Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR1986 Grandi hf. með atvinnumiðlun GRANDI hf. hefur nú komið á fót vinnumiðlun til að aðstoða þá starfsmenn fyrirtækisins, sem sagt hefur verið upp og ekki hafa fengið starf aftur, en það eru um 70 manns. „Það er sárt að hafa þurft að segja þessu fólki upp störfum og geta ekki ráðið það að nýju. Þess vegna bjóðum við aðstoð okkar við starfsleit og vonum að hún komi að gagni,“ sagði Brynjólfur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Granda hf., í samtali við Morgunblaðið. Af 176 manns, sem sagt var upp störfum í upphafi ársins í kjölfar samruna BUR og ísbjamarins í fískiðjuna Granda hf., verða tæp- lega 100 endurráðnir. Flest er þetta fólk úr Dagsbrún og er vinnumiðl- unin í samráði og samvinnu við Dagsbrún og Starfsmannafélag Kaþólska kirkjan: Fyrirhugar kirkjubyggingu í Hafnarf irði UNDIRBÚNINGUR er hafinn að byggingu kaþólskrar kirkju i Jófríðarstaðarlandi í Hafnar- firði. Hefur bæjarstjórn Hafnar- fjarðar samþykkt fjárveitingu á fjárhagsáætlun fyrir lengingu Jófríðarstaðavegar til að greiða fyrir framgangi þessa máls. Kaþólska kirkjan á um 10 þúsund fermetra land á milli Jófríðarstaða- vegar og Staðarhvamms og að sögn Hinriks Frehen, kaþólska biskups- ins á íslandi, hefur lengi staðið til að byggja þar kaþólska kirlqu. Hannesi Kr. Davíðssyni, arkitekt, hefur verið falið að teikna kirkjuna og annast undirbúning við verkið. Kaþólski biskupinn sagði að ekki hefði verið ákveðið um stærð kirkj- unnar þar sem beðið væri eftir endanleg.-i skipulagningu svæðisins í kring, en þar er meðal annars gert ráð fyrir verslunarmiðstöð fyrir Hvammahverfí. Rainbowmálið: Utanríkis- ráðherra kannar við- brögð Banda- ríkjastjórnar Matthías A. Mathiesen, utanríkisráðherra, fól sendi- ráði Islands í Washington í gær, að kanna hver yrðu viðbrögð bandaríska utan- ríkisráðuneytisins við dóm- sniðurstöðunni í Rainbow- málinu svonefnda, en eins og kunnugt er varð hún neikvæð fyrir Bandaríkjastjóm. Jafn- framt mun utanríkisráðherra hafa látið sendiherra Banda- ríkjanna hér á landi vita af þessum tilmælum. Granda hf. Sérstakur starfshópur sér um vinnumiðlunina og hann skipa, Brynjólfur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Granda hf., Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dags- brúnar, Pjetur Ámason, formaður Starfsmannafélags Granda og Jón Hákon Magnússon, en hann var forsvarsmaður vinnumiðlunar Haf- skips á síðastliðnu ári. Brynjólfur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Granda hf., sagði, að flestir þeirra, sem sagt hefði verið upp, væru iðnaðarmenn og verka- menn í störfum tengdum fískvinnsl- unni svo og verkamenn í saltfísk- vinnslu. Nú væri verið að senda þessu fólki bréf, þar sem því væri boðín aðstoð og í þessari viku kæmi í ljós hve margir úr hópnum væru enn atvinnulausir. Brynjólfur sagði, að frysting í húsinu á Norðurgarði væri komin á góðan skrið og því vantaði nú um 30 konur til vinnu í snyrtingu og pökkun. Vinnsla væri enn ekki hafin í húsinu á Grandagarði og fólksþörf þar því enn óljós. raui^uiiuiauiu/juTu ðæoerp Ólafur Stephensen, formaður skólanefndar Heimdallar, afhendir Eyjólfi Konráð Jónssym bikannn sem er tákn fyrirþingmann ársins. Eyjólfur Konráð Jónsson valinn þingmaður ársins Á föstudaginn var Eyjóifur Konráð Jónsson al- þingismaður sæmdur titlinum „þingmaður ársins 1985“ af skólanefnd Heimdallar og blaðinu Nýr skóli. Steingrímur Sigurgeirson, ritstjóri Nýs skóla og Ólafur Stephensen, formaður skólanefndar Heimdallar, afhentu Eyjólfí bikar af því tilefni. Þetta er í fyrsta sinn sem bikarinn er afhentur og ætlunin að veita hann árlega og verða nöfn þeirra sem fá bikarinn, grafínn á hann. í ræðu sem Steingrímur Sigurgeirsson hélt við þetta tækifæri kom fram að helstu ástæður þess að Eyjólfur var valinn þingmaður ársins voru tillögur hans um sölu á Seðlabankahúsinu og nýju Útvarps- húsbyggingunni sem og vegna baráttu gegn höft- um á viðskiptabankanna. Smjörlíki o g Hamp- iðjan til fyrirmyndar Niðurstaða könnunar viðskiptadeildar HI á „fyrirmyndar fyrirtækjum“ FYRIRTÆKIN Smjörlíki - Sól hf. og Hampiðjan hf eru bezt reknu fyrirtækin á íslandi sam- kvæmt könnun viðskiptadeildar Háskóla íslands. Deildin leitaði til 34 aðilja tengdra atvinnu- greinunum og tilnefndu þeir að hennar ósk þau fyrirtæki, sem teljast mættu frábær. 11 fyrir- tæki fengu flestar tilnefningar en talsverður fjöldi fyrirtækja var nefndur í þessu sambandi. Fyrirtækin 11, sem bezt komu út eru: Smjörlíki — Sól hf., Hampiðjan hf., Eimskipafélag Islands hf., Hilda hf., Hagkaup hf., Hekla hf., IBM á íslandi, B.M. Vallá hf, Mjólk- ursamsalan, Plastprent hf. og Iðn- aðarbankinn hf. Samkvæmt upplýs- ingum viðskiptadeildar Háskólans kom víða fram hjá mönnum að ekki væru til nein frábær fyrirtæki á íslandi í orðsins fyllstu merkingu, frekar mætti tala um góð fyrirtæki. Meðal þeirra raka, sem þátttakend- ur í könnuninni nefndu fyrir vali sínu á fyrirtækjum má nefna fram- sækna markaðsstefnu, vöruþróun, tæknivæðingu, útflutning, sem stenzt harða samkeppni, athafna- semi, frumkvæði, sjálfstæði og góð- anstarfsanda. í samandregnum niðurstöðum könnunarinnar segir meðal annars, að athyglivert þyki hve þættir eins og öflug vöruþróun, markaðssetn- ing og útflutningur hafi vegið þungt í röksemdum þátttakenda. Hin mikla umræða hérlendis undanfarin misseri um mikilvægi þessara þátta í rekstri fyrirtækja og fyrir þjóð- félagið í heild, hafí án efa haft mikil áhrif á viðhorf manna. ímynd sú, sem fyrirtækjum hafí tekizt að skapa sér með skipulagðri kynning- arstarfsemi, gæðum og þjónustu og jafnvel með stjómendum sínum, hafí einnig verið áhrifaríkur þáttur. Þá segir að könnun þessi hafí hvorki verið yfírgripsmikil né fram- kvæmd með vísindalegum aðferð- um. Þar af leiðandi hljóti niðurstað- an að vera tilviljanakennd og að sumu leyti vafasöm, jafnvel þó sett sé fram tilgáta um frábært fyrir- tæki með ákveðnum mælikvarða. Engu að síður gefí niðurstaðan vis- bendingu um viðhorf þjóðfélagsins til þess hvaða fyrirtæki hérlendis séu öðmm betri. Póstþj ónustugj öld hækka um 25 Talsíma- og telexþjónusta lækkar um 15 til 20% Flugslysið í Bláfjöllum: Rannsókn haldið RANNSÓKN er haldið áfram á flugslysinu í Bláfjöllum þar sem TF-ZEN fórst með tveimur mönnum. Mennimir sem fórust hétu Rúnar Brekkan, sem var flugmaður vélarinnar og Harald- ur Asgeirsson. Rúnar Brekkan var 44 ára vél- virki til heimilis að Stakkholti 3 í Reykjavík. Hann var ekkjumaður og lætur eftir sig 2 dætur. Haraldur Ásgeirsson var 40 ára prentari til afram heimilis að írabakka 22 í Reykjavík. Hann lætur eftir sig sambýliskonu ogeinadóttur. Matthías Sveinsson rútubflstjóri var á skíðum ásamt Halldóri Matt- híassyni félaga sínum skammt frá þeim stað sem flugvélin fórst og komu þeir fyrstir að vélinni. Hann kvaðst ekki hafa séð flugvélina hrapa, en það hefði Halldór gert. Hann sagði að aðkoman hefði verið ömurleg, hlutir úr vélinni dreifðir um stórt svæði. GJÖLD fyrir talsíma- og telex- þjónustu milli Islands, Kanada og Bandaríkjanna lækkuðu 1. febrúar. Talsímagjöld lækkuðu um 15% milli landanna en telex- þjónustan um 32% mUli Islands og Bandaríkjanna og 50% mUli Islands og Kanada. Gjöld fyrir póstþjónustu hækkuðu sama dag að jafnaði um 25-30%. Burðar- gjald bréfa í fyrsta þyngdar- flokki (20 gr) verður 10 krónur innanlands og til Norðurlanda og 12 krónur til annarra landa. Flugburðargjald til landa utan Evrópu verður 20 krónur. Mínútugjald fyrir sfmtöl milli Is- lands, Kanada og Bandaríkjanna lækkar úr 82 krónum í 70 krónur í sjálfvali. Mínútugjald fyrir telex- þjónustu lækkar úr 84 krónum í 57 krónur milli Islands og Banda- ríkjanna og úr 115 krónum í 57 krónur milli Islands og Kanada. Burðargjald fyrir póstkort og prentað mál í fyrsta þyngdarflokki verður 10 krónur, nema flugburðar- gjald til landa utan Evrópu, sem verður 12 krónur, segir í fréttatii- kynningu frá Póst- og símamála- stofnuninni. Gjald fyrir almennar póstávísanir verður 25 krónur, símapóstávísanir 110 krónur og póstkröfur 45 krónur. Ef um inn- borgun á póstgíróreikning er að ræða verður gjaldið 30 krónur. Lágmarksburðargjald fyrir bögg- ul verður 90 krónur og lægsta þyngdarmark böggla verður 5 kg. Þá verður leyfð hámarkgsþyngd smápakka 2 kg samkvæmt gildis- töku nýrra alþjóðapóstsamninga, en var áður 1 kg. Ábyrgðargjald verður 30 krónur og hraðboðagjald 70 krónur. Sakf elldur en refsing f elld niður NÝLEGA er fallinn dómur i Sakadómi Reykjavíkur á máli Höskuldar Skarphéðinssonar, skipherra hjá Landhelgisgæsl- unni. Hann var sakfelldur fyrir að leggja fram i Bæjarþingi Reykjavíkur fjórar staðgreiðslu- nótur frá Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins, sem voru rangar að efni og dagsetningum. Ásamt Höskuldi var fyrrum starfsmað- ur ÁTVR sakfelldur. Málsbætur þóttu vera slíkar, að þeim var ekki gerð refsing, þó sakfellisdómur hafi verið kveðinn upp, en þeim var gert að greiða málskostnað. Höskuldur átti í deil- um við Landhelgisgæsluna um greiðslu risnu. Pétur Guðgeirsson, sakadómari, kvað upp dóminn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.