Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986 ptnrgn® Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Flokksformaður í vanda Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, vísaði til rit- stjóra Morgunblaðsins í áramóta- svari sínu hér í blaðinu á gamlárs- dag. Það var þegar hann var spurður um tillögur um úrræði til að varð- veita íslenska tungu. Svavar taldi, að meirihluti á Alþingi hefði „með hersetunni klofið þjóðina í fylkingar" og þannig stuðlað að ágreiningi um utanríkismál. En í umræðum um þau hafi forsvarsmenn utanríkisstefn- unnar ævinlega „gert lítið úr þeim hættum sem steðja að íslenskri menningu og tungu". Þá segir for- maður Alþýðubandalagsins: „Svo virðist sem ritstjórar Morgunblaðs- ins hafi skipt um skoðun í þeim efnum og er það vel. Þau skoðana- skipti og þann áhuga þarf nú að nota til alhliða átaks til varðveislu íslenskrar tungu þvert á flokka og flokkadrætti." Hér hreyfir flokksformaðurinn röksemdum, sem oft hafa heyrst úr vinstra homi. í stuttu máli eru þær á þann veg, að með aðildinni að Atlantshafsbandalaginu og vamar- samningnum við Bandaríkin sé hvorki verið að veija landið né þjóð- ina og því síður menninguna, tung- una og söguna. Um þessar röksemd- ir hefur lengi verið deilt. Fyrir löngu hættu alþýðubandalagsmenn að leggja áherslu á þá hættu, sem ís- lenskri tungu er búin vegna vamar- samstarfsins. Hálf-einangrað varn- arlið hefur aldrei ógnað íslenskri tungu og arfi okkar, ekki einu sinni herseta tugþúsunda útlendinga á stríðsárunum. En tæknibylting sem hefur í för með sér, að íslensk tunga verði að víkja að miklu leyti á heimil- um manna, hún getur orðið afdrifa- rík fyrir menningu okkar. Við eigum að sameihast um viðbrögð við slíkri ógn. Ritstjórar Morgunblaðsins þurfa alls ekki að skipta um skoðun í sjálf- stæðis- og öryggismálum þjóðarinn- ar til að ræða um vemdun tungunnar við formann Alþýðubandalagsins. Ummæli Svavars um skoðanaskipti af því tagi eru álíka fráleit og sú yfírlýsing hans, að meirihluti Al- þingis hafi klofíð þjóðina. Þannig tala aðeins þeir, sem eru sérfróðir um lýðræðiskenningar Marx og Leníns og hafa lagt sig fram um að kynnast framkvæmd þeirra í alræð- isríkjum marxismans. Um svipað leyti og Svavar Gests- son setti þessi orð á blað til birtingar í Morgunblaðinu var að koma út fyrsta hefti af tímaritinu Þjóðlífi. Eins og fram hefur komið hér í blaðinu gengur Svavar þar á hólm við þær skoðanir, sem hafa einkennt málflutning alþýðubandalagsmanna í öryggismálum til þessa. Hann hafnar þeirri gömlu skoðun sósíal- ista, að engar ráðstafanir þurfí að gera til að tryggja öryggi þjóðarinn- ar. Eins og fram hefur komið er ekki unnt að skilja viðtalið í Þjóðlífí á annan hátt en þann, að Svavar hafí talið (kannski af pólitískum ástæðum), að íslendingar geti verið áfram í Atlantshafsbandalaginu, en vill semja við Norðurlandaþjóðimar og Sameinuðu þjóðimar „um að við stæðum að því sameiginlega að tryggja öryggi þessara þjóða hér í Norður-Atlantshafinu". Þegar Morgunblaðið hafði birt ummæli Svavars Gestssonar, um að enga áhættu bæri að taka í öryggis- málum og vakið athygli á skoðana- skiptum hans, var engu líkara en flokksformaðurinn hefði vaknað upp við vondan draum. Nú ávarpaði hann ekki ritstjóra Morgunblaðsins sem samheija heldur talaði um “lygamar í Morgunblaðinu". Svavar segist ekki hafa meint það, sem hann sagði í Þjóðlífi. Hann segir, að markmið sitt og Alþýðubandalagsins og ann- arra herstöðvaandstæðinga sé brott- för hersins og úrsögn úr NATO - friðlýst ísland. Þótt Svavar Gestsson telji, að hann geti skotið sér undan ábyrgð á eigin ummælum með því að segja Morgunblaðið ljúga, þegar það birtir þau, eru aðrir ekki sömu skoðunar. Ingibjörg Haraldsdóttir, nýkjörinn formaður Samtaka herstöðvaand- stæðinga, hefur skilið orð Svavars í Þjóðlífí á sama hátt og Morgun- blaðið. Hún sagði hér í blaðinu á sunnudag: „Vitað er að Alþýðu- bandalagið hefur verið tilbúið að fara í stjórn án þess að það sé gert að skilyrði í stjórnarsáttmálanum að ísland segi sig úr NATO. Það hefur sýnt sig áður. Þannig að hér er engin stefnubreyting á ferðinni." Telur formaður herstöðvaandstæðinga, að ekki sé unnt að treysta Alþýðu- bandalaginu í þessu máli, „óháð samtök" eins og þau, sem hún veitir formennsku, verði að vinna málinu brautargengi. Fá samtök hafa átt jafn mikið undir högg að sækja undanfarin ár og Samtök herstöðvaandstæðinga. Málstaður þeirra þykir ótrúverðug- ur. Þetta veit Svavar Gestsson. Einmitt þess vegna ræddi hann öryggismálin á umræddan hátt í Þjóðlífí. Hann hefur líklega verið skammaður af valdamönnum í eigin flokki fyrir fráhvarf frá hinu úrelta minnihlutasjónarmiði, þegar þeir lásu um það í Morgunblaðinu. Morgunblaðið er tilbúið til að eiga samstarf við Svavar Gestsson um varðveislu íslenskrar tungu og menningar án þess að tengja það skoðunum hans á öryggis- og utan- ríkismálum. Hann ætti sjálfur að íhuga þær skoðanir sínar nánar, svo að honum sé að minnsta kosti ljóst, hveijarþær eru. Dr. Victor H. Umbricht er treyst í þriðja heiminum Þeir vita að hann vil verða kóngnr í Ken; Hann er doktor í lögfræði og heiðursdoktor; fyrrverandi starfsmaður svissnesku utanríkisþjónustunnar og Alþjóðabankans í Washington; setti seðlabankann í Zaire á fót eftir að Kongó fékk sjálfstæði frá Belgíu; hefur átt sæti í stjórnum fyrirtækja á við Ciba Geigy og Swissair; er varaforseti Alþjóðaráðs Rauða krossins; hefur verið for- maður fjölda nefnda á vegum Sameinuðu þjóðanna í Austurlöndum Qær og er enn fenginn til að leysa vandamál þjóða, þegar þær eru ófærar um að gera það sjálfar. Hann heitir Victor H. Umbricht og varð sjötugur í fyrra. Hann hefur ferðast út um allan heim, en þó aldrei komið til Islands. Hann þekkir Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, og Björn Bjarnason, aðstoðar- ritstjóra Morgunblaðsins, af Bilder- bergfundum, en hann situr í stjórn Bilderbergs. Hann þekkti einnig Bjarna Benediktsson, fv. forsætis- ráðherra, og kunni vel að meta hann. Við hveiju á maður að búast þegar maður fer og hittir svona mann? Það tók okkur hálft ár að fínna tíma sem hentaði okkur báðum. Hann er á sífelldum ferðalögum og stoppar aldrei nema í fáa daga í einu 'a skrifstofu sinni hjá Ciba Geigy í Basel. Að lokum sættumst við á hádegisverðarfund eftir margar bréfaskriftir og tvær skeytasending- ar. Ég bjóst við að hann myndi ræða vandamál heimsins á alvarlegan og ópersónulegan hátt yfir hádegisverð- inum, að það yrði mjög fróðlegt að hitta hann en ekki endilega neitt sérstaklega skemmtilegt. En það varð hvort tveggja í senn. Sáttasemjari í Austur-Afríku Umbricht er lágvaxinn maður, gráhærður, ákveðinn og röskur. Hann hefur gaman af að segja frá, segir gamlar sögur af sjálfum sér eins og hann sé að segja þær í fyrsta skipti. Hann horfir beint á viðmæl- anda sinn og getur víst starað all lengi á þá sem hann er að semja við og eru með mótbárur. Augun í honum eru brún og grá, brúnn hring- ur í kringum augasteininn og grár hringur yst. Hann krækir þumal- fingrunum af og til í vestisvasana eða grípur með báðum höndum í óhnepptan jakkann með snöggri hreyfíngu. Hann er snaggaralegur karl sem hefur ekki sett sig á háan hest þótt hann ráðleggi þjóðarleið- togum og umgangist helstu áhrifa- menn í alþjóðapólitík. Hann var nýkominn úr fyrirlestr- arferð til Marokkó og var á leið á fund hjá Rauða krossinum í Genf næsta dag og síðan á ráðstefnu í París. Hann var ekki heima hjá sér nema í fáeinar vikur á síðasta ári, megnið af árinu var hann í Austur- Afríku. „Ég var önnum kafinn í Víet- nam árið 1977 þegar þess var farið á leit við mig að ég tæki að mér að verða milligöngumaður milli stjórn- anna í Kenýa, Tanzaníu og Uganda og hjálpaði þeim að fínna lausn á deilum þeirra varðandi fyrra sam- starf í Austur-Afríkubandalaginu. Ég sættist á að vera settur neðst á lista yfir menn sem komu til greina til að vinna verkið en hafði fullan hug á að vera áfram í Víetnam. Ég var þar sem sérstakur fulltrúi Kurt Waldheims, þv, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og vann að því að samræma alþjóðaaðstoð við landið og endurskipulagningu þess. En leiðtogarnir í Austur-Afríku völdu mig og ég tók verkið að mér. Samkomulag milli þjóðanna var uhdirritað í maí 1984. Visst tak- markað samstarf var hafíð að nýju og nú vinn ég að því að hlúa að því og fjölga þjóðunum sem vinna saman á þessu svæði.“ Austur-Afríkubandalagið var formlega stofnað 1967. En samstarf landanna hafði staðið lengi. Bretar réðu löngum lögum og lofum í Kenýa og Uganda og lögðu járn- braut milli landanna á síðustu öld, samræmdu póstþjónustu og heimil- uðu fríverslun milli þeirra. Tanzanía var innlimuð í kerfið þegar Bretar tóku við völdum þar af Þjóðveijum eftir fyrri heimsstyijöldina. Þjóðirn- ar fengu sjálfstæði á árunum 1961 til 1963 og kusu að halda samstarfi sínu áfram. Þær höfðu með sér efnahagsbandalag og starfræktu í sameiningu hafnar- og járnbrautar- félag, póst og síma, flugfélag, veður- athugunarstöð og flugumferðareft- irlit, tolla- og skattaskrifstofu og ýmsar rannsóknarstofur og þjón- ustufyrirtæki. Bandalagið stóð ekki lengi. Idi Amin komst til valda í Úganda 1971 og leiðtogar Kenýa og Tanzaníu gátu ekki unnið með honum. Viðhorf þeirra áttu heldur ekki saman. Fijálsri markaðsstefnu var fylgt í Kenýa en sósíalismi átti upp á pall- borðið í Tanzaníu. Að lokum fór svo að landamæri landanna lokuðust, leiðtogarnir ræddust ekki við og efnahagsástandið í löndunum fór hríðversnandi. Alþjóðabankinn átti mikið fé inni há Austur-Afríku- bandalaginu. Það var fyrir tilstilli hans að Umbricht var fenginn til að leysa mál bandalagsins, skipta sameiginlegum eignum landanna á milli þeirra og semja um skulda- greiðslur hverrar þjóðar. Það tók hann sex og hálft ár að vinna starfið. „Þolinmæði, þolin- mæði og aftur þolinmæði var það sem þurfti til,“ sagði hann. „Fyrri hluti starfsins fór í gagnasöfnun og um 50 manns unnu að því með mér. Svo þurfti að gera sanngjarnan samning sem allir gátu sætt sig við. Leiðtogar landanna höfðu valið mig til að vinna þetta verk, ég hafði ekki sóst eftir því, þeir vissu að ég hef engan áhuga á að verða kóngur í Kenýa, þess vegna treystu þeir mér og undirrituðu loks samkomu- lagið." „Ég er njósnari“ „Ekki ég“ „Auðvitað hjálpar það mér í mínu starfí að vera Svisslendingur," sagði Umbricht, og minnti mig á að drekka hvítvínið, til þess hafði hann pantað Umbricht í Afríku. Dr. Victor H. Umbricht. Það er leitað til hans þegar þjóðir geta ekki leyst vandamál sín á milli. það. „Þegar ég hitti Idi Amin fyrst sagði hann við mig: „Ég þekki yður ekki. En þér hafið svissneskt vega- bréf. Landið yðar hefur aldrei greitt atkvæði á móti okkur eða gripið til aðgerða gegn okkur. Þess vegna get ég sætt mig við yður sem sáttasemj- ara.““ Svisslendingar eru ekki aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Þjóðin mun greiða atkvæði um hvort hún eigi að ganga í þær nú í vetur. „Ég hef gert stjórnvöldum í Bern skýra grein fyrir afstöðu minni í þessu máli. Ríkisstjórnin verður að gera lýðum ljóst fyrir kosningamar, hvort Sviss verði þundið af ákvörðunum öryggis- málaráðsins í Sameinuðu þjóðunum eða hvort við getum haldið hlutleysi okkar áfram og haft samskipti við allar þjóðir í heiminum án tillits til samþykkta öryggisráðsins. Ef við missum hutleysi okkar þá mun ég greiða atkvæði gegn aðild að Sam- einuðu þjóðunum. Sviss sker sig úr í heiminum og getur komið að gagni af því að það er óhlutdrægt og hlutlaust land, án þess væri það bara önnur Mongólía." Umbricht heftir unnið mörg trún- aðarstörf fyrir Sameinuðu þjóðimar. Hann hafði umsjón með aðstoð Sameinuðu þjóðanna við Bangladesh í landinu sjálfu skömmu eftir að það fékk sjálfstæði og var skipaður full- trúi framkvæmdastjóra stofnunar- innar í sérstökum verkefnum árið 1973. Hann kynntist Kurt Wald- heim, framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna, í Tyrklandi í heims- styijöldinni síðari. Það var fyrsta starf Umbrichts erlendis og hann var nýbyijaður í svissnesku utan- ríkisþjónustunni. „Það var ekki heiglum hent að komast til Tyrklands á þessum tíma. Ég var sendur af stað frá Bem að vetri til og var fjóra mánuði á leið- inni. Móðir mín var orðin óróleg og spurðist oft fyrir um mig í utan- ríkisráðuneytinu, en þar var ekkert vitað um mínar ferðir. Mér var þrisvar vísað burtu frá landamærum Ítalíu og Júgóslavíu. Loks laumaðist ég yfir landamærin og fór huldu höfði í gegnum landið. Ég var svo heppinn að hitta unga stúlku sem var einnig í felum og hjálpaði mér mikið. Við eyddum nótt saman í heystakki, það var ekkert á milli okkar, til þess var alltof kalt úti, og spjölluðum saman í myrkrinu. „Ég er njósnari," sagði hún, þegar það fór að líða á nóttina. „Ekki ég,“ svaraði ég, og fljótlega upp úr því sofnuðum við.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.