Morgunblaðið - 21.01.1986, Síða 36

Morgunblaðið - 21.01.1986, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986 r » SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI/ÓlafurOrmsson Um áramót Þá er byijað nýtt ár. Nýja árinu var fagnað hér á höfuðborgar- svæðinu með áramótabrennum og flugeldasýningum um miðnætti og það gamla kvatt á viðeigandi hátt og mörgum flugeldum skotið á loft enda viðraði ólíkt betur til áramótafagnaðar um þessi ára- mót en um áramótin þar á undan þegar gekk á með hávaðaroki og ýmist var slydda eða rigning og höfuðborgin eitt skautasvell, klaki yfir öllu meira eða minna. Síðast- liðinn gamlársdag var svolítil gola, lítilsháttar frost og svo til auð jörð og besta veður og þátt- taka í hátíðarhöldunum mun meiri en mig minnir að hún hafi verið um áramótin þar á undan. Hér í Norðurmýrinni byijaði hasarinn um miðjan dag á gamlársdag með hvellhettusprengingum, svo há- værum að lá við að hús nötruðu og þannig héldu þessar hvell- hettusprengingar áfram með stuttum hléum fram að miðnætti þegar óróaseggimir hafa orðið uppiskroppa með sprengjuefni og að öllum líkindum hafa þeir §öl- mennt í Laugardalshöllina á ára- mótadansleikinn sem þar fór fram aðfaranótt nýársdags og náði há- marki þegar tuttugu og átta rúður voru brotnar í húsinu í lok „hátíð- arhaldanna". Nýja árið heilsaði með veður- blíðu hér í borginni. Á nýársdag var örlítið frost, stillt veður og bjart, tjómalogn og hefðu margir þeirra sem fóru geyst í skemmt- analífinu fyrr um nóttina haft gott af því að taka daginn snemma, koma út undir bert loft og anda að sér hreinu og tæru lofti. Það var varla nokkur maður á ferli í borginni um hádegisbil á nýársdag og umferðin svo til engin. Leifar af flugeldum og stjömuljósum á götum og gang- stígum hvert sem litið var og furðulegt hvað „þessi fátæka þjóð“ sem stöðugt er að barma sér vegna peningaleysis allt árið um kring getur leyft sér að eyða á hinni árlegu flugeldasýningu á gamlárskvöld. Það var frekar fámennt í mat- salnum á Hótel Esju í hádeginu á nýársdag og einungis setið við þijú borð um klukkan eitt og kyrrð og friður á staðnum. Tvær ungl- ingsstúlkur á að giska fimmtán, sextán ára sátu ekki langt frá þar sem ég sat og ég heyrði á tali þeirra að þær voru yfír sig hrifnar af dagskrá sjónvarpsins á gaml- ársdag, um kvöldið og ekki síður af áramótadansleiknum sem stóð til klukkan langt gengin í þijú, aðfaranótt nýársdags, í beinni útsendingu. — Vá. Hann Hrafn er virkilega góður söngvari, sagði önnur þeirra, ljóshærð stúlka og hin, dökkhærð stúlka, sennilega eitt- hvað eldri en sú ljóshærða kvað enn fastar að orði um frammi- stöðu dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar. — Hann er alveg æðislegur. Mér finnst hann betri en hann Kobbi eða hann Egill, mágur hans Hrafns. Þegar umræðumar voru komn- ar á þetta stig sótti ég meira kaffí í bolla og mér er ókunnugt um framhald umræðnanna á milli vinkvennanna. Um áramót er það nokkuð algengt að fólk vinni áramótaheit, ákveði að frá og með áramótum muni það bæta ráð sitt, eða koma einhveiju lagi á það sem betur má fara. Kaþólskur kunningi minn, maður rétt rúmlega þrítug- ur sem ekki alls fyrir löngu gekk í raðir kaþólskra manna og hefur bætt við sig nokkrum aukakílóum nú yfir hátíðimar ætlar í megrun og er þegar farinn að neita sér um stórsteikur og ýmsa fítandi fæðu. Annan mann þekki ég sem er kominn í tóbaksbindindi og byijaði nú um áramótin. Hann hafði áður reykt allt að tvo pakka af sígarettum á dag, en segist nú vera alveg hættur og enn sem komið er hefur hann staðið við sitt áramótaheit. Hann hefur að vísu tekið upp á þeim ósið í stað- inn að háma í sig sælgæti frá morgni til kvölds og þá aðallega konfekt og bijóstsykur. Þá er mér kunnugt um mann sem ekki vill láta nafn síns getið sem hefur sagt sig úr félagsskap við Bakkus frá og með siðasta Þorláksmessu- degi og hefur staðið við það heit þegar þetta er fest á blað, viku af janúarmánuði. Hann hefur lengi verið háður Bakkusi. og oft drukkið dögum saman og er vonandi að fleiri sem eiga við áfengisvandamál að stríða fari að hans dæmi. Líklega heyrir það til hjátrúar að vilja skipta um númer á happ- drættismiða, hvað sem það kostar, einmitt vegna þess að ekki hefur komið vinningur á númerið síðast- liðin fimm ár eða allt frá því að miðinn var fyrst keyptur. Um daginn hitti ég mann á fömum vegi. Hann var á leiðinni í höfuð- stöðvar happdrættis Háskóla ís- lands í Tjamargötunni og hann sagði í fréttum að sig hefði dreymt það að hann ætti að skipta um númer á miðanum sem hann á í háskólahappdrættinu og það helst sem allra fyrst og fá sér í staðinn lægra númer. Það vitjaði hans í draumi einhver persóna sem hon- um þykir vænt um og gaf honum upp númer á þessum ágæta miða og kvað miðann eiga eftir að skipta miklu máli í hans lífí í ná- inni framtíð. Númerið væri enn til í umboðinu í Tjamargötunni og á þennan miða kæmi stór vinningur næsta sumar um það leyti sem hann fer í sumarfríið, og Qölskyldan ætlar að dvelja í sumarhúsi í Hollandi. Síðustu fréttir af þessum manni em þær að hann er búinn að hafa upp á þessu númeri sem hann var látinn vita af í svefni og er óhemju bjartsýnn á framtíðina. Svo eru það þeir sem hafa gaman af öllum nýjungum og tengja þær gjaman við einhver tímamót, t.d. áramót. Þeir kaupa kannski á sig nýjan alfatnað, eða fara í nýja vinnu sem býður upp á betri kjör. Um miðjan desembermánuð síðastliðinn hóf góður vinur og frændi af Víkingslækjarættinni, Steingrímur Kristjónsson, að safna skeggi og er nú eftir ára- mótin kominn með myndarlegt alskegg sem fer honum vel og það er á honum að skilja að hann muni ekki raka sig á næstunni, allavega ekki fyrr en fer að vora. Það verður hver og einn að hafa það eins og honum hentar_____ raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar * > Auglýsing um prófkjör Ákveðið hefur verið prófkjör um val frambjóðenda sjálfstæðisflokks- ins i Ólafsvík við næstu bæjarstjórnarkosningar. Prófkjörið fer fram 23. febrúar nk. Kjörnefnd tekur við framboðum og veitir upplýsingar um prófkjörsreglur. Framboðum sé skilað til undirritaðs í síðasta lagi 31. janúar nk. Fyrir hönd kjörnefndar. Helgi Krístjánsson, Sandholti 7, Ólafsvik, simar 6258 og 6561. Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði Hafnarfirði Almennur fólagsfundur verður mánudaginn 27. nk. kl. 20.30 stundvis- lenga. Dagskrá: 1. Skýrsla jólanefndar. 2. Konur og stjórnmál. Frummælendur: Sólveig Ágústsdóttir bæjar- fulltrúi, Anna K. Jónsdóttir varaborgarfulltrúi og Þórunn Gestsdóttir formaður landssambands sjálfstæðiskvenna. 3. Frjálsar umræöur, kaffiveitingar. Mætið vel og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Anna Sólveig Sjálfstæðisfólk Rangárvallasýslu Sjálfstæðisfélag Rangæinga og Fjölnir halda aðalfundi þriðjudaginn 28. janúar nk. kl. 20.30 i Hellubíói. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Þorsteinn Pálsson flytur ávarp og ræðir stjórnmálaviðhorfin. Félagar fjölmennið. Sjálfstæðisfélag Rangárvallasýslu Formannsspjall Fimmtudaginn 23. janúar nk. mun Heimdallur, félag ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík, gangast fyrir spjall- fundi með Þorsteini Pálssyni formanni Sjálfstæðisflokks- ins. Verður fundur- inn haldinn i neðri deild Valhallar og hefst hann kl. 20.00. Spjallaö verður vítt og breytt um þjóðmálin, sjálfstæðisstefnuna og sjálfstæðismenn — „unga sjálfstæðismenn og sjálfstæðismenn" svo eitthvaö sé nefnt. Boðið veröur upp á léttar veitingar. Allir ungir sjálfstæðismenn eru velkomnir. Stjórn Heimdallar. Kópavogur — spilakvöld Spilakvöld sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður í Sjálfstæðishús- inu, Hamraborg 1, þriöjudaginn 21. janúar kl. 21.00 stundvíslega. Mætum öli. Stjórnin. Garðabær Fundur i fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ verður haldinn fimmtudaginn 23. janúar nk. kl. 20.00, Lyngási 12. Dagskrá: 1. Bæjarstjómarkosningamar. Ákvörðun tekin um tilhögun fram- boðs. 2. Önnur mál. Félagar hvattir til að fjölmenna. Stjórnin. Mývetningar — Þingeyingar Sverrir Hermannsson, menntamálaráð- herra boðar til almenns fundar í Skjólbrekku laugardaginn 25. janúar kl. 16.00. Allir velkomnir. Borgarnes — Mýrasýsla Aðalfundur sjálfstæðisfélags Mýrasýslu verður haldinn í sjálfstæðis- húsinu Borgarnesi, Borgarbraut 1, fimmtudaginn 23. janúarkl. 21.00 síðdegis. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Mosfellssveit — Viðtalstími Magnús Sigsteins- son oddviti og Hilmar Sigurðsson varaodd- viti verða til viötals í Hlégarði fimmtudag- inn 23. janúar kl. 17.00-19.00. Sjálfstæðisfélag Mosfellinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.