Morgunblaðið - 21.01.1986, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 21.01.1986, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1986 45 Minning: Gísli Sigurjóns- son Bakkagerði Fæddur 14. september 1904 Dáinn 29. desember 1985 Foreldrar Gísla voru Sigurjón Gíslason, bóndi, Bakkagerði við Reyðarfjörð, og kona hans Anna Guðný Stefánsdóttir frá Jórvík í Breiðdal. Gísli var í Eiðaskóla 1921, síðan í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Gísli kvæntist Guðnýju Rakel Huldu Jónsdóttur frá Krossi á Berufjarðarströnd. Þau hófu bú- skap í Bakkagerði vorið 1929 og bjuggu á móti foreldrum Gísla til 1937 og eftir það á móti Eðvaldi bróður Gísla og konu hans Vil- helmínu Jónsdóttur. Þau Gísli og Guðný eignuðust fimm böm. Eist var Anna Elín gift Sváfni Svein- bjamarsyni prófasti á Breiðabóls- stað í Fljótshlíð (böm þeirra eru átta), Anna dó 20. febrúar 1974, 43 ára; Þá Guðbjörg, gift Ásgeiri Ásgrímssyni flugvirkja, búa í Kópa- vogi og eiga ijórar dætur; Siguijón húsasmíðameistari, kvæntur Sig- rúnu Brynjólfsdóttur, búa á Hlöð- um, hafa eignast þrjú böm, tveir synir á lífí; Bima, húsmóðir, gift Einari Stefánssyni biffeiðastjóra, búa á Reyðarfírði, eiga 4 böm; Edda Vilhelmína, gift Jóhanni Þor- steinssyni húsasmíðameistara, búa á Reyðarfírði, eiga þijár dætur. Gísli missti konu sína 31. des. 1976. Systkini hans vom María, gift Þórði Guðmundssyni, skipstjóra, Reykjavík, og Eðvald sem áður er getið. Gísli var formaður Verkalýðs- félags Reyðarflarðar um skeið. Formaður búnaðarfélagsins og lengi formaður áfengisvamar- nefndar. Virkur á mörgum sviðum, meðal annars í félagsstarfí Sjálf- stæðisflokksins. Gísli var oddviti Reyðarfjarðarhrepps 1950—1958. Meirihluta með honum skipuðu Páll Hermannsson, fyrrverandi alþingis- maður, og Þorsteinn Jónsson, kaup- félagsstjóri. Þeir eru báðir látnir. Miklar framfarir urðu á Reyðar- fírði á nefndu tímabili. Gísli Sigur- jónsson var nýtt afl í sveitarstjóm- inni. Samstarfið gekk vel, unnið var að byggingu félagsheimilis og bamaskóla, Reyðarfjarðarheppur varð eignaraðili að togaranum Austfírðingi ásamt Eskifírði og FáskrúðsQ arðarhreppi. Það var mikil lyftistöng eins og á stóð í nefndum byggðarlögum. Margt fleira var unnið til góðs og fram- fara, enda var það skoðun Gísla að samfélagsmættinum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, skyldi beitt fyrir hinn almenna mann og ynni í ríkum mæli og stuðlaði að atgervi og framfarahug einstaklinga og félaga þeirra. Gísli vildi að hagur sveitarfé- lagsins og almennings færi saman. í Bakkagerði var mannmargt heim- ili. Er Héraðsmenn voru á ferð á Reyðarfirði á þriðja og fjórða ára- tugnum, gistu margir í Bakkagerði í lestarferðum og öðrum erindum. Búskapur var stundaður þar, bæði með sauðfé, kýr og hesta. Sauðfé var haldið til beitar frá beitarhúsum er voru í mynni Svínadals. Einnig stunduðu bændur í Bakkagerði sjó- róðra og algenga vinnu er til féll í kauptúninu. Kreppuárin voru mörg- um erfíð en samt voru þeir feðgar bjargálna og nutu ýmsir góðs af. Jörðin Bakkagerði var allstór, landið náði inn að Búðará og upp til fjalls. Nú er mikil byggð á því landi, enda var Gísli liðlegur í samningum og fagnaði byggðinni umhverfís sig. Undirritaður þekkti Gísla um árabil. Hann opnaði mér sýn inn í fyrri tíð, á fólkið og byggðina við Reyðarfjörð og kunni góð skil á ýmsum umsvifum, sagði meðal annars frá Eiríki á Karlsskála er var mikill athafnamaður á þeirri tíð og átti hlut að mörgu. Það var unun að heyra Gísla segja frá mönnum og málefnum, enda þekkti hann söguna frá alda- mótum og vissi skil á mörgu á síð- ari hluta nítjándu aldarinnar. En alltaf var byggðin við Reyðarfjörð AgústHalls- son — Minning Fæddur 28. aprU 1924 Dáinn 10. janúar 1986 Kveðja frá afabörnum Það er sárt og erfítt til þess að vita að afí okkar er dáinn. En við eigum góða minningu um hann Allar heimsóknimar og gleðina sem geislaði af honum þegar hann var hjá okkur viljum við þakka honum, og við vitum að amma, Dedda og Jóhann litli taka vel á móti elsku afa. Blessuð sé minning elsku afa okk^r Dedda, Steini og Oddný I dag, þriðjudaginn 21. janúar 1986, verður tengdafaðir minn, Ágúst Hallsson, jarðsunginn frá Fossvogskirkju. Ágúst fæddist í Reykjavík 28. apríl 1924 sonur hjónanna Halls Þorleifssonar og Guðrúnar Ágústs- dóttur. Enginn veit hver fær hvfldina næst og ekki óraði mig fyrir því þegar Agúst var hjá okkur hjónun- um á annan dag jóla síðastliðinn að það væri okkar síðasta kveðju- stund. Ágúst man ég sem einstaklega þægilegan og hjálpsaman vin sem ávallt var reiðubúinn til að hjálpa hvenær sem á þurfti að halda. Ekki get ég látið hjá líða að minnast þess með hve miklum áhuga hann fylgdist með þegar við hjónin vorum að byggja hús okkar sumarið 1984, ávallt var hann boðinn og búinn að aðstoða eftir sinni bestu getu. Ágúst hafði átt við lasleika að stríða undanfama mánuði og varð bráðkvaddur á heimili sínu föstu- daginn 10. janúar síðastliðinn. Eg kveð Ágúst tengdaföður minn með söknuði og megi góður Guð vemda hann og blessa. Farþúifriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. Guð þér nú fýlgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Ingvar Kristjánsson efst í huga hans, það var það svæði sem hann unni. Undirritaður kom stundum til Gísla í Bakkagerði en mest á síðari árum, gisti þá nokkrar nætur. Las fágætar bækur og við ræddum um lífið og tilveruna. Eitt sinn fórúm við út í Sómastaði og litum á landið þar sem fyrirhugaðri stóriðjuverk- smiðju er ætlaður staður. Gísli var eindregið fylgjandi stofnun slíks fyrirtækis og virkjun Jökulsár á Fljótsdal. Gísli í Bakkagerði var af hinni kunnu Nikulásarætt er átti rætur á Héraði en varð öflug á Reyðarfirði og víðar. Hann ól allan sinn aldur í Bakkagerði, hann fór til dóttur sinnar og tengdasonar í heimsókn og lést þar 29. desember síðastlið- inn. Ég þakka Gísla viðkynninguna, hann var hetja alla sína tíð. Eg bið almættið að blessa minningu hans og óska honum velfamaður á nýju lífssviði. Séra Sváfnir Sveinbjamar- son prófastur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, tengdasonur Gfsla, flutti minningarræðuna en sóknarprest- urinn flutti bæn og jarðsöng. Jarð- arförin fór ffam frá Reyðarfjarðar- kirkju að viðstöddu fjölmenni 4. janúar síðastliðinn. Fjölskyldu hans sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur. Einar Örn Björnsson, Mýmesi. Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróðrarstðö viö Hagkaup, símf 82895. Wómastofii Fnöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,-einnig um helgar. Skreytingar við öli tilefni. Gjafavörur. Guðmundur Guð- mundsson — Kveðja Fæddur 30. desember 1925 Dáinn 13. janúar 1986 Við vitum aldrei hver fær hvfld- ina næst. í dag, 21. janúar, er það vinur okkar Guðmundur eða Baddi eins og við kölluðum hann, sem borinn verður til grafar. Baddi átti heimili hér á deild 8 í tæp 7 ár. Hann var dagfarsprúður og vinnu- samur og vildi hafa hlutina í röð og reglu. Hans bestu stundir vom hinar árlegu sumarbústaðaferðir, þar naut hann sín vel og þá var stutt í brosið, en brosið hans var svo einlægt og fallegt og gaf okkur svo mikið. Með þessum línum viljum við kveðja Badda og þakka honum fyrir allar ánægjulegu stundimar sem við áttum með honum. Við vottum móður, systkinum og öðmm ástvinum innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Heimilisfólk og starfsfólk á deild 8, Kópavogshæli. t Útför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, STEFÁNS ÞÓRHALLS STEFÁNSSONAR verkstjóra, Álftamýri 60, sem lést 14. þessa mánaöar, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavik, miðvikudaginn 22. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Blindrafélagiö, Hamrahlíö 17, Reykjavík. Unnur Torfadóttlr Hjaltalfn, Ása Stefánsdóttir, Jón Björgvin Guðmundsson, Vigdís Stefánsdóttir, Skafti Sæmundur Stefánsson, Þórný Jónsdóttir, Ásdís Stefánsdóttir, Óttar Helgason, Torfhildur Stefánsdóttir, Björn Vernharðsson, barnabörn og barnabarnabarn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu. óli'nu bæringsdóttur, Völusteinsstræti 28, Bolungarvfk. Sigurður Guðbjartsson, Pétur Runólfsson, Kristný Pálmadóttir, Kristín Sigurðardóttir, Sverrir Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúð vegna fráfalls og útfarar bróöur míns SVERRIS EINARSSONAR. Fyrir hönd vandamanna Ragnheiður Einarsdóttir. t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, GRÉTARS ST. MELSTAÐ, Bjarmastfg 2, Akureyri. Karitas S. Melstað, Valgerður Melstað, Kara G. Melstað, Sæmundur Melstað, Margrót Melstað, Guðrún Melstað, Sverrir Ragnarsson, Karítas E. Guðmundsdóttir, Alfreð Gfslason, Sigríður Jónasdóttir, Guðmundur Bjömsson. Legsteinar Ýmsar gerðir Marmorox Steinefnaverksmiöjan Helluhraunl 14«feni 54034 222 Hafnarffðröur. -u- ---------- _i •ir'Mtíifn- idö ■ tauammesmœiiuí:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.