Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1986 3 Hækkun flu g- vallargjalds- ins er ekki stefiiubreyting - segir Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfetæðis- flokksins, en 1978 lögðust þingmenn flokksins ein- dregið gegn hækkun þess VIÐ umræðu á Alþingi haustið 1978 um frumvarp þáverandi vinstri rikisstjórnar um verulega hækkun á flugvallargjaldi lögð- ust þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins eindregið gegn samþykkt þess. Þorsteinn Pálsson, núver- andi fjármálaráðherra, sagði hins vegar að með hækkun gjaldsins nú hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekki breytt um stefnu. Aðilar í ferðaþjónustu hafa margir gagn- rýnt harðlega hækkunina. Þorsteinn sagði: „í fyrsta lagi þá gera fjárlögin ráð fyrir því að ýmsar sértekjur ríkissjóðs hækki og þar á meðal flugvallarskatturinn og þessi ákvörðun byggist eingöngu á því að fá inn þær tekur sem áætlaðar eru. Það hefur alla tíð, þar á meðal 1978 verið stefna Sjálfstæðisflokks- ins að það eigi að reka ríkissjóð án halla og hækkunin er hluti af því að ná þessu megin markmiði." Þorsteinn sagði að hann teldi ekki óeðlilegt að hækka gjaldið þegar auka þurfi tekjur ríkissjóðs við krappar aðstæður, þó auðvitað megi færa rök að því að það og ýmsir aðrir skattar þyrftu að vera lægri: „En á meðan að útgjöld ríkis- ins eru jafnmikil og raun ber vitni þá þarf að afla tekna. I umræðum á Alþingi seinni hluta ársins 1978 um fyrrnefnt frumvarp sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og framsögumaður minnihlutaálits fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar, meðal annars að verið væri „að leggja gífurlegar byrðar á fólkið sem þarf að ferðast, - og auðvitað kemur það verst við fátæka fólk- ið...“ Matthías A. Mathiesen mælti fyrir áliti minnihluta í neðri deild og sagði: „Eins og fram kemur í nefndaráliti minnihluta fjárhags- og viðskiptanefndar munu sjálfstæðis- menn ekki taka þátt í þeirri skatta- áþján sem nú ríður yfir þjóðina, og leggjum við til að þetta frumvarp verði fellt." INNLENT Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: morgunDiaoio/BKapu Hallgrimason Cape Sambro, fyrsti kanadíski togarinn sem Slippstöðin breytti, í reynslusiglingu skammt utan at- hafhasvæðis stöðvarinnar á sunnudaginn. Bækur eftír Jón úr Vör og Véstein Lúð- víksson tilnefndar íW ELLEFU bækur hafa verið til- nefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1986, tvær bækur frá Islandi, Danmörku, Noregi, Sviþjóð og Finnlandi og ein bók frá Færeyjum. Bækurnar sem tilnefndar hafa verið eru eftirfarandi: Frá íslandi ljóðabókin Gott er að lifa eftir Jón úr Vör og skáldsagan Maður og haf eftir Véstein Lúðvíksson; frá Dan- mörku skáldsagan Guldkuglen, Fortælling om en 0, eftir Hanne Marie Svendsen og ljóðabókin Hjert- ets sale eftir Jess 0msbo; frá Noregi ljóðabókin Nattápent eftir Rolf Jacobsen og skáldsagan Stank av mennesker eftir Kolbjorn Brekstad; frá Svíþjóð skáldsagan Dykungens dotter eftir Birgitta Trotzig og skáldsagan Slaktarens hus eftir Karl Rune Nordkvist; frá Finnlandi skáldsagan Evakuerade för livet eftir Eeva Kilpi og skáldsagan Hotell för levande eftir Olli Jalonen og frá Færeyjum Ijóðabókin Líkasum eftir Rói Patursson. A fundi sínum í Reykjavík þriðju- daginn 21. janúar 1986 mun dóm- nefnd Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs ákveða hver hlýtur verð- launin að þessu sinni. Niðurstaðan verður síðan tilkynnt á blaðamanna- fundi sem haldinn verður á Hótel Holti sama dag. Leitar þú hagkvæmrar pökkunarlausnar? Krumpuvélar. Allt að 50% sparnaður við pökkun. Aukið geymsluþol og verðmaeti matvöru. Pokalokunarvélar. Fró 6.500 kr. Fyrirstórar sem smáar rekstrareiningar. Plastprent selur fleira en plast. Við bjóðum einnig úrval stórra og smárra pökkunarvéla sem spara vinnu og auka verðmæti vörunnar. Notagildi vélanna er næsta ótakmarkað. Yfir 50 fyrirtæki keyptu pökkunar- vélar af okkur á síðasta ári, t.d.: Sól hf, Mjólkur- samsalan hf, Vífilfell hf, Nói—Síríus hf, K. Jónsson & Co hf, Kaupfélagið Fram, Síldarvinnslan Nesk , Vest- firska harðfisksalan, Rækjuvinnslan Skagastr., Gunnarsbakarí Reyðarf., Valberg Ólafsf., Staðarskáli Hrútaf., Hraðhreinsun Árbæjar, Broadway, Júmbósamlokur. . . Þú handleikur umbúðirnar okkar daglega. I 26 ár höfum við jafnframt framleitt alls konar plastumbúðir úr eigin filmu, með og án áprentunar. Við svörum síaukinni eftir spurn eftir hagkvæmum umbúðum sem nýtast allt frá framleiðanda til neytanda. Það er því engin tilviljun að flestallir Islendingar meðhöndla daglega vörur sem pakkað er í umbúðir frá okkur. Plastpökkun er framtíðarlausn. Plast sparar miðað við aðrar umbúðir, verndar vel og uppfyllir auknar kröfur um geymsluþol og aug- lýsingargildi. Forysta Plastprents byggist á tækni- framförum, fjölhæfu starfsliði og mikilli reynslu. Þess vegna leys- um við pökkunarvanda íslenskra fyrirtækja. N Plastprent hf. Plastumbúðir, pökkunarvélar, ráðgjöf. Höfðabakka 9. Sími 685600. Brettavafningsvélar. Brettapökkun í plast — hagkvæm og hlífir vöru í flutn- ingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.