Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.01.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Veitingahúsið Þrír f rakkar vill ráða starfsfólk í sal. Upplýsingar á Baldursgötu 14 í dag, á morg- un og á fimmtudag milli kl. 15.00 og 17.00. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Fóstrur Hrafnista óskar að ráða fóstru til að veita forstöðu dagheimili. Þarf að geta hafið störf sem fyrst til undirbúnings og ráðgjafar. Upplýsingar veitir Jóhanna Sigmarsdóttir í símum 30230 eða 38440 á skrifstofutíma. Tölvur sala — framtfð Vegna stöðugt aukinna umsvifa hjá fyrirtæki okkar óskum við eftir að ráða 2 sölumenn. ► Leitað er eftir hæfileikafólki með góða undirstöðumenntun, skipulagshæfileika, sjálfstæði í störfum og leikni í mannlegum samskiptum. ► Við bjóðum lifandi störf í traustu og fram- sæknu fyrirtæki með samhentu starfs- fólki. ► Launakjör eru góð. Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast snúi sér til Sigurðar S. Pálssonar, framkvæmdastjóra tölvutæknisviðs (ekki í síma), fyrir 1. febrúar nk. % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. W Hverfisgötu 33 Simi 20560 Starfskraftur — Skrifstofuvinna Okkur vantar starfskraft á skrifstofu okkar nú þegar. Um er að ræða heilsdagsstarf. Æskilegt er að umsækjandi sé með verslun- ar— eða tækniskólamenntun. Nauðsynlegt er að viðkomandi geti unnið sjálfstætt. Umsóknir með meðmælum og/eða upplýs- ingum um fyrri störf leggist inn á auglýsinga- deild Mbl. merktar: „Areiðanlegur — 3336“ fyrir 31. nk. Sólvangur Sólvangur í Hafnarfirði óskar að ráða nú þegar í stöður hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, starfsfólks við aðhlynningu, í eldhús og til afleysinga vegna vetrarleyfa. Útvegum pláss á dagheimili eða hjá dag- mömmu. Nánari upplýsingar gefur hjúku unarforstjóri í síma 50281. Forstjóri. Sölumaður Fyrirtækið annast innflutning á vefnaðarvöru ásamt rekstri vefnaðarvöruverslana í Reykja- vík. Starfið felst í sölu á vefnaðarvöru, aðallega í gegnum síma. Einnig móttöku og afgreiðslu pantana m.a. út á landsbyggðina. Hæfniskröfur eru að umsækjendur hafi reynslu af sölustörfum. Vinnutími er alla virka daga frá kl. 08.00-16.30. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 09.00-15.00. Afleysinga- og ráðnmgaþjónusta Lidsauki hf. Skólavördustig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355 Maður óskast til starfa á smurstöð. Helst vanur. Upplýsing- ar á staðnum. Smurstöðin, Laugavegi 180. Verksmiðjuvinna Stúlkur óskast til starfa í verksmiðju okkar. Upplýsingar gefnar á Skúlagötu 28 (ekki í síma). Kexverksmiðjan Frón hf. Vélstjóra vantar Vélstjóra vantar sem fyrst á b/v Ljósafell SU-70 frá Fáskrúðsfirði. Aðalvél er 2000 hö (1471 kw). Nánari upplýsingar gefur útgerðarstjóri í síma 97-5240 og heimasíma 97-5239. Ritari óskast Unglingaheimili ríkisins óskar að ráða ritara þrjá eftirmiðdaga í viku. Umsóknir sendist skrifstofu Unglingaheimilisins, Garðastræti 16, 101 Reykjavík, fyrir 3. febrúar. Uppl. í síma 19980. Sjúkraliðafélag íslands Starfsmaður óskast í 50% starf á skrifstofu félagsins. Kunnátta í vélritun, ensku og dönsku áskilin. Sjúkraliðamenntun æskileg. Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu fé- lagsins, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, fyrir 3. febrúar nk. Stjórnin. raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar kennsla Frönskunámskeið Alliance Francaise Fyrri námskeið vorannar hefjast mánudag 3. febrúar. — 10 vikna námskeið. — Kennt verður á öllum stigum. — Bókmenntaklúbbur. — Leiklistarklúbbur (minnst 6 nem., mest 12 nem.) fyrir þá sem lengra eru komnir. — Barnaflokkur (7-12 ára) og Unglingaflokk- ur (13-16 ára) ef næg þátttaka fæst. Innritun fer fram á bókasafni Alliance Fran- caise alla virka daga frá kl. 3-7. Nánari upplýsingar í síma 23870. Veittur er 10% staðgreiðsluafslátturog 15% staðgreiðsluaf- sláttur fyrir námsmenn. Munið kvikmyndaklúbbinn. Sýningar (með enskum texta) sýndar á hverju fimmtudags- kvöldi kl. 20.30 í Regnboganum. Fimmtudag- inn 30. janúar stórmyndin „Rue Case-- Negres" eftir Euzhan Palcy (1983). húsnæöi öskast Teiknistofuhúsnæði Vantar snarlega ca. 30 fm húsnæði fyrir teiknistofu. Gjarnan í teiknistofukjarna. Uppl. í síma 25810. Skipasala Hraunhamars Við leitum eftir 20-30 tonna báti fyrir góðan kaupanda. Báturinn þarf að afhendast eigi síðar en 1. mars nk. Sölumaður Haraldur Gíslason, lögmaður Bergur Oliversson. Kvöld- og helgarsími 51119. Hraunhamar fasteigna- og skipasala, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sími 54511. Hárgreiðslumeistari eða sveinn sem vill starfa sjálfstætt getur fengið leigða aðstöðu á stofu fljótlega. Þeir sem hafa áhuga sendi nafn og símanúmer til augld. Mbl. merkt: „Við miðbæinn - 0453“. Suðurnes fiskverkendur — útgerðarmenn Óskum að fá keypt þorsksvil til niðursuðu á komandi vertíð. Vinsamlegast hafið samband við okkur strax. Jafnframt óskum við eftir að kaupa fryst þorsksvil annars staðar að af landinu. Norðurstjarnan hf., Hafnarfirði, símar 51300 og 51582.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.