Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986
Geim hjá þeim gömlu
Kvikmyndir
Árni Þórarinsson
Bíóhöllin: Undrasteinninn -
Cocoon ☆ ☆ ☆.
Bandarísk. Árgerð 1985. Hand-
rit: Tom Benedek. Leikstjóri:
Ron Howard. Aðalhlutverk:
Wilford Brimley, Don Ameche,
Hume Cronyn, Brian Dennehy,
Steve Guttenberg, Jessica
Tandy, Maureen Stapleton,
Jack Gilford.
Cocoon er fyndin mynd og fal-
leg og mettuð þeirri spennu sem
á meira skylt við eftirvæntingu
en hasai-. I henni er líka gott
hjartalag. Það sem þó veldur
mestu um hversu vel heppnaða
skemmtun Cocoon býður upp á
er að hún er mynd sem í fyrsta
lagi byggir á góðri grunnhugmynd
og í öðru lagi hefur innanborðs
leikstjóra, handritshöfund og leik-
ara sem vinna vel úr henni.
Hugmyndin er ólíkindaleg. En
Ron Howard leikstjóri hefur áður
leitt ólíkindi inn í bandarískan
hversdag og sannfært áhorfand-
ann um líkindi þeirra á meðan
myndin varði. í Splash gekk haf-
Glímt við löngunina í eilíft líf - aldraðar söguhetjur Cocoon, Wilford
Brimley, Hume Cronyn og Don Ameche.
Ný keiluönn
hefst mánudaginn
6. jarníar
Veljiö fasta keilutíma á mánudögum til föstu-
dagakl. 18 — 20, kl. 20—22 og kl. 22 — 00.30.
Athugiö: Að leika keilu meö félögum sínum
á föstum tímum er 30% ódýrara.
Þeir sem fyrstir bóka fá hentugasta tímann.
mey á land í New York og átti
ástarævintýri með ungum borgara
sem hafði grínaktugar afleiðingar.
I Coeoon kemur annað framandi
afl inn í bandarískt mannlíf og
raskar ró þess. Þetta er geðþekkt
fólk utan úr geimnum sem kemur
að sækja nokkra meðbræður sína
sem skildir voru eftir fyrir þúsund-
um ára. Þeir eru í dvaía í orku-
miklum hylkjum sem geimbúarnir
flytja af hafsbotni yfir í sundlaug
við lúxusvillu er þeir taka á leigu.
Það sem setur strik í reikning
þessara sérkennilegu þjóðflutn-
inga er að þrír kátir félgar af
elliheimili í grenndinni stelast til
að fá sér sundsprett í lauginni og
uppgötva að vatnið býr yfir undra-
krafti sem eykur þeim lífsþrótt
og hleypir æskufjöri í hrörnandi
líkama. En um leið og hinir rosknu
herramenn telja sig hafa fundið
brunn eilífrar æsku stofna þeir lífi
geimfólksins í hylkjunum í hættu.
Af þeirri togstreitu sem þessi
samskipti hafa í för með sér fyrir
báða aðila, jarðarbúana rosknu
og geimfólkið síunga, segir svo í
Cocoon.
Ólíkindaleg hugmynd að sönnu.
Og hún býður heim væmni banda-
rískra fjölskyldumynda jafnt sem
ósmekklegum tæknifimleikum
vísindaskáldskapar. En þessar
gildrur forðast Howard eins og
heitan eldinn en nýtir sér þess í
stað húmorinn í handritinu og
umfram allt hæfileika leikhópsins,
þar sem hinir öldruðu öndvegis-
leikarar Ameche, Brimley og
Cronyn eru í fremstu víglínu.
Erlendur gagnrýnandi hefur nefnt
Cocoon að gamni sínu „Close
Encounters On Golden Pond“ með
skírskotun til ástarsambands
stjörnukerfanna í mynd Spiel-
bergs og saoðun á ellinni og brúun
kynslóðabilsins í On Golden Pond.
Þetta er óvitlaus samlíking. En
Cocoon stendur alveg fyrir sínu,
ein og óstudd af öðrum myndum.
Hún er afþreying eins og hún
getur best orðið.
=MW>BORG=*
Lækjargata 2 (Nýja Bíó-húainu) 5. hæö.
S: 25590 - 21682 - 25398
Ath.: Opið virka daga frá kl. 10-19.
Opið sunnudaga frá kl. 13-17.
2ja herd.
Eyjabakkí. Mjög stór og falleg ib.
Skipti mögul. á minni eign í
Hraunbæ. V. 1750-1800 þús.
Hamraborg. Góð lán áhvílandi.
V. 1.700 þ.
Grettísgata. V. 2,2 m.
Blikahólar. 110 fm m. bílsk. V.
2,6 m.
Kaldasel. 120 fm. V. 2,6 m.
Fjörugrandí. 120 fm. Ný íb. m.
bílskýli. V- 3,2 m.________
Stærri eignir
Kórsnesbraut. 140 fm + bílsk.
Skipti mögul. á minni eign. V.
3,4-3,5 m.
Skipholt. 147 fm + stór bílsk.
Glæsíl. eign. Laus strax. V. 4,4 m.
Sérhæð Seltjn. 160 fm meö
bílsk. Stórkostl. útsýni. V. 4,3 m.
I byggingu
ruml.
Fiskakvísl. 220 fm raöh.
fokhelt. Verð: tilboö.
Rauðás. 280 fm raöhús + bílsk.
Skilast fokhelt. V. 2,1 m.
Annaö
Myndbandaleiga á mjög góö-
um staö í Breiðholti. Góö mán'
aöarvelta. Ca. 1000 titlar. V.
1600 þús. Góö greiöslukjör.
Vantar
Sérhæð í Kóp. V. ca. 3,5-3,8 m.
Einnig vantar lítið iðnfyrirtæki.
Sverrir Hermannsson hs. 14632
Einar Pálmarson
Brynjólfur Eyvindsson hdl.
Guöni Haraldsson hdl.
Lili Palmer og Michael Caine sem Holcroft-mæðginin í Blóðpeningum
þess heillum horfna snillings Johns Frankenheimer.
PENINGASPn,
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Regnboginn: Blóðpeningar - The
Holcroft Covenant.^
Leikstjóri John Frankenheimer.
Handrit George Axelrod, Edward
Anhalt, John Hopkins. Kvik-
myndataka Gerry Fisher. Tónlist
Stanislas, Framleiðendur Edie og
Ely Landau. Aðathlutverk Mic-
hael Caine, Anthony Andrews,
Victoria Tennant, Michael Lons-
dale, Lili Palmer. Thorn-EMI
1985.112 inín.
Sú staðreynd hefur ugglaust vald-
ið mörgum kvikmyndaframleiðand-
anum sálarkvölum að hinar heims-
frægu metsölubækur Roberts Lud-
lum eru illsnúanlegar á myndmál.
Svo fullar eru þessar skemmtilegu
spennusögur af ómissandi smáatrið-
um, litríkum aukapersónum og nost-
urslegum lýsingum á hugarástandi
söguhetjanna. En erfiðasti hjallinn
er hið undantekningarlausa víðfeðmi
og margsnúningur söguþráðarins og
langsóttar fléttur ævintýrabóka
hans. The Holcroft Covenant er
engin undantekning, enda myndin
mislukkuð.
I sem stystu máli fjallar Blóð-
peningar um óvenju illkvittnislega
hefndaráætlun þýsks hershöfðingja
í garð sonar síns og eiginkonu, sem
flúið hafa hann og þriðja ríkið.
Karlinn skipuleggur ráðabruggið
undir hrunadansi Berlínar en hin
lævíslega hefnd á ekki að koma fram
fyrr en fjörutíu árum síðar.
Uppl. í sömu símum
utan skrifstofutíma.
30 ára reynsla tryggir
örugga þjónustu.
2ja herb. íbúðir
Viö Maríubakka, Snorrabraut, Kleifar-
sel, Nýbýlaveg (m. bílsk.), Álfaskeiö
(ásamt bílsk.plötu).
Kaplaskjólsv. — 3ja herb.
3ja herb. rúmgóö og falleg íb. á 1.
hæö. Ákveöin sala.
Flyðrugrandi — 3ja herb.
3ja herb. mjög falleg og vönduö íb. á
3. hæö.
Mávahlíö — 3ja-4ra herb.
3ja-4ra herb. nýstandsett, falleg risíb.
Ákveöin sala.
Kambsvegur — sérhæö
5 herb. falleg íb. á 1. hasö í tvíb.húsi.
Nýleg eldhúsinnr. Þvottaherb. í íb. Sér-
hiti, sérinng., sérgaröur. Góöur bílskúr.
Skipti möguleg á stærri íb. sem mætti
vera bílskúrslaus.
Laugalækur — raðhús
Glæsil. 7 herb., 205 fm raöhús, kjallari
og 2 hæöir ásamt rúmgóöum bílsk.
Laust strax.
Einbýlishús — Kóp.
280 fm glæsil. einb.hús á 2 hæöum, aö
mestu fullgert, viö Grænatún. 45 fm innb.
bflsk. fytgir. Skipti mögul. á minni eign.
Þá er syni hans (Caine) tilkynnt
að hann eigi að hafa yfirumsjón með
4 V2 milljarðs dala sjóði, sem faðir
hans hafði komið undan á stríðsár-
unum til ræktunar betri veröld.
Minna mátti það ekki vera. Líkt og
karl grunaði fær Caine ekki um
frjálst höfuð strokið eftir að þessar
eftirhreytur stríðsins koma uppá
yfirborðið. En þáttur Caines er að-
eins hluti áætlunar um ný heims-
yfirráð. Leikurinn berst víða og
margir eru kallaðir . . .
Höfuðgallar myndarinnar felast í
illa skrifuðu, óhemju langorðu og
sundurlausu handriti, enda höfundar
þess þrír. Slíkur fjöldi er ábending
um ill-útstrikanleg vandamál. Reynt
hefur verið að hressa uppá söguþráð-
inn með hæpinni næringu líkt og
blóðskömm, jafnframt hefur hann
verið styttur - óhjákvæmilega - á
kostnað heilsteypni verksins. Samt
er hún alltof löng. Blóðpeningar er
hins vegar gott efni í „mini-seríu“
fyrir sjónvarp og myndbandamark-
aðinn.
Það er ekki eftirsóknarvert að
taka að sér hlutverk Holcrofts, vera
burðarásinn í klúðrinu. Enda hafði
sá ágæti leikari James Caan gefið
það uppá bátinn eftir viku upptökur.
I skarðið hljóp Michael Caine en það
hefur margsýnt sig að þessi ágæti
leikari (þegar svo ber undir, allar
götur frá Alfie til Educating Rita)
tekur við öllu sem að honum er rétt
- ef launin eru freistandi. Leikur
hans er ömuriegur, sem og annarra
leikara í myndinni.
Blópeningar eru frá upphafi til
enda eitt glappaskot sem má skrifa
á reikning handritshöfundanna,
framleiðandans, sem mátti sjá í
hendi sér að efnið yrði aldrei fram-
bærileg kvikmynd, en þó fyrst og
fremst leikstjórans, Johns Franken-
heimer. Þessi forðum mikilsvirti leik-
stjóri virðist því miður útbrunninn.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBlRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁÐHÚSTORGI