Morgunblaðið - 21.01.1986, Page 16

Morgunblaðið - 21.01.1986, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986 Hvers vegna byrja unglingar að reykja? . eftir Ásgeir R. Helgason Á íslandi greinast nú árlega 700 ný tilfelli af krabbameinum. Vegna mikilla framfara í meðferð og við greiningu, má ætla að tæplega helmingur þeirra hljóti bata. Mikið óunnið starf er þó fyrir hönd- um ef takast á að útrýma krabba- meinum sem meiriháttar heilbrigð- isvandamáli. Krabbamein eru mis- erfið viðfangs eftir því hvar þau myndast í líkamanum, jafnt með tilliti til meðferðaroggreiningar. Þáttur reykinga Þó margt sé enn óljóst um orsakir krabbameina, er eitt alveg víst, en það er að tóbaksreykingar valda fleiri krabbameinum en nokkur annar krabbameinsvaidur. Reykingatengd krabbamein eru því miður í hópi þeirra krabbameina sem hvað erfíðust eru viðureignar og lætur nærri að 9 af hveijum 10 sem verða lungnakrabbameini að bráð deyja innan 5 ára frá greiningu sjúkdómsins. Auk lungnakrabbameina eiga reykingar þátt í myndun krabba- meina í mörgum öðrum líffærum og áætlað hefur verið að þriðjung allra dauðsfalla vegna krabba- meina, megi rekja til reykinga. Það má heldur ekki gleymast að auk krabbameina valda reykingar Qöl- mörgum öðrum sjúkdómum og eru þar skæðastir hjarta- og æðasjúk- dómar. Landlæknir hefur áætlað að allt að 300 íslendingar deyi ár- lega af ástæðum sem beinlfnis megi rekja til reykinga og ljóst er að hundruð búa við varanleg örkuml vegna reykingasjúkdóma. Þrátt fyrir þessar staðreyndir og þrátt fyrir að 90 af hundraði reykingamanna segist vilja hætta að reykja byijar alltaf nokkur hópur unglinga að reykja ár hvert um allt land, þó verulega hafí dregið úr reykingum síðustu árin eftir að farið var af stað með reglubundna fræðslu í grunnskólum um skað- semi tóbaksreykinga. Hvers vegna byrja unglingar að reykja? Þessari spumingu svarað hér Ásgeir R. Helgason „Þeim mun algengari sem reykingasiðurinn er í umhverf i barnsins því eðlilegri og sjálf- sagðari verður hann í augum þess og þeim mun líklegra er að bamið byrji sjálft að reykja.“ nema að hluta, enda um að ræða flókið samspil félagslegra, sálfræði- legra og líffræðilegra áhrifaþátta. Einum þætti verður þó gerð nokkur skil, en það er þáttur fyrirmynda. Við vitum að böm læra hegðun sína m.a. með því að líkja eftir hegðun fullorðinna. Pullorðnir gera jafn- framt þá kröfu að böm og unglinar líti upp til þeirra og hlýði þeim. í huga ungra bama eru fullorðnir því nánast guðir og orð þeirra og athafnir hafín yfír alla gagnrýni. Þó baminu lærist smám saman að hér er um falsmynd að ræða, er ljóst að máttur fyrirmyndarinnar er mikill. Því er fullorðinn einstakl- ingur sem hefur í frammi andfé- Iagslegt eða skaðlegt atferli í návist bama, að innræta baminu siði og venjur sem geta skaðað það og jafnvel leitt það til dauða er fram líða stundir. Hinn fullorðni er því í vissum skilningi að svipta bamið vali yfir eigin lífsstefnu og örlögum. Þó ekki hafí veirð gerðar margar rannsóknir hér á íslandi um mátt fyrirmyndarinnar getur að líta í könnun Borgarlæknisembættisins frá 1978 upplýsingar sem gefa ágætis vísbendingu um þetta og fylgir súlurit sem unnið er upp úr þessum upplýsingum hér með greininni. Þar má m.a. sjá að aðeins 7,6% 13 ára bama reyktu ef enginn annar reykti á heimilinu, en 22,8% bamanna reyktu ef bæði faðir og móðir reyktu. Þó foreldrar og systk- ini séu afgerandi fyrirmyndir, er langt frá því að þau séu einu fyrir- myndimar. Allir fullorðnir einstakl- ingar bera í raun sameiginlega ábyrgð og ekki síst þeir sem á einhvem hátt em áberandi í þjóðlíf- inu svo sem stjómmálamenn og leikarar að ekki sé talað um hjúkr- unarfræðinga, lækna og aðrar heil- brigðisstéttir. Þeim mun algeng- ari sem reykingasiðurinn er í umhverfi barnsins þvi eðlilegri og sjálfsagðari verður hann í augum þess og þeim mun líklegra er að barnið byiji sjálft að reykja. Ábyrgð fjölmiðla Ábyrgð flölmiðla og þá sérstak- lega kvikmyndatökumanna, klipp- ara, leikstjóra, dagskrárgerðar- manna, blaðamanna, ljósmyndara og ritstjóra er mikil á tímum þar sem böm og unglingar eyða stómm hluta dagsins í fjölmiðlaneyslu í einhverri mynd. í þeirra höndum er það vald að gera reykingasið- inn sýnilegan og um leið algeng- an og sjálfsagðan i huga barnsins eða ósýnilegan og um leið að draga vemlega úr líkunum á því að böm og unglingar hefji reykingar. Sem dæmi má taka tvo sjónvarpsþætti sem hvor um sig hafa gagnstæð áhrif í þessu tilliti. í fyrsta lagi er það íslenski gamanþátturinn „Fastir liðir eins og venjulega", sem sýndur var í íslenska sjónvarpinu fyrir nokkm, en þar mátti heita að allar sögupersónumar reyktu (sem er í sjálfu sér mjög bjöguð mynd af þjóðfélagi þar sem aðeins um 40% fullorðinna stundar siðinn) og TENGSL REYKINGA Á HEIMILUM OG REYKINGA NEMENDA 1978 HUNDRAÐSHLUTFALL 13 ÁRA NEMENDA SEM REYKJA EFTIR ÞVÍ HVERJIR AÐRIR REYKJA Á HEIMILINU 7.6% ENGINN ANNAR REYKiR 18.4% FAÐIR REYKIR 20.6% MÓÐIR REYKIR 22.8% FAÐIR OG MÓÐIR REYKJA 28.5% SYSTKINI REYKJA BORGARLÆKNIRINN i REYKJAViK hins vegar bandaríska framhalds- myndaflokkinn Dallas þar sem aldr- ei hefur mér vitanlega sést reykj- andi manneskja. Ástæðuna fyrir reykleysi Dallas þáttanna má trú- lega rekja til þess að höfuðpaurinn, Larry Hagman (J.R.), gerir sér fulla grein fyrir þeirri ábyrgð sem fjöl- miðlamenn bera í þ«ssu tilliti. Þó ekki sé allt fagurt sem haft er fyrir bömum og unglingum í Dallas þátt- unum hafa framleiðendur hans þó lagt sitt af mörkum í baráttunni við helsta heilbrigðisvandamál hins vestræna heims, reykingafárið, sem drepur árlega í Bandaríkj- unum einum fleiri en Bandaríkja- menn hafa misst i öllum sinum styijöldum samanlagt frá upp- hafi. Þáttur Samúels Tímaritið Samúel gengur þó e.t.v. lengst íslenskra fjölmiðla í fyrirlitingu sinni á fyrirbyggjandi aðgerðum íslenskra heilbrigðisyfír- valda. Ritstjóri blaðsins lýsir því beinlínis yfír í útvarpsviðtali að það sé meðvituð stefna blaðsins að storka yfirvöldum með því að reyna á allan mögulegan máta að snúa á og sniðganga lög og reglugerðará- kvæði sem lúta að fyrirbyggjandi heilsuvemd. Vart verður þó ætlað að óreyndu að hér ráði mann- vonska og fégræðgi ferðum held- ur er líklegt að takmarkaður skilningur á sálarfræði og þeim lögmálum sem móta og ráða innrætingu og mannlegri breytni skýri að nokkru afstöðu ritstjór- ans. Ábyrgðarleysi ritstjóra Samú- els er þeim mun alvarlegra þegar haft er í huga að samkvæmt könn- unum nær Samúel til allt að 46% þeirra sem eru á aldrinum 13—19 ára., En það er einmitt á þessum aldri sem fólk er að taka örlagaríkar Sameinaðar stöndum vér, sundraðar föllum vér eftir Fríðu Pálmadótt- ur, Aðalheiði Sigurð- ardóttur og Jónu Sig- rúnu Ævarsdóttur Þegar við hófum nám okkar í hjúkrunarfræði 1983 vorum við fullar bjartsýni og héldum að við værum að undirbúa okkur fyrir störf sem nytu virðingar í þjóð- félaginu. En raunin virðist vera önnur. Það er ekkert freistandi að ætla að fara að vinna við starf þar sem launin eru miklu lægri en hjá öðrum starfsstéttum með sambæri- Iegt háskólanám. En við hveija er að sakast? Við álítum að sökin liggi að stóru leyti hjá okkur sjálfum. Fyrir það fyrsta höfíim við tvö stéttarfélög sem fengju miklu meira áorkað ef þau myndu sameinast. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að hjúkrunarfræðingar úr HSÍ fengu þá bestu menntun sem stóð til boða á þeim tíma, alveg eins og við teljum okkur fá í dag. Við skulum ekki eyða orku okkar í að metast um hvor hópurinn hafi betra nám að baki, enda hafa bæði námin kosti og galla. Það er t.d. ekki langt sfðan að HÍ gat státað sig af sambærilegri verkþjálfun og HSÍ. Nám í HÍ er einungis eðlileg framþróun i þessu starfí þar sem kröfur til þekkingar hafa aukist gífurlega. Önnur orsök stöðu okkar í dag gæti verið sú að til margra ára hafa margir hjúkrunarfræðingar verið í hlutastarfí og þannig getað aukið mánaðarlaun sín miðað við 100% starf með aukavöktum. í leið- inni hefur verið haldið uppi fullri þjónustu á deildunum með minna en lágmarks fastráðnum mannafla. Er þetta raunhæf leið til launa- hækkana? Svo teljum við ekki vera. Það má bera saman að vinna á aukavöktum á ýmsum deildum og að skipta um vinnu daglega. Þessa aðferð getur þú ekki notað til að vinna að markvissri, einstakhngs- bundinni og samfelldri hjúkrun. Við hljótum að hafa rétt á reglubund- „Mál okkar lítur ekki vel út í dagf og vanda- máiin eru mörg. Við skulum þó ekki gefast upp í baráttunni. Leys- um úr okkar vandamál- um sjálfir, en látum ekki „misvitra“ utanað komandi aðila gera það.“ inni vinnu eins og aðrir þjóðfélags- þegnar svo við getum skipulagt tíma okkar utan vinnunnar. Væri ekki raunhæft markmið að beita sér fyrir því að 100% vinna væri 100% en ekki meira, þar sem hjúkr- unarfræðingar eru mjög oft meira en átta tíma á vakt og vita sjaldnast hvenær vinnutíma er lokið. Ein- hvers staðar verður að ijúfa þennan vítahring, en hvar? Við teljum að ein leiðin gæti verið sú að hætta aukavöktum, vinna á einni deild, einbeita sér að störfum sfnum þar og auka metnað í starfí. Um leið verðum við að standa vörð um starfsréttindi okkar og beijast allar sem ein gegn hverskonar skyndiúr- bótum stjómvalda á tímabundinni manneklu sem af þessu kynni að hljótast. Við skulum hafa í huga að slíkar ráðstafanir stjómvalda myndu helst bitna á sjúklingum sem minnst mega sín, þ.e. geðsjúkum og öldruðum. En þessir hópar hafa sama rétt og jafnvel. meiri þörf á góðri hjúkmn en aðrir sjúklinga- hópar, þar sem þessir sjúklingar eru langtfmasjúklingar. Þriðja ástæðan fyrir stöðu okkar í dag gæti verið sú að hjúkrunar- fræðingar gera ekki nógu miklar kröfur til sfn f starfí og sýna ekki nægilegan metnað. Til dæmis fínnst okkur það vera stéttinni til niður- lægingar að láta bjóða í sig í dag- blöðum landsins. Ætla þær kannski að koma til starfa á almennum sjúkrahúsum þegar einhveijar aðr- ar em búnar að knýja fram launa- kröfur þeirra? Þéssi spuming svarar sér best sjálf. Einnig verðum við að afsanna þann orðróm að við sé- um einskonar sparihjúkkur sem em helst menntaðar til stjómunar- starfa. Við emm þessu ósammála, því við teljum menntun okkar hæfa almennri hjúkrun eins og kröfumar em f dag. Þær sem ætla að vinna að stjómunarstörfum þurfa að afla sér frekari menntunar á því sviði, sem er í dag tveggja ára sémám. Það þarf viðbót við almennt hjúkr- unamám til að geta stjómað stór- fyrirtækjum landsins. Við teljum það afar brýnt verk- efni að breyta viðhorfum hjúkmnar- fræðinga til menntunarmála. Fylgj- ast verður með framþróun í hjúkmn og nýta sér það í starfí, svo hjúkr- unarstörf verði ekki að sjálfgefínni rútfnu. Því verðum við að hvetja hvert annað til framfara og vinna bug á fordómum og hræðslu gagn- vart nýjungunum, en alltof fáir hjúkmnarfræðingar hafa sinnt þessu sem skildi. Að lokum til þeirra sem réttlæta lág laun sfn með því að þær séu svo vel giftar og því fjárhagslega vel stæðar. Væri ekki raunhæfara að miða launakröfur okkar við nám, ábyrgð og skyldur? Fólk ber jafnmikla virðingu fyrir störfum okkar og við gemm sjálfar. Mál okkar líta ekki vel út í dag og vandamálin em mörg. Við skul- um þó ekki gefast upp í baráttunni. +

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.