Morgunblaðið - 07.01.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1986
7
Davíð Oddsson, borgarstjóri, leikur fyrsta leikinn fyrir Guðlaugn
Þorsteinsdóttur.
Skákþing Reykjavíkur:
Davíð Oddsson lék
fyrsta leikinn
SKÁKÞING Reykjavíkur hófst á
sunnudag. Að þessu sinni taka um
90 skákmenn þátt í mótinu, þar
af þijár konur. Davíð Oddsson,
borgarstjóri, lék fyrsta leikinn
fyrir Guðlaugu Þorsteinsdóttur,
fyrrum Norðurlandameistara í
skák. Sigrún Andrewsdóttir, ný-
kjörinn formaður Taflfélags
Reykjavíkur, setti mótið með
stuttu ávarpi, en þingið i ár er
hið 55. í röðinni.
„Skákþing Reykjavíkur skipar
veglegan sess í skáklífí landsmanna.
í ár vantar að vísu okkar sterkustu
skákmenn, en á þinginu tefla ungir
skákmenn framtíðarinnar," sagði
Sigi-ún í stuttu spjalli við Morgun-
blaðið. „Ég hef hug á að efla ungl-
ingastarf innan TR. Það hefur verið
öflugt og gott að byggja á því starfi.
Jafnframt vil ég hvetja konur til
meiri þátttöku í skák. Samhliða
Sigrún Andrewsdóttir, nýkjörin
formaður TR, setti mótið.
þessu er mikilvægt, að styðja við
bakið á öflugustu skákmönnum
TR,“ sagði Sigrún ennfremur.
Neytendasamtökin:
Mótmæla hækkun
á brauði og kökum
Neytendasamtökin vekja at-
hygli á þeirri ákvörðun sljórnar
Landssambands bakarameistara,
að skora á félaga sína að hætta
framleiðslu svonefndra vísitölu-
brauða (þ.e. seydd rúgbrauð, heil-
hveitibrauð, franskbrauð, sigti-
brauð og maltbrauð).
Þessi ákvörðun hefur nú þegar
leitt til allt að 70% hækkunar áður-
nefndra brauð í sumum bakaríum.
Neytendasamtökin beina þeim ein-
dregnu tilmælum til Landssambands
bakarameistara að láta nú þegar af
þessari ákvörðun sinni, enda bitnar
þetta harðast á efnalitlum og barn-
mörgum fjölskyldum. Jafnframt
mótmæla Neytendasamtökin þeirri
ákvörðun stjórnvalda að hækka verð
á kökum um allt að fjórðung með
álagningu vörugjalds.
Fréttatilkynning
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
mææesmemmmmmuatBaiaummmBmœBSraam
■HHHBnBI
85.40