Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR1986 Kína: 48 manns fórust er stífla brast Hong Kong, 6. janúar. AP. 48 verkamenn fórust í síðasta mánuði, þegar stífla brast í Suð- ur-Kína, svo að mikið aur- og- vatnsflóð hlaust af, að þvi er dagblaðið Wen Wei Po í Hong Kong greindi frá í dag. Blaðið sagði, að 55 verkamenn hefðu unnið að skurðgrefti, er stífl- an, sem var í byggingu í Guangxi- héraði, brast hinn 24. desember sl. Að sögn blaðsins var sjö mann- anna bjargað, en alls voru það um 7000 rúmmetrar af vatni og leðju, sem runnu fram. Sl. laugardag höfðu 46 lík verið grafin úr eðjunni og var þá tveggja manna enn saknað. Þeir eru báðir taldir af. Norðmenn og Fær- eyingar semja um fískveiðiréttindi NORÐMENN og Færeyingar hafa gert með sér samkomulag um gagnkvæm fiskveiðiréttindi. Samkomulagið felur í sér, að Norðmenn fá að veiða um 65.000 tonn af kolmunna í færeyskri fisk- veiðilögsögu á árinu 1986, auk þess sem þeir mega veiða 7000 tonn af makríl og 6000 tonn af botnfiski. I staðinn £á Færeyingar að veiða 3000 tonn af þorski, 7000 tonn af makríl og allt að 5000 tonn af kolmunna í norskri fisk- veiðilögsögu. Samninganefndir landanna hafa komið sér saman um að skiptast á listum yfir þau veiðiskip, sem taka munu þátt í þessum veiðum. Fyrsta myndin af nýjum sovéskum kafbáti Talið er að þetta sé fyrsta myndin, sem tekin hefur verið af nýja Delta IY-kafbátnum, sovéska, sem sérsmíðaður er til að flytja og skjóta stýriflaugum, og birt hefur verið á Vesturlöndum. Myndin birtist í tímaritinu Jane’s Defence Weekly fyrri hluta desembermánaðar. Hver Delta IV- kafbátur er vopnaður sextán stýriflaugum, sem skjóta má á skotmark í allt að 7.240 km fjarlægð. Flaugarnar eru geymdar í kryppu bátsins. 3JA MÁNAÐA NÁMSKEIÐ í JAZZBALLETT, MODERNJAZZJEYGJU 0G ÞREKÆFINGUM HEFJAST MIÐVIKUDAGINN 15. JANÚAR Síðast komust færri að en vildu. Námskeiðin eru fyrir framhaldsnema jafnt sem byrjendur frá 7 ára aldri. Innritun hefst þriðjudaginn 7. jan. milli kl. 13 og 17. Afhending skírteina verður laugardaginn 11. janúar frá kl. 13-17. 2 tímar í viku í 3 mánuði kosta kr. 4.500. Þeir nemendur sem ætla að taka góð og áhyggjulaus spor í vetur verða að vera búnir að ganga frá skírteinunum eigi síðar en 15. janúar næstkomandi. Visa Eurocard. V ' SÓLEY JAR '% Sigtúni 9, sími 687701. Kólombía: Auknar hræringar í Nevado del Ruiz valda vatnagangi Bogota, Kólumbíu, 6.janúar. AP. HRÆRINGAR jukust i eldfjallimi Nevado del Ruiz á sunnudag og flutu stór ísflykki niður ámar i Armero-dalnum. Stjórnvöld ákváðu þá að framlengja ráðstaf- anir vegna neyðarástandsins á svæðinu. Þúsundir manna, flestir úr hópi búandfólks, urðu að dveljast á fjöll- um uppi um helgina og leita skjóls í hellum þar efra vegna gífurlegs vatnagangs niðri í dalnum. Á laugardag skipuðu stjómvöld íbúunum að yfírgefa heimkynni sín, eftir að brennisteinsmettaðri ösku frá eldfjallinu hafði rignt yfir ná- grennið, í fyrsta sinn frá stórgosinu 13.nóvember. Á laugardag gaf lögreglan íbúun- um, um 15.000 manns, merki með sírenuflautum, útbýtti ábreiðum og matvælum meðal fólksins og hvatti það til að halda til fjalla. Um 70 jarðvísindamenn hafa fylgst með Nevado del Ruiz, frá því að hið örlagaríka gos átti sér stað í nóvember sl. Brasilía: Alræmdur glæpa- maður notar þyrlu til að flýja fangelsi Rio de Janeiro, 6. janúar. AP. LOGREGLAN í Brasilíu leitar nú eins alræmdasta glæpamanns landsins, Jose Carlos Dos Reis, eftir ótrúlegan flótta hans úr fanganýlendunni Candido Mendes á eyju 160 km suður af Rio de Janeiro á gamlársdag. Reis átti að sitja af sér þijátíu ára fangelsisdóm fyrir eiturlyfjasölu og vopnað rán. Það var klukkan fjögur á þriðjudag að þyrla flaug yfir veggi heimsóknar- garðsins í Candido Mendes fanganý- lendunni og hafði með sér Reis og konu, sem kominn var til að heim- sækja hann. Flóttinn tók aðeins nokkrar mínút- ur og var ekki hleypt af skoti. „Flótt- inn var einstaklega vel skipulagður," segir Vivaldo Barbosa, dómsmálaráð- herra Rio de Janeiro-ríkis. Flugmaður þyrlunnar kom í leitim- ar á fimmtudag og sagði hann í yfir- heyrslu að maður nokkur hefði leigt þyrluna og skömmu eftir flugtak hefði hann tekið fram skammbyssu og sagt sér að fljúga til fanganýlend- unnar. „Maðurinn varaði mig við: Ef þú opnar munninn þá drep ég þig, sagði hann, og ég átti ekki annars kost en að hlýða," sagði flugmaður þyrlunnar, Marco Gonzales Maia, í viðtali. í augum íbúa fátækrahverfanna norður af Rio er Reis hálfgerður Hrói Höttur. Þar rak Reis viðamikinn eiturlyfjahring. Reis lét fyrir fé sitt reisa skóla í fátækrahverfinu, hann lét dreifa matvælum ókeypis og lán- aði fátækum peninga. íbúar fátækrahverfísins hafa margoft brotið á bak aftur tilraunir lögreglu til að hafa hendur í hári Reis og þegar hann var handtekinn í febrúar gekk yfir mótmælaalda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.