Morgunblaðið - 21.01.1986, Page 4

Morgunblaðið - 21.01.1986, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANtJAR 1986 Samninganefndir rfldsins (til vinstri) og Bandalags starfsmanna rikis og bæja á fyrsta sáttafundinum í gær. Fremst sér í hnakka Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara. Með honum í sáttanefndinni eru Hrafn Magnús- son framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða og Jón Erlingur Þorláksson tryggingafræðingur. Viðræður BSRB og ríkisins: Samræmi verði í kaupmáttarákvæðum FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ tel- ur ekki mögulegt að semja um kaupmáttartryggingu við BSRB án þess að þess sé gætt að sam- ræmi sé milli allra á á vinnu- markaði hér. Þetta kom fram á fyrsta samningafundi BSRB og ríkisvaldsins hjá sáttasemjara í gær, að sögn formanna samn- inganefndanna. Fundurinn stóð í liðlega tvo tíma. Þar var ákveðið að setja á laggimar tvær undimefndir beggja aðila, sem ætlað er að fjalla um kaupmáttar- tiyggingu og samningsréttarmái. Á þessu tvö atriði hefur BSRB lagt höfuðáherslu í sínum kröfum. Af hálfu BSRB var í gær lögð áhersla á að viðræðunum yrði hrað- að. Ríkissáttasemjari mun væntan- lega boða nýjan sáttafund undir næstu helgi. Sljórn Heimdallar samþykk- ir vítur á iðnaðarráðherra Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á stjómarfundi Heimdall- ar mánudaginn 20. janúar: Stjóm Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reylq'avík, for- dæmir harðlega ummæli Alberts Guðmundssonar iðnaðarráðherra í garð Geirs Hallgrímssonar utan- ríkisráðherra, sem eftir honum voru höfð á forsíðu DV mánudaginn 20. janúar 1986. Stjóm Heimdallar telur vítavért af 1. þingmanni Reykjavíkur að viðhafa slík ummæli í garð fyrrver- andi formanns Sjálfstæðisflokksins. Er iðnaðarráðherra jafnframt hvattur til að draga ummæli sín til baka og biðja utanríkisráðherra afsökunar. Slíkt gífuryrði, sem eftir iðnaðarráðherra voru höfð, eru ekki í samræmi við þá kröfu sjálfstæðis- manna gagnvart forystumönnum sínum að þeir hagi orðum sínum í samræmi við stöðu sína og sýni jafnvel flokksbræðrum lágmarks- kurteisi. Stjóm Heimdallar lýsir yflr full- um stuðningi við steftiu utanríkis- ráðherra í hinu svokallaða kjötmáli sem staðfest er í nýlegri álitsgerð þriggja af hæfustu lögfræðingum landsins, og samin var að beiðni þeirrar ríkisstjómar sem iðnaðar- ráðherra á sæti í. Athugasemd frá Delta-flugf élaginu: Fargjaldið er ein- göngu í gildi í Frakk- landi og Bretlandi Höfum sérsamninga, segir talsmaður Samvinnuferða MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi skeyti frá bandaríska flugfélaginu Delta Airlines. „Vegna misskilnings höfum við beðið Útsýn og Samvinnuferðir um að selja ekki vetrarfargjöld á 88 sterlingspund. Þetta fargjald er eingöngu tíl sölu í Bretiandi og Frakklandi." Jan J. Fooy umdæm- isstjóri Delta Airlines í Stokkhólmi. Morgunblaðið hafði samband við ferðaskrifstofumar Útsýn og Sam- vinnuferðir vegna þessa. Auður Bjömsdóttir forstöðumaður utan- landsdeildar Samvinnuferða sagði upplýsingar í skeytinu á einhveijum misskilningi byggðar. Samvinnu- ferðir hefðu gert sérsamning við Delta Airlines um sölu á farseðlum á þessu fargjaldi, farþegar fljúga til New York með Flugleiðum og geta svo flogið til fjögurra staða innan Bandaríkjanna fyrir 19.950 krónur. „Þetta er sérstakt vetrartilboð, ferðin verður að hefjast fyrir 21. mars, lágmarksdvöl í Bandaríkjun- um em 7 dagar og hámarksdvöl 60 dagar. Við fengum ákveðinn fyölda farseðla á þessu fargjaldi og emm með farseðla frá Delta-flug- félaginu, sem em undir venjulegum kringumstæðum ekki til sölu utan Frakklands og Bretlands. Um 200 manns hafa þegar látið bóka sig og fyrstu farþegamir fara nú í vikunni. Ég ítreka að við höfum samning við Delta og höfum leyfí til að selja farmiða flugfélagsins og þvf þurfa farþegar okkar ekkert að óttast þótt þetta skeyti hafí borist frá Delta," sagði Auður. Ingólfur Guðbrandsson forstjóri ferðaskrifstofunnar Útsýnar sagði að þetta fargjald væri ekki í giidi og hefði aldrei verið. Hann sagði það byggt á fargjaldi sem ekki væri lengur í gildi milli Keflavíkur og New York og þaðan af siður milli New York og Los Angeles. Hann sagðist sjá ástæðu til að gagnrýna að verið sé að hampa fréttum af slíkum fargjöldum sem ekki em á rökum reistar. Hann sagði Útsýn einu ferðaskrifstofuna sem hefði selt Delta-fargjöld hér á landi en ekki á því verði sem aug- lýst hefur verið hjá Samvinnuferð- um. „Við seljum ferðir á mjög lágu verði innan Bandaríkjanna líka, ekki aðeins með Delta heldur líka öðmm flugfélögum. Það em ákveð- in fargjöld í gildi innan Bandaríkj- anna, sum em bundin við ákveðin flugfélög og háð því að farþeginn komi inn í landið með tilteknu flug- félagi, en önnur em óháð því. Við emm alltaf með lægstu fargjöld til sölu innan Bandaríkjanna, þó far- þegar komi inn í landið með Flug- leiðum þá era afsláttarfargjöld til sölu þó þau séu ekki jafn lág og þetta." Uppvíst um smygl á Djúpavogi NOKKRIR skipveijar á Lagar- fossi hafa viðurkennt að hafa smyglað 360 hálfflöskum af vodka á Djúpavogi. Grunsemdir vöknuðu þegar mikið áfengis- magn komst þar í umferð í des- ember. Embætti sýslumanns á Eskifirði hóf rannsókn málsins og var fjöldi manna yfirheyrður á Djúpavogi. Fyrir helgi tók Rannsóknarlög- regla ríkisins við rannsókn málsins. Tveir lögreglumenn fóm upp á Akranes og yfírheyrðu skipveija á Lagarfossi, sem lá þar við festar. Játning liggur fyrir, en aðeins nokkrar flöskur af vodkanu komust í hendur yfírvalda. Fjölskyldu hans leyft að yfirgefa Sovétríkin FIMMTÁN ára gamall sonur sovézka kvikmyndaleik- stjórans Andreis Tarkovsky og 85 ára gömul tengdamóð- ir komu til Frakklands á sunnudag. Með því var lokið á farsælan hátt fjögurra ára tilraunum Tarkovskys til þess að fá þau til Vesturlanda. Samkvæmt heimildum í þess að taka á móti syni sínum Stokkhólmi á Francois Mitter- ogmóður. rand Frakklandsfroseti að hafa skorizt í leikinn persónulega og rætt þetta mál við sovézka ráða- menn til þess að Tarkovsky fengi vegabréfsáritun fyrir son sinn og tengdamóður. Leitaði Tarkovsky til Mitterrands í þessu skyni 7. janúar sl. Olof Palme, forsætis- ráðherra Svíþjóðar hafði einnig heitið Tarkovsky því að ljá honum aðstoð sína. Tarkovsky á tvö önnur böm, son, sem er 23 ára og dóttur, sem er 25 ára. Þau hafa bæði ákveðið að vera um kyrrt í Sovétríkjun- um. Andrei Tarkovsky. Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra ræðir við frú Larissu Tarkovsky á skrifstofu ráðherrans i fyrra. Ánægjulegt að fjölskyldan sameinast Tarkovsky al- varlega sjúkur er samdóma álit íslendinga sem beittu sér í málinu Tarkovsky, sem er 54 ára að aldri, er á sjúkrahúsi og sagður alvarlega sjúkur af lungna- krabbameini. Rúmenski rithöf- undurinn og útlaginn Astalos, sem er náinn vinur leikstjórans, staðfesti þetta í símtali við Morg- unblaðið fi*á París í dag. Tarkov- sky var því ekki viðstaddur er sonur hans og tengdamóðir komu með reglulegu áætlunarflugi sovézka flugfélagsins Aeroflot frá Moskvu. Kona leikstjórans, Larissa, var þar hins vegar til „ÉG LÝSI tnikilli ánægju yfir þessum fréttum. Ég tók mál Tarkovskys upp við Shev- ardnadze utanríkisráðherra Sovétrikjanna er hann kom hingað til lands síðastliðið haust og lagði áherslu á að fjölskyldan gæti sameinast. í viðræðunum var einnig drepið á mannréttindammál í þessu sambandi og nauðsyn þess að faríð væri eftir Helsinkisátt- málanum. Vonandi er þetta brottfararleyfi vitnisburður um breytt viðhorf valdhafa í Sovétríkjunum i þessiun efn- um,“ sagði Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra. „Ég er óskaplega glöð að heyra þetta," sagði Guðrún Gísladóttir leikari. Hún leikur í nýjustu mynd Tarkovskys, Fóminni, sem frum- sýnd verður í vor. „Ég veit að Tarkovsky batt vonir við nýjan leiðtoga Sovétríkjanna, en ég held að enginn hafí átt von á að þetta leystist strax. Ég er mjög ánægð að heyra þetta og held að allir hljóti að vera það.“ „Maður verður afskaplega gláður og hamingjusamur að sjá þama að það stoðar að beita sér og reyna að samfylkja réttsýnum mönnum í þágu mannúðar og málfrelsis. Frelsis til að skapa list, skáldskap, sem í dæmi Tarkov- skys nær svo hátt og seilist svo djúpt að hann á erindi við fólk um allan heim. Ég vona að þessi málalok boði meiri mildi stjóm- valda gagnvart manneskjunni," sagði Thor Vilhjálmsson rithöf- undur, formaður Tarkovsky- nefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.