Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1986
VERÐ LAUSASÖLU 40 KR.
Læknar íhuga upp-
sögn samninga
^ SÉRFRÆÐINGAR i læknastétt íhuga nú að segja upp samningi
sínum við Tryggingastofnun ríkisins vegna þeirrar ákvörðunar
TR að breyta gjaldskrá sérfræðinga í nokkrum greinum. Breyting-
in hefúr í för með sér verulega lækkun launa hjá sumum sérfræð-
ingum á stofú og gildir aftur i timann frá 1. september siðastliðn-
um. Segi sérfræðingar upp samningi sínum við TR þýðir það að
sjúklingar koma til með að bera allan kostnað af slíkum læknisvið-
töium. Nú greiðir sjúklingur 325 krónur fyrir viðtal við sérfræð-
ing, en Tryggingastofnunin 200-800 krónur á móti eftir lengd
viðtalsins.
Möguleikinn á uppsögn kom til
tals á fundi 80-90 sérfræðinga í
Læknafélagi Reykjavíkur sl. föstu-
dag. Engin ákvörðun var tekin á
fundinum, en samkvæmt heimild-
um blaðsins voru tveir kostir á
uppsögn teknir til umfjöliunar.
Engey RE fékk á
sig brot:
Brúin
fylltist
aisjo
SKUTTOGARINN Engey RE-1
fékk á sig brotsjó á Færeyja-
banka á laugardag er hann var
á Ieið í siglingu. Brúna fyllti en
engin slys urðu á mönnum.
Ágúst Einarsson forstjóri Hrað-
frystistöðvarinnar sem gerir togar-
ann út sagði að við brotið hefðu
brotnað allar rúður i stýrishúsinu
og það fyllst af sjó. Rafmagn hefði
farið af öllum tækjum í brúnni.
Skipið hélt áfram siglingu sinni og
jpt'ar samferða togaranum Klakk
VE, sem var á sömu leið. Tafðist
hann þó um einn dag og er ráðgert
að selja fiskinn úr honum í Cux-
haven í Vestur-Þýskalandi á
fímmtudag. Ágúst sagði að menn
frá útgerðinni og tryggingafélag-
inu myndu fara út í dag til að
kanna skemmdir. Hann sagði lík-
legt að flest siglingatækin í brúnni
hefðu skemmst mikið við brotið,
en þau er milljóna virði.
Annars vegar að segja upp frá og
með 1. febrúar og tæki uppsögnin
þá gildi að þremur mánuðum liðn-
um, eða þann 1. maí. Hitt var
einnig talið koma til greina að slíta
samningnum strax, þar eð Trygg-
ingastofnunin hefði með ákvörðun
sinni að láta gjaldskrárbreytinguna
gilda frá 1. september í reynd leyst
lækna undan samningnum frá
þeim tíma.
Fundur hefur verið ákveðinn
með samninganefndum sérfræð-
inga og Tryggingastofnunar ríkis-
ins næstkomandi fimmtudag, þann
9. febrúar, og læknar munu síðan
aftur koma saman til fundar um
máliðþann 14.janúar.
Verzlunarskólinn flyzt í nýja húsið
Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg
Verzlunarskólinn fluttist í nýju húsakynnin í
Ofanleiti 1 í gær og gengu nemendur og kennarar
með skólastjóra í fylkingarbijósti milli gamla og
nýja skólans. Tveir nemendur báru skólabjölluna
og hersingin fylgdi á eftir. Á myndinni ganga
menn eftir Miklubraut á nýjar slóðir.
Sjá nánari frásögn á bls. 18 og 19.
Eimskip kaupir eignir
þrotabúsins á 318 milljónir
Hofsá fer í siglingar með ferskan fisk síðar í mánuðinum
SAMNINGUR um kaup Eimskipafélags íslands á flestum eignum
þrotabús Hafskips hf. var undirritaður í gær. Eimskip keypti þijú
vöruflutningaskip þrotabúsins, gáma, lyftara, bíla, vagna og fleira.
Kaupverð er 7.526 þúsund dollarar, jafnvirði rúmlega 318 milljóna
króna, og greiðir Eimskip það með skuldabréfúm til Útvegsbanka
íslands. Hofsá fer síðar í mánuðinum í siglingar með ferskan og fryst-
an físk á milli íslands, Bretlands og meginlands Evrópu og með
almenna stykkjavöru til landsins.
Eimskip er að kanna með verkefni
fyrir Rangá. Að sögn Harðar Sigur-
gestssonar forstjóra Eimskips kemur
til greina að hún verði notuð í strapd-
siglingar hér innanlands, en gera
verður verulegar breytingar á skipinu
áður. Hörður sagði að engin föst
áform væru með Selá og yrði leitað
eftir kaupanda að henni. Hörður
sagði að vegna aukinna verkefna
þyrfti Eimskip að fjölga starfsfólki
eitthvað, 6-8 manns yrðu ráðnir á
skrifstofu Eimskips í Reykjavík,
15-20 í vöruafgreiðslu, auk áhafna
skipanna. Tæplega 700 manns vinna
nú hjá félaginu. Eimskip hefur nú
þegar gengið frá ráðningu sex starfs-
manna Hafskips, þriggja til umboðs-
Rannsóknardeild ríkisskattsfióra grandskoðar Þýsk-íslenska hf.:
-Telja birgðir vantaldar
um tugi milljóna króna
- og þannig hafi tekju- og eignar-
skattur lækkað verulega 1984
REIKNA má með að alllangur tími líði þar til botn fæst í meint
^kattsvikamá! Þýsk-íslenska hf., sem nú er til rannsóknar hjá
skattrannsóknadeild ríkisskattstjóra og sagt var frá í blaðinu á
laugardaginn. Sérstök rannsókn hófst á bókhaldi, birgðahaldi og
söluskattskilum fyrirtækisins í nóvember sl. Rannsóknin mun enn
tiltölulega skammt á veg komin og hefúr ekki enn verið krafist
opinberrar rannsóknar í málinu eða því vísað til ríkissaksóknara
með ósk um umsögn embættis hans.
Samkvæmt upplýsingum Morg-
—>“unblaðsins telur skattrannsókna-
deildin að fyrirtækið hafi vantalið
tekjur sínar og eignir um rúmlega
eitt hundrað milljón krónur á árinu
1984. Þá mun skattrannsóknadeild-
in telja, að birgðir fyrirtækisins
hafi verið verulega vantaldar, svo
munar tugum milljóna króna. Þann-
ig hafi hagnaður fyrirtækisins verið
lækkaður með miklum afskriftum
og tekju- og eignarskattur þar með
lækkaður verulega. Ymsir vankant-
ar á bókhaldi fyrirtækisins hafa
einnig komið í ljós við rannsókn
skattrannsóknadeildarinnar, skv.
heimildum blaðsins.
Þýsk-íslenska hf. var stofriað
haustið 1956 en hefur undanfarinn
áratug verið í eigu ijölskyldu Ómars
Kristjánssonar forstjóra, sem er
stjórnarformaður fyrirtækisins og
aðaleigandi þess. Velta Þýsk-
íslenska hf. á síðasta ári var ríflega
tvö hundruð milljónir króna.
skrifstofa erlendis og þriggja á flutn-
ingasvið aðalskrifstofu í Reykjavík
og verða einhveijir fleiri ráðnir síðar,
m.a. í vöruafgreiðslu og áhafnir
skipa.
Með samningnum við þrotabúið
keypti Eimskip eftirtaldar eignir:
Skipin ms. Hofsá, ms. Rangá og ms.
Selá; eignar- og leiguréttindi þrota-
búsins við Faxaskála, A-skála og
Ingólfsgarð við Reykjavíkurhöfn; 164
gáma; 38 vörulyftara og 1 sóp; 10
bifreiðir og 1 dráttarvél; 13 dráttar-
vagna og 11 gámaflutningavagna;
vélar, áhöld og annan búnað í lyft-
ara-, bifreiða- og skipaverkstæði;
lestunar- og losunarbúnað; skrif-
stofuáhöld og innréttingar á skrif-
stofu og hlutabréf í 8 félögum.
Kaupverð er eins og áður greinir
7.526 þúsund dollarar sem Eimskip
greiðir með skuldabréfum til Utvegs-
bankans. Verða þau annars vegar að
fjárhæð 4.158.868 dollarar sem
greiðast á 8 árum með fyrstu af-
borgun á árinu 1989. Þessi hluti
greiðslunnar ber millibankavexti með
viðauka og er fyrsta greiðsla vaxta
á árinu 1986. Hins vegar er um að
ræða 140.241 þúsund krónur, sem
greiðist á 13 árum með fyrstu af-
borgun á árinu 1989. Þessi hluti
greiðslunnar er bundinn lánskjara-
vísitölu en ber ekki vexti.
Eimskip gerði tilboð í eignirnar
þann 6. desember sl., þegar Hafskip
hf. var lýst gjaldþrota. Söluverðið nú
er um 78 milljónum lægra en tilboðið
því ekki reyndist unnt að selja úr
þrotabúinu allar þær eignir sem
upphaflega tilboðið tók til. Er þar
einkum um að ræða ms. Skaftá sem
seld verður á nauðungaruppboði í
Antwerpen og 389 gáma sem Hafskip
var með á kaupleigusamningi og ekki
er talið borga sig fyrir þrotabúið að
leysa til sín og selja.
Meginhluta eignanna afhentu for-
ráðamenn þrotabúsins þegar við
undirritun samningsins en undanskil-
inn er þó hluti skrifstofubúnaðar, svo
og hluti vörugeymslna og búnaðar
vegna þeirra. Viðtaka farmgjalda og
vöruafgreiðsla þrotabúsins verður
fyrst í stað í óbreyttu hoifi, en sam-
hliða gerð kaupsamningsins gerðu
forráðamenn þrotabúsins samning
við Eimskip um að það taki við rekstri
vöruafgreiðslu fyrir þrotabúið frá og
með 1. febrúar næstkomandi.
Moi^unblaðið/Bjami
Frá fúndi forráðamanna þrotabús Hafskips og Eimskipafélagsins, fyrir
undirritun samnings aðila, f.v. Ragnar Halldór Hall og Markús Sigur-
bjömsson borgarfógetar, Halldór Jónsson stjómarformaður Eimskips,
Indriði Pálsson varaformaður, Hörður Sigurgestsson forstjóri og Helgi
V. Jónsson lögfræðingur Eimskips. ,
VZterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!