Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986
Leikendur á sviðinu í Bæjarleikhúsinu eftir fnimsýninguna.
Vestmannaeyjar:
Frábærar undirtektir á
ftnmsýningu Oklahoma
Leikendur í Oklahoma
Vestmannaeyjum, 28. desember.
LEIKFÉLAG Vestmannaeyja
frumsýndi söngleikinn Oklahoma
eftir Rogers og Hammerstein í
Bæjarleikhúsinu á annan í jólum
við hreint frábærar undirtektir
leikhússgesta. Þetta er lang-
stærsta verkið sem LV hefúr ráð-
ist í að setja á svið en félagið er
75 ára á þessu ári. Þótti því við
hæfí að hugsa stórt og fram-
kvæma í tilefhi þessara merku
tímamóta í sögu félagsins. í sýn-
ingarlok á frumsýningunni risu
leikhúsgestir úr sætum sínum og
hylltu leikhópinn með langvinnu
lófaklappi. Sigurður Jónsson for-
seti bæjarstjórnar kvaddi sér
hljóðs og þakkaði LV fyrir frá-
bæra sýningu og bað síðan leik-
húsgesti um að hrópa ferfalt
húrra fyrir LV. Stemmningin í
Bæjarleikhúsinu á þessari frum-
sýningu var ólýsanleg.
Ekki var laust við að ýmsum þætti
í mikið ráðist þegar fréttist um þau
áform LV að setja á svið söngleikinn
Oklahoma og margir voru vantrúaðir
á að félaginu tækist að manna svo
umfangsmikla sýningu þar sem mikið
reynir á söng og dansa. Hlutverk eru
12 og auk þess koma mikið við sögu
söngvarar, dansarar og hljóðfæraleik-
arar. Alls um 70 manns standa að
þessari sýningu LV á einn eða annan
hátt. Langflestir í sýningunni voru
þama að stíga sín fyrstu spor á leik-
sviði, ungt og hressilegt fólk sem hefur
greinilega geislandi ánægju af því sem
það er að gera. Leikfélagsfólkið hefur
svift á brott öllum hrakspám og sett
fram vandaða og velflutta sýningu
sem til fulls uppfyllir það sem af henni
er ætlast, að veita áhorfendum góða
skemmtun kvöldstund í skammdeginu.
Leikfélag Vestmannaeyja hefur með
þessari uppsetningu á Oklahoma unnið
mikinn sigur. Vestmanneyingar og
gestkomandi í Eyjum verða ekki fyrir
vonbrigðum með heimsókn í Bæjar-
leikhúsið.
Með hlutverk í sýningunni fara
Hávarður Bemharðsson, Hanna Björk
Guðjónsdóttir, en hún hljóp í skarðið
með skömmum fyrirvara vegna for-
falla Elvu Kolbeinsdóttur þijár fyrstu
sýningamar, Þráinn Óskarsson, Heiða
Björk Scheving, Kolbrún Hálfdánar-
dóttir, Ólafur Viðar Birgisson, Ástþór
Jónsson, Runólfur Dagbjartsson,
Garðar Tryggvason, Svanur Gísli
Þorkelsson, Asgeir Karlsson og Berg-
lind H. Halldórsdóttir. Leikstjóri er
Guðjón Ingi Sigurðsson. Tónlist, söng-
ur og dansar spila vissulega stóra
rullu í þessu verki og hefur þar sérlega
vel til tekist. Ólafur Gaukur útsetti
alla tónlistina sérstaklega fyrir þessa
sýningu og stjórnaði hljómsveitinni á
frumsýningunni. Ingveldur Gyða
Kristinsdóttir samdi og æfði dansat-
riðin og Guðni Guðmundsson annaðist
söng- og hljómsveitaræfingar. Þá er
sérstök ástæða að geta um frábæra
sviðsmynd sem er verk Jóhanns Jóns-
sonar, fmmraun hans í gerð leikmynd-
ar. Láms Bjömsson annast lýsingu.
Um frammistöðu einstakra leikenda
treysti ég mér ekki að fjalla um hér
enda (sem betur fer) hæfileikasnauður
gagnrýnandi. Sá er þetta festir á blað
hefur einfaldan smekk fyrir leikhús-
verkum, fer í leikhús til þess að láta
aðra skemmta sér. Á sýningu LV á
Oklahoma var skemmtunin vel útilát-
in. Eg óska Leikfélagi Vestmannaeyja
til hamingju með þessa ánægjulegu
ogvel heppnuðu sýningu. - hkj.
Snjóléttur vetur —
en svalt sumar
VETURINN 1985 var snjóléttur, lítið
um storma og tíðarfar almennt talið
gott, að því er fram kemur í yfirliti
frá Veðurstofu íslands yfir tíðarfar í
landinu á síðasta ári. Þar kemur enn-
fremur fram, að þrátt fyrir sólríka
sumartíð sunnanlands var hiti undir
meðallagi um allt land.
Fyrrihluta janúar var hlýindatíð
en síðan gerði frostakafla sem stóð
fram í febrúarbyrjun en meginhluta
ess mánaðar var hiti yfir meðallagi.
mars gerði tvo frostakafla. Þann
mánuð varð hiti rösklega 1° undir
meðallagi, en í febrúar var tæplega
einu stigi hlýrra en í meðalári. í
janúar var heldur hlýrra en í meðal-
ári sunnanlands og vestan en á norð-
ur- og austurlandi var hitinn undir
meðallagi. Úrkoma var víðast minni
en venja er til þessa þrjá mánuði.
Vorið var gott þrátt fyrir hvíta-
sunnuhret seint í maí. Um miðjan
maí var óvenjuhlýtt og komst hiti
víða í 15°-20°. Meðalhitinn var um
'A° yfir meðallagi báða mánuðina.
Úrkoma var minni en í meðalári
sunnanlands og vestan, en á norður-
og austurlandi var hún meiri en
venja er til. f apríl var heldur sólar-
lítið, en í maí var sólríkt sunnanlands
og vestan og einnig mældust fleiri
sólskinsstundir en venja er til á
austurlandi.
Júní var fremur sólarlítill um allt
land og hiti lítið eitt undir meðallagi.
Úrkoma var undir meðallagi nema á
nokkrum stöðvum norðanlands.
í júlí og ágúst var óþurrkatíð
norðanlands og austan, en á suður-
og vesturlandi var sólríkt og góð
sumartíð. Júlí var kaldur um allt
land, rösklega 1° kaldari en í meðal-
ári. f ágúst var áfram kalt norðan-
lands og austan en suðvestantil á
landinu var hlýrra en hiti þó undir
meðallagi. Septemberhitinn var síð-
an 2°-3° undir meðallagi og úrkoma
lítil. Sumarið, júní-september, er hið
Selfoss:
Útboð í ný-
byggingn Fjöl-
brautaskólans
Selfossi, 6. janúar.
I desember sl. var boðið út lím-
trésburðarvirki í suðurhlið 1.
áfanga nýbyggingar Fjölbrauta-
skóla Suðurlands. I dag, 6. janúar,
verður boðin út smíði hurða og
glugga í allt húsið.
Suðurhlið hússins er að mestu úr
gleri sem hvílir á burðarbitum úr
límtré. í þessum glervegg verður
þrefalt gler. í innstu rúðunni verður
sérstakt öryggisgler, venjulegt gler
í miðjunni og ysta rúðan á að þola
meira álag en venjulegt gler.
28. janúar verður lögð fram ná-
kvæm framkvæmda- og kostnaðar-
áætlun sem miðar að því að flýta
framkvæmdum við skólann og að
kennsla geti hafist þar á þessu ári
í stað næsta árs. sig. Jóns.
þurrasta í Reykjavík frá 1958. Alla
sumarmánuðina var sólskin undir
meðallagi á Akureyri, samtals vant-
aði 67 klst. upp á meðaltalið og sól-
skinsstundirnar urðu aðeins 440 allt
sumarið. f Reykjavík voru sólskins-
stundir lítið eitt undir meðallagi í
júní, en mánuðina júlí til september
samtals 117 umfram meðallag, og
hafa þessir 3 mánuðir ekki verið
jafnsólríkir í Reykjavík frá 1974.
Október var óvenju hlýr, hiti um
2° yfir meðallagi. Á Akureyri hefur
ekki orðið jafnhlýtt í október í 20 ár
og í Reykjavík í 10 ár. Um miðjan
mánuð gerði stórrigningar um vest-
an- og norðvestanvert landið. Harð-
an frostakafla gerði 1 byrjun nóv-
ember og mánuðurinn varð í heild
kaldur, hiti 2°-3° undir meðallagi.
Um miðjan mánuð gengu stórviðri
af suðaustri og suðri yfir landið.
Úrkoma var með minna móti. Haust-
mánuðina október og nóvember var
snjólétt um allt land. Desember
hefur verið kaldur en veður stillt og
úrkoma undir meðallagi.
Árshitinn í Reykjavík verður um
4‘/4° sem er 'Æ° kaldara en á árunum
1931-60 og sem næst sami hiti og var
að meðaltali árin 1951-80. Á Ákur-
eyri verður árshitinn 3° sem er
tæplega 1° minna en á tímabilinu
1931-60 ogum ‘/4° kaldaraen 1951-80.
Sólskinsstundir verða rösklega 1400
í Reykjavík eða rúmlega 150 umfram
meðallag og er þetta sólríkasta ár
þar frá 1979. Frá 1950 hefur sólskin
aðeins átta sinnum farið yfir 1400
klst. Á Akureyri verða sólskins-
stundir um 980, sem er um 20 klst.
meira en árin 1931-60, en hins vegar
um 50 klst minna en til jafnaðar á
árunum 1951-80.
Ársúrkoman verður væntanlega
innan við 700 mm í Reykjavík eða
um 85% af meðalúrkomu, en mjög
nálægt meðalúrkomu á Akureyri sem
er 474 mm.
Morgunblaðíð/Sigurgeir
Bergvin Oddsson útgerðarmaður
og skipstjóri á Glófaxa VE hefúr
orð fyrir gefendum.
Vestmaiinaeyjar;
Leggja fram
fé til kaupa
Fjölbrautaskóli Suðurlands:
Lágmarkskostnaður 50 milljónir við að gera
nýbyggingnna kennsluhæfa fyrir 1. sept.
skólanefnd tekur ákvörðun í málinu 28. jan,
Selfossi, 5. janúar.
LÖGÐ hefur verið fram fram-
kvæmdaáætlun fyrir byggingu
Fjölbrautaskóla Suðurlands þar
sem miðað er að því að kennsla
hefjist í hinu nýja húsnæði 1.
. ' september á þessu ári. Uppsteypu
1. áfanga hússins er lokið og gert
ráð fyrir að það kosti 70 milljónir
að gera það kennsluhæft. Þó er
gert ráð fyrir að komast megi af
með 50 milljónir með því að fresta
framkvæmd nokkurra verka fram
yfír l.september.
** Skólanefnd Pjölbrautaskólans
samþykkti á fundi 3. janúar að vinna
eftir framkvæmdaáætlun bygginga-
nefndar hússins til 28. janúar, en
þá er gert ráð fyrir að fyrir liggi
nákvæm kostnaðar- og fram-
kvæmdaáætlun. Einnig eiga þá að
liggja fyrir möguleikar á fjármögn-
un.
Áætlunin sem lögð verður fram
28. janúar á að miða að því að unnt
verði að hefja kennslu í húsnæðinu
1. september með sem minnstum
kostnaði, er þá gert ráð fyrir að
fresta megi framkvæmd nokkurra
verkþátta fram yfir 1. september.
Má þar nefna frágang lóðar, hluta
lausra innréttinga, lyftu, frágang
stjómunarálmu, frágang á stigum
o.fl.
Með því að framkvæma eingöngu
það allra brýnasta er gert ráð fyrir
að það kosti um 50 milljónir að gera
húsið kennsluhæft en frágangur alls
hússins er áætlað að kosti 70 milljón-
ir.
I þeim hluta sem stefnt er að
því að ljúka fyrir 1. september eru
12 kennslustofur á annarri og þriðju
hæð, anddyri á 1. hæð og stjórnunar
og kennaraaðstaða. Framkvæmd
áætlunarinnar um að komast inn í
skólann hefur verið og verður unnin
í nánu samráði við skólameistara og
skólastjórn.
Framlag til byggingarinnar á fjár-
lögum ríkisins 1986 er 10 milljónir.
Á móti kemur framlag heimaaðila,
um 7 milljónir. Til að brúa bilið svo
he§a megi kennslu í húsinu 1. sept-
ember á þessu ári eru uppi hug-
myndir um lántökur.
Á fundi skólanefndar 3. janúar
voru þrír menn kosnir í nefnd til að
leita leiða um fjármögnun. Þeir eru
bæjarstjórinn á Selfossi, sýslumaður
Árnessýslu og fjármálastjóri skól-
ans. Þeir eiga að skila niðurstöðum
á fundi skólanefndar 28. janúar og
þá verður tekin endanleg ákvörðun
um framgang byggingarinnar, hvort
unnt verður að hefj'a kennslu í húsinu
á þessu ári eða því næsta. í skólanum
eru um 400 nemendur og kennsla
fer nú fram á sex stöðum í kaup-
staðnum. Síg.jóns.
á nætursjónauka
Vestmannaeyjum, 3. janúar.
NOKKRIR útgerðarmenn í Vest-
mannaeyjum brugðust skjótt við eftir
að frétt hafði birst í sjónvarpinu á
næstsíðasta degi liðins árs um mjög
fúllkominn sjónauka til notkunar í
myrkri sem slysavarnameun í Reykja-
vík höfðu eignast. Vöktu notkunar-
möguleikar þessa kostagrips mikla
athygli hér sem eflaust víðar og eftir
að þetta hafði borist í tal útgerðar-
manna Glófaxa VE., Gandí VE. og
Valdimars Sveinssonar VE. ákváðu
útgerðarmenn þessara báta að leggja
frani stofnframlag til kaupa á slikum
nætursjónauka fyrir Björgunarfclag
Vestmannaeyja.
Útgerðarmennimir afhentu framlag
sitt í Básum á gamlársdag og þá um leið
bættust útgerðarmenn Vestmannaeyjar
VE., Smáeyjar VE. og Bergeyjar VE. í
hópinn. Opnuð hefur verið bankabók í
Útvegsbankanum og er vænst frekari
framlaga því gripurinn er dýr, kostar um
300 þús. kr. Sjómenn og útgerðarmenn
í Eyjum hafa ávallt verið vakandi og
velviljaðir þegar slysavama- og björgun-
armál eru annarsvegar og því ekki að
efa að vel verður tekið undir þetta góða
framtak áðurnefndra útgerðarmanna.
- hkj.