Morgunblaðið - 21.01.1986, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANtJAR 1986
Draumuriim um Ermarsunds-
göngin fær loksins að rætast
Hafist verður handa við tvöföld járnbrautargöng á
næsta ári og á verkinu að verða lokið árið 1993
Lille, Frakklandi, 20. janúar. AP.
FRANCOIS Mitterrand,
Frakklandsforseti, og Marg-
aret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, tilkynntu í
dag, að löndin tvö yrðu
tengd saman með tvöföldum
járnbrautargöngum undir
Ermarsund. Seinna verður
göngum fyrir bUaumferð
bætt við en ekki hefur verið
ákveðið hvenær það verður.
Bresk-franska fyrirtækjasam-
steypan France-Manche bar sigur
úr býtum í samkeppninni um verkið
en hún leggur til, að göngin verði
tvenn, önnur fyrir farþega- og
vörulestir, en hin fyrir lestir sem
eingöngu flytja bíla á milli. Sam-
kvæmt þessari tillögu verða göngin
samtals 49 km á lengd. Sagði Mit-
terrand, að kostnaðurinn við ganga-
gerðina væri áætlaður 165,5 millj-
arðar ísl. kr. á núvirði en um 288,5
milljarðar ef tekið væri tillit til fjár-
magnskostnaðar fram til þess tíma
er göngin verða opnuð, en það
verðurárið 1992.
„Stórkostleg fram-
tíðarsýn“
Mitterrand og Thatcher greindu
formlega frá gangagerðinni í ráð-
húsinu í Lille og var það fagurlega
skreytt með frönskum og breskum
fánum. Bar Mitterrand mikið lof á
Thatcher fyrir „þessa miklu, þessa
stórkostlegu framtíðarsýn" og
sagði, að göngin yrðu „nýr liður í
því að tengja saman Evrópu og
raunar allan heiminn".
Haft er fyrir satt, að Thatcher
hafi lengst af hallast að annarri
lausn á gangagerðinni og viljað fá
bílagöng strax en í Lille sagði hún,
að hin hefði verið valin vegna þess
að hún hefði verið fjárhagslega
skynsamlegust. Þau Thatcher og
Mitterrand lögðu áherslu á, að um
aldamótin yrði athugað hvort þörf
væri fyrir sérstök bílagöng. Marcel
Sarmet, forstjóri France-Manche,
sagði hins vegar fréttamönnum, að
þeir hjá fyrirtækinu sæju ekki
nauðsyn á bflagöngum fyrir árið
2020. Hefði það verið reiknað út,
að kostnaðurinn við þau tvöfaldaði
heildarkostnað gangagerðarinnar
en umferðin ykist hins vegar ekki
nema um 10%. France-Manche
hefur einkarétt á rekstri ganganna
fram til 2020.
Mitterrand sagði, að þegar göng-
in kæmu, opnaðist leið fyrir hrað-
skreiðu, frönsku lestimar til Lund-
úna en um þessar mundir er einmitt
verið að semja um að þær gangi
til Briissel, Amsterdam, Kölnar og
Stuttgart. Franska hraðlestin fer
með 260 km hraða á klst. og tæki
það þá aðeins rúma þrjá tíma að
fara milli Lundúna og Parísar í stað
fímm nú.
Göngin frá 1880. Þau ná um milu vegar út undir sjóinn hjá Dover.
Við þau var hætt af ótta við að byltingarsinnar streymdu eftir þeim
til Bretlands.
Danska þjóðþingið:
Atkvæðagreiðsla um
EB-tillögumar í dag
Kaupmannahöfn, 20. jan. Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Ib Björnbak.
Á MORGUN, þriðjudag, mun
danska þjóðþingið taka afstöðu
til þess, hvort Danmörk eigi að
samþykkja fram komnar tillögur
um umbætur á skipulagi Evr-
ópubandalagsins. Þrátt fyrir það
að einstaka þingmaður úr flokki
jafnaðarmanna kunni að hlaup-
ast undan merkjum flokksins og
greiða atkvæði með tillögunum,
þá leikur enginn vafi á því, að
meirihluti þingmanna á eftir að
greiða atkvæði gegn þeim. Það
hefði í för með sér, að fara
verður fram þjóðaratkvæða-
greiðsla um málið.
Kjami þessara breytinga er á þá
leið, að völd Evrópuþingsins í Stras-
bourg verða aukin og í sumum
málum verður neitunarvald ein-
stakra aðildarríkja afnumið.
Danskir jafnaðarmenn leggja
mikla áherzlu á það í afstöðu sinni
til málsins, að þeir séu ekki andvígir
aðild að EB, heldur séu það aðeins
tillögumar um breytingar á EB,
sem greiða eigi atkvæði um. Uffe
Ellemann-Jensen utanríkisráðherra
segir hins vegar, að í reynd verði
kosið um aðild Danmerkur að EB,
enda þótt opinberlega sé aðeins
verið að greiða atkvæði um umbóta-
tillögumar.
Sennilega eiga úrslit atkvæða-
greiðslunnar í dag eftir að enda
með því, að Ellemann-Jensen verður
Uffe Ellemann-Jensen
sendur í skyndiferð til sex aðildar-
landa EB. Tilgangurinn yrði að
gera hinum aðildarlöndunum grein
fyrir ástandinu í Danmörku og
kanna með tilliti til úrslitanna á
þjóðþinginu, hvort vilji sé fyrir
hendi hjá hinum löndunum til þess
að falla frá einhveijum af áformuð-
um breytingum á EB. Danski utan-
ríkisráðherrann hefur látið þá skoð-
un í ljós, að möguleikamir á slíku
séu afar litlir.
Framkomnar tillögur fela í sér
málamiðlun af hálfu hinna aðildar-
landa EB, sem telja sig hafa gengið
langt til móts við kröfur Dana.
Þannig em Hollendingar, sem fara
með formennsku innan EB fyrstu
sex mánuði þessa árs, mjög
óánægðir með afstöðu Dana. Utan-
ríkisráðherra Ítalíu, Guilio Andre-
otti segir það dapurlegt, ef vanda-
mál, sem snerta stjómmálaumræð-
una innanlands í Danmörku, ættu
eftir að hafa afgerandi áhrif á
afstöðu Dana í þessu máli.
Með þessum umælum sínum
hefur ítalski utanríkisráðherrann
vakið máls á atriði, sem stjómar-
flokkamir munu ömgglega notfæra
sér rækilega í umræðunum á þjóð-
þinginu, en það er að afstaða jafn-
aðarmanna til EB-tilagnanna sé
fyrst og fremst sönnun um innan-
flokksvandamál jafnaðarmanna
hvort heldur í þingflokknum eða
flokknum sjálfum, en byggist ekki
á málefnalegu mati.
Danska alþýðusambandið er
mjög hikandi í afstöðu sinni en
hefur þó lyst yfír samstöðu með
þingflokki jafnaðarmanna. Blaðið
Málmur (Metal), sem er málgagn
hins öfluga sambands málmiðnað-
armanna, hefur hins vegar varað
við því, að EB-tillögumar verði
felldar, sökum þess að það verði til
þess að einangra Danmörku innan
bandalagsins, sem Danir geti þó
ekki verið án. „í þessu máli hafa
tilfínningar náð að hafa all mikil
áhrif á kostnað hins málefnalega,"
segir blaðið.
AP/Símamynd
Þessi mynd er tekin í Guatemalaborg á sunnudagskvöld, er komið
var með lík þeirra, sem fórust með Caravelle-þotunni skammt frá
flugvellinum i Santa Elena á laugardag.
Guatemala:
93 fórust er far-
þegaþota hrapaði
AP. Guatemalaborg, Guatemala, 20. janúar.
YFIRVÖLD sögðu í dag, að búið
væri að finna lík allra farþeg-
anna 93, sem fórust á laugardag,
er farþegaþota hrapaði við Santa
Elena-flugvöll, um 240 km fyrir
norðan Guatemalaborg. Flugvél-
in var á leið með ferðamenn, sem
ætluðu að skoða rústir frá timum
hinnar fornu Maya-menningar.
Ekki hefur verið kveðið upp úr
um, hveijar hafi verið orsakir
slyssins.
Þotan, sem var tveggja hreyfla
af gerðinni Caravelle, var að koma
inn til lendingar á Santa Elena-
flugvelli, er hún hrapaði. Fórust
allir, sem með vélinni voru.
• Embættismenn sögðu, að reyndir
flugmenn hefðu verið við stjóm-
völinn, auk þess sem þotan hefði
verið skoðuð kvöldið fyrir slysið.
Fólk, sem flaug yfír slysstaðinn,
sagði, að flugvélin hefði komið niður
á skógarsvæði og brotnað í smátt.
Hefði brak úr henni, svo og iík
farþega og áhafnar, dreifst yfír
tæplega 300 metra langt svæði um
13 km norðvestur af flugvellinum
í Santa Elena.