Morgunblaðið - 21.01.1986, Side 18

Morgunblaðið - 21.01.1986, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986 f „Fréttaflutningurinn í ýmsu vafa- samur og villandi... seljendum gert að fyrirframgreiða söluskatt“ — eftir Óla Anton Bieltvedt Málavextir í örstuttu máli, eru málavextir þessin Á árunum 1975—1977 leyfðum við okkur að vefengja þá túlkun skattyfírvalda, að söluskattskylda af afborgunarsölum með eignar- réttarfyrirvara skapaðist (að fullu) við gerð afborgunarsamnings og fyrstu útborgun kaupanda. Töldum við, að fullt eins vel kæmi til greina, að söluskattsskyldan skapaðist þá fyrst, þegar eignarrétturinn að hinu selda færðist af seljanda jrfír á kaupanda við greiðslu sfðustu af- borgunar og lokauppgjör, en þá fyrst fer hin eiginlega og raun- verulega sala fram. Voru engin skýr lagaákvæði um þetta og eru reyndar ekki enn. Utfærsla og framsetning okkar í málinu (í sölu- skattsskýrslum) varð þó ekki nægi- lega skipuleg og samræmd, en við urðum á eftir með færslu bókhalds — aðallega vegna mikillar aukning- ar í rekstrarumfangi fyrirtækisins — á þessu árabili. Var það, auðvit- að, ljóður á ráði okkar. Voru fylgi- skjöl þó öll rétt, meðferð þeirra traust og bókhald allt gallalaust, svo langt, sem það náði, en auðvitað var bætt úr færsludrætti og var skattframtal fyrir 1977 lagt inn á réttum tíma. Er þetta óvefengt af skattyfírvöldum, enda byggðu þau málið gegn okkur alfarið á fylgi- skjölum okkar, bókhaldi og fram- tölum. Málið kom upp við það, að skatt- rannsóknarmenn inntu undirritaðan eftir því, við heimsókn, hvemig við teldum fram söluskatt af afborgun- arsölum með eignarréttarfyrirvara, og skýrði undirritaður það fyrir þeim undanbragðalaust. Lögðu skattyfírvöld síðan á okkur fullan söluskatt á alla gerða afborgunar- samninga, skv. túlkun sinni. Treyst- um við okkur ekki til að standa gegn þessum álögum, þegar á reyndi, bæði vegna nefndra galla í útfærslu okkar, en þó einkum vegna þess, að skattyfirvöld hafa fullan innheimturétt, og það með lögreglu- valdi, þó ágreiningur sé. Greiddum GREIÐSLU STÖÐVUN er nú þjá Stálfélaginu og mun standa i átta vikur. Leifur Hannesson stjóm- arformaður sagði að félagið væri ekki gjaldþrota, en það ætti f greiðsluörðugleikum. Eignir væru til fyrir skuldum og yrðu hluthafar að taka ákvörðun um framtíð félagsins á næstunni. Hann sagði aðalástæðu þessa vanda loforð sem sett hefðu verið af hálfu ríkisvaldsins og ekki verið staðið við. Félagið ákvað fyrir tveim árum að fara út I framkvæmdir og var þá fest kaup á völsunarstöð í Sví- þjóð. Leifur sagði að stjóm félags- ins hefði þá taiið sig hafa full vil- yrði iðnaðarráðherra og þátttöku ríkisins lögum samkvæmt í verk- við síðan þennan umdeilda söluskatt með hæstu viðurlögum. Leiddi þetta til þess, að við töldumst hafa viður- kennt brot okkar á söluskattslögun- um, eða, öliu heldur, útfærslu þeirra. Tóku dómendur því ekki beint á því ágreiningsefni, sem til grundvallar lá; spumingunni um það, hvenær söluskattsskylda skap- ast af afborgunarsölum með eignar- réttarfyrirvara, í dómsmeðferð sinni. Inn í þetta blandast svo annað mál, hreint smámál í augum undir- ritaðs, seim lítið erindi á inn í opin- bera umfjöllun og umræðu um þetta mál og þann dóm, sem uppkveðinn var, en það byggðist á ágreiningi milii tollvarða og undirritaðs um verðgildi 30—40 sýnishoma af myndkassettum, sem starfsmaður minn og ég komum með til landsins 1981, og við töldum, að við hefðum rétt til að flytja tollfrjálst inn S landið. Hafði mér verið boðin sátt í því máli, sem ég hafnaði. Fréttaflutningnr Morgimblaðsins Morgunblaðið skýrði frá um- ræddum dómi þann 20. desember sl. Er frétt blaðsins rétt og í sam- ræmi við dóminn, svo langt, sem hún nær, en fréttamenn verða að gæta þess sérstaklega, að þeir segja stundum jafnmikið, jafnvel meira, með því, sem þeir segja ekki, og með því, sem þeir segja. Blaðið sér t.a.m. ekki ástæðu til að nefna eða minna á málsatvik einu orði, en hafði þó fjallað töluvert um málið á sínum tíma og það allnokkuð í þeim anda, að eðlilegast værí, að söluskattur væri greiddur eftir því, sem söluandvirði skilaði sér til selj- enda, en að okkar mati kæmi það líka vel til greina, sem eðlileg og réttlát aðferð. Er hér kannske um skort á samhengi í fréttaflutningi að ræða, enda langur tími umliðinn. Málavextir og ágreiningsefni verða þó að teljast slík grundvallaratriði í dómsmáli, líka eftir að dómur er genginn (einkum í undirrétti), að vart stenzt, að ijalla um dóm í frétt- um án þess að geta málsatvika nokkuð. Eins er e.t.v. verulegt frétt- næmi í því, að dómendur lýsa því smiðjunni og þessari framkvæmd. Það hefði hins vegar reynst mjög skilyrt og félagið ekki getað nýtt sér ríkisábyrgð og hlutaflárloforð sem iðnaðarráðherra hafði for- göngu um að útvega frá Fram- kvæmdastofnun. Framkvæmdir hafa stöðvast hjá félaginu, stöðvuðust fyrir hálfu öðru ári og sagði Leifur að ekki hefði verið farið út í þær ef loforð um ríkisábyrgð hefðu ekki komið til. „Það er bankavaldið sem hefur stöðvað þetta" sagði Leifur. Aðal- fundur félagsins verður 3. febrúar n.k. og sagði Leifur að þá yrði lagt fyrir hluthafa hvort þeir sæu sér fært að leggja fram aukið hlutafé, eða hvort ráðstafanir verði gerðar til að koma eignum félagsins í verð. yfír, að þeir taki nokkurt tillit til þess í dómi sínum, að umdeildur söluskattur sé til kominn vegna afborgunarsalna (og fyrirfram- samninga, þar sem vamingur var óafhentur). Felst væntanlega í þessu viss viðurkenning á því, að söluskattsskylda skapist með öðr- um hætti og þá síðar af slíkum sölum, en staðgreiðslusölum, og er þetta atriði því kannske það frétt- næmasta í dóminum. Þetta ieiðir þó blaðið líka hjá sér. Varðandi tal blaðsins um „skattsvik", þá er það orðalag tekið úr ákæru og ekki hægt að amast við því við blaðið, en veijandi minn, Helgi V. Jónsson, hæstaréttarlögmaður, gerði eftir- farandi athugasemd við þetta orða- far í vöm sinni: „í ákæm er ákærðu gefið skattsvik að sök. Hér er um misnotkun á orðinu skattsvik að ræða, en skattsvik í hefðbundinni notkun þess hugtaks eru allt annars eðlis en söluskattsbrot þau, sem ákærðu er gefíð að sök. Þannig verður það að teljast skattsvik, ef maður selur söluskattskylda vöru og skýtur sölunni undan eða leynir henni á einhvem hátt í bókhalds- gögnum sínum. Ef salan hins vegar rennur inn í bókhaldskerfí viðkom- andi aðila með venjulegum hætti, en kemur ekki fram á söluskatts- skýrslu er um vanframtalda sölu að ræða. Er slíkt ekki óalgengt sbr. frásögn vitnisins Haraldar Ámasonar, deildarstjóra sölu- skattsdeildar Skattstofu Reykjavík- ur um að viðbótarsöluskattur hafi verið lagður á 700 aðila árið 1976 og 550 aðila árið 1977. í máli þessu liggur fyrir að Nesco hf. hefur ekki skotið tekjum undan bókhaldi sínu og hefur teknauppgjör félagsins öll árin 1975—1977 verið lagt til gmndvallar álagningar söluskatts og ákvörðunar teknahliðar framtala félagsins." Getur svo hver og einn gert upp við sig, hvaða orðalag er við hæfi. Morgunblaðið heldur svo áfram umfjöllun sinni um málið þann 22. desember. Nú undir fyrirsögninni „Málsskjöl í kössum". Fylgir allstór pappakassamynd, og er kona látin fljóta með. Svona til að sýna stærð kassanna, að ætla má. Er það, auðvitað, ágæt aðferð. Virðist til- gangur með frétt þessari annars vegar vera sá, að spauga svolítið við lesendur, aldrei þessu vant á annarri síðu, og hins vegar, að upplýsa menn um mikið umfang málsins og þann geysilega starfa dómenda, sem það hlaut að hafa verið, að þrælast í gegnum þann aragrúa skjala, sem kassamir hlutu að geyma. Er þetta þó heldur illa til fundið hjá blaðinu, þvf að í köss- unum em einar 80—100 möppur með traustum og skipulegum fylgi- skjölum, sem aldrei vom vefengd, og hygg ég, að dómendur hafí aldrei svo mikið sem gægst ofan í þessa kassa. Að hinu leytinu til er frétt þessi til þess fallin, að gefa' mönnum til kynna, að í Nesco hafí verið ein- hvers konar „pappakassabókhald", fylgiskjölunum hafi bara verið dembt beint í pappakassa, jafnvel í stómm búnkum, en slfkt getur auðvitað ekki talizt mjög uppbyggi- legt. Er frétt þessi heldur vafasöm og að mínu mati vart sæmandi fyrir Morgunblaðið, sem þrátt fyrir nokkra gagnrýni hér, er eitt vand- aðasta og mannúðlegasta frétta- og dagblað landsins. Líkaði t.a.m. mörgum vel ritstjómarumQöllun blaðsins um fréttaflutning sunnu- daginn 5. janúar. Fréttaflutningur útvarps í kvöldfréttum þann 20. desem- ber sl. flutti útvarpið langa frétt Óli Anton Bieltvedt Athugasemd frá for- stjóra Nesco vegna ný- gengins dóms á hendur honum, fréttaflutnings þar um og álagningu og innheimtu sölu- skatts. um málið. Var þessi fréttaþula öll með ólíkindum einhliða og neikvæð og að ýmsu leyti villandi og röng. Gætti þar þeirrar fyrirtækjaandúð- ar, að mér fannst, sem stundum kemur fram hjá fréttamönnum — og því miður f vaxandi mæli, það virðist jafnvel vera í tízku hjá sumum, að vega að og ófrægja atvinnureksturinn í landinu, nánast við hvert tækifæri, sem gefst, og er það hættulegur leikur — en það eina, sem virtist vaka fyrir frétta- manni, var að sýna fram á, að dóm- urinn hefði verið of mildur vegna fymingarákvæða. Ekki taldi hann málavexti fréttnæma. Ekki taldi hann það skipta máli, að dómendur tóku nokkurt tillit til sjónarmiða okkar um skilaskyldu á söluskatti af afborgunarsölum. Ekki taldi hann það fréttnæmt, að hinn um- deildi söluskattur hafí verið greidd- ur fyrir fjöldamörgum árum með hæstu viðurlögum. Finnst mönnum, að það samræmist metnaði útvarps- ins, að það þyrli upp viðamiklum, margslungnum og viðkvæmum dómsmálum, nafngreini aðila og leyfí sér sfðan að fjalla aðeins um eina hlið málsins, e.t.v. þá, sem einna neikvæðust er fyrir hlutaðeig- andi, og synji honum sfðan um, að lesa athugasemd frá honum!? Fréttamaður fjallar um „smygl- tilraun" í þrígang í frétt sinni, en það orðalag kemur þó hvergi fyrir í dómsskjölum. Er því kannske rétt að lýsa þessari „smygltilraun" hér stuttlega, svo menn geti sjálfír átt- að sig á málinu: í nóvember 1981 komu starfsmaður minn og ég að utan, og höfðum við í fórum okkar sýnishom af 40 áteknum mynd- kassettum. Þar sem við höfðum ekkert keypt erlendis, hvorki fatnað né annað, og ferðamönnum er heim- ilt að koma með nokkum erlendan vaming tollfijálst inn í landið, og við töldum verðgildi kassettanna innan þeirra marka, fórum við að græna hliðinu, höfðum kassettum- ar í kassa ofaná farangrinum og skýrðum þessi sjónarmið okkar. Lögðum við jafnframt fram gögn máli okkar til stuðnings. Ágreining- ur varð þó um verðgildi kassettanna og tóku tollverðir hluta þeirra í sfna vörzlu, en leyfðu okkur að fara í gegn með hinar. Var talið, að við hefðum átt að fara að rauðu hliði, ekki þvf græna, og fólst meint brot í því. Var þetta nefnt tollalagabrot í dómsskjölum. Fréttamaður kýs Hús Stálf élagsins í Vogunum. Morgunblaðið/Amór Greiðslustöðvun hjá Stálfélaginu hins vegar að kalla þetta „smygltil- raun“. Fréttamaður gefur í skyn, að söluskattsmálið hafí verið um- fangsmikið og nefnir „heila þrettán pappakassa". Er þetta út í hött, skv. því, sem áður greinir. Frétta- maður fullyrðir, að dæmd hafí verið hámarksrefsing. Það fær ekki staðizt. Ég efast um, að þessi fréttaflutn- ingur útvarps og synjun stofnunar- innar á því, að lesa athugasemd mína við fréttina, standist fyrir lögum. Mun ég láta á það reyna með málshöfðun á hendur Ríkisút- varpinu. Söluskattsmál almennt Seljendum vöru og þjónustu er skylt að innheimta söluskatt fyrir ríkið. Er þessi skattur nú 25% ofan á söluverð, en það er hæsti skattur sinnar tegundar, sem undirrituðum er kunnugt um. Til þess að um innheimtu geti verið að ræða, þarf andvirði sölunnar að skila sér til innheimtuaðila (seljanda) áður en hann þarf að skila ríkinu skattinum. Þarf ríkið þá að haga skilareglum í samræmi við þá viðskipta- og greiðsluhætti, sem tíðkast í þjóð- félaginu og eðlilegir geta talizt. Sé seljanda hins vegar gert, að skila skattinum áður en söluand- virði og/eða skatturinn innheimtist hjá honum, er honum í raun gert að fyrirframgreiða ríkinu skattinn af eiginfjármunum sfnum eða ráð- stöfunarfé. Er þá auðvitað ekki lengur um innheimtu að ræða, held- ur tilneytt framlag eiginfjármuna seljanda til ríkisins. Er á þessu grundvallarmunur. Það er gjaman viðkvæði valds- manna, þegar mál þetta ber á góma, að það sé mál seljenda, hvort þeir láni kaupendum andvirði vöru sinnar eða þjónustu og varði ríkið ekkert um slíkt. Þetta er furðuleg einföldun og f raun fásinna. Geti seljendur ekki lánað kaupendum andvirði vöru sinnar eða þjón- ustu (þ.e. þeim, sem á slfku þurfa að halda), eftir einhveijum eðli- legum reglum, þá verður auðvit- að engin sala né heldur skapast nokkur skattur. Þjóna þvf lánsvið- skipti hagsmunum allra aðila, ekki sízt hagsmunum ríkisins. Nú skulum við líta á, hvemig ríkið hagar söluskattsinnheimtu sinni hér. Selji aðili vaming með afborgunum til sex mánaða, tekur það hann, auðvitað, næstu sex mánuði að innheimta söluandvirðið og söluskattinn (standi kaupandi þá í skilum, en á slíku er oft ýmis gangur). Og, sé selt með eignarrétt- arfyrirvara, fer hin eiginlega og raunverulega sala ekki fram fyrr en að liðnum þessum sex mánuðum, þ.e. þegar kaupandi greiðir loka- greiðslu og eignarrétturinn að hinu selda færist af seljanda yfír á kaupanda. Ríkið gerir þó seljanda að greiða því söluskattinn að fullu og öllu leyti 15. dag næsta mánaðar eftir að sala fór fram/eftir að af- borgunarsamningur var gerður, með eindaga 25. dag sama mánað- ar. Neyðir ríkið hér seljanda í raun til að fyrirframgreiða söluskattinn, til að leggja ríkinu til eiginfjármuni sína. Á þetta ekkert skylt við sölu- skattsinnheimtu, hér er hreinlega um (tímabundna) eignaupptöku rík- isins hjá seljanda að ræða. Og s°ma saga gerist í ýmsum öðrum tilvikum, þar sem líka er um viðtekna og eðlilega viðskiptahætti að ræða. T.a.m., ef seljandi selur í 30 daga opinn reikning frá lokum úttektarmánaðar, ef seljandi selur gegn krítarkortagreiðslu o.s.frv. En sagan er ekki öll sögð. Fyrirframgreiði seljandi ekki söluskatt af nefndum sölum, reikn- ar ríkið honum 4% viðurlög á skatt- inn á dag f 5 daga frá eindaga, samtals 20%, en — komist efna- hagsmál landsins einhvemtfma í það, sem kalla mætti siðmenntað horf — jafngildir þetta 1—2ja ára vöxtum, á 5 dögum! Já, mikinn rétt hefur ríkið skammtað sjálfu sér. Of mikinn. Hér er um 1460% árs- vexti að ræða. Vom menn að fella áfellisdóm yfír einhveijum fyrir okur? Og ekki nóg með það. Greiði seljandi ekki skattinn, með

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.