Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.01.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986 Rafvélaverkstæðið Elding býður nýja viðskiptavini velkomna. Tökum að okkur nýsmíði á rofabún- aði, mótorvindingar og almennar viðgerðir. Skjót afgreiðsla — Reynið viðskiptin Rafvélaverkstæðið Elding, sími 688270. Magnús V. Valdimarsson, löggiltur rafverktaki. L GJvarahlutir ^ HamarcihhfAa 1 Hamarshöfða 1 Simar 36510 og 83744 ^Dale . Lamegie námskeiðið Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn nk. fimmtudag, 23. janúar 1986, kl. 20.30 í Síðumúla 35, uppi. Allir velkomnir. ★ Námskeiðiögeturhjálpaöþéraö: ★ Öölast hugrekki og meira sjálfstraust. ★ Bæta minni þitt á nöfn, andlit og staö- reyndir. ★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sann- færingarkrafti, í samræöum og á fund- um. ★ Stækkavinahópþinn, ávinnaþérvirö- ingu og viðurkenningu. ★ Taliö er aö 85% af velgengni þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst aö umgangast aöra. ★ Starfa af meiri lífskrafti — heima og á vinnustaö. ★ Halda áhyggjum í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun gefur þér arö ævi- langt. Innritun og upplýsingar í síma 82411 Einkaleyfi á Islandi STJÓRNUNARSKÓLINN Konráö Adolphsson Erlendur Þórðar- son — Minning Fæddur 19. desember 1905 Dáinn 14. janúar 1986 Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans, og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson.) Erlendur Þórðarson fæddist að Skjaldarkoti á Vatnsleysuströnd 19. desember 1905, sonur hjónanna Ragnheiðar Gróu Gísladóttur og Þórðar Erlendssonar. Hann átti einn albróður, Kjartan, sem iátinn er fyrir nokkrum árum. Þegar Er- lendur var tveggja ára flutti flöl- skyldan til Reykjavfkur. Þar var heimili hans eftir það. Móður sína missti hann þrettán ára gamall. Faðir hans kvæntist seinna Agústu Lárusdóttur og eignuðust þau tvö böm, Ragnheiði Lilju og Halldór. Þegar Erlendur var að alast upp voru miklar breytingar í íslensku samfélagi, þar sem fólksflutningar voru úr sveitunum að sjávarsíðunni. Þessu fylgdi nýjar atvinnugreinar og áhersla beindist í auknum mæli að fiskveiðum. Hann fór sextán ára gamall á sjóinn og það átti eftir að verða hans ævistarf. Á þessum árum þurfti bæði kjark og dugnað til að stunda sjómennsku, en Er- lendur hafði hvort tveggja til að bera. Erlendur var mikill gæfumaður í einkalífínu. 13. júní 1931 kvæntist hann Eyrúnu Runólfsdóttur, mikil- hæfri og giæsilegri konu. Þau eign- uðust §ögur efnileg böm. Þau eru Hafsteinn, kennari, kvæntur Erlu Kristjánsdóttur, tækniteiknara, Ragnheiður, gift Bimi Haraldssyni, tæknifræðingi, Þóra Sigurbjörg, gift Gunnari Jónssyni múrarameist- ara, og Þórey, gift Guðbimi Geirs- syni, pípulagningameistara. Þau ólu upp dótturdóttur sína, Erlen Óla- dóttur, sem nú er búsett í Banda- ríkjunum þar sem maður hennar, Siguijón Siguijónsson er við nám í flugvélavirkjun. Bamabömin eru orðin sautján og bamabamabömin sextán. Á stríðsárunum reistu hjón- in sér einbýlishús að Langholtsvegi 29 og þar bjuggu þau meðan heilsan entist. Erlendur og Eyrún áttu aðlað- andi heimili. Þangað var ævinlega gott að koma. Gestrisni og hjálp- semi var þeirra aðalsmerki. Þar mættu allir sama hlýja viðmótinu, hvort sem það vom ættingjar, vinir eða ókunnugir er höfðu farið hall- oka í lífsbaráttunni. Móðir mín og Eyrún vom æsku- vinkonur og það hafa ávallt verið sterk vináttubönd milli Qölskyldn- anna og oft var skipst á heimsókn- um þó að um nokkra fjarlægð væri að ræða á milli heimilanna. Það em ljúfar bemskuminningar sem ég og systkini mín eigum frá þeim tíma. Það var alltaf hátíð á heimilinu þegar Eyrún og Erlendur komu í Ásta Ólafsdótt- ir — Minning Fædd 9. september 1935 Dáin 13. janúar 1986 Asta Ólafsdóttir er látin, langt fyrir aldur fram, og við sem þekkt- umhana söknum hennar. Ásta og eftirlifandi maður henn- ar, Ámi Sveinsson, eignuðust marga vini og það segir sögu um þau bæði, að sá vinskapur hefur enst. Meðal vina Ástu hef ég þá sérstöðu að hafa kynnst henni fyrr en flestir. Þegar ég hóf skólagöngu í fyrsta sinn, í sveitaskóla í Þing- borg í Flóa, 9 ára gamall, lítill og lasinn, sá ég Ástu í fyrsta sinn. Ég varð umsvifalaust hugfanginn af þessari stúlku. Hún var stærri en ég, rólegri en ég og eins og verða vill um stúlkur á þeim aldri, miklu skynsamari en ég og mlnir líkar. Aðdáun mín á Ástu breyttist ekki alla mína bamaskólatíð, en var aldrei tjáð opinberlega við einn né annan. Næst lágu leiðir okkar Ástu saman, þegar ég kom í Menntaskól- ann á Laugarvatni. Þar var ég svo heppinn að vera skipaður á eitthvert það besta höfuðból sem ég hef kynnst, heimavistarherbergi með Áma Sveinssyni og Erling_ Aspe- lund. Ámi var þá trúlofaður Ástu. Það sem einkenndi Ástu í mínum huga var öryggi og ró. Henni var tamt órætt bros. Það gaf ekki til kynna háð eða grín að öðrum. Um þetta fallega og litla bros sagði Ámi, maður hennar, við mig: „Á bak við brosið var viska, sem lá ekki á lausu.“ Nokkru eftir að við urðum stúd- entar giftust Ásta og Ámi. Þau komu til foreldra minna og giftust þar. Eins og þeim var lagið sköpuð- ust vináttubönd, sem hafa ekki rofnað síðan. Ásta átti langt og erfitt dauða- stríð. Það var í samræmi við lyndis- einkunn hennar, að hún lagði á það áherslu til síðasta dags að halda virðingu sinni, þrátt fyrir líkamlega vansældogerfíði. Asta var þannig gerð, að hún breyttist ekki sem einstaklingur þótt árin liðu og aðstæður breyttust. Hún hafði sama yfirbragð sem full- orðin kona og hún hafði sem tíu ára bam. Þetta er merki um heil- steypt fólk. Páll bróðir minn var á sama tíma og Ásta í bamaskólanum í Þing- borg. Þegar hann frétti lát hennar setti hann þessar línur á blað: Hún hafði ekki hátt Hún brosti svo kátt Hún fann til með öllu aumu. Hún sýndi það brátt Húnáttiþannmátt, Sem byggir sitt upp á hreinu. Með þessum orðum kveðjum við góða konu og vottum Áma, syni hennar, móður og öðrum ættingjum hluttekningu. Olafur Sigurðsson í dag verður gerð frá Dómkirkj- unni útför Ástu Ólafsdóttur, sem andaðist 13. þ.m. langt um aldur fram eftir löng og ströng veikindi. Langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Ásta Ólafsdóttir fæddist 9. sept- ember 1935 á Þjótanda í Flóa, dótt- ir hjónanna Ólafs Einarssonar bónda og oddvita þar og konu hans, Ingileifar Guðmundsdóttur. Faðir Ástu var fæddur og uppalinn á Þjót- anda, en móðir hennar var ættuð frá Seli í Holtum. Faðir Ástu er látinn fyrir 12 árum, en móðir hennar lifir dóttur sína. Ásta var 4. f röð 6 systkina. Dóu tvö þau elztu í æsku, en eftir lifa tveir bræður og ein systir. Ásta giftist á afmælisdegi sínum árið 1956 eftirlifandi eiginmanni sínum, Áma Sveinssyni, sem stuttu síðar hóf störf við Landsbankann. Þau eignuðust einn son, ólaf, sem kvæntur er Evu Ásmundsdóttur. Em bamabömin fyögur. Ég kynntist Ástu Ólafsdóttur þegar hún hóf störf við Sakadóm Reykjavíkur, en þar átti ég hana sem starfsfélaga í nokkur ár, eða þar til hún og maður hennar fluttust austur á Neskaupstað fyrir nokkr- um árum er hann tók við forstöðu heimsókn ásamt bömum sínum. Erlendur gaf sér góðan tíma til að tala við okkur, hlýlegt og glaðlegt viðmót hans hafði þau áhrif að öll böm löðuðust að honum. Fyrir sjö árum lést Eyrún og upp úr því tók heilsu Erlendar að hraka. Árið 1981 fluttist hann á Hrafnistu í Reykjavfk og þar lést hann 14. janúar sl. Við systkinin frá Bjargi og móðir okkar munum minnast Erlendar með hlýhug og þakklæti fyrir samfylgdina á lffsleiðinni og vottum bömum hans, systkinum og Qöl- skyldum þeirra einlæga samúð. Blessuð sé minning hans. Kristín Eggertsdóttir útibús Landsbankans þar í bænum. Ég hefi á liðnum árum átt marga góða samstarfsmenn, en ég held að ég halli ekki á neinn þeirra og mæli fyrir munn samstarfsmanna Ástu við Sakadóm Reykjavíkur, að hún hafi verið í hópi traustustu og áreiðanlegustu starfsmanna, sem dómurinn hefur haft, og var hennar mjög saknað er hún varð að láta af störfum vegna búferlaflutninga. Eftir að Asta flutti austur á Neskaupstað og bjó sér þar nýtt heimili, átti ég þess kost að heim- sækja hana og mann hennar í nokkur skipti. Áttum við, ég og fjölskylda mín, þar ánægjulegar stundir og var ekkert til sparað að taka sem bezt á móti gestum og gera þeim heimsóknir sem ánægju- legastar. Voru þau hjón mjög samhent í þessu sem öðru. Hlédrægni, samvizkusemi og sér- staklega gott lundarfar einkenndi Ástu og veit ég ekki um neinn, sem getur borið henni annað en hið bezta orð. Ásta var búin að vita iengi að hveiju gæti dregið, en hún lét ekki bugast og hélt reisn sinni allttilhinssfðasta. Það er alltaf sárt að sjá á eftir sfnum yfir landamærin, en tfminn græðir og læknar sárin, ekki sízt, þegar góðar minningar standa eftir. Ég veit, að Ámi vinur minn átti yndislega konu og á ánægjulegar minningar um árin þeirra, sem urðu alltof fá. Við hjónin biðjum Guð að senda honum styrk og blessa hann og ástvini þeirra _ á sorgarstund. Megi Guð blessa Ástu Ólafsdóttur og þökk sé honum fyrir að hafa gefið okkur samfylgd við hana. Sverrir Einarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.