Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Sölufólk
á fasteignasölu
Vantar 2-3 starfskrafta á fasteignasölu við
símasölumennsku. Góð símarödd, íslensku-
og reikningskunnátta skilyröi ásamt góðri
rithönd.
Eiginhandarumsóknum skal skila á auglýs-
ingadeild Morgunblaðsins fyrir 10. jan. 1986
merktum: „F — 8619“.
Viðskiptafræðingur
Opinber stofnun óskar eftir að ráða viö-
skiptafræöing til starfa við almenna fjármála-
ráögjöf og nauðsynlega útreikninga í því
sambandi.
Umsóknir merktar: „Ráðgjöf — 8105“ send-
ist augld. Mbl. fyrir 14. janúar nk.
System 36
Hef aö baki 3ja mánaöa skólun hjá Stjórnun-
arfélagi íslands í System 36, þar á meðal í
forritunarmálinu RPG. Óska eftir atvinnu, þar
sem þetta kæmi að notum.
Hef stúdentspróf og skrifstofureynslu.
Tilboð sendist augl.deild Mbl. fyrir 14. janúar
merkt: „System 36“.
Laus staða
Laus er til umsóknar lektorsstaða í íþróttum
og líkamsrækt við Kennaraháskóla íslands.
Umsækjandi skal hafa lokiö prófi frá viður-
kenndum háskóla eða sambærilegri stofnun,
hann skal auk þess hafa lokið tilskyldu námi
í uppeldis- og kennslufræði.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni
rækilega skýrslu um vísindastörf, rannsóknir
og ritsmíöar, svo og námsferil sinn og störf.
Gert er ráð fyrir að staðan veröi veitt frá 1.
ágúst 1986.
Umsóknum sé skilaö til menntamálaráöu-
neytisins fyrir 1. febrúar 1986.
Mermtamálaráðuneytið.
31. desember 1985.
Sunnuhlíð
njálrr—■rfcilMlH ■láwilwi IKépnogl
Kópavogsbraut 1 Sími 45550
Við óskum eftir starfsmanni til að sjá um
rekstur á litlu barnaheimili. Allar uppl. veitir
framkvæmdastjóri í sma 45550 kl. 9—12 alla
virka daga.
Saumaskapur
Óskum að ráöa starfsfólk til sauma og fleira
strax. Vinnutími eftir samkomulagi. Uppl. í
síma 21812.
Saumastofan Skipholti 25.
Reykjavík
Starfsfólk óskast
nú þegar á allar deildir Hrafnistu.
Upplýsingar í síma 38440 á skrifstofutíma.
Teiknari
Tækniteiknari óskar eftir starfi á auglýsinga-
stofu. Hef stúdentspróf, nokkra teiknikunn-
áttu, reynslu af skrifstofustörfum og tækni-
teikningu.
Tilboð merkt: „59“ sendist til augl.deildar
Mbl. fyrir 14. janúar.
Verkstjóri
Verkstjóri óskast á verkstæði sem hefur með
höndum alhliöa bifreiðaviðgerðir einkum á
stærri bifreiðum. Vinnuskilyrði eru mjög góð.
Fagréttindi í bifvélavirkjun, bílasmíði eða
öörum málmiðnaðargreinum nauðsynleg.
Umsóknir sem gefa upplýsingar um aldur,
menntun og fyrri störf sendist augl.deild
Mbl. fyrir 10. janúar merktar: „Verkstjóri —
0110“
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
kennsta
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
Lyngási 7-9 — 210 Garöabæ — S 52193 og 52194
Vorönn 1986
Nemendur komi í skólann miðvikudaginn 8.
janúar kl. 09.00. Þá verða afhentar stunda-
skrár og bókalistar gegn nemendafélags-
gjaldi kr. 1.000.-
Kennarafundur verður haldinn sama dag kl.
10.00-12.00 og fundur deildarstjóra kl.
13.00-14.30.
Kennsla hefst skv. stundaskrá fimmtudaginn
9. janúar.
Skóiameistari.
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
Námskeið í janúar
Tréskurður 8.jan.
Prjón. Sokkar og vettlingar 13. jan.
Vefnaðarfræöi 13. jan.
ísl. útsaumur. Blómstursaumur
og skattering 22. jan.
Vefnaður fyrir byrjendur 22. jan.
Prjóntækni 23. jan.
Gjarðabrugðning, kríl, stím,
fótvefnaður o.fl. 23. jan.
Tréskurður 24. jan.
Tuskubrúðagerð 28. jan.
Bótasaumur 28. jan.
Tóvinna 28. jan.
Þjóðbúningasaumur 31. jan.
Athugið hjá Heimilisiönaðarskólanum er há-
marksfjöldi nemenda á námskeiði 6-10 og
reyndir kennarar með kennaramenntun.
Innritun fer fram á Laufásvegi 2. Námsskrá
skólaársins er ókeypis. Upplýsingar í síma
17800.
Lærið vélritun
Ný námskeið hefjast miðvikudaginn 8. janú-
ar. Innritun og upplýsingar í símum 76728
og 36112.
Nemendur sem áöur höföu látiö innrita sig
eru vinsamlega beðnir aö hringja og stað-
festa inriritun.
Vélritunarskólinn,
Suðurlandsbraut 20,
sími 685580.
húsnæöi öskast
Verkfræðistofur
Húsnæði óskst á leigu fyrir verkfræöistofur
á póstsvæöi 105 eða 108. Þarf að vera fullfrá-
gengið og tilbúð til notkunar. Ca. 60-100 fm
meö 2-3 herbergjum. Tilboö sendist augld.
Mbl. fyrir 15. janúar nk. merkt: Verkfræði-
stofur — 3498.
2ja herb. íbúð óskast
Höfum veröið beðnir um að útvega 2ja herb.
íbúö til leigu fyrir einn viöskiptavin okkar.
Upplýsingar gefur:
Húsafell
FASTEIGNASALA Langholtsvegi II5 Adalsteinn Pétursson
I Bæjerieiöahúsmu) simi: 8 io 66 Bergur Guónason hdl
Iðnaðar— eða
atvinnuhúsnæði
ca. 250-350 fm jaröhæð óskast til leigu strax.
Þarf að hafa góða aðkeyrslu og góða hurð.
Upplýsingar í síma 27621.
Skiptafundir
Skiptafundum í þrotabúum Flugfisks Flateyri
hf. og Hrafns Björnssonar sem vera áttu
miðvikudaginn 15. janúar 1986 kl. 10.00 og
kl. 13.00 er frestað til föstudagsins 14. febrú-
ar 1986 kl. 14.00 og kl. 15.00.
Skiptafundirnir fara fram í dómsai embættis-
ins að Pólgötu 2 á ísafirði.
6. janúar 1986,
skiptaráöandinn í ísafjarðarsýslu,
Pétur Kr. Hafstein.
Dómkórinn
í Reykjavík óskar eftir söngfólki.
Upplýsingar í kirkjunni í síma 12113 og hjá
Marteini H. Friðrikssyni í síma 44548.