Morgunblaðið - 21.01.1986, Page 51

Morgunblaðið - 21.01.1986, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1986 51 Fækkum umferðarslysum — látum menn hagnast á öruggum akstri Heiðraði Velvakandi. Athyglisverð hugmynd var sett fram í dálkum Velvakanda á dögun- um um bifreiðatryggingar. Þar var sem sé stungið upp á því að eftir því sem menn kæmust lengur hjá umferðaróhöppum og slysum, því lægra iðgjald þyrftu þeir að greiða. Þannig mætti hugsa sér að menn gætu orðið iðgjaldsfríir eftir s.s. 15 ára öruggan akstur. Ég hef grun um að þetta myndi leiða til þess að menn myndu verða gætnari í umferðinni og vanda sig meira við aksturinn. Sé slysatíðni hér borin saman við það sem gerist í ná- grannalöndunum komum við miklu verr út. Það er því greinilegt að ökumenn hér geta tekið sig á, og myndu eflaust gera það fengju þeir hvatningu sem þessa. Hvað varðar ölvun við akstur tel ég að of vægt sé á slíku tekið. Það gefur auga leið að þeir sem eru ölvaðir í umferðinni setja aðra í mikla hættu og ætti refsing fyrir slíkt athæfi að vera í samræmi við það. Eins mættu sektir við of mikl- um ökuhraða vera hærri — það hefur verið sýnt fram á að það er hraðinn sem slysunum veldur í langflestum tilvikum. Fengjust ökumenn til að draga úr ökuhraða almennt, virða umferðarreglur og temja sér að vanda sig við aksturinn kæmumst við hjá tjóni sem nemur hér árlega hundruðum milljóna — og meirihlutanum af umferðarslys- unum sem kalla ógæfu yfir svo marga. Það er til mikils að vinna. Bílstjóri A Þýzk borð fyrir: ★ Tölvuskjá og lyklaborö. ★ Tölvuprentara Vönduð Ódýr E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SÍMI 651000. Blaðburóarfólk óskast! Austurbær Ingólfsstræti Þingholtsstræti Ártúnsholt (iðnaðarhverfi) Vesturbær Ægissíða 44-78 Úthverfi Rafstöð við Elliðaár Þessir hringdu . . Krítarkortavið- skipti — sam- bandsleysi innanhúss 5658-8970 hringdi: „Ég tek undir það sem Sigríður segir í Velvak- anda sl. fimmtudag að það taki alls ekkert meiri tíma að greiða með krítarkortum en ávísunum. Það er stundum verið að tala um að kortaviðskiptin séu tímafrek, en fólk ætti bara að athuga þetta betur. Annað sem ég uppgötvaði ný- lega í sambandi við krítarkort sem mér finnst einkennilegt. Við erum með bankabók í bankaútibúi við Langholtsveg og hefur greiðslan alltaf verið tekin út af henni. En svo gerðist það núna eftir jólin að við höfðum eytt meiru en tekið hafði verið út þannig að ég fór með 18 þús. kr. í bankann. En viti menn — núna fæ ég rukkun um þessa upphæð og þegar ég hrindi í bankann var mér sagt að það sé ekki nóg að ég hafí lagt inn á bókina, heldur hefði ég átt að tilkynna bankanum það sér- staklega að ég hefði lagt inn á hana. Nú er þetta útibú ekki stórt og finnst mér þetta sambandsleysi þar innanhúss hið einkennilegasta fyrirbæri." Loftræsting slæm í Iðnó Leikhúsgestur hringdi: „Ég fór í Iðnó fyrir nokkru og var mjög ánægð með leikritið sem ég sá, en loftræstingin í húsinu er alls ekki nógu góð. í hléinu varð alveg ólíft fyrir tóbaksreyk bæði í veit- ingasalnum og ganginum niðri. Langar mig til að spyija hvort það sé leyfílegt að reykja í leik- húsum samkvæmt nýju lögunum um reykingar. — Þá fannst mér leiðinlegt hvemig farið var með íslenska fánann í leikritinu „Rauð- hóla Ransí" sem sýnt var úr í sjón- varpinu í síðustu viku. Svona meðferð á íslenska fánanum ætti ekki að líðast." Athugasemd um Kjarvalsvísur Ein á Rangárvöllum hringdi: „Guðmundur Sveinsson fer rangt með f pistli þeim er hann skrifar Velvakanda: „Kjarvalsvísur". Þar eignar hann Lilju Sölvadóttur tvo bræður en mér er vel kunnugt um að hún var einkabam. Lilja Sölvadóttir var fædd 1898 og bjó lengst af hér á Ránargötu 23. Faðir hennar var Sölvi Víglunds- son, skipstjóri, en móðir hennar Guðrún Friðriksdóttir. Lilja var þekkt í bæjarlífinu hér í gamla daga — hún var afskaplega falleg kona, og hér áður fyrr voru seld póstkort með mynd af henni í skrautbúningi. Þá fer Guðmundur Sveinsson rangt með vísuna um Lilju en rétt er vísan svona: LiljamínSölva, mérláviðaðbölva, þegar ég heyrði þú værir gift Gottáþinnmaki, gjaldkerinn spaki Guðmundur- geturðuskipt? Hvers vegna eru fleiri 1 Sókn? Bergljót Ólafsdóttir hringdi: „Mig langar til að koma þessari fyrirspum á framfæri: Hver er ástæðan fyrir því að fjöldi kvenna sem vinnur hjá ríki og bæ er í verkakvennafélaginu Sókn en ekki í BSRB. Nú er lengri upp- sagnarfrestur hjá BSRB en Sókn og einnig hagstæðari lífeyrissjóð- ur. Samt er fjöldinn allur af kon- um sem vinna t.d. á spítölum og bamaheimilum f Sókn en ekki BSRB. Getur einhver upplýst mig um hvemig á þessu stendur? KR0SSVIÐUR T.d. vatnslímdur og vatnsheldur - úr greni, birki eða furu. SPÓNAPLÖTUR T.d. spónlagðar, plast- húðaðar eða tilbúnar undir málningu. Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket. Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu verði SPARIÐ PENINGA! - Smíðið og sagið sjálf! Þið fáið að sníða niður allt plötuefni hjá okkur í stórri sög - ykkur að kostnaðarlausu. BJORNINN Við erum í Borgartúni 28

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.