Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986
„ I4anr\ er g&kur i at> lákcu
veggfcennús"
Ást er...
... ad láta engan
grun vakna, þótt
hann vinni miJda
eftirvinnu.
TM Reg U.S. Pat. Ott — all rights reserved
________c 1978 Los Angetes Times__________
Með
morgnnkaffinu
Komumst aö samkomulagi.
— Þú leysir mig og ég „bý
aldrei“ aftur til nýskotna
ýsu — lofa því!
OKIJM HÆGAR
- FÆKKUM SLYSUM
Heiðraði Velvakandi.
Ég ætla að gera íslenska ura-
ferðarmenningu að umtalsefni. Á
árinu sem var að líða létu 25 manns
lífið í umferðinni hér á landi, jafn
margir og á síðasta ári þrátt fyrir
að því hafi verið beint til ökumanna
að sýna meiri aðgæslu í umferðinni
Til Vekvakanda.
„Bleikar slaufur" nefndist jóla-
leikrit sjónvarpsins að þessu sinni.
Saklaust nafn, en innihaldið allt
annað. Að mínu áliti á ekki að sýna
svona sóðalega þætti á sjálfri jólahá-
tíðinni, það nálgast guðlast. Hafi
sjónvarpið skömm fyrir. Svona þætt-
ir eru ekki við hæfi barna. Mann-
dráp, ekki bara eitt, drykkjulæti,
samfelldar sígarettureykingar ásamt
ljótu orðbragði, var nú borið á borð
fyrir almenning á sjálfri jólahátíð-
inni. Allt þetta ætti að hverfa úr
íslenskum leikritum.
Það hefur gleymst að þessu sinni
hjá sjónvarpinu, að geta þess, að
og draga úr ökuhraðanum. Sá fjöldi
sem slasast hefur í umferðinni á
árinu er ekki minni en á síðasta ári
til óbætanlegs tjóns fyrir þá einstakl-
inga sem í hlut eiga. En eru þessi
umferðarslys eitthvert náttúrulög-
mál, nei og aftur nei. Það er hinn
geysilegi ökuhraði er menn temja
nefnt leikrit væri ekki við hæfi
barna. Ég hef átt tal við marga
menn sem lokuðu fyrir ósómann og
færðu sig að útvarpinu. Aðrir töldu
að svona leikrit ætti að flytja á
öðrum tíma. Ég legg til að það verði
gert á nóttunni, en þá eru fjölmiðlar
líka í gangi að óþörfu.
Því má svo bæta við að lokum,
að sumir sem flytja mælt mál, í sjón-
varpi og útvarpi, eru of fljótmæltir
og lágróma, sumar kvennaraddir
skila sér ekki vel af sömu ástæðum.
Þá er æði oft of mikill hraði á les-
máli á skjánum.
Einn á Akureyri
sér sem á mesta sök á því hvernig
fer.
Fengjust ökumenn almennt til að
draga úr ökuhraða, aka á löglegum
hraða og eftir aðstæðum hverju
sinni, má telja víst að mjög verulega
mundi draga úr umferðarslysum hér
á landi. í þessu efni verður hver og
einn að lita eigin barm og einsetja
sér að gera betur framtíðinni. Allur
vandinn er að gefa sér betri tíma í
umferðinni, forðast allt óðagot og
hafa athyglina vakandi við akstur-
inn.
Um áfengi og akstur er hreinn
óþarfi að fjölyrða. Það er hreinn
glæpur að setjast drukkinn undir
stýri og setja þannig annað fólk í
stórhættu. Áð mínu áliti er tekið of
vægt á slíkum brotum. Eins tel ég
að hærri sektir ættu að vera við of
hröðum akstri. Það mundi verða til
þess að menn gættu betur að sér
og stilltu hraðanum í hóf.
Að lokum þetta: Það er liraðinn
sem slysunum veldur í flestum tilvik-
um. Takist okkur að draga úr öku-
hraða fækkar slysum verulega.
Tökum því höndum saman og ökum
hægar á nýja árinu.
Ökumaður.
Sóðalegt j ólaleikrit
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar
essa dagana er skíðaiðkun að
komast í fullan gang og má sjá
merki þess á skíðasvæðum í nágrenni
höfuðborgarinnar. A dögunum vakti
það athygli ferðalangs, að allmargir
vélsleðar voru á ferð í Bláfjöllum á
sömu slóðum og skíðamenn og börn
með sleða og snjóþotur. Raunar var
þaö svo, að á einum sleðanna var
unglingur við stýri og fór hratt yfir
innan um skíðagöngufólk og börn.
Nú er þetta í sjálfu sér ekkert nýtt
en engu að síður fráleitt. I fyrsta lagi
er beinlínis hættulegt að vélsleðar séu
á ferð á sömu svæðum og skíðamenn
og Ixirn með sleða. í öðru lagi vakna
up|) spurningar um réttindi til þess
að stjórna vélsleðum. Er það kannski
svo, að það þurfi engin sérstök réttindi
til þess? Er unglingum, sem ekki hafa
rétt til að aka bifreið vegna aldurs
leyft að stjórna vélsleðum? Ekki er
annað að sjá. Raunar á það sama við
um stjórn hraðbáta, sem eru á ferð
um sundin við Reykjavíkursvæðið á
sumrin, að ekki mun gerð krafa til
þess að stjórnendur þeirra hafi sérstök
réttindi. Hvaða rök eru fyrir því, að
menn þurfi að læra á bifreið og fá
ökuskírteini til þess að mega aka bif-
reið en engu slíku sé til að dreifa,
þegar vélsleðar eða hraðbátar eru
annars vegar? Þetta er auðvitað stór-
hættulegt. Víkveiji hefur orðið vitni
að vítaverðri framkomu ungra manna
á hraðbátum á sundunum við höfuð-
borgina og akstur unglings á vélsleða
í Bláfjöllunum á dögunum var með
þeim hætti, að ekki var viðunandi.
Fjallasvæðin í nágrenni Reykjavíkur
eru svo víðáttumikil, að ekkert vanda-
mál er að finna þar annars vegar svæði
fyrir skíðafólk og börn með sleða og
hins vegar svæði fyrir vélsleða, þar
sem stjórnendur þeirra geta óáreittir
stundað sína íþrótt, en þetta tvennt
fer ekki s'aman.
XXX
• •
Ondvegissúlurnar eða borgarhlið-
in, sem búið er að reisa við borg-
armörk Reykjavíkur á þremur stöðum
eru skemmtileg nýbreytni og setja
svip á höfuðborgina. Þetta er gert í
tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur
á þessu ári. Líklegt má telja, að borg-
arbúar muni sakna þessara borgar-
hliða, verði þau tekin niður að ári.
En m.a.o. hvers vegna eru öndvegis-
súlur ekki settar upp milli Reykjavíkur
og Seltjarnarneskaupstaðar? Er það
merki um einhveija landvinninga-
stefnu höfuðborgarinnar?!
XXX
að var öðrum þræði dálítið fyndið
að fylgjast með öllum þeim
mannfjölda, sem lagði leið sína út á
Kársnesið í Kópavogi á gamlárskvöld.
Einhvern tíma hefði það þótt saga til
næsta bæjar, að þessi óhijálega upp-
fylling yzt á Kársnesinu ætti eftir að
verða eftirsóknarverður dvalarstaður
á gamlárskvöld en slíkur er áhrifa-
máttur sjónvarpsins, að þarna var
ótrúlegur mannfjöldi saman kominn.
Umferðaröngþveitið var í samræmi
við það, eins og við mátti búast, en
athygli vakti, að lögi-eglumenn sáust
þar ekki á ferð við að greiða úr um-
ferðarflækjunni. Hvað kom til? Kópa-
vogslögreglan hefur kannski ekki átt
von á þessum ósköpum!