Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGÚR 7. JANÚAR1986
Syndaselurinn
Jólaævintýri fyrir stór börn
eftir Elías
Kristjánsson
Þegar komið var fram í desember
sl. spurði konan mín hvort ég væri
búinn að hugsa fyrir jólarjúpunum.
Verðui- það ekki of dýrt spurði ég?
Kannski sagði hún, en getur þú ekki
reynt að skjóta sjálfur eins og aðrir
menn?
Ég á bara einhleypu, en ekki
pumpu eins og aðrir menn. Auk
þess er landið allt á fótinn til ijúpna,
og ég orðinn of mæðinn í slíkt..
Reyndu þá að skjóta sel, þú finnur
þá niður í móti. Auk þess verður þú
verðlaunuð þjóðhagshetja, því þetta
er hinn mesti skítvargur, réttdræpur
þjóðaróvinur númer eitt. Ég er mát,
sagði ég. En hvar og hvemig á ég
að finna sel? Spurðu sjávarlíffræð-
ingana á Hafrannsóknastofnun,
sagði hún. Og það gerði ég.
Þannig atvikaðist það, að ég í
miðjum desember klöngraðist niður
sléttar sjávarklappir hér á suðvest-
ur-hominu í leit að sel samkvæmt
nákvæmustu ábendingum.
Þegar ég nálgaðist sjávarlínuna
varð fyrir dálítill íshroði á klöppun-
um, sem varð til þess að ég datt á
bossann, bakið og hnakkann, og
húrraði niður undir sjávarmál. En
þykkur, góður klæðnaður tók af
mesta höggið, þannig að ég varð
aðeins ringlaður er ég settist upp
með einhleypuna í lopaklæddri hend-
inni.
Viti menn! U.þ.b. 10 metra frá
landi stóð svart höfuð upp úr sjónum
og tvö svört augu störðu samúðarfull
á mig. En það var óþarfí að vera
samúðarfullur, því ég var ómeiddur,
og ég hugsaði með mér „lofaðir séu
vísindamennimir, þeir vita hvar
kvikindin eru“. Ég fálmaði eftir skoti
úr skotfærabeltinu innan undir sölu-
nefndarúlpunni, en beltið náði ekki
lengur utan um mig ásamt úlpunni
og kannski eins gott þegar fótvísi
fataðist. Ég náði skotinu, reyndi að
smella upp byssunni, en það tókst
ekki. Ég reyndi aftur, en sama. Ég
setti skotið í munninn, og tók á með
báðum höndum gr... og hlaupið
hrökk upp. Ég tróð skotinu í hlaupið,
smellti saman og það tókst. Ég leit
út á sjó. Jú, hann var þar enn, en
nú auk þess að vera svona vot-
samúðarfullur í augunum fannst mér
hann hrista hausinn sinn smávegis.
Ég lyfti byssunni að augum og
miðaði. Þá sagði selurinn: „Slappaðu
af, og gættu að þér.“ Ég hváði. „Já,“
sagði selurinn, „sérðu ekki að hlaup-
ið er bogið, það bognaði þegar þú
dast í allri þinni þyngd niður klapp-
irnar. Þú lægir eftir skeftisrotaður
eins og nýfundnalandskópur ef þú
hieypir af þessu." „Ert þú að gera
grín að mér?“ sagði ég. „Nei, ég hef
bara samúð með þér.“ „Nei, þú ert
hræddur," sagði ég. „Alls ekki,“
sagði selurinn, „því þú ert bara
venjulegt borgarbarn og þótt þú
værir með góða selabyssu, myndi ég
strax sjá það í augunum á þér, ef
þú ætlaðir að taka í gikkinn, og ég
yrði á undan að stinga mér, því þér
hefur verið otað út í þetta í falskri
von um verðlaun og virðingu." „Ég
skil þig ekki,“ sagði ég. „Jú, sjáðu,“
sagði selurinn, „fávísindamenn hafa
æst upp lýðinn á móti okkur, sem
höfum lifað í sátt og skilningi á
ykkur jafn lengi og þið hafið byggt
þetta harðbýla norræna land í meira
en 1200 ár, og að mörgu leyti
komist betur af við náttúruna heldur
en indíánar og eskimóar Norður-
Ameríku og það tæki okkur sárt ef
þið vegna erlendrar menntunarm-
engunar færuð að haga ykkur eins
og minkar í hænsnahúsi." „Þú bull-
ar,“ sagði ég. „Nei, sjáðu, það hefur
verið kveðinn upp dauðadómur yfir
okkur á röngum forsendum. Hreint
réttarfarsbrot, þar sem náttúrubörn-
in og bijóstvitsmennirnir hafa ekki
fengið að bera vitni, aðeins æsinga-
mennimir. Og þetta er slæmt því
það bætir ekki um fyrir ykkur að
hengja „SEL“ í staðinn fyrir togara,
og mál til komið að þið leggið höfuð
í bleyti' þess vegna. En málsatvik
eru þessi: Við selir höfum alltaf verið
til, og ormarnir okkar sem hluti af
lífkeðjunni. Ormasmit til fiska hefur
aldrei verið meira en það sem til var
stofnað af náttúrunnar hendi. Fyrr
en þið mennirnir í mikilleika ykkar,
velmegun og afleitu kæruleysi hófuð
að dreifa ormasmiti um alla fiski-
slóðina með því að henda slógi og
lifur fyrir borð frá fiskiskipunum
ykkar. Staðreyndin er sú, að við
selir erum frekar staðbundnir og
skíturinn frá okkur hefur aldrei verið
aðlaðandi fæða fyrir fiska, og fiskar
smita ekki hver annan af ormi við
snertingu. En nú bregður svo við,
að nær allir fiskistofnar við landið
eru að smitast af ormi með ógnar-
hraða, hvað hefur skeð? Höfuðmi-
stökin eru þau að ormurinn sest í
lifur og innyfli fiska. Fiskiskipin
físka. Sjómennirnir gera að um borð,
og í hugsunarleysi kasta þeir slóginu
fyrir borð. Bara togaramir einir
kasta u.þ.b. 60-80 þús. tonnum fyrir
borð árlega um allan sjó. Slógið er
kærkomin uppáhaldsfæða fiska. Þó
einkum lifur, sem verður til þes að
ormasmitið breiðist út með keðju-
verkandi ógnarhraða, með ófyrirsjá-
anlegum stórvandræðum, og röskun
fyrir fiskiðnað ykkar og sölu.
Elías Kristjánsson
„Höfuðmistökin eru
þau að ormurinn sest í
lifur og innyfli físka.
Fiskiskipin físka. Sjó-
mennirnir gera að um
borð, og í hugsunar-
leysi kasta þeir slóginu
fyrir borð.“
Þessa smitkeðjuverkun hafið þið
mennirnir lengi þekkt, t.d. sullaveik-
ina, og á dögum mæðiveikinnar
brennduð þið lungu og annan slátur-
úrgang sem gat borið smitið til baka.
Jafnvel börnin fengu ekki að hirða
hornin, sem voru uppáhaldsleik-
föngin þeirra. Reynið nú að ímynda
ykkur ef innyflum úr nýkrufðum
alnæmislíkum væri slöngvað inn í
kjötborð stórmarkaðanna. Ég segi
þetta af því að þið megið ekki læsa
ykkur inni í sjálfsblekkingunni gagn-
vart okkur þó við á engan hátt viljum
firra okkur allri sök.
Fátt er svo með öllu illt, að ekki
boði nokkuð gott. Því þið mennirnir
gætuð nefnilega þénað á því að
framkvæma þann fiskilóðarþrifnað,
sem til þarf. Og ykkur er einleikið
á öðrum sviðum þrifnaðar. T.d.
hreinsa sveitarfélögin með ærnum
tilkostnaði allt sorp frá ykkur. En
ef þið hirtuð fiskislógið og meltuð
það um borð, gerðuð skipulegt átak
í úrvinnslu og markaðsmálum slóg-
meltu, svipað því sem gert hefur
verið á öðrum sviðum sjávarafurða,
þá myndi hagur útgerðarinnar
batna, en ekki versna eins og ef
haldið er áfram á sömu braut.
Að lokum vil ég benda á að úrtölu-
mennimir og letisóðarnir munu vafa-
laust segja að slógið sé nauðsynleg
aukafæða fyrir fiska, en vandinn er
líka sá, að ormasmitið dregur ú vexti
fiska til mikilla muna, og meira en
slógfóðrun nemur sem slíkri. Ef þú
trúir mér ekki, þá ættir þú að stinga
því að Hafrannsóknarstofnun og
þeirra talsmanni á Alþingi ykkar,
að senda hafrannsóknaskip í línuróð-
ur þar sem eingöngu væri beitt sela-
skít, og vita hvort fiskur yrðu á
hveiju járni, og einnig mætti gera
ormaslógssmitstilraunir í Sædýra-
safninu, en ég minni á, að sú stofnun
verður æ þýðingarmeiri fyrir börnin
ykkar eftir því sem þið fjarlægist
náttúruna meir og meir inn í borgar-
lífið.“
„Þú kjaftar þig ekki frá þessari
stöðu, syndaselurinn þinn,“ sagði ég
og tók í gikkinn. „Pamm.“ Stjömur
í höfði mér.
Ég vaknaði kaldur á klöppunum,
með marinn og sáran kjálka, og
hugsaði hvað skeði, og hvaða bullm-
artröð var þetta.
Höfundur er framkvæmdastjóri
KEMÍSi Reykjavík.
Ótrúlegir læknataxtar
eftirHörð
Bergmann
Fréttir hafa verið sagðar af því í
flölmiðlum að um 30 læknar hafi
undanfama mánuði sent Trygginga-
stofnun ríkisins reikninga fyrir störf
á eigin stofu sem nema frá 200 og
allt upp í 500 þúsund krónur á mán-
uði. Reikningamir miðast við nýja
gjaldskrá sem samþykkt var af
læknum og Tryggingastofnuninni
og tók gildi 1. júní sl. Þett var fróð-
legt mál og vekur margar spuming-
ar. Ekki síst vegna þess að framtíð
velferðarkerfisins og sér í lagi nýting
fjármuna í heilbrigðiskerfinu hefur
verið til allrækilegrar umræðu á síð-
asta ári.
Það má telja ólíklegt að raun-
vemleg aukning verði á fjárveiting-
um til heilbrigðismála á næstu ámm
enda þótt margt sé ógert á þeim
vettvangi eins og allir vita. Því er
sérstök nauðsyn að gagnrýna og
endurmeta hvert ætlunin er að veita
því mikla en takmarkaða fé sem
rennur um æðar heilbrigðiskerfisins
nú og á næstunni. T.d. þarf að meta
hvort vænlegra sé til árangurs að
greiða læknum svo há laun að þeim
ofbjóði sjálfum eins og gerst hefur
í umræddu tilviki eða hvort bæta
eigi kjör annarra heilbrigðisstétta. I
þessu sambandi er vert að hafa í
huga að offramboð er á læknum í
ýmsum greinum en vemlegur skort-
ur á hjúkrunarfræðingum, sjúkralið-
um og hvers konar aðstoðarfólki á
sjúkrahúsum.
Hvað er réttlætanlegt?
- Skýringa er þörf
Margt fleira kemur til álita þegar
byijað er að leita svara við þeirri
spumingu hvort áðumefnd mánað-
arlaun séu réttlætanleg. Við skulum
strax hafa í huga að „í samningum
við sérfræðinga er gengið út frá
því að 50% stofutekna séu kostnað-
arliðir en 50% laun“ eins og segir í
grein eftir Kristján Baldvinsson,
formann Læknafélags Reykjavíkur,
í Mbl. 28. des. Svar mitt við spum-
ingunni er samt sem áður afdráttar-
laust nei, ég tel ekki réttlætanlegt
að neinn starfsmaður, sem hið opin-
bera greiðir laun, hafi 100-250 þús-
und á mánuði og ég tel erfitt eða
ómögulegt að sanna að rekstrar-
kostnaður við lækningastofu hjá
háls-, nef- og eymalæknum, augn-
læknum og húðsjúkdómalæknum
nemi þeirri upphæð. Fróðlegt væri
a.m.k. að sjá hvemig það reiknings-
yfirlit lítur út. Ég nefni þessa sér-
fræðinga vegna þess að það fylgir
sögunni að þeir fylli umræddan
launaflokk.
Til nánari skýringar á þessu mati
skal þess getið að ég er þeirrar
skoðunar að launamunur í landinu
eigp ekki að vera meira en tvöfaldur.
Það þýðir að sérfræðingar sem
gegna ábyrgðarstörfum eins og t.d.
lækningum, fræðslu, hönnun eða
rannsóknum ættu að hafa svona
50-60 þúsund á mánuði. Séu lauin
hærri fer það að bitna á hlut annarra
mikilvægra starfsmanna - og hvíla
með óþarflega miklum þunga á þeim
sem greiða skatt í landinu ef launin
koma frá hinu opinbera. Forgangs-
röð kemur hér líka til álita. Þegar
offramboð er á læknum en skortur
á öðm starfsliði í heilbrigðiskerfinu
er orðið tímabært að endurmeta
launahlutföllin þar. Auk þess sem
endurmeta þarf hlutfallið milli þess
fjár sem er veitt til að kljást við sjúk-
dóma og þess sem er varið til for-
vamarstarfs.
í þessu sambandi er einnig ástæða
til að gera athugasemd við eftirfar-
andi ummæli í grein formanns
Læknafélagsins: „Nefna má þá sjálf-
Hörður Bergmann
„Ég tel ekki réttlætan-
legft að neinn starfs-
maður, sem hið opin-
bera greiðir laun, hafí
100- 250 þúsund á
mánuði og ég tel erfitt
eða ómögulegt að sanna
að rekstrarkostnaður
við lækningastofu nemi
þeirri upphæð.“
sögðu staðreynd, að hver króna, sem
læknum er _ greidd, skilar sér til
skatts ..." Ég hélt að áðumefndur
kostnaður við rekstur á stofu væri
frádráttarbær þegar fyrirtækið telur
fram. „Hér er (því) verið að reka
fyrirtæki," segir Kristján a.m.k. í
sambandi við skýringar sínar á
kostnaðarliðunum.
Loks er ósvarað brennandi spurn-
ingu, sem vaknar hjá manni við að
lesa fréttir af þessu máli. Er það rétt
skilið að í mörgum tilvikum sé hér
um að ræða laun lækna sem eru í
föstu starfí á sjúkrahúsi, þ.e. ein-
hvers konar aukatekjur?
Hver er ábyrgð Trygg-
ingastofiiunarinnar?
Af þeim fregnum sem hér em til
umræðu virðist augljóst að samn-
inganefnd Tryggingastofnunar rík-
isins hefur samið stórlega af sér.
Og ekki er séð fyrir endann á því
hvemig fjáraustur stofnunarinnar í
sérfræðinga í læknastétt endar. í
fyrstu tóku læknar vel í að lækka
taxtana en í síðustu ummælum for-
manns Læknafélagsins, sem ég hef
séð (Mbl. 29.121.), kveður við annan
tón: „Það hafa verið viðræður í gangi
um gjaldskrána frá því í haust, en
læknum finnst sem Tryggingastofn-
un hafi nú sýnt þeim óvirðingu og
því sé þörf á að skoða stöðuna upp
á nýtt.“ Hér er verið að vitna til
ákvörðunar stofnunarinnar um allt
að helmings lækkun til vissra hópa
sérfræðinga með afturvirkni til 1.
september sem Kristján Baldvinsson
víkur einnig að í áðumefndri grein.
Því er engan veginn séð fyrir endann
á því sem á yfír okkur að ganga í
þessu máli og verður fróðlegt að
fylgjast með framvindunni.
Fulltrúum Tryggingastofnunar-
innar virðist jafn ósýnt um að gæta
hagsrauna almennings í samningum
um gjaldskrána sl. sumar og nú
þegar nokkra lagni þarf til að fá
lækkanir á henni fram. Því vaknar
spuming um ábyrgð þeirra. Er ekki
orðið tímabært að skýra fyrir al-
menningi hvemig slík ósköp geta
gerst — og hver/hveijir bera ábyrgð
á mistökunum? Hvemig verða þeir
látnir sæta ábyrgð? Hvemig er
ábyrgð ráðherra háttað í svona máli?
Vonandi fáum við skýr svör um þetta
efni allt áður en langt um líður.
Framtíð velferðarkerfisins er í veði
- og sæmd þeirra sem málið varðar.
Höfundur er kennari og fræðslu-
fulltrúi hj.í Vinnuettirliti ríkisins.
Slökkvilið Akureyrar:
82 bruna-
útköll á
nýliðnu ári
Akureyri, 3. janúar.
Á NÝLIÐNU ári fór Slökkvilið
Akureyrar í 82 brunaútköll, einu
fleiri en árið 1984. Þar af voru 9
utanbæjar. Langflest útköll voru
í maí, 19 talsins, þar af 11 vegna
elds i rusli, sinu eða mosa.
14 sinnum kviknaði í vegna þess
að óvarlega var farið með eld, 11
sinnum vegna leiks bama með eld
og 6 íkveikjur urðu á árinu.
Tjón af völdum eldsvoða á árinu
varð aldrei meira en ein milljón
króna. I skýrslu slökkviliðsstjóra
segir að í 21 skipti hafi tjón verið
„lítið, minna en kr. 1.000.000“ og
27 sinnum hafi ekkert tjón orðið.
Útköll á árinu vegna elds voru því
48.
Sjúkraútköll vom 1.050 á árinu,
þar af 172 utanbæjar en vom 1.063
(þar af 168 utanbæjar) árið áður.
Af þessum 1.050 útköllum vom 231
bráðatilfelli en þau vom 169 árið
áður.