskil er Þóra Franklín kvödd með þökk fyrir fag- urt fordæmi, er hún gaf öllum, er henni kynntust með hugrekki sínu og hetjudáð er hún drýgði í barátt- unni við ofurefli sjúkdóms síns. Hún lét aldrei bugast, bognaði aldrei. Að leiðarlokum skal kvatt og henni beðið blessunar. Aldraðri móður hennar, syni, tengdadóttur, barnabörnum og öðr- um ættingjum og vinum sendum við Þórunn einlægar samúðarkveðjur. Helgi Hannesson Minning: Sigurður Grims- son, verkamaður Fæddur 24. ágúst 1906 Dáinn 31. desember 1985 Árið 1985 er mér minnisstætt fyrir marga góða hluti. Eitt er þó sem skyggir á, en það er þegar ég frétti á gamlársdag að Sigurður Grímsson væri dáinn. Þó svo fráfall hans kæmi mér ekki alveg á óvart, þar sem hann átti við vanheilsu að stríða, átti ég ekki von á því nú þar sem hann hafði náð sér sæmilega eftir áfall sl. sumar. Sigurður var fæddur að Brekku á Álftanesi 24. ágúst 1906 en ólst upp í Hafnarfirði. Hann var sonur hjón- anna Gríms Jónssonar og Vilborgar Böðvarsdóttur og yngstur fjögurra systkina, sem öll eru nú látin. Á yngri árum stundaði Sigurður sjó- mennsku ásamt annarri vinnu. Um 1950 kom hann alkominn í land og vann lengst af hjá Eimskip við skipa- afgreiðslu og einnig nokkur ár sem næturvaktmaður í skipum félagsins. Sigurður, eða Siggi Gríms, eins og hann var oftast kallaður, var mjög vinsæll maður og mjög vel látinn af sínum vinnufélögum og öðrum sem honum kynntust. Þann 24. apríl 1943 kvæntist hann Ragnheiði Guðmundsdóttur og eignuðust þau þijár dætur og barna- börnin eru Qögur. Árið 1947 fluttust þau hjónin í nýtt hús að Kaplaskjóls- vegi 60 og hafa þau búið þar síðan. Móðir mín, en hún var systir Ragnheiðar, fluttist þangað árið eftir með okkur tvo bræðurna. Vil ég þakka Sigurði innilega fyrir hversu vel hann reyndist okkur og sérstak- lega okkur bræðrum eftir fráfall móðurokkar 1962. Eftir að ég fluttist af Kaplaskjóls- veginum 1971 og eignaðist eigin fjölskyldu héldust náin fjölskyldu- bönd milli fjölskyldna okkar. Álltaf var jafn ánægjulegt að hitta Sigga Gríms, og sérstaklega fannst börn- unum okkar vænt um að hitta hann, því alltaf gaf hann sér tíma til að sinna þeim. Ennfremur er okkur minnisstætt hversu mikla umhyggju ekki síður en sinna eigin barna. Alltaf var gott að fara að hans ráð- um og ekki vantaði að hann var ávallt reiðubúinn að rétta hjálpar- hönd ef á þurfti að halda. Nú þegar ég kveð hann hinstu kveðju vil ég fyrir hönd okkar hjóna og barna okkar þakka honum allan þann hlýhug og vináttu sem hann hefur sýnt okkur á liðnum árum. Ennfremur sendum við Ragnheiði, dætrum, tengdasonum og barna- börnum okkar bestu samúðarkveðjur við fráfall ástvinar. Trausti Guðjónsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.