Morgunblaðið - 21.01.1986, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986
Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra
Gagnrýni á frestun tekjuskattslækkunar:
Breytingartillaga
kom ekki fram
í þingflokknum
ÞETTA mál var rætt í þing-
flokknum á sínum tíma en þar
flutti enginn þingmaður breyt-
ingartillögu í þá veru sem
þarna er nefnt,“ sagði Þor-
steinn Pálsson fjármálaráð-
herra þegar leitað var álits
hans á gagnrýni Gunnars G.
Schram alþingismanns Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi á frestun tekjuskatts-
lækkunar einstaklinga.
Gunnar sendi sjálfstæðisfólki á
Reykjanesi bréf fyrir skömmu þar
sem hann segir það mikil von-
brigði að ríkisstjómin hafi talið
sig knúna til að fresta um eitt ár
fyrirheitinu um afnám tekjuskatts
af almennum launatekjum. Segir
hann að með því að auka aðhald
og spamað í ríkisrekstrinum hefði
þó verið í lófa lagið að standa við
þau áform. „Hefí ég í því sam-
bandi undirstrikað í þingflokki
okkar sjálfstæðismanna að nær
hefði verið að fresta m.a. fram-
kvæmdum í vegamálum um eitt
ár en fé til þeirra var aukið í yfír
2 milljarða króna. Jafnframt hefði
mátt draga úr niðurgreiðslum á
landbúnaðarvörum, sem verða
munu um einn milljarður króna á
þessu ári, svo aðeins tvö atriði séu
nefnd," segir í bréfí Gunnars.
Þorsteinn sagði að engin tillaga
hefði komið fram um þetta í þing-
flokknum. „Ég geri ráð fyrir að
fyrst ríkisstjóminni hafí verið í
lófa lagið að gera þessar breyting-
ar þá hafí einstökum þingmönnum
verið það í lófa lagið að flytja
tillögur þar um. Annað hef ég
ekki um þetta að segja," sagði
Þorsteinn þegar þessi ummæli
vom borin undir hann.
Tillaga um afnám vísitölubindingar
skammtímalána:
Tekm upp þegar um-
sagnir bankanna berast
BANKARNIR hafa enn ekki
sent fjármálaráðherra umsagn-
ir sínar um tillögu hans um
afnám vísitölubindingar
skammtímalána. Sagði Þor-
steinn Pálsson fjármálaráð-
herra að tillögumar yrðu tekn-
ar aftur upp í rikisstjóminni
þegar umsagnir bankanna
hefðu borist og að hann teldi
rétt að láta þær þá koma til
framkvæmda.
Þorsteinn sagði að bankamir
hefðu óskað eftir fresti til að segja
álit sitt á tillögunni, en hún felur
í sér afnám heimildar til að nota
lánskjaravísitölu á skuldir til
skemmri tíma en þriggja ára. Það
hefði hins vegar dregist úr hömlu
að þeir gæfu umsögn sína. „Eftir
því sem ég best veit hafa þeir
sent umsagnir sínar til fjölmiðla,
en ég hef ekki enn fengið þær í
hendur. Þetta sýnir vinnubrögð
þeirra," sagði Þorsteinn.
Eldvarmr í sjúkrahúsum:
• •
Onnur verkefni hafa forgang
hjá heilbrigðisyfirvöldum
HeilbrigðisyfirvÖld hafa
aldrei sett eldvarair í sjúkra-
húsunum á forgangslista við
fjárveitingabeiðnir og alltaf
vikið óskum um fjárveitingar
til þeirra til hliðar fyrir öðrum
verkefnum, að sögn Þorsteins
Pálssonar fjármálaráðherra.
Sagði ráðherrann að allt tal
heilbrigðisyfirvalda um að þau
hafi gert fjárveitingarbeiðni
um eldvamarkerfi að for-
gangsverkefni við síðustu fjár-
lagagerð hefði ekki við nein
rök að styðjast.
Sagði Þorsteinn að ef heilbrigð-
isyfírvöld væru þeirrar skoðunar
nú að eldvamimar væm for-
gangsverkefni kæmu þau sjálf-
sagt með tillögu um það hvað eigi
að víkja í staðinn. „Aðalatriðið er
það að nauðsynlegt er að fínna
lausn á þessum málum, þau eru
í óviðunandi ástandi og þarf að
koma þeim í gott horf. í þeim
viðræðum sem fram fara um þessi
mál mun fjármálaráðuneytið
stuðla að því að svo geti orðið,"
sagði Þorsteinn.
0
Fráfarandi stjórn Stúdentaráðs HI:
*
Abyrgðin þeirra sem
stóðu að vantraustinu
MORGUNBLAÐINU hef ur borist
eftirfarandi ályktun fr'fráfar-
andi stjóm Stúdentaráðs Há-
skóla ísland:
„í tilefni af áburði þeim á fráfar-
andi stjóm Stúdentaráðs Háskóla
íslands, sem fram hefur komið í
Qölmiðlum þess efnis að stjómin
hafín neitað að starfa áfram þar
til ný stjóm hafi verið mynduð, vill
hin fráfarandi stjóm taka fram að
skv. 48. grein laga SHÍ á sú stjóm
sem lýst er vantrausti á, ekkert val
um það hvort hún fer frá eða ekki.
Ábyrgðin á því að Stúdentaráð
hefiir nú verið gert stjómlaust er
því þeirra, sem stóðu að samþykkt
vantraustsins.
Ennfremur vill fráfarandi stjóm
koma því á framfæri að fundur sá
er haldinn var í hagsmunanefnd
SHÍ þann 15. janúar sl. var fullkom-
lega löglegur og til hans boðað að
frumkvæði Félags vinstri manna,
en fulltrúar félagsins gengu af
fúndi er ljóst var að um samþykkt
stuðningsyfirlýsingar við stjóm
SHÍ.“
Stjóra Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar á sextugsafmælinu. Frá vinstri til hægri: Guðrún Finn-
bogadóttir ritari, Guðm. Vignir Óskarsson, Ása Clausen ritari, Hulda Ólafsdóttir, Pétur Kr. Pétursson
varaformaður, Haraldur Hannesson formaður, Sigriður Axelsdóttir, Hjörleifur Friðleifsson, Sjöfn Ing-
ólfsdóttir og Ingimar Karlsson gjaldkeri.
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar 60 ára.
Eðli ldarabaráttunn-
ar hefur breyst mikið
Rætt við Harald Hannesson, formann félagsins
STARFSMANNAFÉLAG Reykjavíkurborgar varð sextíu ára sl. föstu-
dag, 17. janúar. Efnt var til veglegs afmælisfagnaðar á tveimur
veitingahúsum í borginni, Broadway og Hótel Borg. Húsfyllir var á
báðum stöðum og komust færri að en vildu. I tilefni þessara tíma-
móta var rætt við Harald Hannesson, formann félagsins, að loknum
afmælisfundi stjómarinnar á föstudaginn.
„Félagið var stofnað 17. janúar baráttunnar hefur vissulega breyst
1926, nokkru seinna, en verkalýðs-
félögin í Reykjavík, og ástæðan
fyrir því að stofnun félagsins dróst
á langinn var fyrst og fremst sú,
að borgarstarfsmenn töldu sig ekki
eiga samleið með verkalýðnum í
borginni," sagði Haraldur um upp-
hafsár Starfsmannafélags Reykja-
víkurborgar. „Stofnfélagar voru 58
og þar af 2 konur. Lögreglumenn
voru fjölmennasta starfsstéttin en
þeir voru þá 14 talsins.
Þróunin fyrstu árin var hæg hvað
varðaði samninga við borgina. Það
var að vísu í gildi einhver vísitala
en borgaryfírvöldum bar engin
skylda til að fara eftir henni. Síðan
kom að því að borgin viðurkenndi
starfsmannafélagið sem samnings-
aðila með samningsréttarlögunum
frá 1963. Þá um leið varð það
skylda að borgarstarfsmenn á föst-
um mánaðarlaunum væru í starfs-
mannafélaginu og það er svo enn
í dag. Veruleg þáttaskil verða svo
að sjálfsögðu árið 1977 þegar félag-
ið fær verkfallsrétt ásamt öðrum
opinberum starfsmönnum.
Félagar í dag eru 2.800, þar af
2.500 á launaskrá. Þar af eru 1.500
konur og þar vegur heilsugæslan
þyngst á metunum, en við þau störf
eru nú á milli 600 og 700 manns."
Haraldur var spurður um brýn-
ustu mál félagsins nú á þessum
tímamótum: „Það er auðvitað kjara-
baráttan, sem nú er framundan.
Borgin hefur sagt skilið við launa-
nefnd sveitarfélaga þannig að nú
er við borgina eina að eiga í kom-
andi kjarasamningi. Það olli tals-
verðum úlfaþyt í fyrra að launa-
málanefnd og borgarstjóri skrifuðu
undir kjarasamninginn. Nú semjum
við beint við borgina án nokkurs
milliliðar, og við væntum einhvers
árangurs af því.
Það má segja að eftir að opin-
berir starfsmenn fóru að vera í
þessum stóru samflotum, þá hefur
sá munur sem var á borgarstarfs-
mönnum og öðrum opinberum
starfsmönnum horfið. Hér á árum
áður voru borgarstarfsmenn alltaf
heldur betur launaðir en ríkisstarfs-
menn. Við gerum okkur hins vegar
ljóst að það getur orðið erfítt að
vinna upp þann launamun sem er
hjá okkur opinberum starfsmönnum
og á hinum frjálsa vinnumarkaði.
Hér í gamla daga fengum við í
staðinn verðtryggðan ellilífeyri og
við höfðum æviráðningu. Við höfð-
um atvinnuöryggi. Með verkfalls-
réttinum misstum við hins vegar
æviráðninguna þannig að eðli kjara-
mikið.
Annað helsta málið hjá okkur
núna er uppbygging orlofsheimila
að Ulfljótsvatni. Geir Hallgrímsson,
þáverandi borgarstjóri, afhenti
okkur þar mikið land árið 1967,
um 260 hektara. Þar hefur ekkert
verið gert fyrr en í fyrra, að við
reistum 4 orlofshús og fleiri eru í
byggingu. Við samþykktum á
stjórnarfundi hjá okkur í dag að
fara út í gróðursetningarherferð á
þessu ári og gróðursetja eina plöntu
fyrir hvem starfsmann. Og það er
von okkar að það verði upphafið
af stóru átaki í uppgræðslu á þessu
landi við Úlfljótsvatn."
Um hátíðahöldin varðandi sex-
tugsafmælið sagði Haraldur meðal
annars: „Okkur þykir það vel við
hæfí að afmælisár borgarinnar skuli
bytja með þessum veglegu hátíða-
höldum starfsmannafélagsins.
Undirbúningur hófst fyrir um það
bil ári, en þá tókum við Broadway
á leigu þennan dag. Miðamir seld-
ust hins vegar upp á tæpum klukku-
tíma. Þá voru góð ráð dýr og okkur
tókst að fá Hótel Borg á leigu, fyrir
260 manns í viðbót, en þeir miðar
seldust einnig upp áður en hátíða-
höldin voru auglýst. Það er því ljóst
að áhugi borgarstarfsmanna fyrir
að heiðra félagið á þessum tíma-
mótum er mikill."
Að brosa tennt-
ur eða tannlaus
Helmingfur reyking-amanna tannlaus um sjötugt
EF ÞÚ vilt brosa breitt við baraa-
böraunum um sjötugt og láta
skina í eigin tennur þá ætturðu
að hætta að reykja I dag.
Reykingar viðhalda nefnilega
sýkingum í munninum og mýkja
upp kjálkabeinið segir í fréttatil-
kynningu frá Tóbaksvaraa-
nefnd.
Nýlega lauk í Gautaborg at-
hugun sem gerð var af Guy Heiden,
prófessor í munnmeinafræði, og Tor
Ósterberg, dr. í odontologíu. Niður-
stöður þeirra félaga sýndu í stuttu
máli að meðal þeirra, sem aldrei
höfðu reykt, vom enn 84% með
eigin tennur um sjötugt. Hjá fyrr-
verandi reykingamönnum voru 67%
ennþá með eigin tennur. Helmingur
þeirra sem verið höfðu reykinga-
menn alla ævi og reyktu enn voru
hins vegar orðnir algerlega tann-
lausir.
Ef menn vilja ganga úr skugga
um eigin stöðu geta þeir opnað
munninn fyrir framan spegil og
leitað að rauðum, hvítum og brún-
um blettum í munninum og tann-
holdinu. Það er ekki svo kyndugt,
að slíkir blettir myndast. í munnin-
um eru mörg viðkvæm lífkerfí, sem
skaðast af völdum efnanna í tóbaks-
reyknum sem m.a. eru blý, nikkel,
arsenik, kadmium, cyanvetni,
brennisteinsvetni, köfnunarefnisox-
íð, nitrósamin, aromatísk kolvetni,
formaldehýð, acetaldehýð, akrolein,
ammóníak og þar að auki kolsýrl-
ingur sem tekur upp sæti súrefnis
á rauðu blóðkomunum. Þá er ótalið
nikótín sem hefur víðtæk áhrif á
taugakerfíð og hormónakerfíð og
veldur ávana og fíkn í tóbak.
Erlendis hefur munntóbak orðið
síðasta skjól margra reykinga-
manna, en það er skammgóður
vermir segja þeir Heiden og Oster-
berg. Áhættan á lungnakrabba
minnkar vissulega, en áhættan er
óbreytt á munnkrabba og kok-
krabba auk þess sem munntóbak
tærir og þurrkar upp munnvatns-
kirtlana ekkert síður en tóbaksreyk-
urinn.
Línur f éllu niður
í viðtali við þijá pilta úr Haga-
skóla í þættinum Fólk í fréttum
sl. sunnudag féllu niður tvær lín-
ur þannig að merking breyttist.
Rétt er málsgreinin svona:„ ...-
heldur sé þetta gert á kostnað
allra þeirra tískusýninga sem í
gangi eru. Þeir eru allir þátttak-
endur S leiklistarnámskeiði sem
boðið er upp á í Hagaskóla fyrir
utan skólatíma." Beðist er vel-
virðingar á þessu.
Týndi seðlaveski
Ungur piltur týndi dökkrauðu
seðlaveski með skilríkjum við bens-
ínstöðina í Hafnarstræti um klukk-
an 1 síðastliðna fimmtudagsnótt.
Var hann þar að taka bensín, en ók
að svo búnu rakleiðis heim til sín
í Amames.
Finnandi veskisins er vinsamleg-
ast beðinn að hafa samband við
lögregluna. Heitið er fundarlaun-
um.