Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR1986
3
Blýantsteikning' Sigfúsar af
Tómasi Guðmundssyni.
Sigfús gaf
Reykjavíkur-
borg mynd
af Tómasi
VIÐ opnun málverkasýning’-
ar Sigfúsar Halldórssonar
síðastliðinn laugardag af-
henti listamaðurinn Reykja-
víkurborg blýantsteikningu
af Tómasi Guðmundssyni
skáldi að gjöf. Magnús L.
Sveinsson forseti borgar-
stjómar veitti gjöfinni við-
töku.
„Mig langaði til að gefa Reykja-
víkurborg eitthvað í tilefni af 200
ára afmæli hennar og ég ákvað að
gefa myndina af Tómasi vegna þess
að hann hefði orðið 85 ára gamall
6. janúar síðastliðinn. Mér fannst
tilhlýðilegt að sameina þetta, sýna
virðingu mína og vináttu við borg-
ina með því að gefa mynd af hon-
um,“ sagði Sigfús Halldórsson I
samtali við Morgunblaðið.
Sigfús var spurður að því hvenær
hann hefði gert myndina og sagðist
hann hafa teiknað hana S fyrra,
eftir gamalli skissu sem hann gerði
af Tómasi.
Á sýningu Sigfúsar á Kjarvals-
stöðum eru 150 Reykjavfkurmynd-
ir. Sýningin stendur til 10. febrúar
og er hún opin daglega frá 14.00
til 22.00.
Ekki leyft
að kaupa
erlend
verðbréf
„Það líst mér illa á, ég svara
þessu neitandi,** sagði Matt-
hías Bjarnason viðskiptaráð-
herra þegar hann var spurð-
ur um það hvort íslendingum
verði hugsanlega veitt leyfi
til að fjárfesta í verðbréfum
erlendis.
Ráðherra var inntur eftir þessu
í tilefni þess að hann hefur veitt
félagasamtökum heimiid til að
kaupa fasteignir erlendis. Matthías
sagði einnig: „Ef menn eignast
eitthvað þá eru hér innlendar lána-
stofnanir sem verðtryggja á allan
hátt sparifé. Eigum við að flytja
alla okkar peninga til útlanda? Á
hveiju eigum við þá að lifa?
Leita skriflegra skýr-
inga hjá f orstöðu-
manm stofnunarinnar
segir Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra um
gagnrýni Hallgríms Sveinssonar á Iðntæknistofnun
„ÉG HEF ekki haft tækifæri til f að kynna mér bréfið en mun óska
skriflegra skýringa forstöðumanns Iðntæknistofnunar á þeim atrið-
um sem þar eru nefnd,“ sagði Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra
þegar leitað var álits hans á opnu bréfi Hallgríms Sveinssonar skóla-
stjóra á Hrafnseyri til hans sem birtist nýlega í Morgunblaðinu.
í bréfí sínu rekur Hallgrímur á borðið. Ákveðið var að sækja um
viðskipti aðstandenda Leikfangaiðj-
unnar Öldu hf. á Þingeyri við „kerf-
ið“, einkum Iðntæknistofnun. Fram
kemur að Iðntæknistofnun var ekki
tilbúin til að aðstoða hið nýstofnaða
fyrirtæki við að gera leikfangabfl-
inn Dúa markaðshæfan nema pen-
ingar fyrir vinnunni yrðu greiddir
lán hjá Iðnlánasjóði vegna þessa
kostnaðar og tók það Iðntækni-
stofnun 5 mánuði að fylla umsókn-
ina út. Umsókninni var síðan hafn-
að af Iðnlánasjóði. Hallgrímur nefn-
ir þetta sem dæmi um hvemig
„kerfið" tekur mönnum með nýiðn-
aðarhugmyndir. Hann rekur einnig
viðskipti sín við verslunarfulltrúa
íslands í Færeyjum, segir hann í
fyrstu hafa týnt plöggum þeirra
varðandi útflutning á leikfangabfl-
um til Færeyja en síðar, eftir 3—4
mánuði, hefði það komið upp úr
dúmum að 77% tollur er lagður á
innflutt leikföng í Færeyjum.
Albert sagði að Hallgrímur hefði
sent sér bréfið áður en það birtist
í Morgunblaðinu, en hann gæti ekki
tjáð sig um efnisatriði fyrr en hann
hefði fengið skýringar hjá forstöðu-
manni Iðntæknistofnunar.
Ert þú að leita að spameytnum,
liprum og rúmgóðum fjölskyldubíl?
Taktu þá ekki ákvörðun
um kaup, fyrr en þú hefur
reynsluekið nýjum
Eyðsla frá 3,8 Itr. pr. 100 km.
(sparakstur BÍKR).
SUZUKI
Verð frá kr. 375.000.-
(3d. GL) (gengi 6/1'86).
SVEINN EGILSSON HF.
Skeifunni 17. Sími 685100