Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986 Áskorun starfsmanna LIN: Embættisfærsla menntamálaráð- herra verði könnuð STARFSMENN Lánasjóðs íslenskra námsmanna héldu fund í gær og samþykktu ályktun þar sem skorað er á Steingrím Hermannsson forsætisráðherra að láta rannsaka embættisfærslu Sverris Hermanns- sonar menntamálaráðherra varðandi brottvikningu Siguijóns Valdi- marssonar. I ályktuninni segir að samkvæmt lögum sé stjóm LIN ætlað að annast fjárhags- og greiðsluáætlun sjóðsins. I brottvikningarbréfi menntamála- ráðherra til Sigurjóns Valdimarsson- ar framkvæmdastjóra LÍN er hann sakaður um vanræksiu í starfí og þá fyrst og fremst fyrir það að áæti- anagerð sjóðsins fyrir árið 1985 hafí ekki staðist. Í ályktuninni segir að af lögum og reglugerð LÍN sé hins vegar ljóst að stjórn sjóðsins sé ábyrg fyrir þeirri „vanrækslu" sem menntamálaráðherra sakar Siguijón um. Þá segir að það sé mat undirrit- aðra starfsmanna LÍN að ákvörðun menntamálaráðherra sé ólögleg og stangist auk þess á við lög um rétt- indi og skyldur opinberra starfs- manna. Starfsmenn segja einnig að þeim hafí borist þau tíðindi að meiri- hluti stjómar LÍN hafí neitað að taka á sig ábyrgð á fjárreiðum sjóðs- ins. Starfsmennimir segjast í kjölfar þessa vera knúnir til að skora á forsætisráðherra að láta þegar í stað rannsaka í fyrsta lagi embættis- færslu Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra varðandi Flugleiðir leigjaþotutil Air Paraguay FLUGLEIÐIR hafa leigt DC-8-þotu til Air Paraguay í tæpan mánuð í febrúar. Með vélinni fara 12 flug- raerni og 2-3 flugvirkjar að auki. Átta manna samninganefnd frá Air Paraguay er hér á landi og var gengið frá samningi um leigu þotunnar í gær. Fyrir nefndinni fer forstjóri flugfélags- ins, sem jafnframt er varavamarmála- ráðherra Paraguay. Að sögn Sigfúsar Erlingssonar framkvæmdastjóra mark- aðssviðs Flugleiða hefur þotan flug á flugleiðum Air Paraguay 3. febrúar og verður aðallega í áætlunarflugi á milli Asuncion í Paraguay og Flórida en einnig á milli Asuncion og Frankfurt. Vélin verður leigð til 27. febrúar og er gert ráð fyrir að hún verði notuð I 200 flugstundir á þeim tíma. Umrædd vél er nú í innanlandsflugi í Svíþjóð fyrir SAS og lýkur því verk- efni í lok janúar. Sigfús sagði að eftir Paraguay-verkefnið færi þotan í skoð- un og síðan settar á hana hljóðdeyfar. Bjóst hann við að hún færi að þvl loknu inn í áætlunarflug hjá Flugleiðum. Selfoss: Kveikt bál á Ölfusárbrú JOLIN voru kvödd í gær, á þrettándanum. Víða um land var gengið um bæina með blys að brennum þar sem var álfadans og söngur. Sumsstaðar voru dansleikir á eftir. Samkomur þessar fóru vel fram, eftir því sem Morgunblaðið hafi spumir af í gærkvöldi, líka í Hafn- arfirði og Selfossi þar sem ungling- ar hafa stundum verið með ólæti þetta kvöld. Um miðnættið út- bjuggu unglingar á Selfossi þó bálköst á Ölfusárbrú og kveiktu í. Unglingadansleikur var í Selfoss- bíói. í Hafnarfírði var mikill mann- söfnuður á þrettándabrennunni, og unglingadansleikur á eftir. brottvikningu Siguijóns Valdimars- sonar, sérstaklega með tilliti til þess hvort honum hafí ekki verið vikið frá störfum á röngum forsendum, í öðru lagi hvort ásakanir mennta- málaráðherra um vanrækslu Sigur- jóns í starfi stangist ekki á við 108. gr. almennra hegningarlaga. I þeirri grein segir orðrétt: „Hver, sem hefur í frammi skammaryrði, aðrar móðg- anir í orðum eða athöfnum eða ærumeiðandi aðdróttanir við opin- beran starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfí sínu, eða við hann eða um hann út af því, skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sé, varðar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ I þriðja lagi skora starfsmenn LIN á forsætisráðherra að láta rannsaka hvort samþykkt meirihluta stjómar LÍN sé ekki þess eðlis að full ástæða sé til að leysa þann meirihluta þegar í stað frá stjómarstörfum. I lok ályktunarinnar árétta starfs- menn LÍN þá skoðun sína að Sigur- jón Valdimarsson hafí sinnt starfí sínu af fullri trúmennsku og heiðar- leika og að það sé ósk þeirra og vilji að hann komi til starfa á ný. Stjórn LÍN boðaði til fundar í gærmorgun með Hrafni Sigurðssyni nýsettum framkvæmdastjóra LIN. Hrafn var boðinn velkominn til starfa og einnig Reynir Kristinsson hjá Hagvangi sem ráðinn hefur verið til að gera úttekt á rekstri sjóðsins. Stjóm LÍN óskaði eftir að góð samvinna næðist milli stjómar, framkvæmdastjóra og annarra starfsmanna sjóðsins og lýsti sig tilbúna til að greiða fyrir þeim mál- um sem tryggt geta að þjónusta sjóðsins við námsmenn verði eins góð og kostur er. Eftir stjórnarfund- inn var haldinn fundur með starfs- mönnum sjóðsins þar sem skipst var á skoðunum um brottvikningu Sig- uijóns Valdimarssonar úr starfí framkvæmdastjóra. Morgunblaðið/RAX D. Bruce Merrifield (yzt til hægri) á fundi með fréttamönnum í gær. Fyrir miðju er Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, og yzt til vinstri á myndinni er Nicholas Ruwe, sendiherra Bandaríkj- anna á Islandi. Nýtæknin skapar áð- ur óþekkt tækifæri D. Bruce Merrifield, aðstoðarefiiahagsmála- ráðherra Bandaríkjanna, heimsækir Island D. Bruce Merrifield, aðstoðarráðherra i Bandaríkjastjórn, átti í gær viðræður við íslenzka ráðamenn, sem fóru fram í Reykjavík. A fundi með fi-éttamönnum síðdegis sagði Merrifield, sem er sér- fræðingur í nýsköpun í efiiahagsmálum: „Það, sem máli skiptir, er að gera sér grein iyrir þeim miklu breytingaöflum, sem nú eru að verki í heiminum og eru sem óðast að gerbreyta honum.“ Nú er um ár síðan Merrifíeld var skipaður aðstoðarefnahags- málaráðherra í Bandaríkjastjóm og hefur nýsköpun í atvinnu- og efnahagslífi verið sérsvið hans. Hann hefur m.a. haft það að verk- efni að auka samstarf milli Banda- ríkjamanna og annarra þjóða um allan heim varðandi þróun nýjunga í atvinnulífí. Mörg lönd hafa sýnt þessu starfí hans mikinn áhuga, svo sem Frakkland og nú er hann á leið til Noregs til þess að gera stjómvöldum þar grein fyrir hug- myndum sínum. Merrifield sat í gærmorgun fund með forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra íslands og eftir hádegið ræddi hann við stjóm Þróunarfé- lags fslands hf. og Verzlunarráðs- ins. Síðdegis átti hann hringborðs- viðræður með all íjölmennum hópi athafnamanna og vísindamanna. „Tækniþekkingin í heiminum hefur tvöfaldazt á sl. 30 árum og það má búast við því, að hún tvö- faldist á ný á næstu 15 árum. Með þessu hafa skapazt áður óþekkt tækifæri fyrir þjóðir heims til þess að breyta lífí sínu til hins betra, en skilyrði fyrir því er þó, að þær hagnýti sér þessa nýju tækniþekk- ingu í sameiningu,“ sagði Merri- fíeld. Þetta yrði bezt gert með stofnun smárra fyrirtækja og það er ein- mitt það, sem gerzt hefði í Banda- ríkjunum. Þar væra nú stofnuð um 600.000 smáfyrirtæki á hveiju ári, sem skapað hefðu 10 millj. ný störf þar í landi á síðustu þremur áram. Bandaríkjamenn hefðu nú áhuga á að færa þessa starfsemi út, þannig að aðrar þjóðir gætu hagnýtt sér hana. Hún gæti vissu- lega komið Islendingum að gagni, því að markmið þeirra hlyti að vera að skapa meiri fjölbreytni í atvinnu- og efnahagslífí sínu frá því sem verið hefur, svo að þeir yrðu ekki eins háðir hagsveiflum og áður. * Bjanii Guðnason formaður dómnefiidar um lektorsstöðu í Hl: Dómnefiidín mæltí sérstak- lega með Helgu og Matthíasi „ÞETTA kom mér mjög á óvart, ég vissi ekki að þetta stæði til fyrr en nú um áramótin, en starfið leggst ágætlega í mig þó það sé einhver hávaði í kringum þetta,“ sagði Matthías Viðar Sæmundsson nýskipaður lektor í íslenskum bókmenntum við HÍ í samtali við Morgunblaðið í gær. Meðal umsækjenda var Helga Kress bókmenntafræðingur og dósent í almennri bók- menntafræði en dómnefnd mælti sérstaklega með henni og Matthíasi i þessa stöðu en af þeim tveim var þó meir mælt með Helgu. Þá fékk Helga einnig flest atkvæði á deildaríundi heim- spekideildar. Bjarni Guðnason sagði að dóm- néfndin, en hana skipa auk hans Njörður P. Njarðvík og Davíð Erlingsson, hefði mælt sérstak- lega með Helgu og Matthíasi, og af þeim tveim hefði hún mælt með Helgu. Á deildarfundi fékk Helga flest atkvæði eða 26, þá Örn Ólafsson sem fékk 7 og í þriðja sæti var Matthías Viðar Sæmundsson með fjögur atkvæði. Páll Skúlason deildarforseti sagði að það hefði ekki gerst oft áður að ráðherra fari ekki eftir tillögum deilda í sambandi við stöðuveit- ingar. „Helga skar sig mjög úr, bæði hvað varðaði mat dómnefndar og atkvæðagreiðslu deildarfundar," sagði Páll. „Ég kannaði þetta mál mjög rækilega," sagði Sverrir Her- mannsson menntamálaráðherra í samtali við Morgunblaðið, „og skoðaði mig vel um bekki, þetta er staða sem er laus til bráða- birgða, í tæp þijú ár, meðan Vé- steinn Ólason hefur frí frá störf- um. Háskólinn nýtur starfskrafta Helgu Kress, hún er dósent í almennum bókmenntum, en ég tel fullkomna ástæðu til að Háskólinn njóti einnig starfskrafta Matt- híasar Viðars Sæmundssonar. Þessi tvö vora greinilega í nokkr- um sérflokki að mati dómnefndar. Helga var langhæst í atkvæða- greiðslunni, en mér er allsendis ókunnugt um hvað liggur til grundvallar þegar endilöng heim- s[>ekideild er að greiða atkvæði um slíkt og ef ég hefði veitt Helgu þetta sem vafalaust er alls góðs makleg, þá hefði þurft að auglýsa það embætti sem hún er í, enn- fremur kemur að því að Vésteinn kemur aftur til starfa. Þetta var að mínum dómi niðurstaðan í þessu máli og það kemur mér á óvart ef þarf að verða eitthvert upphlaup þess vegna, ég verð að segja það eins og er.“ Helga Kress sagði í samtali við blaðið að stöðuveitingin hefði ekki komið sér á óvart, hún væri í samræmi við kynjamisrétti hér á landi og talandi dæmi um vald- níðslu. Hún sagðist vera tilbúin til að leggja fram kæra til Jafn- réttjsráðs vegna þessa. „Mér sýnist þessi starfsveiting ekki taka tillit til starfsmenntun- ar, starfsaldurs eða vjjja heim- spekideildar," sagði dr. Öm Ólafs- son. „Þetta er ekki veiting frá faglegu sjónarmiði heldur geð- þóttaákvörðun ráðherra. Slíkar ákvarðanir eru slæmar fyrir and- legt líf í landinu og engum til sóma.“ Umsækjendur vora 6 talsins, þau Helga Kress, Matthías, Sig- rún Davíðsdóttir og Ásdís Egils- dóttir eru cand. mag. í íslenskum bókmenntum en dr. Árni Sigur- jónsson og dr. Öm Ólafsson eru bókmenntafræðingar, en dr. Örn er auk þess cand. mag. í íslenskum hókmenntum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.