Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR1986 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1986 27 JMfagtti nMáfeifr Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Þráttað um Þróunarfélag Aliðnu sumri samþykkti Alþingi lög um stofnun nýs félags, þar sem sameinaðir skyldu kraftar einkafyrirtækja og ríkissjóðs til að örva nýsköpun í íslensku atvinnulífí og efla arðsama atvinnustarfsemi. Fé- lagið var formlega stofnað 30. nóvember sl. með 344 milljóna króna hlutafé, þar af eru 100 milljónir króna frá ríkinu. Davíð Sch. Thorsteinsson, forstjóri, var kjörinn stjómarformaður og sagði meðal annars í samtali við Morgunblaðið 1. desemben „Þetta félag á að skila arði og sem formaður mun ég starfa eftir því mottói, að sérhverri beiðni frá pólitíkusi verður sjálf- krafa vísað frá. Pólitíkusamir verða óvelkomnir hjá Þróunarfé- lagi íslands hf.“ Þetta félag er ein þriggja stofnana, sem urðu til, þegar ákveðið var að leggja Fram- kvæmdastofnun ríkisins niður. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sem lagði frum- varpið um félagið fram á Alþingi kallaði það „áhættuijármagns- fyrirtæki" — fyrirtæki, þar sem hið opinbera og einkaaðilar sameinast um að Ieggja fram Qármagn og táka þannig þátt í þeirri áhættu, sem fylgir stofnun nýrra fyrirtækja. Forsætisráð- herra sagði einnig, að með fyrir- tækinu væri stefnt frá þeirri rík- isforsjá, sem „segja má að hafí einkennt uppbyggingu sjávarút- vegsins á síðasta áratug með ýmiss konar áætlanagerð og rík- isforsjá" svo að vitnað sé til orða ráðherrans á Alþingi 29. apríl 1985. Framkvæmdastofnun ríkisins heyrði undir ríkisstjómina í heild, en ákveðið var, að forsætisráð- herra einn bæri stjómskipulega ábyrgð á Þróunarfélaginu og öðmm arftökum Framkvæmda- stofnunar. Þetta atriði var sér- staklega rætt á Alþingi og þá sagðist Steingrímur Hermanns- son, 30. apríl 1985, vilja fullvissa þingmenn um að þeir þyrftu „engar áhyggjur að hafa af því að fullt og gott samráð verður innan þessarar ríkisstjómar um skipan mála hjá þeim fyrirtælq- um og stofnunum, sem hér um ræðir“. Aðeins fáeinum vikum eftir að fyrirtækið var formlega stofn- að og stjóm þess tók til starfa, hefur stjómarformaður þess og einn stjómarmanna sagt af sér vegna þess, að forsætisráðherra „hefur beitt áhrifum sínum innan stjómar félagsins til að hafa áhrif á val framkvæmdastjóra". Telur Davíð Sch. Thorsteinsson, að þar með hafí „hinn hugsjóna- legi grundvöllur" að baki félag- inu brostið. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfír á Alþingi 30. apríl 1985, að með stofnun Þróunarfélagsins væri verið að stíga „skref frá pólitísk- um ákvörðunum við atvinnuupp- byggingu . . .“ Og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði einn- ig: „Meginatriðið er það að hér er verið að stofna sjálfstætt hlutafélag og forsætisráðuneytið mun eðlilega standa að undir- búningi þeirrar stofnunar. En félagið sjálft, þegar það verður komið á fót, mun auðvitað taka ákvarðanir um það hveijir verða starfsmenn fyrirtækisins, hver verður þar í forsvari og taka síð- an ákvarðanir um aðgerðir fyrir- tækisins. Það verður verkefni þessa hlutafélags með sama hætti og önnur hlutafélög starfa og þar kemur ráðuneytið hvergi nærri. Það fer einungis með eignaraðild ríkisins að þessum hlutabréfum.“ Afsögn tveggja stjómar- manna Þróunarfélagsins hefur leitt til deilna milli formanna stjómarflokkanna. Steingrími Hermannssyni fínnst vandlifað „í þessum heimi, ef ég, sem fer með mál stærsta hluthafans í Þróunarfélaginu, má ekki láta álit mitt í ljós“ á því hver verður framkvæmdastjóri félagsins. Þorsteinn Pálsson telur, að af- skipti forsætisráðherra af ráðn- ingu framkvæmdastjórans bendi til þess að hætta sé á, að ráð- herravaldi verði einnig „beitt til þess að hlutast til um einstakar ákvarðanir stjómarinnar er lúta að þeim verkefnum í atvinnumál- um, sem félaginu er ætlað að sinna“. Augljóst er, að forsætisráð- herra vill ekki sætta sig við, að Þróunarfélagið lúti þeim lög- málum, sem formaður Sjálfstæð- isflokksins lýsti í þingræðu 30. apríl 1985 og vitnað er til hér að framan. Þá hefur forsætisráð- herra ekki heldur haldið á þessu máli í samræmi við eigin orð um „fullt og gott samráð" innan „þessarar ríkisstjómar" um mál- ið. Nokkurra vikna reynsla virð- ist duga til að sýna, að of mikill- ar bjartsýni hafí gætt hjá þeim, sem héldu unnt að stofna hér fyrirtæki með þátttöku ríkisins í þeirri trú, að stjómmálamenn teldu sig ekki eiga að ráða því, sem þeir vildu í félaginu. Á það hlýtur að reyna á næstu dögum, hvort einkafyrirtæki vilja hætta fé sínu áfram í fyrirtæki, sem starfar undir þeim pólitísku formerkjum, er hér hefíir verið lýst. Það skyldi ekki eiga eftir að koma í ljós, að menn telji of áhættusamt að leggja fé í „áhættufjármagnsfyrirtæki", af því að sjálfur forsætisráðherrann vill stjóma því? Fíkniefnaneysla á íslandi og í öðrum vestrænum löndum TAFLAII Samanburður á högum unglinga er neyta ólög- legra fíkniefna og þeirra er ekki neyta fíkni- efna (vestræn lönd). Nota Notaekki Fjölskylda fíkniefni fíkniefni Alin upp af báðum kynforeldrum <50% >80% Alin upp á fósturheimilum/stofnunum 10-30% 1-0,5% Hjónaskilnaður 30-50% 20% Sundruð fjölskylda fyrir 7 ára aldur 50% ? Heimilisástand: Vímuvandamál í fjölskyldum 25% 5-6% Vímuvandamál Taugaveiklun Afbrot 54% 10-15% Áfengissýki (faðir) 27% Taugaveiklun (móðir) Lyfjaneysla 32% 5-10% Menntun: Ljúka ekki barnaskólaprófi 20-55% 5-7% Hverfa úr skóla fyrir 14 ára aldur 60-70% 31% Orsök misnotkunar: „Vandræði“ heima 56% ? „Vandræði“ í skóla 58% ? Frístundir: Eiga enga vini 14% 2% Tómstundaiðja 34% 60% í vandræðum vegna skorts á tómstundaiðju 50% 10% Starfsreynsla: Atvinnulausir 14-74% 7-19% Ófaglærðir 23% 9% Faglærðir 20% 18% Skrifstofa/verslun 0% 6% Annað 0% 13% Veiyur: Upphaf áfengisdrykkju, yngri en 14 ára 50-80% eldri Upphaf fíkniefnaneyslu 13-14 ára 50% Reykir 73% 8% Áfengi 42% 68% eftir Ólaf Ólafsson Hefur fíkniefnaneysla unglinga í vestrænum heimi aukist á árunum eftir 1970? í þessari skýrslu er þetta vanda- mál tekið til meðferðar. Stuðst e: við skýrslur frá heilbrigðisjrfirvöld- um flestra landa auk þess sem höfundur heimsótti mörg lönd og kynnti sér ástand mála. Dauðsföll í flestum vestrænum löndum hefur árlegum dauðsföllum af völd- um fíkniefna (cannabis, amfetamín, kókaín, heróín) fjölgað mjög á árun- um eftir 1970. I eftirfarandi yfirliti (töflu I) má lesa um síðustu tölur í því efni: Danmörk ............ 24 á 1 miiyón íbúa V-ÞýskaJand ........ 10 á 1 miljjón íbúa Bandaríki N-Ameríka . 3,2 á 1 miHjón íbúa England ............ 2,3 á 1 mil\jón íbúa Ítalía ............. 2,0 á 1 miHjón íbúa ísland ............. 0 á 1 miiyón íbúa (Drug Enforcement Administration. Sameinuðu þjóðimar, Vlnarborg 1984.) Háa dánartíðni í Danmörku má að nokkru leyti skýra með því að fíkni- efnaneytendur safnast gjaman til Kaupmannahafnar — Kristjaníu- hverfið dregur fólk að. Auk þess er Danmörk eina landið í Evrópu, er leyfír valmúarækt á ökrum bænda, en í uppáhelling (Decocta) af þeirri jurt er mikið magn af óp- íum. Hæfílegur „dagskammtur" af blöndunni kostar innan við 300 krónur. Mörgum unglingum verður því hált af Kaupmannahafnardvöl. Innlagnir á sjúkrahús Vaxandi fíöldi ungs fólks, sem neytt hefur ólöglegra vímuefna, leitar nú hjálpar á geðdeildum eða öðrum meðferðarstofnunum. Yfír- leitt hefur fíöldi innlagna tvöfaldast eða þrefaldast en í sumum löndum allt að áttfaldast (Holland). Flestir eru sjúklingamir á aldrinum 21-25 ára, en um þriðjungur þeirra er 20 ára og yngri. Ennfremur er allstór hópur sjúklinga úr eldri aldurs- hópum (25-34 ára), þ.e. fólk, sem hóf neyslu á ámnum kringum 1970. Yfírleitt hafa þeir neytt vímuefna í 3-4 ár áður en þeir leita hjálpar. Á íslandi hefur þróunin einnig orðið í þessa átt, þó að hlutfall sjúklinga 20 ára og yngri sé lægra en í ná- grannalöndum. Nokkur skýring á Ólafur Ólafsson „Meirihluti þeirra ungl- inga er ánetjast fíkni- efnum hefur alist upp við sundrung á heimili og í fjölskyldulífi, vímu- efnaneyslu, sjúkdóma og atvinnuleysi. Sömu sögu er að segja frá Islandi nema hvað varð- ar atvinnuleysi. Fíkni- efnavandamál er oft á tíðum ekki síður for- eldravandamál en ungl- ingavandamál.“ vaxandi tíðni innlagna er að með- ferðarstofnunum hefur fíölgað vemlega á síðustu ámm. Kannanir Samkvæmt niðurstöðum kann- ana hefur neysla kannabis aukist í allflestum löndum og neytendur em heldur eldri að ámm en áður (21-25 ára að meðaltali). Á Norðurlöndum og í Bandaríkj- unum virðist heldur hafa dregið úr kannabisneyslu meðal pilta miðað við árin fyrir 1980 en víðast hvar jafnframt _ orðið aukning meðal stúlkna. Áður fyrr var hlutfall neyslunnar hjá piltum og stúlk- um 2:1 en nú er munurinn harla lítill eða enginn. í Suður-Evrópu hefur aukning meðal stúlkna orðið einna mest. Sumar þjóðir virðast hafa gefíst upp í baráttunni gegn kannabis og leyfa nú fijálsa sölu efnisins á veitingastöðum, þar sem ungt fólk venur komur sínar. Um 150 veitingahús í einni höfuðborg Evrópu leyfa slíka sölu. Samkvæmt upplýsingum borgarstjórans greiðir bæjarfélagið „efnið niður". Þessar aðgerðir miða að því að draga úr neyslu „sterkari efna" en em að flestra dómi beinlínis skaðlegar. Neysla kannabis virðist vera minnst i löndiun þar sem efnið hefur alla tið verið bannað (ís- land og Noregur). Þó virðast fleiri hafa prófað efnið en áður. Niðurstöður „spumingalista- kannana" hafa nokkuð verið gagn- rýndar, þar eð komið hefur í ljós, að svör margra unglinga mótast mjög af ríkjandi viðhorfum i þjóðfélaginu. Kannabisneyslan hefur jafnvel reynst 2-4 sinnum meiri en fram hefur komið í könnun- um (England/Svíþjóð). Ýmsar fer- ilsrannsóknir benda til þess, að yfírleitt hefja menn ekki kannab- isneyslu eftir tvítugt. Þess vegna er biýnt að forða óþroskuðum unglingum frá því að byija neyslu þessara efna. Heróín og kókaín í vaxandi mæli flæðir nú tiltölu- lega ódýrt heróin og kókain á markaðinn — jafnvel í handhægum neytendaumbúðum. Nú má kaupa smáskammta af þessu efni í sumum borgum á götum úti fyrir lítið fé (samsvarar nokkur hundruðum ísl. króna). Þetta er vinsæl aðferð til þess að koma unglingum „á bragð- ið“. Langflestir smásölumenn eru vímuefnaneytendur. Enginn vafi leikur á að fjársterkir aðilar standa að baki þessarar dreifíngar. Allt að 1 af hveijum 1000 unglingum í sumum stórborgum Vestur-Evrópu er háður þessum efíium. Afbrot Óbeinar sannanir þess að fíkni- efnaneysla sé að aukast má rekja til þess að lögregla flestra borga nær í æ stærri birgðir af efnunum. Innbrotatíðni í lyfjabúðir hefur aukist gífurlega, t.d. hafa þessi innbrot 13-faldast í Sviss á sl. 10-12 árum. Fíkniefnaafbrotum og dóm- um vegna þeirra hefur jrfírleitt fjölgað mikið. Um 15-30% brotlegra eru 21 árs og yngri. Nokkum hluta af vaxandi fjölda dóma og aðgerða lögreglunnar má eflaust rekja til þess að lögreglan sinnir þessu máli meira en verið hefur. Hveijir neyta fíkniefna? Margt er óljóst um orsakir fíkni- efnaneyslu unglinga. Vananeytend- ur má finna í öllum þjóðfélags- hópum og á öllum menntunarstig- um. Flesta má þó fínna í vissum hópum eins og fram kemur í töflu 11(1). Ljóst má því vera að sundrung í heimilis- og fíölskyldulífí, vímu- efnaneysla foreldra, sjúkdómar og atvinnuleysi eru veigamiklir þættir á lífsferli unglinga er neyta fíkni- efna borið saman við þá er ekki neyta vímuefna. Atvinnulausir unglingar eru einn stærsti áhættu- hópurinn. Þetta hefur nokkuð verið kannað á íslandi, og enginn vafí leikur á að verulegur hluti ungl- inga er leitar til meðferðarstofn- ana hér á landi kemur frá heimil- um þar sem sundrung í heimilis- lífi og ofneysla áfengis og jafnvel annarra vimuefna eru algeng. * Staða Islands: Gerð hefur verið aðeins ein rann- sókn á fíkniefnaneyslu unglinga (1984) er náði til alls landsins. Þar af leiðandi liggja ekki fyrir öruggar upplýsingar um þróun vímuefna- neyslu og allur samanburður bygg- ist því á niðurstöðum smærri at- hugana. I framangreindri könnun (1984) segjast tæplega 17% unglinga á aldrinum 15-20 ára hafa einhvem tímann prófað hass þar af 20% pilta og 14% stúlkna. A Reykjavíkur- svæðinu höfðu 22,1% prófað efnið en tæplega 10% í öðrum lands- hlutum. Allt að 40% pilta í elsta aldurs- hópnum sögðust einhvem tímann hafa prófað hass. Meðal 15 ára pilta í Reykjavík sögðust tæplega 13% hafa prófað hass en meðal 19-20 ára pilta í Reykjavík sögðust tæp- lega 30% hafa prófað hass en 11,5% utan Reykjavíkur. Alls sögðust um 1% nota kannabis einu sinni eða oftar í viku. Af samanburði við fyrri kannanir virðast fleiri en áður hafa prófað kannabis en trúlega hefur reglulegum neyt- endum ekki fjölgað eftir 1980. Innlögnum á meðferðarstofnanir vegna kannabis- og amfetamin- neyslu hefur fjölgað frá því fyrir 1980. Um 3% allra innlagna á meðferðarheimilið Sogn árið 1984 vom vegna kannabisneyslu. Fjölg- un innlagna vegna kannabis- neyslu stangast á við upplýsingar um að regluleg neysla virðist ekki hafa aukist en það gæti staf- að að einhveiju leyti af auknum möguleikum til meðferðar. Meðal eldri sjúklinga (20-29 ára) er leggjast inná Vog ber orðið tölu- vert á reglulegum amfetamínneyt- endum. Kókaín og heróín eru ennþá lítið notuð hér á landi. Yfírleitt dveljast þau íslensku ungmenni erlendis sem ánetjast hafa sterkari vímuefnum. Sniffun virðist ekki hafa aukist. Hvað er til ráða: 1. Leggja ber mikla áherslu á að styrkja fjölskyldulíf og heimilis- líf. Fræðsla í uppeldi ætti að vera eitt aðal námsefni grunn- og framhaldsskóla. Fræðsla um upp- eldi myndi stuðla að bættum upp- eldisaðferðum og auka skilning fólks á hættum af sundrung og upplausn fyrir líf bama og ungl- inga. Traust heimili, nægilegur tími til samvista foreldra við böm sín, gott samlíf, aðhald í uppeldi, sam- fara góðum menntunarmöguleikum og tómstundaiðju eflir sjálfstraust og sálarstyrk unglinga og gagnar þeim vel á lífsbrautinni. Svo virðist sem fíkniefnavanda- mál sé oft á tíðum ekki síður for- eldravandamál en unglingavanda- mál. Nálega 'U unglinga er tóku þátt í landskönnun Landlæknisemb- ættisins kvörtuðu um vandræði á heimili vegna áfengisneyslu. 2. Fræðsla um fíkniefni hefur oft verið umdeild. Sumir halda því fram að fræðsla um þessi efni hafí jafnvel orðið til þess að unglingar freistuðust til þess að neyta efn- anna. Þessi kenning kemur ekki heim og saman við raunveruleik- ann. Reynsla Norðmanna, Svía og Bandaríkjamanna er að samfara öflugri fræðslu hefur neysla kannabis meðal unglinga minnkað. Vissulega ber að efla mjög for- eldrafræðslu. Ágætur árangur í tóbaksvörnum bendir til þess að fræðsla til unglinga samfara for- eldrafræðslu um tóbaksnotkun skili ágætum árangri. Efla ber foreldra- félög skóla til mun meiri aðgerða en verið hefur. Svo virðist sem fræðsla í litlum umræðuhópum með leiðbeinanda (kennara) gangi betur en stuttir fyrirlestrar utanaðkomandi fólks. Fyrirlestrar er vekja ógn eru trú- lega jafn haldlitlir og „blóðugir" umferðarfyrirlestrar. Hvort tveggja verkar jafnvel fjarstæðukennt á unglinga. í landskönnun Land- læknisembættisins á fíkniefnanotk- un meðal tæplega 2000 unglinga töldu yfír 80% að fræðslu um áfengi og fíkniefni þyrfti að efla. Ríkisfjölmiðlar eru oft tregir til að flytja fræðsluþætti. Nauðsynlegt er að skylda ríkisíjölmiðla sam- kvæmt reglugerð að flytja fræðslu- þætti um fíkniefni með reglulegu millibili (foreldrafræðsla). 3. Mikilvægt er að veija ísland gegn fíkniefnasmygli sem virðist vaxandi, sbr. lögregluskýrslur. ís- land er trúlega eitt af fáum löndum í heiminum sem að miklu leyti mætti loka fyrir fíkniefnasmygli ef eftirlit væri eflt. 4. Enginn vafí leikur á að mjög fjársterkir aðilar standa að baki dreifingu ólöglegra vímuefna í heiminum. Leggja ber áherslu á að stjómvöld hér á landi taki höndum saman við stjómvöld annarra landa og efli alþjóðahreyfingar til baráttu gegn þessum aðilum. Samantekt í flestum vestrænum löndum hefur §ölgað mjög dauðsföllum ungs fólks vegna neyslu sterkra fíkniefna, og í sumum löndum margfaldast. Á Islandi hefur ekkert skráð dauðsfalla verið af þessum sökum. Innlögðum sjúklingum vegna fíkniefnaneyslu hefur einnig Qölgað mikið í flestum löndum, þó einna minnst á íslandi (amfetamín). í Hollandi áttfaldaðist innlagnatfðni á sl. 10 árum. Innbrot í lyfjabúðir hafa marg- faldast svo og önnur lögreglumál. Regluleg neysla kannabis sem álitið er eitt af „vægari" fíkniefnum virðist ekki hafa aukist á Norður- löndum (ísland meðaltalið) og í Bandaríkjunum sl. 3-4 ár. Fleiri virðast þó hafa prófað efnið en áður og innlögnum á meðferðarstofnanir hefur fjölgað mikið. Niðurstöður spumingalistakann- ana hafa verið gagniýndar, þar eð komið hefur í ljós í sumum könnun- um að líklegur fjöldi neytenda er ailt að 2-4 sinnum meiri en fram kemur. Mikil aukning á innlagnar- tíðni stangast á við að kannabis- neysla virðist ekki hafa aukist samkvæmt spumingalistum. Meirihluti þeirra unglinga er ánetjast fíkniefnum hefur alist upp við sundmng á heimili og í §öl- skyldulffi, vfmuefnaneyslu, sjúk- dóma og atvinnuleysi. Sömu sögu er að segja frá íslandi nema hvað varðar atvinnuleysi. Fíkniefnavandamál er oft á tfðum ekki síður foreldravandamál en unglingavandamál Til þess að fræðsla gegn fíkni- efnaneyslu beri árangur verður að beina henni ekki síður að foreldmm en unglingum. Stjómvöld hér á landi verða að taka höndum saman við stjómvöld annarra landa og efla alþjóðleg öfl er beijast gegn alþjóðlegum dreif- ingaraðilum á fíkniefnamarkaði. Höfundur er landlæknir. Greinin erað hluta tU úr skýrslu hans til Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar / Kaupmannahöfn, april 1985. 1. Ó. Ólafsson: Trends in iliicit drug use by adolescents and young adults in Westem Europe and USA in the 70's; A Report to the EURO- Office WHO, Copenhagen 1985. 2. Landlæknisembættið: Könnun á notkun áfengis, tóbaks, ávana- og fiknicfna 15-20 ára skólancmcnda. Bráðabirgðaniðurstöður. Júli 1986. 3. Landlæknisembættið: Neysla áfengis, tðbaks, fíkniefna og ávanalyQa á íslandi. Fylgirít við HeilbrígðÍBskýrslurnr. 3 1982. Heimildir: Pistill frá Winnipeg’/Margrét Björgvinsdóttir. Stjörnutónlist og landnámsmannaljóð „Það var eiginlega fyrir tilviljun að ég tók til við_ að semja tónlist," sagði Eiríkur Ámi, tónlistarmaður og listmálari, er við tókum tal saman í janúarkuldanum. Hann hefur dvalið hér í Winnipeg undan- fama mánuði við Tónlistarakademí- una og leggur sérstaka stund á tónsmíðar. „Maður er nú svosem ekkert bam að aldri," bætti hann við bros- andi og unglegur, og þykist ein- hvem veginn hafa reynt sitt af hveiju. Og víst hefur hann ferðast víða, verið búsettur samanlagt í átta ár í Svíþjóð, þar sem hann kenndi tónlist, auk þess sem hann hefur nú nýverið stundað nám í Banda- ríkjunum í eitt ár. Hér áður kenndi hann við Flensborgarskóla, stjóm- aði karlakómum Þröstum í Hafnar- fírði og um tíma Karlakór Keflavík- ur, einnig stofnaði hann Söngflokk Eiríks Áma og gaf þ á m út nokkr- ar plötur um miðjan áttunda ára- tuginn. Á íslandi hefur hann haldið átta málverkasýningar auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýn- ingum. Síðustu sýninguna hélt hann í boði menningarviku HafnarQarð- arbæjar vorið 1981. „Það er stærsta sýning sem ég hef haldið, en síðan hef ég fremur snúið mér að tónlist- inni,“ segir Eiríkur. Og hann heldur áfram: „Eg hafði um árabil af skilj- anlegum ástæðum útsett lög fyrir kórana sem ég stjómaði, en aldrei fengist við að semja sjálfur fyrr en veturinn 1983-84, en þann vetur kenndi ég við Tónlistarskóla Kefla- víkur. Sem frístundagaman vann ég Eiríkur Ámi Sigtryggsson með leikhópnum Hugleik. Ætlunin var að þetta litla áhugamannaleik- félag í Reykjavík færði um vorið upp gamalt leikrit eftir Magnús Grímsson. í leikritinu voru nokkur ljóð en vantaði lögin. Ég tók að mér að semja lög við þessi ljóð og hafði ekki nema viku til stefnu. Nú, þetta gekk bara ljómandi vel, og ég hélt áfram og samdi einnig lög við nokkur kvæði eftir Emmu Hansen, en hún var ein þeirra sem starfaði með leikhópnum. Þessi lög vom svo öll sungin á kvöldvöku í Félags- stofnun stúdenta um vorið og fékk skemmtunin góðar undirtektir þeirra sem á hlýddu. Sjálfur hafði ég lengi gengið með þann draum að leggja fyrir mig tónsmíðar, og þetta ýtti undir mig að leggja aftur út í tónlistina af krafti." Ef ársdvöl í Bandaríkjunum flutti Eiríkur til Winnipeg. Hann segir: „Fýrir hreinustu tilviljun hitti ég á fyrirlestri hjá Magnúsi Magnússyni, sem hann hélt hér í bænum, skáld- konuna Kristjönu Gunnars. Krist- jana hefur búið hér mörg undan- farin ár. Hún spurði mig hvort ég hefði ekki áhuga á stjömutónlist. Ekki vissi ég alveg hvað hún átti við, en úr varð að ég samdi tónlist við 2 ljóðabálka, annan eftir Krist- jönu og hinn skrifaðan af kanadíska rithöfundinum George Amabile. Þetta var mjög nýstárlegt verkefni fyrir mig. Meginþemu þessara tveggja ljóðabálka vom í tengslum við himinhvolfín með tilvísunum í stjömur og sólkerfí. Samvinna okkar var gefandi og árangursrík og fluttum við verk okkar á þingi rithöfundasambands Manitoba sl. haust. Flutningurinn fór fram í stjömuveri. Þau Kristjana og George lásu ljóð sín, en ég lék undir verk mitt, sem samið var fyrir hljóð- gervil. Flutningurinn tók um 60 mínútur. Undir lestrinum ogtónlist- inni var svo stjömuhiminninn not- aður þannig að varpað var á hann ýmsum myndum sem tengdust efni ljóðanna. Þessi nýstárlegi flutnings- máti mæltist vel fyrir og hyggjum við þijú á frekari samvinnu.“ Nú um áramótin var svo flutt við Tónlistarskólann nýtt verk eftir Eirík Áma, sem hann nefnir ÍS- DULD og skrifað er fyrir flautu, óbó og fagott. í því verki notar hann þema úr íslenskum þjóðlögum. Og Eiríkur heldur áfram. „íslensku þjóðlögin eru sterk í mér. Þau verk- efni sem ég vinn að núna tengjast líka íslandi. Kristjana Gunnars hefur gefið út tvær ljóðabækur sem hún nefnir Settlement Poems I og II eða Land- nemaljóð. Þau fjalla um fyrsta ár landnemanna í Nýjá íslandi. í ljóð- unum lætur Kristjana sex sögu- menn lýsa viðhorfum sínum til þeirra örlagaríku atburða sem þá gerðust. Þetta eru ekki beinar frá- sagnir heldur blanda úr náttúru- myndum héðan af sléttum Kanada og þjóðtrúnni að heiman. Lögð er áhersla á ferðina yfír landið og yfír vatnið. Þær andstæður sem koma fram í þessum ljóðum höfða til mín og skapa góða möguleika til tónlist- arlegrar túlkunar. Tónverk mitt er ætlað til flutnings fyrir kór, hljóm- sveit og einsöngvara. Það er því mikil en skemmtileg vinna fram- undan hjá mér.“ Og að þessum töluðum orðum var Eiríkur þotinn til að sinna þeim verkefnum sem framundan liggja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.