Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR1986 Eyjólfur Guómundsson skrifar frá Noregi Norsk herflugvél af nýrri gerð, búin nýtizku vopnum. Norðmenn að herœfingum að vetrarlagi. Varaarvopn gegn skrið- drekum. Með vopnum skal land varið Sovétmenn stunda af og til heræfingar í nágrenni við landamæri Noregs. Skriðdrekaherfylki og fót- gönguliðar. Vopnaðar þyrilvængjur fylgja oft með. Rétt er að hugleiða fréttatil- kynningu, sem kom í norska út- varpinu á aðfangadagsmorgun síðastliðinn. Þar var þess getið að norska „Heimevemet", það er að segja skæruliðadeildimar, myndu nú fá sérstaka þjálfun, vegna þess að Rússar hafa nú á Kólaskagan- um sérþjálfaðar herdeildir (Spetsnaz), sem ætlaðar eru sér- staklega til skemmdar- og hryðju- verka. Alls munu vera um 35 þús- und hermenn í þessum deiidum. Þetta eru sérþjálfaðir menn, oft íþróttamenn — harður kjami, sem Sovétmenn munu lauma inn í Noreg og Svíþjóð, ef til styijaldar dregur. Hlutverk þeirra er þá m.a. að eyðileggja raforkuver, sprengja brýr og síðast en ekki síst er þeim ætlað að myrða áhrifamenn innan her- og stjómmála. Þeir klæðast þá fötum óbreyttra borgara, eða einkennisbúningum af sömu gerð og hemaðarandstæðingamir. Síðustu mánuðina hafa Spetsnaz-deildir frá Sovétríkjun- um verið í Afghanistan. Þessir hryðjuverkamenn hafa klæðst fötum Afghana, og í skjóli myrk- urs hefur hlutverk þeirra verið að leita uppi skæruliða frá freisis- sveitunum og freista þess að myrða þá, annaðhvort með skot- vopnum eða eiturgasi. Norðmenn, sem verið hafa í Afghanistan meðal frelsissveitanna, hafa feng- ið upplýsingar um þennan ófögn- uð, og út frá því er Ijóst á hverju Norðmenn sjálfir eiga von, ef Sovétmenn réðust á Noreg. Norska „Heimevernet" eru skæruliðadeildir, sem byggðar eru upp af fólki úr öllum stéttum, og þeim er hverri fyrir sig ætlað það hlutverk að veija sínar heima- byggðir. Stór hluti Noregs er ógreiðfærir skógar og fjalllendi, sundurskorið af þröngum dölum. Það er virki frá náttúrunnar hendi, líkt og Afghanistan, og landslag í báðum þessum löndum er víða líkt. Þau vopn og eiturefni og bardagaaðferðir, sem Rússar nota gegn Afghönum munu þeir vafalít- ið nota í Noregi. Öðru hvoru halda Sovétmenn miklar heræfingar á Kolaskaga og við norsku landamærin. Þann 7. júní 1968 keyrðu þeir fullbúnar vélaherdeildir sínar fram mót norsku landamærunum. Fremstu skriðdrekamir stönsuðu ekki fyrr en í lítilli fjarlægð frá markalín- unni. Þegar NATO og norskar herdeildir hafa haldið æfingar í nokkur hundruð kílómetra íjar- lægð frá Sovétríkjunum, hafa herramir í Kreml látið í ljósi óánægju sína með það, að þetta væri óþarflega nærri landi þeirra! Haustið 1973 varð vart við er- ienda kafbáta inni á Sognfírðinum. Vom þeir annað hvort pólskir eða austur-þýskir. Einhverra hluta vegna sleppti norski sjóherinn kafbátum þessum út úr fírðinum, og opinberlega varð skyndilega mjög hljótt um þetta mál. Síðustu árin hefur oft orðið vart við ferðir óþekktra kafbáta innan norskrar landhelgi. Mjög erfítt getur verið að fínna þá og enn erfíðara að þvinga þá til yfírborðsins. Fyrir nokkm var þess getið í ijölmiðlum, að norskir vísindamenn hefðu nú hannað tæki sem muni koma í riðar þarfír við „kafbátaveiðar“. fyrsta lagi er hér um að ræða myndavélaútbúnað til myndatöku neðansjávar og í öðm lagi íjar- stýrða dvergkafbáta, sem er ætlað það hlutverk að granda eða neyða hina óboðnu gesti upp úr haf- djúpunum. Arið 1949 gerðust Norðmenn aðilar að NATO. Þingið fjallaði fyrst um málið, sem fékk góðar undirtektir og yfírgnæfandi fjöldi þingmanna var hlynntur vestrænu vamarsamstarfí. Kommúnista- flokkurinn var eini flokkurinn sem barðist gegn þessu, og í kosning- unum síðar það ár tapaði hann 75 þúsund atkvæðum, og missti alla þingmenn sína, 11 talsins. Þetta er vert að hafa í huga, ekki minnst fyrir þá sem draga það í efa að Norðmenn aðhyllist vest- rænt vamarsamstarf. Eftir að Gorbasjov varð æðsti maður í Kreml, gerðu sumir bjart- sýnismenn sér vonir um að Sovét- menn sýndu friðarvilja sinn í verki. Grimmdarhemaður þeirra í Afg- hanistan og aukinn vígbúnaður bæði við landamæri Noregs og víðar um heim, ber ekki vott um þann friðarvilja. Af þessum sökum neyðast Norðmenn til að hafa sem sterkastar vamir — og vera vel á verði. Er hægt að drepa í prentfrelsinu? eftir Ólaf Hauksson Fræðslufulltrúi Krabbameins- félagsins veður reyk í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið 21. janúar. Þar ruglar hann saman baráttu gegn reykingum og baráttu gegn ritskoðun. Þetta er tvennt óskylt, en hefur á furðulegan hátt mnnið saman í tímaritinu Samúel, þó án vilja ritstjómar blaðsins. Ásgeir R. Helgason, fræðslufull- trúinn, ritar grein um reykingar unglinga, og þátt íjölmiðla í barátt- unni gegn reykingum. Honum þykja flölmiðlar ekki standa sig nógu vel almennt. Samúel segir hann hins vegar hinum megin vfglínunnar og sakar blaðið um siðleysi fyrir það að birta fregnir af tóbaki. Prentfrelsið brennur upp Ásgeir misskilur þátt Samúels hrapallega. Samúel berst ekki gegn reykingavömum. Samúel berst aðeins fyrir því að stjómarskrár- tryggt prentfrelsi sé virt. Samúel sættir sig ekki við að Alþingi setji lög, sem banna „hvers konar til- kynningar", um ákveðin málefni, í þessu tilfelli tóbak. í 72. grein stjómarskrárinnar segir orðrétt, að „ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög Ieiða“. Það er rétt hjá fræðslufulltrúa Krabbameinsfélagsins að Samúel sé vísvitandi að storka yfírvöldum með því að birta fregnir af sölu tóbaks hér á landi. En það er mis- skilningur að það sé vegna þess að Samúel sé á móti fyrirbyggjandi heilsuvemd, eins og fulltrúinn held- ur fram. Samúel sættir sig einfaldlega ekki við að lög banni umfjöllun um athæfí sem er fullkomlega löglegt í landinu, reykingar. Samúel sættir sig ekki við að á grundvelli ofstækis og fúllyrðinga um heilsuvemd skuli heilbrigðiseftirliti falið að ritskoða blöð. Alþingi bregst Eðlilegt er að ijölmiðlar og aðrir ábyrgir aðilar í landinu taki hönum saman og beijist gegn reykingafár- inu. Ábendingar Asgeirs R. Helga- sonar í þeim efnum eru þarfar. En ákafínn má ekki ganga svo langt að menn blindist. Þegar Al- þingi samþykkti núverandi tóbaks- vamalög, þá virtust alþingismenn ekki átta sig á því að bann við umfjöllun um tóbak stríðir gegn stjómarskránni. Þar brást Alþingi því auðvitað á það ekki að setja lög sem stríða gegn stjómarskránni. Reykingar eru heilsufarsvanda- mál. Þær drepa 300 íslendinga á ári. En hinir sem deyja gera það af öðrum ástæðum. Ohollt matar- æði, óhollir lifnaðarhættir, slys, erfðagallar og annað kemur mörg- um í gröfina. Enginn lætur sér detta í hug að banna að auglýsa land- búnaðarvörur, vegna þess að marg- ar þeirra stuðla að hjarta- og æðasjúkdómum. Ólafur Hauksson „Samúel berst ekki g’egn reykingavörnum. Samúel berst aðeins fyrir því að stjórnar- skrártryggt prentfrelsi sé virt.“ Fijáls og eðlileg umræða skiptir öllu máli, hvert sem málefnið er. Heilbrigðisyfírvöld eru óspör á full- yrðingar um skaðsemi tóbaks, jafn- vel þó fækkun reykingamanna dragi úr tekjum ríkissjóðs. Reykingamenn í landinu skipta tugum þúsunda. Þeir eru neytend- ur. Þeir fá að velja úr tóbakstegund- um. Ef Samúel hefur áhuga á að upplýsa þetta fólk um nýjungar á markaðnum, og verðlag á tóbaki, þá er það blaðinu fijálst. En Samúel getur einnig gert fólki grein fyrir hættunni af reykingum. Og blaðið hefur gert talsvert af þvf á undanfömum árum. Hins vegar hafa Krabbameinsfélagið, tóbaksvamanefnd eða fræðslufull- trúar þessara aðila aldrei látið svo lítið að senda Samúel fréttatilkynn- ingar eða fræðsluefni til birtingar. Tóbaksvamanefnd hefur aldrei auglýst skaðsemi reykinga i Samú- el. Samt viðurkenna menn þar að Samúel er útbreitt blað og nær sér- staklega vel til þeirra sem em á viðkvæmasta aldrinum gagnvart reykingum. Er ekki tími til kominn að þessir menn fari að vinna fyrir kaupinu sínu og hætti að ofsækja fjölmiðla á gmndvelli laga sem bijóta gegn stjómarskránni? Höfundur erritstjóri og útgefandi hjá Sam-útgáfunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.