Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR1986 Kirkjan og konan á íslandi Pullyrða má, að frelsi og rétt- indi kvenna til átaks 5 samfélagi mannkyns sé nær eingöngu komið frá kenningum Krists, Jesú frá Nazaret. Hann virðist hvergi gera grein- armun karls og konu í þeim orð- um, sem eftir honum eru höfð og síst gerir hann hlut konunnar minni. Hann er þar sem á flestum öðrum sviðum langt á undan sinni samtíð. Og einmitt þar eru guðspjöllin og Gamla testamentið mjög ósam- mála. Mætti jafnvel segja að meira að segja boðorðin 10 telji konur vart með mönnum, nema þá sem eign karlmannsins. Raunar er sá munur einnig mikill í ritum Nýja testamentisins. Þar eru skoðanir Páls postula og kenningar í flestu mótaðar af lít- ilsvirðingu faríseans gagnvart réttindum kvenna. Satt að segja ekki „ritaðar af fíngri Guðs“, það er kærleikans. Segja má að konur hafí verið minnugar aðstöðu Jesú til sín, að svo miklu leyti sem þær hafa þorað að tjá sig víðs vegar um veröld alla. Það hafa hvarvetna verið konur sem í hljóðlátri önn og umhyggju hversdagsins hafa kennt, eflt og unnað bænrækni, trúrækni og kirkjurækni, ekki síst með uppeldi bama, innan heimilis sem utan. Að sjálfsögðu eru það fslenskar konur sem hér eru hafðar í huga. Félagasamtök þeirra hafa verið sönn iimandi skrautblóm á barmi kristindómsins í fjölbreyttri starf- semi til hjálpar, líknar með boð- skap og söfnunum ásamt fómar- lund til kirkjubygginga og að- hlynningar hrelldum, öldruðum og munaðarlausum. Allt hefur þetta verið unnið í krafti Krists og andi hans í verki orðum ofar og gert hversdagsönn að helgihaldi. En því miður hefur þetta breyst, ekki síst hina síðustu ára- tugi og stefnt að stjómmálaríg og flokkastarfsblindu svo að raunalegt má telja. Ættu konur nú að loknu svonefndu kvennaári, að athuga vel hvert stefnir og gleyma ekki sfnum heilaga starfs- ferii. Það em ekki allt kostir til eftirbreytni sem karlar hafa tamið sér konum fremur. Þar em tób- aksreykingar áþreifanlega víti til vamaðar. Göfgi konunnar er helgigripur sem aldrei má gleyma né van- meta. Fyrir 15 ámm birtist skýrsla frá aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík, sem sannaði einmitt þessa göfginnar braut og sýndi lifandi kristinn dóm í hugsjónum og áhugamálum kvenna hér úti við ysta haf. Þar vom ekki einungis hjúkr- unarmál og uppeldismál á dag- skrá, heldur tóku þær einnig fræðslu- og skólastörf til umræðu og ákvarðana. Þar kom fram, að Bandalag kvenna taldi mjög þýðingarmikið að kristin frseði með bættum námstækjum og aðferðum yrðu á námsskrá allt skyldunámsstigið. Þessu hefur því miður verið þokað frá. Sagt er að jafnvel í Kennaraháskólanum séu heilar deildir án kristinfræðináms. Enginn mundi samt geta neitað því að erfítt yrði að fínna nokkra námsgrein sem yrði betri hom- steinn og jarðvegur sannrar menntunar og manngöfgi til sið- fágunar, friðar og frelsis en krist- infræði, án fordóma og þröngsýni. Auðvitað er takmarkið að þessi fræði auki víðsýni, skilning og samstarf ólíkra trúarbragða og kirkjudeilda. Þar hefur öldum saman illa gengið og er því á „friðarári" — en það eru raunar öll — full þörf að gleyma ekki einingarboðskap elsku og um- byrðarlyndis, sem ömmur og mömmur eiga svo oft í sjóði. í fyrmefndri áætlun kvenna árið 1970, sem hér skal minnst, var svonefnt samstarf presta og kennara. Þar virðist vel hafa gengið með árangur óska. Nú mun altítt í skólum að skipuleggja helgistund með presti sínum einkum á fermingarári bama, ennfremur hópferðir til guðsþjónustu undir leiðsögn kennara að ógleymdum námskeið- um á sagnhelgum stöðum þjóðar og kirkju. Þar getur ein sam- verustund verið jafngild mörgum kennslustundum. Þetta skildu konumar í Banda- lagi kvenna í Reykjavík vel. Þess hefði gjama mátt minnast á síð- astliðnu kvennaári ekki síður en þess, sem vakti deilur og kröfur, þótt gagnlegt geti verið. Hver mun sá prestur og kennari sem mætt hafa með hóp ung- menna í kirkju eða helgum stað, sem ekki minnist þess með gleði. Margir telja slíka stund meðal hins bjartasta og dýrmætasta í sínum minningasjóði. Ekki er það síður um þá nemendur sem vom þátttakendur í ferð og samveru á vegum hins góða og fagra. Það er mér sönn ánægja að minna hér á tillögumar frá Bandalaginu og biðja íslenskar konur, sem nú em ennþá þrótt- meiri þátttakendur í samfélaginu en fyrir 15 ámm, að gleyma þeim aldrei. Og ljúka svo þessum þætti með að birta þessar óskir þeirra: „A. Kristinfraeði verði á náms- skrá allt skyldunámsstigið." B. Trúarbragðakennsla verði minnst tvo tíma í viku í mennta- og kennaraskólum, og öðmm æðri skólum lands- ins. C. Hefja skyldi námsdag með stuttri helgistund. D. Skipuleggja bekkjarheimsókn- ir til guðsþjónustu undir leið- sögn kennara. E. Foreldrar í Reykjavík sæki kirkju reglulega með bömum sínum, meðan búið er undir fermingu." íslenska húsfreyja, amma og móðir, ábyrgð þín er stór en um leið heilög. Göfgi slíks hlutverks má aldrei gleymast. Kyennabókmenntir Opið bréf til menntamálaráðherra Við undirritaðar, nemendur á kandidatsstigi í íslenskum bók- menntum við heimspekideild Há- *■ skóla íslands, mótmælum harðlega valdníðslu menntamálaráðherra við nýlega veitingu lektorsstöðu í ís- lenskum bókmenntum við Háskóla íslands, þegar hann hafnaði þeim umsækjanda sem dómnefnd mat hæfastan og naut yfirgnæfandi stuðnings heimspekideiidar sam- kvæmt atkvæðagreiðslu deildar- fundar. Með því að hafna þeim umsækj- anda sem hæfastur var talinn, Helgu Kress, gerir ráðherra sig seKan, að okkar mati, um kvenna- kúgun í tvennum skilningi. Annars vegar augljóslega með því að hafna konu sem talin var hæfíist umsækj- enda en ráða til starfsins karlmann *og hins vegar með þvf að hafna kvennarannsóknum. Á undanfömum árum hafa kvennarannsóknir rutt sér mjög til rúms við háskóla erlendis. Þær eru sprottnar af vaxandi áhuga á menningu og stöðu kvenna og eru einkum stundaðar af konum. Ein- hverra hluta vegna hafa kvenna- rannsóknir átt fremur erfítt upp- dráttar við Háskóla íslands og er þar ekki um að kenna áhugaleysi kvenna. Helga Kress er brautryðjandi í rannsóknum á íslenskri kvennabók- menntasögu en kennsla á því sviði hefur mjög verið vanrækt í kennslu íslenskra bókmennta við háskólann og má þar kenna um skorti á kenn- ara sem gæti annast þá kennslu. Örsjaldan hefur þó Helga Kress verið ráðin í stundakennslu til að halda námskeið í íslenskum kvenna- bókmenntum og hafa það verið mjög flölsótt námskeið og nemend- ur áhugasamir enda konur í miklum meirihluta íslenskunema. Þar sem mikill áhugi er á rann- sóknum á íslenskum kvennabók- menntum og mikið verk óunnið er ljóst að biýn þörf er á kennara í íslenskum bókmenntum sem sinnt getur rannsóknum og kennslu á þessu sviði. Við sem skrifum þetta bréf búum okkur undir að ljúka kandidatsprófí í íslenskum bókmenntum með loka- ritgerðum á sviði íslenskra kvenna- bókmennta. Eins og mál hafa skip- ast sjáum við ekki fram á að geta lokið námi vegna skorts á hæfum leiðbeinanda á okkar sérsviði. Guðbjörg Þórisdóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Ragnheiður M. Guðmundsdóttir, Ragnhildur Richter, Sigurrós Erlingsdóttir, Soffía Auður Birgisdóttir. Vinningar í símahappdrættinu af hentir AFHENDING vinninga í símahappdrætti Styrkt- arfélags lamaðra og fatlaðra 1985 fór fram 23. janúar sl. hjá Ingvari Helgasyni hf. Vinningar voru 8 Subaru-bifreiðir með drifi á öllum hjólum, 2 af gerðinni 1800 station og 6 af gerðinni Justy-10. Vinningar komu á eftirtalin númer 91-46792, 91-43086, 91-51631, 91-24635, 91- 39599,92-7302,92-8347 og 99-3133. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar símnotendum um land allt veittan stuöning með þátttöku í símahappdrættinu. Ágóðanum af happdrættinu verður varið tíl að Ijúka leikskála sem er í byggingu við sumardvalarheimili félags- ins fyrir fötluð börn í Reykjadal í Mosfellssveit. Sjálfstæðiskonur — Opiðhús Landssamband sjálfstæðiskvenna og Hvöt, félag sjálfstæöiskvenna í Reykjavík, hafa opið hús í Valhöll (kjallarasal) í hádeginu firnmtudag- inn 30. janúar. Sjálfstæðiskonur mætum allar og spjöllum saman. Léttur hádegis- verður veröur á boðstólum fyrir konur og börn, sem að sjálfsögðu eru velkomin. Stjórnimar. </_______________________________________________ Kópavogur — Kópavogur Hinn árlegi skemmtifundur fyrir eldri bæjarbúa í Kópavogi verður i Hamraborg 1, fimmtudaginn 30. jan. kl. 20.00. Bílar til reiðu fyrir þá er þurfa, simi 40708. Mætið hress og kát. Sjálfstæðisfélögin i Kópavogi. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins verður starfræktur dagana 24. feb.-8. mars nk. sem kvöld- og helgarskóli. Skólinn skiptist í tvo hluta. Allir nemendurnir taka þátt i fyrri hlutanum og verður þar farið yfir vitt svið stjórnmála- og fólagsmála. T.d. fyrirlestrar um sveitarstjórnarmál, utanríkis- og öryggismál og enn- fremur verður kennd ræðumennska og greinaskrif. Síðari hluti skipt- ist í 2 svið, efnahags- og atvinnumál og utanrikis- og menningarmál. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Reykjavík, Háaleitisbraut 1, eða i síma 82900. TyrKópavogi Almennur félags- fundur verður hald- inn miðvikudaginn 29. janúar kl. 20.30 í Sjálfstæöishúsinu aö Hamraborg 1, 3. hæð. Gestur fundar- ins 'Jónas H. Har- alz, bankastjóri ræðir um Jón Þor- láksson og nýút- komna bók með verkum hans. Fundurinn er öllum opinn. Kaffiveitingar. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.