Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR1986 Hagstæðar byggingalóðir i Mosfellssveit Síðasta úthlutun lóða hjá Mosfellshreppi var árið 1983. Síðan þá hafa margir beðið óþreyjufullir eftir lóðum í sveitinni því þær hafa verið ódýrari en almennt gerist og boðist á hggstæðum greiðslukjörum. Svo er enn. Nú er komið að því að hægt er að eignast byggingalóðir undir íbúðarhús í Mosfellssveit. Lóðirnar eru eignarlóðir undir íbúðarhús við Krókabyggð og Reykjabyggð á Reykjahvols- mel í Reykjahverfi. í fallegu hverfi og í návígi við snyrtilegt umhverfi Reykjalundar. Lóðirnar eru á sléttu landi og mjög stutt er niður á fast land. Það sparar húsbyggjendum stórfé, tíma og fyrirhöfn við grunnframkvæmdir húsa. Miðað við aðstæður víða á höfuðborgarsvæðinu getur þetta sparað allt að 200.000 krónum. Við hjá Mosfellshreppi setjum fá skilyrði um útlit og teikningu húsanna en viljum að Qölbreytni í húsagerð njóti sín nú sem endranær. Gert er ráð fyrir verslun og barnaheimili í þetta nýja hverfi og mjög stutt er í ósnerta náttúruna. Að byggja í Mosfellssveit er því fýsilegur kostur fýrir fólk sem vill vera í tengslum við frjálsræði og náttúru en í hæfilegri nálægð við höfuðborgina. Nokkrar staðreyndir um Mosfellssveit. • Byggðin í Mosfellssveit er í ca. 10 km fjarlægð frá Reykjavík. • Það tekur ca. 10—12 min. að aka til Reykjavíkur. • íbúar í Mosfellssveit eru nú um 3.700. • Góð heilsugæslustöð er að Reykjalundi. • Grunnskólar og félagsheimili eru að Varmá. • Stærstu atvinnurekendur í hreppnum eru Alafoss og Reykjalundur. • Gróskumikil æskulýðs- og félagsstarfsemi er í hreppnum. • Tvær stórar matvöruverslanir eru í sveitinni, apótek, bókaverslun, tannlæknar, veitinga- staður, vefnaðarvöruverslanir, hárgreiðslu- og sólbaðsstofur og vídeóleigur. • í Mosfellssveit á sér stað uppbygging mið- bæjar þar sem í framtíðinni verður Ijöldi verslunar- og þjónustufyrirtækja. • Ótivistarmöguleikar eru meiri en almennt gerist í þéttbýli. í sveitinni eru sundlaug, íþróttahús, íþróttaleikvellir, svæði fýrir hestamennsku, hesthúsalóðir fyrir íbúa sveitarinnar, golfvöllur, flugvöllur, gæslu- vellir, dagheimili, skólagarðar, kartöflugarð- ar og gert er ráð fýrir gangstígum, hjólreiða- stígum og reiðgötum milli fjalls og fjöm. Einnig eru friðlýst útivistarsvæði. Þeim sem óska frekari upplýsinga er vinsamlega bent á að snúa sér til byggingafulltrúa Mosfellshrepps í Hlégarði, eða hringja í síma 666218. Skrifstofa Mosfellshrepps er opin alla virka daga frá 8:00 - 15:40. < CO X. cc o Kaupmannahöfn: Haukur Dór með málverka- sýningn Jónshúsi, 24. janúar. í GÖMLU húsi nálægt Kóngsins Nýjatorgi er Gallerí Maríus. Þar heldur Haukur Dór nú málverka- sýningu, en þar í portinu milli bakhúsanna við Gothersgötu 8—10 lék sér ungur drengur fyrir 200 árum. Það var íslandskóng- urinn Jörundur, en hér var úr- smíðaverkstæði föður hans. Gallerí Maríus er í tveimur hús- anna þama og á tveimur hæðum. Það er hátt til lofts og vítt til veggja eins og vera ber í salnum á 2. hæð, þar sem málverk Hauks Dór njóta sín vel. Þar hafa verið haldnar listsýningar nokkuð á þriðja ár, en tveim árum lengur í hinum hluta gallerísins. Haukur Dór Sturluson listamað- ur er líklega þekktari fyrir keramik- muni sína en málverk enn sem komið er og margir íslendingar hafa notið hins góða viðurgemings í vistlegum veitingastað, sem hann og Astrún Jónsdóttir kona hans reka í gömlum og endurbyggðum sveitabæ, Tinggaarden, miðja vegu milli Frederiksværk og Helsinge á Norður-Sjálandi. Við fyrstu sýn er mest áberandi við málverk listamannsins, hve stór og kraftmikil þau eru, máluð í fáum litum og flest nafnlaus. Síðan má ráða margt í þau og þekkja Reynis- fjall og drangana og fleira íslenzkt á nokkmm þeirra og litir benda til nafna þeirra tveggja málverka, sem gefíð er heiti: „Pige i blát“ og „Frokost i det grönne". í Berlingske Tidende í gær, fímmtudag, er mjög jákvæð um- fjöllun um listaverk Hauks Dór eftir Peter Michael Homung. Þar segir: Það er mergjaður kraftur og kol- svört litbrigði í málverkum Hauks Dór Sturlusonar, og ætti nafn hans að vera á vömm allra listelskandi Kaupmannahafnarbúa. Því að hann málar hin mannlegu átök með styrkleika, afli og innsæjum ofsa, sem lýstur hvem þann strax, sem gengur inn hjá Maríusi. — Litimir em hans eigin skynjun, bundnir í kerfí hvítra, ljósgrárra, stálgrárra og svartra lita, en þeir svörtu em myrkari en svarti dauði. Með því litaspjaldi og bústnum og breiðum pensli, sem þýtur yfír flötinn með hörðum og hröðum taktföstum strokum, býr hann til „ekspression- isma“, sem snýst alfarið um mynd- ræna upplausn hins hlutlæga og hefur svo mikil áhrif í hreinleika sínum, að öfunda má ísland af svo kraftmikilli listgáfu málarans. G.L.Ásg. Wterkurog LJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Borgarspítalinn Nýtt símanúmer 681200 Frá og með 1. febrúar 1986 breytist símanúmer Borgarspítalans þannig, að 6 bætist framan við símanúmer spítalans. Nýja símanúmerið verður því 681200 Borgarspítalinn. Útsala — Útsala Kápur frá 2.000,- jakkar frá kr. 1.500,- dragtir frá kr. 1.500,- pils, peysur, sam- kvæmisfatnaður og blússur í miklu úr- vali. Mikill afsláttur — Vandaðar vörur V er ksmið jusalan, Skólavörðustíg 43, sími 14197. Póstsendum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.