Morgunblaðið - 21.01.1986, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 21.01.1986, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986 asS. Höfundur við minnismerki fallinna hermanna frá skóla þeim, sem hann nam við í Bandaríkj unum. Athugasemd Half- dans Henryssonar Herra ritstjóri. í blaði yðar þann 18. janúar sl. er viðtal við Amór Sigurjónsson og Gylfa Geirsson. Þar sem í viðtalinu er gróflega hallað réttu máli, þá óska ég vinsamlegast að fá að koma fram eftirfarandi leiðréttingu. I fyrrgreindu viðtali kemur fram að þeir félagar Amór og Gylfi séu einu fslendingamir sem lært hafi nútímaaðferðir við að gera sprengj- ur óvirkar. Við það vil ég gera eftirfarandi athugasemd: íslenzka Landhelgisgæzlan hefur um langt árabil látið þjálfa menn til þessara starfa. Hefur þessi þjálf- un farið fram hjá Vopnaskóla danska sjóhersins. Af þeim mönn- um, sem þar hafa stundað nám eru fjórir enn starfsmenn íslenzka ríkis- ins, þeir Helgi Hallvarðsson skip- herra, Pálmi Hlöðversson kennari við Stýrimannaskólann í Reykjavík, Gylfi Geirsson loftskeytamaður hjá Landhelgisgæzlunni og undirritað- ur, sem starfar hjá Siglingamála- stofnun ríkisins. Allir höfum við lokið námi frá Vopnaskólanum og lokið sömu prófum og danskir félag- ar okkar, enda hlotið sömu þjálfun og þeir. Ennfremur kannske fleiri, sem mér er ekki kunnugt um. Vopnaskóli danska flotans er í miklu áliti í þessum efnum og byggir kennslu sína á þekkingu sem Danir óhjákvæmilega hlutu, þegar land þeirra var hreinsað af vítisvél- um eftir hemámið. Auk þess hafa Danir hert kennslu sína varðandi hermdarverk, þar sem land þeirra liggur í þjóðbraut og tiltölulega opið vegna mikilla samgangna við önnur lönd. Þessvegna nutum við íslendingar líka kennslu í þessum efnum jafnt á við Dani. Samt sem áður taldi Landhelgis- gæzlan nauðsyn á því að betri þekkingar væri aflað í þessum efnum og var Gylfi Geirsson sendur til frekara náms á Englandi í 3 vikur, en undirritaður hélt til Bandaríkjanna og nam við þann skóla er þjálfar Bandaríkjamenn og aðra til þessara verkefna. Tók það nám 8 vikur. Samferðamenn minir og bekkjarfélagar komu frá ýmsum löndum, þar á meðal ísrael, Egypta- landi, Jórdaníu og Japan. Ólíklegt verður að teljast að þessar þjóðir sendi menn til náms í fjarlægum stað, sjái þær sér ekki hag í því og fullyrt get ég, að öllum nýjustu aðferðum við að eyða vítisvélum af hvaða tegund sem er var beitt og ekkert undan dregið. Það kom því úr hörðustu átt þegar fyrrum félagi minn taldi sig og Amór Siguijónsson eina hafa lært nútímaaðferðir við að gera hluti til tortímingar óskaðlega. Ég efast ekki um að skóli sá er þeir hlutu þjálfun í er góður, en að aðrir geti ekki verið það líka eru ósann- indi. Skóli sá er ég nam við hefur útskrifað menn til þessara starfa frá því i seinni heimsstytjöldinni og þar hafa stundað nám menn hvað- anæva. Auk þess og til frekari kynningar á aðferðum hermdarverkamanna vorum við sendir til New York til að kynnast störfum New York Police Bomb Squad Dept. og feng- um þar sérstaka kynningu á notkun hunda og Qarstýrðra farartækja við að fjarlægja og gera óskaðlega hættulega hluti. Að endingu get ég ekki látið hjá líða að minnast þess, fjölda manna á íslandi sem unnu við að gera tundurdufl og aðra slíka hluti óskaðlega í seinni heimsstyijöldinni. Þeirra verk verða seint fullþökkuð, en af mikilli hugdirfsku og kjarki unnu þeir sín verk án verkfæra og annars búnaðar, sem nú er talinn nauðsynlegur. Höfundur starfar hjá Siglinga■ málastofnun ríkisins. Bílaþvottastöð opnuð OPNUÐ hefur verið þvottastöð á Höfðabakka 1, sú fyrsta hér á landi sem ætluð er til þvotta á stórum bíhim. Á þvottastöðinni verður boðið upp á olíuþvott, forþvott, vatnsþvott, hreinsun á undirvagni og gljáameðferð. A þvottastöðinni verður hægt að þvo allar stærri bifreiðir, áætlunar- bíla, vörubíla, dráttarbfla og vöruflutningabflameð eða án aftanívagna. Stöðin er opin virka daga frá kl 9—19, laugardaga firá kl. 9—17 og sunnudagafrákl, 14—221. - ■. ' - • - Deilt um Granda hf. í borgarstjórn: Minnihlutinn reynir að ala á óánægju starfsmanna“ — sagði borgarstjóri á borgar stj órnarfundi í fyrrakvöld Harðar umræður urðu á borgarstjórnarfundi á fimmtu- dagskvöld um málefni Granda hf. Tilefni umræðnanna var sú ákvörðun stjórnar fyrirtækisins, að segja upp 180 manns í kjölfar þeirra breytinga, sem gerðar voru á fyrirtækinu nú um áraipótin. Minnihlutinn deildi harðlega á borgarstjóra og taldi, að með þessum uppsögnum hefði borgar- stjóri svikið það loforð sitt að vinnu starfsfólksins yrði ekki stefnt í voða við samruna BÚR og Isbjam- arins. Siguijón Pétursson (Abl.) sagði að urgur væri í starfsmönn- um fyrirtækisins vegna þessa máls og þeir menn sem hann hefði rætt við hefðu óskað nafnieyndar af ótta við uppsagnir. „Þetta ástand minnir á kreppuárin, þegar verka- menn þorðu ekki öðru en að gera yfírmönnum sínum allt til geðs til að halda vinnu sinni," sagði Sigur- jón ennfremur. Sigurður E. Guðmundsson (A) tók til máls og sagði, að borgar- stjóri hefði haldið því fram 19. des. sl. að við samruna fyrirtækj- anna myndi fjárhagsbaggi Reykja- víkurborgar vegna reksturs BUR hverfa smátt og smátt, án þess að vinnu starfsfólksins yrði stefnt í voða. Það væri hins vegar ljóst nú að þetta loforð stæðist ekki. Guðrún Jónsdóttir (Kf.) sagði, að stjóm Granda hf. hefði ekki sinnt þeirri frumskyldu sinni að hafa starfsfólk fyrirtækisins með í ráðum þegar þessar mikilvægu ákvarðanir hefðu verið teknar. Sagði hún, að 11 fískvinnslukon- um hefði verið sagt upp störfum þrátt fyrir gefín loforð um, að engum í fiskvinnslu yrði sagt upp störfum við samruna fyrirtækj- anna. Guðrún sagði ennfremur, að meðal þeirra sem sagt hefði verið upp störfum væri fólk sem komið væri á sjötugsaldur og hefði unnið hjá BÚR um áratuga skeið og ekki yrði hlaupið að því fyrir þetta fólk að fá sér nýja vinnu. „Borgarstjóri hefur sjálfur valið alla stjómarmenn fyrirtækisins og því verður engum vömum komið við innan stjómarinnar. Lýðræðið hefur verið hundsað," sagði Guð- rún að lokum. I máli Kristjáns Benediktssonar (F) kom fram, að hann hefði séð þessi vandræði fyrir strax er samþykkt var að sameina BÚR og Isbjöminn og ekki síst eftir að borgarstjóri hefði tekið sér alræð- isvald í málefnum fyrirtækisins. Borgarstjóri svaraði þessari gagnrýni og sagði, að sameining fyrirtækjanna hefði verið nauðsyn- leg til þess að bjarga sjávarútveg- inum í Reykjavík. Sagði hann, að í kjölfar sammna fyrirtækjanna hefði verið nauðsynlegt að grípa til ákveðinna ráðstafana til hag- ræðingar. Sagði hann ennnfremur, að rangt væri að halda því fram að þessar ráðstafanir hefðu verið gerðar án samráðs við starfsfólk, stjómarformaður fyrirtækisins hefði haldið fundi með starfsfólki og sent þeim bréf þar sem þessar ráðstafanir hefðu verið kynntar. „Ef ekki hefði verið gripið til þessara ráðstafana þá hefði störf- um allra þeirra, er í sjávarútvegi vinna hér í Reykjavík, verið stefnt í voða. Minnihlutinn hér í borgar- stjóm er aðeins að reyna að ala á óánægju starfsmanna. Þessir flokkar lifa á eymd annarra og kjaminn í þeirra málflutningi er kreppan," sagði borgastjóri að lokum. Ragnar Júlíusson (S) sagði, að það hefði alltaf legið ljóst fyrir, að við sammna fyrirtækjanna þyrfti að fækka starfsfólki. Bæði fyirtækin hefður rekið stórar skrif- stofur og einnig hefðu bæði fyrir- tækin rekið verkstæði, svo dæmi séu tekin. Þama hefði því verið nauðsjmlegt að fækka starfsfólki svo yfirbygging fyrirtækisins yrði ekki of mikil. Þetta hefði öllum verið ljóst jafnt starfsfólki sem öðmm. Hins vegar hefði hingað til verið skortur á starfsfólki í fiskvinnslu svo þar yrði engum sagt upp, sagði Ragnar að lokum. 85 ára afmæli Á MORGUN, miðvikudaginn 23. j_an. verður 85 ára frú Helga Óskarsdóttir Ögmundarstöðum í Skagafirði. Eiginmaður hennar var margeir Jónsson bóndi og fræði- maður. Hann er látinn fyrir all- mörgum ámm. Helga dvelst nú hér í Reykjavík að Logalandi 17. Hún tekur á móti gestum á afmælis- daginn í félagsheimili Skagfirðinga- félagsins Síðumúla 35, eftir kl. 16. SapaFmnt ELDVARNARHURÐIR A30F30 Hurðir og skilrúmsveggir geta veriö altt aö 3,0 m á hæð og 10,0 m á lengd í eld- varnarflokki F30. Huröir geta ýmist veriö einfaldar eöa tvöfaldar meö eldþolnu gleri eöa eld- þolnum plötum. Þá er hægt aö fá sérstakan útbúnaö lamamegin á huröir, sem tryggir aö börn geta ekki klemmst þar á milli. Á hurðirnar er hægt aö setja sjálfvirkan lokunar- og opnunarbúnaö, sem tengja má eldvarnarkerfi. Tæknideild okkar veitir allar nánari upplýsingar. GISSUR SlMONARSON SÍÐUMÚLA 20 REYKJAViK. Sl MI 3S220

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.