Morgunblaðið - 21.01.1986, Side 19

Morgunblaðið - 21.01.1986, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986 19 „Einar í Betel“ nefndum viðurlögum og hæstu dráttarvöxtum, sem vitaskuld leggjast líka á, beitir ríkið lög- regluvaldi til að innheimta skatt- inn. Hvar var hugsunin um jafn- rétti, um jöfiiuð og réttlæti milli aðila í þjóðfélaginu, þegar ríkið tók sér þennan ofur- og nánast ógnar- rétt í söluskattsinnheimtu? Hvemig yrði þjóðfélagið, ef aðrir fengju sama rétt gagnvart skuldurum sín- um? Hvar vom samtök verzlunar og atvinnurekstrar í landinu, þegar ríkið innleiddi þá ósvinnu, sem þessi söluskattsinnheimta er? Hér er mál að jinni. í Finnlandi er atvinnurekstrinum líka gert að innheimta söluskatt, en það er, eftir því sem undirritaður bezt veit, eina landið í Evrópu, þar sem söluskattur er enn í gildi, fyrir utan ísland. Þar er skatturinn 19% ofan á söluverð, en hér 25%. Inn- heimtuaðferðir eru þar líka nokkuð ólíkar því, sem hér gerist, svo að ekki sé meira sagt. í Finnlandi eru tvö söluskatts- tímabil; janúar—júní og júlí—des- ember. Má skila skattinum fijáls- lega innan þessara tímabila, þó falla á 2% mánaðarvextir, sé uppgjör dregið fram yfír einn mánuð frá sölumánuði. Eru það litlu hærri mánaðarvextir en t.a.m. vextir á afborgunarviðskiptum þar. Sölu- skattsskýrslum er skilað tvisvar á ári; í síðasta lagi 15. ágúst fyrir fyrra tímabilið og í síðasta lagi 15. febrúar fyrir seinna tímabilið. Við afborgunarviðskipti skapast ekki skilaskylda hjá sejjanda fyrr en eftir því sem söluandvirði og skatturinn skilar sér. Þá fyrst, er seljandi dregur skil út fyrir ramma 6 mánaða tímabilanna, geta skatt- yfírvöld beitt álagi, sem í fram- kvæmd mun vera 9—24%. í Finnlandi hefur ríkið engan rétt til innheimtu söluskatts umfram þann rétt, sem aðrir lánadrottnar og kröfuhafar hafa í sinum inn- heimtumálum. Gildir þar jöfnuður í þessum efnum milli aðila í þjóð- félaginu. Fréttaflutningur almennt Allir eru sammála um, að mál- frelsi og ritfrelsi eru meðal hom- steina lýðræðisins og þess frelsis, sem við njótum. Þessum réttindum verða þó að fylgja miklar og skýrar skyldur um heiðarleika, mannúð og vöndun, mikil ábyrgð, ekki sízt á þeim miklu fjölmiðlatímum, sem við lifum, þar sem helztu flölmiðlar ná nánast beint inn á hvert heimili landsins og áhrifamáttur þeirra er gífurlegur. Á seinni tímum hafa ennfremur komið til sögunnar Qölmiðlar, sem byggja tilveru sina og afkomu að miklu leyti á lausasölu, verða þeir að bjóða upp á eitthvað fréttnæmt hverju sinni, hvemig svo sem á stendur. Býður þetta hættu heim. Er því afar nauðsynlegt, að lög- gjafínn setji greinargóð og alhliða lög um þær skyldur og þá ábyrgð, sem fylgja verður mál- og ritfrelsi. Er þetta ugglaust eitt mikilsverð- asta og brýnasta verkefnið, sem bíður meðferðar og úrlausnar Al- þingis. Það hefur verið talið grund- vallaratriði í íslenzku réttarfari, að menn teljist og séu saklausir þar til sekt hefur verið sönnuð. Verða þetta að teljast frummannréttindi. Þróun í fjölmiðlun og fréttaflutn- ingi hin síðari ár hefur hins vegar gert þetta að hjómi einu. Áfellis- dómar eru nú kveðnir upp og menn úthrópaðir af flölmiðlum, jafnvel meðan mál eru enn á frumrann- sóknarstigi, í bezta falli við útgáfu ákæru ríkissaksóknara. Þess er oft í engu gætt, að þjóðfélagið og allar leikreglur þess em orðnar afar margslungnar og flóknar, og geta oft komið upp ágreiningsefni, þar sem mál eru engan veginn skýr eða afdráttarlaus. Hafa sleggjudómar fjölmiðla oft valdið miklu tjóni, stundum óbætanlegu, bæði á mann- lífi — og er það sárast — en eins á hagsmunum, verðmætum og eignum, og er það líka illt, Hvar er nú réttarríkið komið? — eftirPál Pálsson Um jólin bárust mér nokkrar góðar jólabækur og þar á meðal Einar í Betel, æviminningar Einars J. Gíslason. Um þá bók og höfund- inn langar mig að fara hér nokkrum orðum. Einar J. Gíslason forstöðu- mann Hvítasunnusafnaðarins þarf ekki að kynna. Hann er m.a. löngu þjóðkunnur af útvarpsguðsþjón- ustum safnaðaríns. Þar hefur Einar komið fram sem einn kröftugasti og mælskasti prédikari landsins. Hann hefur sínar ákveðnu skoðanir og er með öllu óhræddur við að setja þær fram. Honum lætur eink- ar vel að bera sannleikanum vitni. Hann þykir djarfur prédikari og ást hans á Frelsaranum fer ekki fram hjá fólki. Einari hefur löngum verið það gefið að vera réttur maður á réttum stað. í bókinni slær Einar bæði á létta og alvarlega strengi og lætur hvort tveggja vel. Bók Einars er hin vandaðasta: Band og pappfr hvort tveggja gott. Prentun og stafagerð með ágætum, stafír mátulega stórir o.s.frv. Útgefandi er Fíladelfía for- lag. Prentun: Prentstofa G. Bene- diktssonar. Bókband: Amarberg. Útgáfuár 1985. Það gefur bókinni mikið aukið gildi, að í henni er ijöldi merkilegra ljósmynda. Stíll höfundar er sérstaeður — eins og vera ber — léttur og lipur og málfar gott. Minni Einars virðist vera frá- bært og fróður er hann í meira lagi. Það sérkennilega við stíl Einars er, hve hann er skemmtilegur og óþvingaður. Húmorístinn kemur oft fram, en alvðrumaðurinn ekki síður. Einar kann þá list, sem um getur í Ritningunni, að fagna með fagn- endum og gráta með grátendum enda maðurinn lífsreyndur í meira lagi. Þetta var löngu vitað, en bók hans áréttar þetta. Bók Einars J. Gíslasonar er góð og einarðleg lesning, sem engan svíkur. En bókin er ekki sfst ævi- minningar Einars. Þær eru skemmtilegar, fróðlegar og spenn- andi enda koma þar margir við sögu, bæði lífs og liðnir. Hæst finnst mér ritverkið rísa, þar sem höfund- ur fjallar af næmum skilningi um hin alvarlegustu málin. Hann kann Einar J. Gfslason að umgangast sorgina og gleðina og ekki síst kann hann að umgang- ast leyndardóma trúarinnar. Og það gerir hann með lotningu og af hátt- vísi. Þar hefur ekki verið stundað „andlegt flakk“, svo notuð séu orð bókarinnar. M.a. lýsir bókin því glöggt, hvemig höfundur bar ást til dýra, ekki síður en manna. Þá lýsir bókin vel ýmsu í starfsemi Hrítasunnu- hreyfíngarinnar á íslandi. Er það athyglisvert og rösklega skrifað. Og margt annað efni mætti vitan- lega upp telja, en verður ekki gert hér svo neinu nemi. Vænt þótti mér um kaflann: Sigurður Sigvaldason. Þeim sérstæða og ágæta manni kynntist ég aldrei, en man vel eftir honum frá því að ég var krakki og hafði ég alltaf ríka samúð með þessum einlæga gamla manni. Sat þá Sigurður löngum á tröppum verslunar einnar í Austurstræti og seldi Biblíur. Sá ég þá stundum, hvemig svokallað „fínt fólk“ þóttist hafa ráð á því að gera gys að gamla manninum. En í bók Einars kemur glöggt fram, hve sérstæður og merkur guðsmaður Sigurður var. Vonandi fáum við meira að lesa síðar af æviminningum Einars. Þetta virðist aðeins vera byijunin. Eitt sinn mætti Einar þeim mæta manni séra Siguijóni Þ. Ámasyni (bls. 28). Séra Siguijón spurði: „Ertu alltaf að prédika?" „Já“, svaraði Einar. Séra Siguijón sagði þá: „Haltu því áfram". Og það hefur svo Einar gert og verður vonandi ekkert lát á því í bráð. í bókarlok em ýtarlegar ættar- skrár. Höfundur er prestur að Bergþórs- hvoli. Skíðaskór frá I Nordica Junior. / Nordica Junior. / Nordica J2 Competition. / Nordica Unisex. Stærðir 24—39 / Stærðir 33—39 IStærðir35—42 Stærðir41—45 Veró frá kr. 1.580—2.080 Verð kr. 2.900 / Veró kr. 3.700 / Verð kr. 6.800 irj130 iTjI40 iíj/60 /fn955 I Nordica Lady. / Nordica Lady. / Nordica Unisex. / Nordica Unisex. Stærðir 37—42 Stærðir37—42 Stærðir38—43 Stærðir42—44 Verð kr. 4.100 / Verð kr. 4.660 / Verð kr. 2.410 / Verð kr. 3.200 IÍL720 ifi370 iíb500 . ifs520 V- I Nordica Unisex. / Nordica Unisex / Nordica keppmsskór / Nordica Unisex Stærðir 41—46 /m/stillanlegum framhalla / mikið stillanlegir /m/ioftpúðum. Veró kr. 4.100 / Stærðir 42—45 / Stærðir 39—45 / Stærðir 37—45 /Js720 Verð kr. 6.100 iTr960 Verð kr. 7.600 /Tr980 Verð kr. 6.800 TRÍDENT UTILIF Póstsendum samdægurs Opió laugardaga frá 9—12 GLÆSIB/E SÍMI 9182922 Höfundur er foratjóri Nesco.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.