Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.02.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR1. FEBRÚAR1986 Minning: Ásgrímur Stefánsson verksmiðjusljóri Fæddur 20. júlí 1916 Dáinn 24. janúar 1986 Vinur minn og samstarfsmaður um áratuga skeið, Ásgrímur Stef- ánsson verksmiðjustjóri, lést föstu- daginn 24. janúar. Asgrímur fæddist á Akureyri þann 20. júií 1916, sonur hjónanna Kristínar Jónsdóttir frá Litlu Há- mundarstöðum í Vopnafirði og Stefáns Ásgrímssonar vélstjóra á Akureyri. Ásgrímur hóf störf hjá Kaup- félagi Eyfirðinga árið 1934, í mat- vörudeild, og var m.a. útibússtjóri í Strandgötu 25, fyrsta útibúinu sem KEA setti upp. Hann starfaði hjá KEA til 1940, að undanskildum vetrinum 1937—1938 er hann mpð stuðningi frá Vilhjálmi Þór, sem þá var kaupfélagsstjórí KEA, stundaði nám við Samvinnuskólann. Um mitt ár 1940 veiktist Ás- grímur af berklum og dvaidi á Kristneshæli í tvö ár. Það voru erfiðir tímar fyrir ungan þá nýgift- an mann að vera innilokaður á heilsuhæli í tvö ár. En honum tókst að yfirbuga berklana og komast til góðrar heilsu. Eftir að hann kom heim frá Kristnesi stofnsetti hann pijónastofu með Guðrúnu konu sinni í kjallara Hafnarstrætis 13, þar sem þau bjuggu. Þetta fyrirtæki óx og dafnaði fyrir dugnað og hagsýni þeirra hjóna. Árið 1946 leitaði Ásgrímur til Vilhjálms Þórs, sem þá var orðinn forstjóri Sam- bands ísl. samvinnufélaga, um hugsanlegan útflutning á pijóna- vörum. Þær viðræður enduðu þann- ig að Sambandið keypti pijónastof- una. Breytt var um nafn á fyrirtæk- inu og hlaut það nafnið Fataverk- smiðjan Hekla. Ásgrímur var ráðinn framkvæmdastjóri og starfsemin aukin. Ásgrímur fór til Bandaríkj- anna þar sem hann kynnti sér fram- leiðslu á vinnumarkaði og setti upp vinnufatadeild í húsnæði KEA við Hafnarstræti, en þangað flutti t Móðir okkar og tengdamóðir, KATRÍN JÓNSDÓTTIR, Hringbraut 41, verður jarðsungin frá Frfkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 3. febrú- ar kl. 1.30. Björgvin Guðmundsson, Guðjón Guðmundsson, Sólrún Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Dagrún Þorvaldsdóttir, Ása Aðalsteinsdóttir, Guðfinnur Magnússon, Sœdfs Jónsdóttir. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, SOFFÍU HÓSEASDÓTTUR, Glitvangi 31, Hafnarfirði. Hrönn Kjartansdóttir, Kristján Stefánsson, Kjartan Kjartansson, Ingibjörg Pálsdóttlr, Gylfi Kjartansson, Ása Arnadóttir, Jóhannes Kjartansson, Hjördfs Árnadóttir, Ragnheiður Hóseasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, VALBORGAR SANDHOLT, Njálsgötu 59, Reykjavík. Egill Th. Sandholt, Sigrfður M. Sandholt, Ásgeir Sandholt, Þóra K. Sandholt, Hanna Sandholt, Camilla Sandholt, Martha Sandholt. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vináttu við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS PÁLS FRIÐMUNDSSONAR, málarameistara, Suðurgötu 5, Keflavfk, Sigurbjörg Pálsdóttir, Þorbergur Friðriksson, Þorbjörg Pálsdóttir, Eyjólfur Eysteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför mannsins míns, föður okkar og tengdaföður, ÁRNA BJÖRNS ÞORVALDSSONAR, framkvæmdastjóra, Höfðabrekku 2, Húsavík. Jóna Guðlaugsdóttir, börn og tengdabörn. pijónastofan einnig. Ásgrímur rak verksmiðjuna af miklum krafti, stækkaði hana og efldi. Árið 1962 flutti hún í nýtt húsnæði á Glerár- eyrum. Þar var framleiðslan enn aukin meðal annars með framleiðslu á mokkaskinnum. Ásgrímur fékk snemma áhuga á útflutningi á ullar- vörum og árið 1959 hófst útflutn- ingur á peysum til Rússlands. Má segja að Ásgrímur hafi verið frum- kvöðull að ullarvöruútflutningi frá íslandi. Sú starfsemi _ átti eftir að eflast ár frá ári og Ásgrímur var hugmyndaríkur að nýjungum til þess að efla þá starfsemi. Sjálfur annaðist hann alla hönnun fyrir peysudeildina í áravfs. Rekstur Ásgríms á fyrirtækinu sem var brátt orðið stærsta sinnar tegundar hér á landi var til sér- stakrar fyrirmyndar. Hann hafði svo næma tilfinningu fyrir rekstrin- um að hann vissi nákvæmlega um stöðu fyrirtækisins á hveijum tíma, þótt staðan í bókhaldi kæmi í raun- inni ekki fram fyrr en mörgum mánuðum seinna. Það þarf ekkert smá átak til þess að sjá um stjómun á svo stórri verksmiðju sem Fata- verksmiðjan Hekla var. Til þess verða menn að gefa sig alla. Það gerði Asgrímur heilshugar. Þar var aldrei nein hálfvelgja. Hann var samvinnumaður af lífi og sál og vann fyrir samvinnuhreyfinguna af miklum hugsjónaeldi. Vinnudagur Ásgríms var yfirleitt langur og vinnugleðin slík að oft gleymdi hann stund og stað. Hann var ávallt tilbúinn að taka að sér verkefni, leysti þau fljótt og vei af hendi og gætti alls af einstakri natni. Þegar ég fluttist til Akureyrar í ársbyijun 1952 hafði ég kynnst Ásgrími gegnum starf mitt hjá Iðnaðardeildinni í Reykjavík. Hann tók strax á móti mér af hlýju og vinsemd sem aldrei kom hnökri á. Við unnum mikið saman að fram- leiðslu og sölumálum og hann lá aldrei á liði sínu að ná sem bestum sameiginlegum árangri. Við ferðuð- umst mikið utanlands, oft langar og strangar utanlandsferðir og betri ferðafélaga er vart hægt að hugsa sér. Ásgrímur hafði mörg áhuga- mál. Hann vann mikið að félagsmál- um, var m.a. í stjóm félags verslun- ar- og skrifstofufólks á Akureyri 1939 og formaður 1940—’45. Hann starfaði í Framsóknarfélagi Akur- eyrar og var formaður þess 1953—’54. Hann var um tíma for- maður Íslenska/Ameríska félagsins og átti sæti í nefnd Kristneshælis. Minning: ÞorvaldurE. Valdi- marsson vélstjóri Fæddur 6. október 1954 Dáinn 22. janúar 1986 Sú harmafregn barst mér 22. janúar, að Emil, bjarti og fallegi sonurinn hennar Grímu, hefði dáið af siysförum þann sama dag. Enn einu sinni hefur okkur verið sýnt hve örstutt bilið er sem skilur að lífið og dauðann. Þorvaldur Emil fæddist í Reykja- vík 6. október 1954. Foreldrar hans vora hjónin Gríma Thoroddsen og Valdimar Kristjánsson vélsmiður, sem nú er látinn. Var hann yngstur þriggja sona þeirra. Eldri honum era Kristján og Bolli. Leiðir foreldra hans skildu og fylgdi hann móður sinni. Var ætíð innilegt trúnaðar- samband á milli þeirra mæðgnanna. Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin Gróðrarstöö viö Hagkaup, sími 82895. Seinni maður móður hans er Sumarliði Gunnarsson. Stofnuðu þau heimili sitt í Vík í Mýrdal, þar sem Emil átti sín fyrstu bemskuár. Seinna fluttist fjölskyldan til Kefla- víkur. Reyndist Sumarliði Emil allt- af góður og hlýr faðir. í Keflavík ólst hann upp við yl góðs heimilis í hópi margra bama. Hljóður og harmi sleginn er hinn stóri systkina- hópur sem nú sér á bak ástúðlegum og hreinlyndum bróður. Hann var góðum hæfileikum búinn og meðfram námi í grann- skólanum var Emil í tónlistarskóla Keflavíkur. Lá það nám mjög vel fyrir honum og spilaði hann á túpu í drengjalúðrasveit í mörg ár. Alla tíð átti tónlistin hug hans. Eftir grannskólanám stundaði Emil nám við Vélskóla íslands. Varð sjómennskan lífsstarf hans og var hann vélstjóri á ýmsum skipum. Reyndist hann dugmikill og farsæll í starfí sínu. Síðasta skipið sem hann var á var Bergvík KE 22. Emil var dulur maður og hóglát- ur, en í fárra manna hópi var hann gamansamur og glettinn. Viðmót hans var hlýtt og samúð og næm- leika hafði hann til að bera til þeirra er stóðu höllum fæti. Yfir honum hvfldi fallegurþokki. En lífið var þessum mannkosta- manni ekki alltaf eins bjart og vænta hefði mátt. Háði hann bar- áttu við vágest sem mörgum hefur reynst þungur í skauti. Grímu mágkonu minni, Sumar- liða, Kristjáni, Bolla, Gunnari, Ingi- björgu, Kristínu, Ragnhildi, Ásthildi og Ingibjörgu ömmu hans, sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Legsteinar granít — marmari Opiö alla daga, einnig kvöld og helgar. f 'Umíi ój. Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, símar 620809 og 72818. Málefnum SÍBS sinnti hann mikið þegar verið var að byggja upp aðstöðuna á Reykjalundi. Alla tíð hafði hann mikla trú á islenskum iðnaði og studdi þar við bakið á mörgum framleiðendum. Þann 6. ágúst 1938 kvæntist Ásgrímur Guðrúnu Friðriku Adolfsdóttur frá Akureyri. Foreldrar hennar vora Adolf Kristjánsson skipstjóri frá Akureyri og Friðrika Friðriksdóttir frá Hánefsstöðum í Svarfaðardal. Eins og áður er sagt stofnuðu þau hjón Pijónastofu Ásgríms Stef- ánssonar og alla tíð hafði Guðrún mikinn áhuga á störfum manns síns og studdi hann með ráðum og dáð. Þau komu sér upp fallegu heimili þar sem gott var að koma. Böm þeirra era: Adolf, rafmagnstækni- fræðingur hjá Jámblendiverksm. á Grandartanga, kvæntur Erlu Óskarsdóttur, Stefán, tannlæknir í V-Þýskalandi, kvæntur Romy Feink, og Ásrún sem er búsett í Stokkhólmi, hennar maður er Sten Roos. Bamabömin era 7. Ásgrímur óskaði eftir því að draga sig f hlé frá forstöðu Fata- verksmiðjunnar Heklu 1978 eftir 32 ára gæfuríkt starf. Hann var brautiyðjandi á mörgum sviðum og á miklar þakkir skilið fyrir það hvað hann leysti störf sín vel af hendi. Að leiðarlokum þakka ég Ásgrími fyrir samstarfíð, vináttu og góð kjmni. Honum hlotnaðist sú gæfa að eiga góða konu og böm og leysa af hendi með sóma mikið og vandasamt starf. Við hjónin sendum Guðrúnu og bömum, tengdabömum og bama- bömum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hjörtur Eiríksson Brosið hans einlægt og hlýtt og minning um drengskaparmann sem öllum vildi vel mun ætíð fylgja þeim. Ragnhildur Helgadóttir Kveðja frá mömmu Lággur fagurt lík á börum, lífs í broddi dáinn sveinn; ennþá blaktir bros á vörum, bjartur svipur er og hreinn, eins og lokað engill hefði augum hans með léttri hönd, og í nánd við náinn tefði nauðug við hann skilin önd. Mærin ljós hjá líki stendur, laugarnáinntárafoss, leggur sveini um hálsinn hendur, hinztan gefur ástarkoss. (Gr.Th.) Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, ad afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.