Morgunblaðið - 21.01.1986, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986
Hitt leikhúsið:
Bíðum eftir skrif-
legum tilmælum
— segir Páll Baldvin Baldvinsson leikstjóri
„VIÐ bíðum enn eftir skrifleg-
um tilmælum frá ráðuneytinu,
en ég er reiðubúinn að breyta
leikmyndinni um leið og ég fæ
bréfleg tilmæli þess efnis,“
sagði Páll Baldvin Baldvinsson
leikstjóri í samtali við Morgun-
blaðið í gær. Fyrir síðustu helgi
bárust leikhúsinu munnleg til-
mæli frá forsætisráðuneytinu
um að leikmyndinni í leikritinu
Rauðhóla-Ransý yrði breytt.
íslenski fáninn er stór hluti af
leikmyndinni og telur ráðu-
neytið að hún sé óvirðing við
fánann.
Páll Baldvin sagði að hann hefði
talað við dómsmálaráðuneytið í
gærmorgun og þá var honum gerð
grein fyrir því að hann mætti eiga
von á að lögregluaðgerðum ef leik-
myndinni yrði ekki breytt.
Hið umdeilda svið í Gamla bíói
Hús ísbjarn-
arins til sölu
HÚS ísbjamarins á Seltjarn-
arnesi er til sölu. Húsið er
tvær hæðir og rishæð, samtals
4500 fm. að grunnfleti.
Það er fasteignasalan Eigna-
miðlun sem sér um sölu hússins
fyrir Granda hf. Sverrir Krist-
insson 'fasteignasali sagði í
samtali við Morgunblaðið að í
húsinu væri nú frystihús, neta-
verkstæði, bifreiðaverkstæði
o.fl. Hann sagði að húsnæðið
nýttist fyrir ýmiskonar starf-
semi. Fyrsta hæðin er tæpir
3000 fm., önnur hæðin um 1400
fm. og rishæðin 260 fm. Sölu-
verð fasteignarinnar er um 39
milljónir.
„Mér nægir ekki að fá tilmæli í
gegnum síma, en ég held að ráðu-
neytið veigri sér við að senda þau
bréflega. Eg vil að ráðuneytið skýri
afstöðu sína í málinu opinberlega,
því hún er fordæmi sem áreiðanlega
' verður fylgt. Ég er reiðubúinn að
breyta leikmyndinni um leið og ég
fæ bréfleg tilmæli þess efnis,“ sagði
Páll Baldvin Baldvinsson leikstjóri.
Guðmundur Benediktsson ráðu-
neytisstjóri í forsætisráðuneytinu
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að fyrir hádegi í dag yrði Páli
Baldvin Baldvinssyni send bréfleg
tilmæli um að breyta leikmyndinni.
Hann sagði að sér skildist að málið
væri leyst.
Skautasvellá Tjörninni
Morgu nblaðið/J úlíus.
Starfsmenn íþróttavallanna unnu að því í gær að ryðja snjó af Tjöminni í Reykjavík. Ekkert ætti
því að verða til fyrirstöðu að renna sér þar á skautum í dag og næstu daga ef veður verður hagstætt
Landssamband lögreglumanna:
Óveijandi að lögreglu-
menn beri vélbyssur
LANDSSAMBAND lögreglumanna telur, að ákvörðunin um að vopna
lögreglumenn á Keflavikurflugvelli kalli á endurskoðun á réttarstöðu
félagsmanna sinna og meiri þjálfun til að takast á við hryðjuverka-
menn. Telur landssambandið ekki veijandi, að lögreglumenn beri
vélbyssur meðal almennra borgara. Hafa fulltrúar þess rætt þetta
mál við Jón Helgason, dómsmálaráðherra, og Geir Hallgrímssyni,
utanríkisráðherra, hefur verið ritað bréf.
Tómas Jónsson, formaður Lands- fyrir að hafa lent í árekstri þegar
sambands lögreglumanna, sagði:
„Réttarstaða lögreglumanna er slík,
að ekki er veijandi að þeir beri
vélbyssur innan um óbreytta borg-
ara. Lögreglumenn hafa verið
dæmdir til greiðslu skaðabóta fyrir
mistök í starfi og er skemmst að
minnast Skaftamálsins svokallaða.
Við höfum vakið athygli yfírvalda
á þeirri spumingu, hver sé ábyrgur
ef til skotbardaga kemur og
óbreyttir borgarar slasast eða týna
lífi. Lögreglumenn em mannlegir
og gera mistök eins og aðrir. Hver
yrði réttarstaða lögreglumanns,
sem ylli almennum borgara tjóni í
skotbardaga? Við viljum svör fyrir-
fram. Við lifum á viðsjárverðum
tímum og ef til vill verður ekki hjá
vopnaburði lögreglu komist. Én
skýrar reglur um ábyrgð verða að
liggja fyrir. Við viljum að ríkisvaldið
axli nú þegar þessa ábyrgð. Réttar-
staða lögreglumanna er bágborin.
Lögreglumaður sætir nú ákæm
hann var kallaður á vettvang vegna
hjartatilfellis. Hann ók með rauðum
Ijósum og vælandi sírenu. Þess er
krafist að hann verði sviptur öku-
réttindum og sæti refsingu.
Eg dreg í efa að lögreglumenn
séu nægilega þjálfaðir til að stand-
ast hryðjuverkamönnum snúning.
Það er aðeins á færi þrautþjálfaðra
manna að takast á við samvisku-
lausa hryðjuverkamenn.
Þá veldur óánægju, að lögreglu-
menn í venjulegum einkennisbún-
ingum ganga vopnaðir innan um
almenna borgara. Við viljum ekki
breyta ímynd lögreglubúningsins.
Við viljum að beri lögreglumenn á
annað borð vopn, þá klæðist þeir
sérstökum búningum," sagði Tómas
Jonsson, formaður Landssambands
lögreglumanna.
ísfirðingar missa grænlenzkan spón úr aski sínum:
Grænlenzku togararnir
hefja löndun í Reykjavík
ALLAR líkur eru nú á þvi, að
viðskipti grænlenzkra rækjutog-
ara á Isafirði færist að mestu til
Reykjavíkur og ísfirðingar missi
því af viðskiptum upp á milljónir
króna árlega. Stafar þetta að
mestu leyti af því, að Grænlend-
ingarnir fá lægri farmgjöld á
rækjunni frá Reykjavík til Dan-
merkur en frá ísafirði.
Gunnar Jónsson, skipamiðlari á
ísafírði, sagði í samtali við Morgun-
blaðið, að á síðasta ári hefðu græn-
lenzku togaramir landað 1.400 til
1.500 lestum af rækju á ísafírði til
áframhaldandi flutnings til Dan-
merkur. Auk þess hefðu þeir keypt
fjölbreytta þjónustu fyrir milljónir
króna og greitt hafnargjöld og
fleira. Fyrstu togaramir hefðu
Prófkjör sjálfstæðismanna á Selfossi:
Tveir frambjóðenda vilja
ekki taka sæti á listanum
þegar flutt sig til Reykjavíkur eða
Hafnarfjarðar, en ekki væri útlit
fyrir að öll skipin flyttu sig. Skip á
vegum grænlenzku heimastjómar-
innar lönduðu að öllum líkindum
áfram á ísafírði, skip í eigu samtaka
útgerðarmanna lönduðu syðra og
óljóst væri með nokkum fjölda
skipa. Islenzku skipafélögin, Eim-
skip og Skipadeild Sambandsins
byðu lægri farmgjöld frá Reykjavík
en ísafírði og virtust með því vera
að taka mikilvægan spón úr aski
ísfírðinga. Þessi skipafélög væru
eign allra landsmanna og því kæmi
sér það spánskt fyrir sjónir, ef þau
tæku hagsmuni höfuðborgarsvæð-
isins fram yfír hagsmuni lands-
byggðarinnar með því að bjóða
lægri farmgjöld frá Reylq'avík.
Réttast væri að hafa sömu gjöld
frá landinu, burt séð frá því hvar
á landinu það væri.
Brynleifur H. Steingrímsson í fyrsta sæti
Selfossi, 20. janúar.
PRÓFKJÓR Sjálfstæðisflokksins á Selfossi vegna röðunar
á framboðslista til bæjarstjórnarkosninganna i vor, fór
fram sl. laugardag, 18. janúar. Alls tóku 577 þátt í próf-
kjörinu sem var opið og ætlað stuðningsmönnum flokksins.
Úrslit prófkjörsins urðu þau að
Brynleifur H. Steingrímsson varð í
1. sæti með 226 atkvæði og 408
samtals. 1 2. sæti varð Bryndís
Brynjólfsdóttir með 189 atkvæði
og 466 samtals. Haukur Gíslason
varð 3. með 250 atkvæði og 438
samtals. Guðfinna Ólafsdóttir í 4.
sæti með 306 atkvæði og 414 alls.
Valdimar Þorsteinsson í 5. sæti með
368 atkvæði og 423 samtals. Har-
aldur B. Amgrímsson varð 6. með
371 atkvæði og 418 alls og Bjöm
Gislason 7. með 397 atkvæði.
Af frambjóðendum í próflq'örinu
á aðeins einn sæti í núverandi
bæjarstjóm, Guðfínna Ólafsdóttir,
sem er ein af fjórum fulltrúum
flokksins.
Þegar úrslit lágu fyrir í próflq'ör-
inu lýstu tveir frambjóðenda því
yfír að þeir tækju ekki sæti á fram-
boðslista flokksins við bæjarstjóm-
arkosningamar, þau Guðfínna Ól-
afsdóttir og Bjöm Gíslason.
Guðfínna Ólafsdóttir sagði: „Ég
var ákveðin í því, áður en próflq'örið
fór fram, að ég ætlaði ekki að halda
áfram ef ég færðist ekki ofar á
listanum. Eg lít svo á að mér hafí
verið hafnað."
Bjöm Gíslason sagði: „Ég lít svo
á að mér hafí verið hafnað til starfa
fyrir bæjarfélagið. Mín tilfínning
er sú að það hafi verið gert kerfis-
bundið. Þess vegna sé ég enga
ástæðu fyrir þyí að taka sæti á
listanum.
f bæjarstjómarkosningunum
1982 fékk Sjálfstæðisflokkurinn
677 atkvæði, 36,5% og Q'óra menn
Iq'öma. 1978 fékk flokkurinn 28,1%
atkvæða. Sig. Jóns
772kusuí
Keflavík
PRÓFKJÖRI Sjálf stæðisflokks-
ins í Keflavík fyrir bæjarstjórn-
arkosningarnar í vor lauk i gær.
Alls kusu 772 og þar af voru 10
atkvæði ógild. Engar tölur vom
komnar um úrslit próflq'örsins þeg-
ar Morgunblaðið fór í prentun.