Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR1986 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Af kistulögðum lífsdraumum Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir Þjóðleikhúsið sýnir: Upphitun eftir Birgi Engilberts Tónlist: Gunnar Þórðarson (o.n.) Danshöfundur: Nanna Olafs- dóttir Lýsing: Páll Ragnarsson Leikmynd og búningar: Sigur- jón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðs- son Tvær miðaldra systur reyna að lýma til í kjallara bemskuheimil- isins því að fyrir dyrum stendur að selja það. Við nánari athugun er raunar önnur systirin eitthvað annars hugar, horíír tómum aug- um fram fyrir sig, keðjureykir. Tekur þó stöku sinnum þátt í samræðunum við systurina. Þær minnast ákveðinna atvika og upplifunar úr bemskurtni. Smám saman beinist kastljósið að Þór- eyju, hún hefur sem sé í bemsku og æsku verið talin sérdeilis efni- leg ballettstúlka og það verður ekki annað séð en við henni blasi bein og breið leið svo framarlega sem hún stendur sig við æfíngam- ar. Ætti nokkuð að geta farið úrskeiðis. Alténd, Þórey nýtur dyggrar aðdáunar og vemdar móður sinnar og hlýju stallsystra sinna lengi vel. Samt fer eitthvað að gerast, hún sefur óvært, hún hrasar niður stiga og tognar sennilega á fæti. Upp úr því stefnir allt niður á við. Lifsdraum- amir em kistulagðir hver af öðr- um og manneskjulegt hmn hlut- skipti Þóreyjar. I raun og vem hefur það aðeins almenna merkingu að mínum dómi, að aðalpersónan skuli leggja stund á ballett en ekki eitthvað annað. Vegna þess að ósigurinn hefði hún beðið — brotalömin var ekki í umhverfinu nema að ein- hveiju takmörkuðu leyti. Brota- lömin og eyðilegginguna ber Þór- ey í sjálfri sér en hún horfist aldrei í augu við ósigur sinn og leitar skýringa hans í öðm en sjálfri sér. Og þar með á hún heldur enga von. Þannig upplifði ég að minnsta kosti leikritið. Birgi Engilberts hefur löngum verið hugstætt ein- mitt þetta: ósigur manneskjunnar, það þema gengur eins og rauður þráðum í gegnum verk hans. En nær að mínum dómi fyrst vem- legri dýpt í Upphitun. Birgir hvorki prédikar né býr til „söku- dólg“ en hann dregur upp mynd og segir sorglega sögu af miklum næmleika, og listrænum krafti. Þjóðleikhúsið hefur vandað til uppsetningarinnar í hvívetna. Leikstjóm Þórhalls Sigurðssonar gefur til kynna að náin samvinna hafi verið með þeim sem unnu að verkinu, höfundi, leikmyndateikn- ara, ballettdanshöfundi og leikur- um og öðmm. í samvinnu þessara aðila hefur tekizt að nýta svið- tækni svo að til fyrirmyndar er. Leikmynd Siguijóns Jóhannsson- ar er vemlega snjöll í upphafsat- riðinu, afskaplega realistisk kjall- arakompa full af skipulögðu drasli, en þegar að hvarfinu til fortíðar kemur er bmgðið á leik með afar einföldum tjöldum, speglum og ljósum og útlínuleik- myndum sem hæfa vel því and- rúmslofti sem er að myndast á sviðinu. Kristbjörg Kjeld tekst á við vandasamt hlutverk Þóreyjar og gerði því að mörgu leyti eftir- minnileg skil. Hún illúderaði strax í byijun og tókst oftast að sýna sveiflumar, skeytingarleysið, sjálfsvorkunnsemina af innlifun og viti. Þóra Friðriksdóttir lék Sóleyju, systurina. Hressa og aðsópsmikla konu. Að mörgu leyti væna. Hún skilur kannski ekki allt, en skynjar margt. Af höfund- ar hálfu er Þóm gert allerfítt fyrir vegna þess að Sóley kemur varla til sögunnar fyrr en undir lokin. Birgir hefði mátt leggja meiri rækt við hlutverkið. Ekki sízt til að skerpa andstæðumar — syst- umar. Guðrún Stephensen var snöfurlegur læknir og Þórhalli hefur meira að segja tekizt að breyta göngulagi Guðrúnar, sem hún hefur „notað“ á sviði svo ámm skiptir. Helga Jónsdóttir átti fallegan leik sem móðirin. Móðirin sem skilur allt löngu á undan öðmm, skilur að það er eitthvað skelfilegt sem hijáir dóttur henn- ar og móðirin mun sennilega aldr- ei getað vemdað hana eins og hún vildi. Mig langar að minnast að- eins á atriðið þegar móðirin geng- ur upp stigann í seinni hluta leiks- ins. Einfalt atriði og óvenjulega listilega unnið af leikstjóra og Helgu. Þóra Friðriksdóttir — Sóley Dansar skipuðu veglegan sess í sýningunni og þeir kaflar tókust prýðilega og vom höfundi þeirra og dönsumnum til sóma. Can- can-dansinn á „hinu sviðinu" var sérlega líflegur og litríkur og út- færslan snjöll. Nefna má góða mimik Þóreyjar „yngri", Sigrúnar Guðmundsdóttur og lipran dans. Klara Gísladóttir var ósköp fijáls- leg sem yngsta Þórey, svo og aðrar stöllur hennar. Hlutverk dúkkunnar, eins og fortíðardraumleik Þóreyjar, var í höndum Sigurveigar Jónsdóttur. Framsögn og hreyfíngar ágætar, en að mínum dómi varð dúkkan þó fuil mikill örlagavaldur Þóreyj- ar þegar á leið, þótt skilja megi hvað fyrir höfundi hefur vakað. Töluverður fmmsýningar- skjálfti var í leikurum, missagnir og mismæli máttu ekki meiri vera. í lokasenunni á Þórey að kveikja í kistunni sem geymir fortíð henn- ar — það heppnaðist ekki en gengur vonandi betur næst. Leiksýning þessi er vemlega ánægjulegur viðburður og merkur áfangi. Ekki aðeins fyrir höfund- inn heldur og alla aðstandendur sýningarinnar. Undirtektir áhorf- enda á fmmsýningu vom auð- heyrilegur vottur um að þeir virt- ustu fagna góðu verki, mér finnst endilega að það sé langt síðan ég hafi heyrt jafn mikil og góð við- brögð á fmmsýningu í Þjóðleik- húsinu. Og að makleikum, að mínu viti. Kristbjörg Kjeld í hlutverki Þóreyjar/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.