Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR1986 Rætt við Ólaf Þ. Gröndal sem var við störf í Suður-Jemen þegar stríðið þar braust út EINSKONAR , ÆTTFLOKKASTRIÐ semá Ólafur Þ. Gröndal, raf- iðnfræðingur, er einn þeirra ísiendinga sem var við störf í Suður-Jemen þegar stríð braust þar út fyrir skömmu, en hann kom heim ásamt fleiri ís- lendingum sl. sunnudag. Blaðamaður Morgun- blaðsins ræddi við Ólaf í síðustu viku um ástandið í landinu og hvernig hefði gengið að komast þaðan eftir að stríðið skall á. Var hann fyrst spurður út í verkefnið sem hann vann við í Suður-Jemen. HRJÓSTRUGT LANDSLAG Ég starfaði þama hjá dönsku fyrirtæki, Dandar, en það er sam- steypa þriggja danskra verktaka- fyrirtækja, sagði Ólafur. Ég var eini íslendingurinn sem starfaði hjá fyrirtækinu í Seiyunn og var því tölvert langt frá öðrum íslendingum þama. Fyrirtækið er með kamp í grennd við borgina Seiyunn, sem er um 350 km norður af hafnar- borginni Mukalla en frá Seiyunn munu vera um 120 km að landa- mæmm Saudi-Arabíu. Þama liggur geysimikill dalur mitt í gegnum hásléttuna og lands- lagið er ærið hijóstmgt - mjög grýtt með sandflákum en einstaka brúskar á stangli. Þama hafði ekki rignt í fjögur ár en þar sem vatns- veitum hefur verið komið upp vaxa plönturvel. - Hvaða verkefni var verið að vinna þama? Það stóð til að gera þama vatns- veitu og vomm við að undirbúa það verk. Annað verktakafyrirtæki, MacConnell, átti að sjá um boranir en þær vom ekki hafnar. Þama er nóg vatn og þarf sumstaðar ekki að bora nema niður á 37 metara dýpi til að ná því. Við áttum að sjá um gerð vatnsveitunar en ætlun- in er að helja þama ræktun í nokk- uð stómm stíl þegar vatnið er komið. Verktakafyrirtækið Mac- Donald hefur verið með Kínveija á sínum vegum sem séð hafa um áveitumar - þeir létu stríðið ekki tmfla sig og em þama ennþá þrátt fyrir ófriðinn. Við vomm ekki búnir að vera þama nema í rúma tvo mánuði þegar stríðið braust út og vomm rétt búnir að koma upp búð- unum. Úr því að svona fór er alveg óvíst hvenær byijað verður á þessu verki. - Hvemig var að vera þama? Það er miklu þrifalegra í Seiyunn en t.d. í Mukalla, sem er mjög sóða- leg borg. í Seiyunn em þeir með sorphreinsunarbíla og þar er sorpið flarlægt reglulega. Annars er þetta fátæk þjóð og fólkið rýrt að sjá. Borgarbúar virðast lifa mest á verslun við byggðina umhverfis borgina, en út í sveitunum er stund- uð úlfalda- og geitarækt. Þá er það sér ekkí pólitískar Kominn heim í faðm fjölskyldunnar. F.v. Ólafur Þ. Gröndal, Guðbjörn Hafliðason og Margrét Guðbjömsdóttir. þama eins og gerist í kommúnista- ríkjum að stór hluti þjóðarinnar er í her og lögreglu. Sennilega hafa um þijátíu til ijörutíu prósent fram- færi sitt af slíkum störfum, því þama er aragrúi af lögreglumönn- um og alls konar vörðum. Framkvæmdimar sem verktaka- fyrirtækin vora með þama vom að miklu leyti kostaðar af Alþjóða- bankanum því landsmenn hafa ekki efni á að standa straum af fram- kvæmdum sem þessum. Það mun ekkert flutt út frá Suður-Jemen en mikil hluti karlmanna fer til vinnu í Saudi-Arabíu og kemur heim með laun sín. Okkur skildist að stór hluti þjóðartekna væri þannig fengin. - Hvemig var að umgangast fólkið í landinu? KONAN KOSTAR 15.000 DYNARA Við höfðum nú ekki mikil kynni af landsmönnum. Okkur var þó alls ekki bannað að umgangast inn- fædda þama eins og mér skilst að gildi víða annars staðar í landinu. Manni virtist þetta vera fremur almennilegt fólk og við urðum aldrei fyrir áreitni. Þama gilda líka hin ströngu lög kóransins - hver sem brýtur af sér er útskúfaður úr sinni fjölskyldu, handhöggvinn eða eitt- hvað þaðanaf verra. Þama sést varla kvenfólk og þær fáu konur sem em á ferli em huldar svörtum klæðum frá hvirfli til ilja, það sést ekkí einu sinni í augun á þeim. - Og þama er auðvitað fjöl- kvæni? Sjálfsagt er það hjá efnaðari stéttum, en það er áreiðanlega ekki almennt. Mér skilst að konur séu mjög dýrar og kosti konan 15.000 dynara. Verkamaður hefur ekki nema 2 — 3 dynara í dagkaup þannig að hann er mörg ár að safna sér fyrir konu. Maður sér það líka að menn kvænast yfirleitt ekki fyrr en á miðjum aldri og algengt er að eldri menn eigi mjög ungar konur. Útsýnið við búðir Dandar sem eru skammt frá borginni Seiyunn. Annars skilst mér að það sé tíðkað að menn slái bankalán til að flýta fyrirþessum kaupum. Þama sjást varla einkabílar en hins vegar eiga margir mótorhjól eða skellinöðmr. Það gat verið kúnstugt að sjá karlana með kon- umar á þessum farartækjum - þær mega nefnilega ekki sitja klofvega og söðulríða því skellinöðmnum. Þó þetta samfélag sé fomt að mörgu leyti er margt nútímalegt þama hjá þeim. í borginni var t.d. eitt bíó þar sem sýndar vom amer- ískar myndir sem þeir fá frá Saudi- Arabíu. - Vissuð þið að stríð var að hefjast í landinu? Nei, það braust út svo til fyrir- varalaust. Þetta er einskonar ætt- flokkastríð og á sér ekki pólitískar rætur því báðir aðilamir em hallir undir kommúnisman. Þeir em svo djöfull langræknir þama, og það er erfitt að botna í þessu hjá þeim. RINGULREIÐ - VIÐ- BRÖGÐ RÚSSA Það var líka dálítið skoplegt að frétta af viðbrögðum Rússa í þessu stríði. Fyrst börðust þeir með upp- reisnarmönnum en þegar hinum virtist ganga betur drógu þeir sig til baka. Þetta var mikil ringulreið á tímabili og vissi enginn hver var að beijast við hvem. Svo var sagt að Rússar hafi beðið rólegir þar til ljóst var hver aðilinn var sterkari og þegar það kom á daginn að Abu-Bakhar Al-Attas forsætisráð- herra var sigurstranglegri tóku Rússar strax afstöðu með honum. rætur Það má segja að þeir hafí unnið sér þetta létt. - Urðu þið varir við hemaðar- átökin? Nei, ekki hemaðarátökin sjálf. Við sáum hins vegar að fólkið var órólegt og í Seiyunn var mikið hamstur á matvælum. Allir skólar vom lokaðir og þama var almenn herkvaðning. Við urðum ekki fyrir neinum óþægindum nema hvað mjög erfítt var að útvega olíu. Ég held að enginn af hvítu mönnunum hafí orðið óttasleginn þama því við vissum að Bretar myndu sjá um okkur. Filippseyjamennimir vora hins vegar mjög kvíðnir því þeir höfðu sumir lent inn í hemaðarátök- um í íran og víðar og verið farið illa með þá þar. Bretamir frá MacDonald-fyrir- tækinu vom raunvemlega okkar tiygging. Eina vandamálið var að vegabréf okkar vom geymd í Aden og vegna stríðsins var ekki hægt að nálgast þau. Það tókst þó fljót- lega að fá fararleyfí til Mukalla hjá héraðstjóranum fyrir þennan sundurleita hóp - við vomm þama alls af þrettán þjóðemum. Til Mukalla komum við á mánu- dagi, þann 20. janúar, en þar vomm við kyrrsettir í tvo daga. Þar var tollskoðun og tilheyrandi skrif- fínnska sett á svið - þeir vildu greinilega að allt liti út eins og við færam úr landinu af fijálsum vilja og ekki endilega vegna stríðsins. Þetta var í rauninni ekki svo vitlaust hjá þeim því fyrir bragðið verður auðveldara fyrir þá að fást við Alþjóðabankann og aðra lánar- drottna að stríðinu loknu. GÓÐAR VIÐTÖKUR í Mukalla fómm við um borð í breska flutningaskipið Diamond Princes og það flutti okkur út fyrir 12 mflna landhelgina þar sem breska herskipið Newcastle beið okkar. Það stóð til að flytja okkur á milli á gúmmíbátum en var ekki talið ráðlegt vegna þess hve vont var í sjóinn. Við vomm því fluttir á milli með þyrlu en skipin sigldu samsíða á meðan. Herskipið flutti okkur svo til Djibouti, sem er smá- ríki milli Eþíópíu og Sómalíu. Það kom okkur íslendingunum skemmtilega á óvart að Isleifur Jónsson verkfræðingur stóð á hafn- arbakkanum þegar herskipið lagði uppað og fengum við þama mjög góðar viðtökur. Rétt er að taka fram að vel var um okkur séð bæði í flutningaskipinu og herskipinu, og vom þessir flutningar Bretum til sóma. Frá Djibouti flugum við til Kairó, þaðan til Parísar og svo um Kaupmannahöfn til íslands. - Langar þig aftur niður til Suður-Jemen? Nei, ég held ekki - kaupið var sæmilegt þama en þó ekki eftir miklu að slæðast. Svo er alveg óvíst hvort byijað verður aftur á þessu verkefni þegar deilumar í landinu hafa hjaðnað og hvenær það verður. Og þó er aldrei að vita hvað maður gerir ef ævintýraþráin fer aftur að spila í manni. - bó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.