Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986
Úrslit
: ' ÚRSLIT í ensku bikarkeppninni á laugar-
dag uröu þessi:
/ Birmingham-Altrincham fr.
/ Bristol - Leicester 3-1
Bury - Barnsley fr.
Carlisle-QPR fr.
Coventry - Watford 1 -3
Crystal Palace - Luton fr
Frickley Athletic - Rotherham 1 -3
Gillingham - Derby 1-1
Grimsby-Arsenal 3-4
Huddersfield - Reading 0-0
Hull - Plymouth 2-2
Ipswich - Bradford 4-4
Liverpool - Norwich 5-0
Man. Utd. - Rochdale fr.
Middlesbrough - Southampton fr
Millwall - Wimbledon 3-1
Newcastle - Brighton 0-2
Nott. For. - Blackburn 1 -1
Oldham - Orient fr.
Oxford-Tottenham 1-1
Peterborough - Leeds 1 -0
Portsmouth - Aston Villa 2-2
Sheff. Utd. - Fulham fr.
Sheff.Wed.-WBA fr.
Shrewsbury - Chelsea 0-1
Sunderland - Newport 2-0
Walsall - Man. City 1-3
Wigan Athl. - Bournemouth 3-0
York - Wycombe 2-0
3. DEILD:
Cardiff - Brentford 1 -0
4. DEILD:
Halifax - Crewe 1 -0
Mansfield - Hartlepool fr.
Port Vale - Preston 0-1
Scunthorpe Utd. - Northampton fr
Skotland
Úrvalsdeildin:
Aberdeen - St. Mirren 3-1
Dundee Utd. - Celtic 4-2
Hibernian - Clydebank 2-3
Motherwell - Hearts 1-3
Rangers - Dundee 5-0
1. deild:
Airdrie - Alloa Athlet. fr.
Brechin City- Hamilton fr.
Clyde - East Fife fr.
Falkirk-Ayr Utd. fr.
Kilmarnock - Forfar Athletic 1-0
Montrose - Morton 1-1
Partick Thistle - Dumbarton fr.
2. delld:
Queen of the S. - East Stirl. 2-1
St. Johnstone - Arbroath 1-0
Skoska bikarkeppnin 2. umferð:
Fort William - Stirl. Albion 0-0
Queen’s Park - Albion Rovers 2-1
Stenhousemuir - Whitehill Welfare 0-0
Stranraer - Berwick Rangers 1-2
Theave Rovers - Dunfermline. 0-5
Staðan
Staöan í úrvalsdeildinni er þessi:
Hearts 23 12 6 5 37-24 30
Aberdeen 21 10 6 5 41-20 26
Dundee Utd. 20 10 6 4 31-18 26
Celtic 20 10 4 6 30-23 24
Rangers 22 9 5 8 31-24 23
Dundee 22 8 5 9 23-34 21
St. Mirren 20 8 2 10 28-33 18
Hibernian 20 6 5 9 29-37 17
Clydebank 23 5 5 13 20-40 15
Motherwell 19 3 4 12 17-34 10
Stórsigur Uverpool
gegn Norwich
— Nicholas gerði þrennu fyrir Arsenal
• Charlie Nicholas gerði þrjú mörk fyrir Arsenal gegn Grimsby á laugardaginn og er þetta í fyrsta sinn
sem hann gerir þrennu fyrir liðið.
Frá Bob Hennessy, fréttamanni
Morgunblaðsins á Englandi.
LIVERPOOL vann stórsigur á
efsta liðið 2. deildar, Norwich, er
liðin mættust á laugardaginn í
bikarkeppninni ensku. Leikmenn
Liverpool skoruðu fimm mörk en
Newcastle tókst ekki að skora í
leiknum. Tvö 1. deildarlið urðu
að bíta í það súra epli að vera
slegin út af liðum sem leika í
neðri deildunum. Newcastle tap-
aði fyrir Brighton og Leicester
tapaði fyrir 3. deildar liðinu Brist-
ol Rovers. Arsenal vann frækinn
sigur yfir Grimsby og það var
fyrst og fremst góðum leik
Charlie Nicholas að þakka en
hann skoraði þrjú mörk í leiknum.
Paul Walsh lagði upp fyrsta
mark Liverpool en það var McDon-
ald sem skoraði. Walsh gerði síðan
annað markið sjálfur áður en hann
meiddist og varð að yfirgefa völl-
inn. Steve McMahon, Ronnie
Whelan og John Wark skorðu hin
þrjú mörk Liverpool í stórsigri
þeirra. Þess má geta að Whelan
lék sem vinstri bakvörður í þessum
leik og á varamannabekk Liverpool
sátu fjórir landsliðsmenn sem ekki
komust í liðið hjá Dalglish að þessu
sinni. Áhorfendurvoru 29.802.
Newcastle tapaði á heimavelli
sínum, 0:2, fyrir Brighton sem eru
nú orðnir vanir að slá út stórliðin
í bikarkeppninni því þeir hafa tví-
vegis slegið Liverpool út úr keppn-
inni. Eric Young skoraði fyrra
markið eftir aðeins 50 sekúndur
og síðara markið gerði Dean
Saunders er átta mínútur voru til
leiksloka með skoti af 25 metra
færi. Sigur Brighton var hreinn
þjófnaður þvi þetta voru einu sókn-
ir liðsins í leiknum. Newcastle fékk
hvorki fleiri né færri en 22 horn-
spyrnur í leiknum en þeim var
algjörlega fyrirmunað að skora.
Áhorfendurvoru 24.643.
Trevor Morgan skoraði tvö mörk
er Bristol lagði Leicester að velli.
Þriðja markið gerði Byron Steven-
son en eina mark Leicester skoraði
Gary McAllister úr vítaspyrnu
undir lok leiksins. Áhorfendur voru
aðeins 9.392.
Charlie Nicholas var hetja Ars-
enal er liðið vann Grimsby. Gary
Lund náði forystunni fyrir heima-
menn á níundu mínútu en Graham
Rix jafnaði metin fyrir Arsenal.
Nicholas skoraði síðan annað og
þriðja mark Arsenal með
stórglæsilegum skotum beint úr
aukaspyrnu. „Nicholas varfrábær
í þessum leik. Ef Brasilíumenn
hefðu skorað svona mörk í leik
þá hefði allt orðið vitlaust á áhorf-
endabekkjunum. Þetta voru
stórglæsileg mörk,“ sagði Mike
Lyons fyrirliðið Grimsby eftir leik-
inn. Það var síðan hann sem skor-
aði annað mark Grimsby en Nic-
holas breytti stöðunni í 2:4 fyrir
Arsenal áður en Andy Peake skor-
aði úr vítaspyrnu fyrir 2. deildar
liðið. Áhorfendur voru 12.829.
Chelsea náði að merja sigur á
Shrewsbury en ekki voru menn
sammála um hver hefði gert mark
Chelsea. Speedie skaut góðu skoti
að marki á 81. mínútu. Boltinn lenti
í varnarmanni og þaðan hrökk
hann í Dixon og í netið. Markið var
skrifað á Speedie. Markvörður
Shrewsbury, átti stórgóðan leik og
bjargaði því að tapið yrði ekki
stærra. Áhorfendur voru aðeins
8.100.
Um leik Portsmouth og Aston
Villa er óþarft að fjölyrða. Leikurinn
var sýndur beint í sjónvarpinu.
Leikurinn var hinn fjörugasti og
það var ekki fyrr en á síðustu
sekúndum leiksins sem Paul Birch
jafnaði fyrir Villa og bjargaði því
að þeir fengju annan leik til að
gera út um hvort liðið heldur áfram
í bikarkeppninni. Sjö leikmenn voru
bókaðir og einn, Billy Gilbert frá
Portsmouth, var rekinn útaf.
John Chiedozie kom inná hjá
Tottenham sem varamaður í leikn-
um gegn Oxford og hann skoraði
jöfnunarmark liðsins eftir Neil
Slatter hafði skorað eina mark
þeirra í upphafi ieiksins. Áhorfend-
urvoru 10.638.
Colin West gerði tvö mörk og
Kenny Jackett eitt er Watford sló
Coventry úr keppninni og Paul
Simpson gerði tvö af þremur
mörkum Manchester City er þeir
unnu Walsall.
Það voru skoruð átta mörk í leik
Ipswich og Bradford á laugardag-
inn. Bradford náði forystunni þrí-
vegis í leiknum en jöfnuðu síðan úr
vítaspyrnu á síðustu mínútu leiks-
ins eftir að Ipswich hafði náð for-
ystunni.
Millwall kom talsvert á óvart er
þeir unnu Wimbledon á laugardag-
inn með þremur mörkum gegn
einu. Þjálfari Wimbledon var mjög
óhress með leik sinna manna og
sagði eftir leikinn að þeir hefðu
eyðilagt fyrir sér helgina. Hann
ákvað því að gjalda líkum líkt og
hafði æfingu á sunnudagsmorgun-
inn klukkan níu. Það duga engin
vettlingatök í ensku knattspyrn-
unni greinilega.
Á sunnudaginn voru tveir leikir.
Charlton og West Ham léku og var
þeim leik sjónvarpað beint í Eng-
landi og er það fyrsti leikurinn sem
þeir sjá í sjónvarpinu sínu í átta
mánuði. West Ham vann leikinn
og það var Tony Cottee sem gerði
eina mark leiksins undir lokin.
Everton vann Exeter einnig 1:0
og það var Gary Stevens sem gerði
eina mark þess leiks.
Falco brotinn
— Luther Blissett ekki meira með
Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaðsins á Englandi.
Gunde Svan
óstöðvandi
MARK Falco framherjinn snjalli
hjá Tottenham viðbeinsbrotnaði
á æfingu hjá liðinu á föstudaginn
'og ték hann því ekki með liðinu
á laugardaginn gegn Oxford.
Hann mun gangast undir upp-
skurð vegna þessa og talið er að
hann verði frá æfingum í 3-4
vikur.
Miðvörður Manchester United,
Paul McGrath, er meiddur. Hann
kemur til með að missa nokkra
leiki úr. Forráðamenn United
hyggjast nota gamalreyndan leik-
mann, sem áður lék með Everton
í hans stað, hann heitir Mark
Higgins.
v Higgins hefur verið meiddur
nokkuð langan tíma en fékk að
æfa með Man. Utd. í vetur. Ron
Atkinson, framkvæmdastjóri, ák-
vað sðan að nota hann og greiða
þeir honum 30.000 pund fyrir það.
Watford, lið Eltons John, varð
fyrir miklu áfalli á nýarsdag. Fram-
herjinn snjalli, Luther Blissett, varð
þá fyrir meiðslum. Meiðsli hans
eru það alvarleg að ekki er talið
að hann leiki meira með á þessu
keppnistmabili. Það kom Ijós að
hann var með brotna hnéskel.
Oxford festi kaup á David Le-
worthy, frá Tottenham, rétt fyrir
jól. Leworthy hafði ekki náð að
festasig sessi byrjunarliðiTotten-
ham og hafði aðeins leikið 8 leiki
þá 18 mánuði sem hann var hjá
félaginu. Leworthy fékk svo tæki-
færi með Oxford gegn Southamp-
ton á annan dag jóla og skoraði
hann þá tvö mörk fyrir Oxford.
Oxford og Tottenham eigast við
bikarkeppninni dag og verður
spennandi að sjá hvernig Lewort-
hy stendur sig gegn snum gömlu
félögum. Hann var seldur fyrir
175.000 pund.
Nottingham Forest verður
fyrsta liðið á Englandi til að leika
vináttuleik gegn erlendu liði, sðan
banninu var aflétt. Forest leikur
gegn PSV Eindhoven frá Hollandi
á heimavelli snum 15. janúar.
GUNDE Svan göngumaðurinn
snjalli frá Svíþjóð vann sinn 15.
sigur í röð í skíðagöngu er hann
sigraði í 15 kílómetra göngu í
Noregi á sunnudaginn. Hann
hafði mikla yfirburði og var hálfri
mínútu á undan næsta keppanda,
sem var Oddvar Braa frá Noregi.
Konurnar kepptu í 6 kílómetra
göngu og voru norsku stúlkurnar
þar f sérflokki.
Keppnin fór fram í Osló og sýndi
Gunde Svan hversu mikla yfirburði
hann hefur yfir aðra göngumenn.
Það þykir mikið að vera hálfri mín-
útu á undan næsta manni í svona
stuttri göngu. Svan startaði næst-
ur á eftir Pal Gunnar Mikkelsplass
frá Noregi, hann náði honum strax
eftir 3 kílómetra og gott betur.
Mikkelsplass hafnaði í 12. sæti.
Gunde Svan hefur sýnt hreint
frábærann árangur í vetur, ekki
tapað einni göngu og unnið 15
keppnir í röð eins og áður segir.
Bandaríkjamaðurinn, Audun
Endestad, kom nokkuð á óvart og
skaut mörgum kappanum aftur
fyrir sig. Hann hafnaði í sjötta sæti.
( kvennaflokki sigraði Brit Pett-
ersen frá Noregi og áttu Norð-
menn fimm fyrstu konurnar í
göngunni. Óvenju miklir yfirburðir
norsku kvennanna.
□rslit í karlaflokki urðu þessi:
Gunde Svan, Svíþjóö, 41:24,4 mín.
Oddvar Braa, Noregi, 41:59,1
Tor Hakon Holte, Noregi, 42:06,9
Kari Ristanen, Finnlandi, 42:12,7
Terje Langli, Noregi, 42:25,4
Audun Endestad, Bandaríkjunum, 42:27,6
Per Kare Jakobsen, Noregi, 42:28,7
Magne Hellerud, Noregi, 42:32,6
Geir Holte, Noregi, 42:34,5
Torgeir Björn, Noregi, 42:35,6
Úrslit í kvennaflokki, 6 kílómetra
göngu
Brit Pettersen, Noregi, 19:11,1 mín.
Anne Jahren, Noregi, 19:21,3
Solveig Pettersen, Noregi, 19:27,0
Marit Elveos, Noregi, 19:30,3
Marianne Dahlmo, Noregi, 19:30,8
Martina Schönbachler, Sviss, 19:37,7
Berit Aunli, Noregi, 19:40,2