Morgunblaðið - 21.01.1986, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986
27
Svíþjóð:
Enn deilt um
kafbátamálin
Stokkhólmi, 20. janúar. AP.
TALSMAÐUR sænska hersins sagði í dag, að á síðasta hausti hefði
orðið vart við ókunna kafbáta innan sænskrar lögsögu en ekki vOdi
hann viðurkenna, að tekist hefði að greina á vélarhljóðunum hvaðan
bátarair voru.
Það kom fram í fréttaskýringa-
þættinum Rapport í sænska sjón-
varpinu sl. sunnudag, að ókunnir
kafbátar hefðu verið á ferð í skeija-
garðinum undan Stokkhólmi sl.
haust og hefði þá tekist að taka
upp vélarhljóðin og finna þannig út
hvaðan kaflíátamir voru. Talsmað-
ur hersins vill þó ekki fallast á þetta
og segir, að hljóðin hafí ekki verið
nógu greinileg.
I Rapport-þættinum sagði, að
atburðurinn hefði átt sér stað í
október sl. og hefðu augljóslega
nokkrir kafbátar verið saman á
ferð. Var einnig sagt, að þetta
kæmi fram í ársfjórðungsskýrslu
yfírmanns sænska hersins um lög-
sögubrot en hún verður birt í þess-
ari viku.
Svíar hafa ekkert sagt um þjóð-
emi þeirra kafbáta, sem verið hafa
á ferð innan lögsögunnar, síðan
þeir fullyrtu, að sex sovéskir kaf-
bátar hefðu verið í Hors-flóa við
Stokkhólm árið 1982.
Berlín:
Flúði um Check
Point Charlie
Vestur-Berlln, 20. janúar. AP.
UNGUR Austur-Berlínarbúi flúði á föstudag yfir til Vestur-Berlínar
við Check Point Charlie, sem er ein af helstu eftirlitsstöðvunum
með samgöngum milli borgarhlutanna og er stranglega gætt. Mannin-
um tókst að hlaupa í einum spreng síðasta spölinn, áður en verðirnir
áttuðu sig á, hvað var á seyði.
Austur-Þjóðveijinn, sem heitir
Andreas Bratke og er 23 ára
gamall, var að vinna við símalínu-
lagnir inni á eftirlitssvæðinu. Hann
hljóp um 100 metra vegalengd fram
hjá vopnuðum hermönnum inn á
vestur-þýskt yfírráðasvæði. Sagði
lögreglan, að þetta væri í fyrsta
sinn, sem flótta vestur yfír hefði
borið að með þessum hætti.
Bratke sagði blaðamönnum, að
hann hefði tekið á sprett, um leið
og landamæraverðir hefðu lyft síð-
asta vegatálmanum yfír til Vestur-
Berlínar til þess að hleypa bíl í gegn.
„Ég tók bara á rás,“ sagði
Bratke, „og þegar um 20 metrar
voru eftir, lá við, að ég hnigi niður
af hræðslunni einni saman. Og
þegar ég var kominn vestur yfír,
átti ég bágt með að trúa því, að ég
væri virkilega enn á lífí.“
í þann mund er Ratke fór yfír
markalínuna, datt hann kylliflatur.
Var hann fluttur á nálægt sjúkra-
hús og sögðu læknar þar, að hann
hafði fengið taugaáíall, en sloppið
við alvarleg meiðsl.
Skákmótið í Wijk aan Zee:
Short með fullt hús
eftir þijár umferðir
Wyk aan Zee, Hollandi 20. janúar. AP.
Hinn ungi og bráðefnilegi breski skákmaður, Nigel Short, er einn
í forustu með fullt hús vinninga eftir þijár umferðir á hinu árlega
skákmóti í Wiik aan Zee í Hollandi og hefur vinningsforskot á næstu
menn. í þriðju umferð vann hann hoUenska meistarann Ree í 31.
leik með svörtu og síðan vann hann biðskák sina úr fyrstu umferð
við vestur-þýska stórmeistarann Robert Hiibner.
í 2. til 4. sæti eru Hodgson frá
Bretlandi, Júgóslavinn Lubomir
Ljubojevic og van der Wiel frá
Holiandi með 2 vinninga. í 5.-10.
sæti eru De Firmian frá Bandaríkj-
unum, Tékkinn Hort, Hiibner, Ni-
kolic, Sosonko og van der með 1
V2 vinning, 11.-12. sæti Chemin
og Seirawan með 1 vinning og í
13.-14. sæti Hellers og Ree með
1/2 vinning.
Frakkland:
Nýárskortið var
sex ár á leiðinni
Toure, Frakklandi, 20. janúar. AP.
ROSKIN hjón, sem búa í Tours
í Frakklandi, tæplega 200 km
fyrir sunnan París, fengu fyrir
skömmu nýárskort frá ættingja
sínum í höfuðborginni. Hafði
bréfið þá verið sex ár á leiðinni
til þeirra, því að það hafði verið
póstlagt árið 1980.
„Við skoðuðum póststimpilinn í
krók_og kring, áður en við vorum
viss um, að ekki væri um gaman-
semi að ræða,“ sagði Robert Boile-
au, viðtakandi bréfsins, í viðtali við
dagblað í Tours. Á bréfinu var frí-
merki, sem búið er að taka úr
umferð.
Boileau sagðist hafa tekið upp
símann, þegar hann fékk kveðjuna,
og slegið á þráðinn tii frændans í
P^rl^iþesaað þakka fyrir sig.
frá 22. mars — 02. apríl
Víkingaferðir bjóða nú upp á skíða-
ferð um páskana til Austurríkis.
Hér er m.a. um að ræða hinn
óviðjafnanlega Kaprun-jökul
(3.029 m) þarsem náttúrufegurðin
birtist manni í formi ótrúlegustu
andstæðna bergrisanna, sem
bera við heiðbláan himininn, drif-
hvítan jökulinn og fagurgrænan
trjágróður. Stórkostlegt skíða-
svæði. Samspil þessara náttúru-
forma er ólýsanlegt með orðum,
því er sjón sögu ríkari.
Þá verður einnig verið á skíðum á hinu vel þekkta og vinsæla skíðasvæði Zell am
See, sem er örstutt frá jöklinum. Dvalið er á 3, 4 og 5 stjörnu hótelum með hálfu
fæði. Beint flug til Salzburgar, en þaðan er aðeins um 1 klst. akstur til Zell am See
og Kaprún. íslensk fararstjórn, sem fer með farþega í skoðunarferðir t.d. til Salz-
burgar.
Verð frá kr. 27.400 í 2. m. herb. (gengi 3.1. 1986).
Örfá sæti eru einnig laus ískíðaferðirnar til Zell am See 15.02—1.3.
og til Finkenberg 01.—15. mars.
VikingaTerðir
Hafnargötu 27, 230 Keflavík.
sími 92-2900.
T0Y0TA 2FBE 15 3 HJÓLA RAFMAGNSLYFTARI
Lyftigeta 1,5 tonn, lyftihœð 4,3 metrar, free lift 1,4 metrar.
Hliðarfœrsla ó göflum. Rafgeymir 48V-400 ah.
aa
TOYOTA
NÝBÝLAVEGI 8 200 KÓPAVOGI
essemm sIa