Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 1
48 SIÐUR STOFNAÐ 1913 4. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsins AP/simamynrt Fórnarlömb stríðsins OFTAST er það svo að stríðsátök bitna á þeim sem síst skyldi. Þannig er það með þessi fjögur afgönsku börn, sem öll hafa misst útlimi í átökun- um í Afganistan. Skæruliðinn Mohammed Hassan krýpur við hlið fjögurra ára gamallar dóttur sinnar, en hin bömin þijú em 7- og 10 ára. Þau em nú í Bandaríkjunum, þar sem bandarískir læknar reyna að útbúa fyrir þau gervilimi. Tígur í vígahug LITLU munaði að hrifning 400 kílóa tígrisdýrs frá Síberíu á sýningar- stúlku sem verið var að mynda það með, ylli stórslysi, er það lagði skyndilega til atlögu. Þjálfara dýrs- ins tókst þó að verja stúlkuna meiðsl- um á síðustu stundu og er ekki annað að sjá á myndinni en að það sé með annan fót hans í kjaftinum. AP/Símamynd Pólland: Jaruzelski var ekki skiljanlegur Varsjá, 6. janúar. AP. EINN æðsti yfírmaður pólska sjón- varpsins sagði af sér embætti í aðalfréttatíma sjónvarpsins í gær og bað almenning afsökunar á því hve slæmt hljóð hefði verið í viðtali við Wojciech Jaruzelski hershöfðingja, leiðtoga pólsku þjóðarinnar, sem sent var út að kvöidi gamlársdags. Vegna lélegr- ar hljóðupptöku mátti vart skilja hvað Jaruzelski sagði á köflum. Ranglega staðsettur hljóðnemi og of lítill hljóðstyrkur urðu til þess að orð Jamzelskis bergmáluðu þannig að erfítt var að skilja mál hans. Aleksander Perczynski, þriðji æðsti yfirmaður sjónvarps og hljóðvarps, var ábyrgur fyrir útsendingunni og sagði hann af sér vegna þess. Hann sagði jafnframt að þeim, sem hefðu starfað að útsendingunni, hefði verið hegnt á viðeigandi hátt, en nefndi ekki um hve margt fólk væri að ræða. Treholt-málið fyrir borgar- dómi í Osló Osló, 6. janúar. Frá Jan Erik Laure, írétta- ritara Morgunbladsins. VITNALEIÐSLUR hófúst í dag í borgardómi í Osló til að undirbúa málaferli í Treholt-málinu fyrir hæstarétti. 17 manns munu bera vitni í njósnamálinu á hendur Treholt, auk hans sjálfs. Treholt áfrýjaði máli sínu til hæstaréttar og sagði að fangelsis- dómur sinn hefði verið of þungur, málsmeðferðin hefði verið röng og lögin mistúlkuð. Sjá frétt á bls. 21. Innlima Sovétríkin N orður-Afganistan? Islamabad, Pakistan, 6. janúar. AP. SOVÉTMENN kunna að lokum að innlima norðurhluta Afganistan, jafiiframt því sem þeir draga herlið sitt frá öðrum hlutum landsins, að mati bandarísks sérfræðings í málefnum Afganistan. Prófessor Thomas Gouttiere, sem er fyrir deild sem ijallar um málefni Afganistan við háskólann í Ne- braska, segir að frásagnir íjölmiðla í Sovétríkjunum og ýmislegt annað bendi til þessa. Þannig benti hann á að fjölmiðlar þar í landi tali ekki lengur um Norður-Afganistan sem erlent landsvæði og að sovéskir embættismenn hafi gert langtíma- áætlanir um þróun þessa landsvæð- is. Þessi hluti Afganistan, með birgðir sinar af vatni og jarðefnum, myndi verða Sovétmönnum til mikillar hjálpar við þróun eigin landsvæða í Asíu, sagði Gouttiere. Þá myndi það einnig skýra hvers vegna þeir hafa hlíft þessum land- svæðum til mikilla muna meira en suðurhluta landsins, þar sem þeir hafa fylgt þeirri stefnu að skilja eftir sviðna jörð. Sagði hann að þetta kynni að vera ástæðan fyrir nýlegum vís- bendingum um að Sovétmenn séu tiileiðanlegir til að komast að ein- hvers konar samkomulagl um mál- efni Afganistan. Benti hann á að það geti verið að Sovétríkin séu að íhuga sams konar aðgerðir og í Austur-Evrópu eftir síðari heims- styijöldina. Þá tóku þeir landsvæði bæði af Tékkóslóvakíu og Póliandi, en létu þeim í staðinn eftir land- svæði sem tilheyrðu áður Þýska- landi. Sagði hann að svo kynni að fara Sovétmenn bættu Afgönum upp landmissin með því að koma af stað ættbálkauppreisnum með- fram norðurlandamærum Pakistan, en þar hefur löngum verið mikií ókyrrð og láta Afgönum þau land- svæði í té. Bandaríkin við- búin sjálfsmorðs- árásum Líbýu Washinjftoii;>6. janúar. AP. STJÓRNVOLD í Bandaríkjunum eru á varðbergi gegn sjálfsmorðs- árásum, sem Líbýumenn hafa hót- að þeim með og telja nú meiri lík- ur á að bandamenn þeirra í Evr- ópu séu tilbúnir til þess að ein- angra Líbýu efnahagslega. Hafa þeir skorað á þá að hætta við- Milljón milljónarar Washington, 6. janúar. AP. ÁÐUR en árið er úti mun ein af hverjum hundrað fjölskyldum í Bandaríkjunum eiga eignir sem jafíigilda einni milljón doll- ara eða meira. Það svarar til þess að um áramótin búi í Bandaríkjunum milljón milljón- arar. Niðurstöður þessar eru birtar í U.S. News and World Report. Þar kemur fram að hinn einkennandi milljónamæringur er rúmlega fimmtugur hvítur karlmaður, enn- þá giftur fyrstu konu sinni og stundar viðskipti. Minna en 1% þessa fólks tilheyrir þeim sem frægir geta talist og 80% þess fengu ekki eignir sínar að erfðum, heldur koma frá miðstéttar- eða verkamannaheimilum. skiptum við Líbýu, en Evrópu- þjóðir hafa sýnt þeirri málaleitan lítinn áhuga til þessa. Khadafy, leiðtogi Líbýu, sagði í gær, sunnudag, að mjög nærri hefði legið að Líbýa hefði farið út í styijöld við Bandaríkin. Sagði hann Bandarík- in leika hættulegan leik og að ef.til styijaldar kæmi, gæti það orðið að heimsstyijöld áður en yfír lyki. Sagði hann að ef hefndaraðgerðir gegn Palestínumönnum í Líbýu yrðu reynd- ar, yrði því svarað með árásum á bandaríska og ísraelska borgara á þeirra heimaslóðum. Sagði hann að þótt Líbýumenn hefðu ekki yfír að ráða langdrægum sprengjuflugvélum eða flugmóðurskipum, þá ættu þeir fólk sem væri tilbúið til að fórna sér. Arabískt dagblað heldur því fram að Sovétmenn hafí tilkynnt Banda- ríkjamönnum að þeir muni halda áfram vöruflutningum til Líbýu í vernd herskipa, ef Bandaríkjamenn setja hafnbann á landið. Búist er við að utanríkisráðherrafundur ríkja mú- hameðstrúarmanna, sem hófst í Fez í Marokkó í dag, verði við beiðni Líbýu- manna um fullan stuðning. Peres, forsætisráðherra ísrael, hef- ur sagt að Líbýumenn hafí gefíð jafn- gildi eins milljarðs dollara til hryðju- verkasamtaka og skorað á Evrópu- þjóðir að stöðva kaup á eldsneyti frá þjóðum sem hýsa hryðjuverkamenn. _ * Egyptar og Israelar nálgast samkomulag Tel Aviv, 6. janúar. AP. ÍSRAELSMENN og Egyptar eru nálægt lausn þriggja ágreinings- atriða, sem þjóðirnar hafa deilt um og ógnað hefúr þeim friði sem samkomulag náðist um fyrir sjö árum. Þetta kom fram hjá Shimon Peres, forsætisráðherra Israel, er hann ræddi við fréttamenn. Fregnir herma einnig að Hoshny Mubarak, forseti Egyptalands, hafí lagt til að Peres kæmi í opinbera lieimsókn í lok þessa mánaðar, þar sem gengið yrði frá samkomulagi um þessi atriði. Þau snerta deilur um landamæri ríkjanna, að egypski sendi- herrann snúi aftur til Tel Aviv og að samskipti á sviði viðskipta- og ferða- mála verði bætt. Embættismenn í ísrael hafa látið í ljósi ánægju með skýringar Egypta á afstöðu sinni í þessu máli og sagt að næsta skrefíð sé að taka það fyrir í ríkisstjórninni. Talið er líklegt að samkomulag geti einkum strandað á deilum um eignarhald á strandlengju við Rauða hafið. Hún tilheyrir nú Is- relsmönnum, en Egyptar hafa krafíst þess að málið verði leyst með afskipt- um alþjóðasamtaka. Peres hefur fallist á það, en Yitzhak Shamir, utanríkis- ráðherra og leiðtogi Likud-bandalags- ins, hihs stjórnarflokksins, hefur hing- að til verið andvígur því. Hann er nú að athuga málið og búist var við fundi þeirra í kvöld, mánudag, þar sem þetta atriði yrði rætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.