Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.02.1986, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR1986 57 Arthur Conan Doyle vanur borgaralegum siðum, ef langt væri um liðið frá því hann var í hemum. Hann er myndugur í fram- komu, og það bendir til, að hann hafi verið liðsforingi. Þegar ég nefndi Barbados var það af því, að maðurinn þjáist af elefantiasis, sem bendir til að hann hafi verið í Vestur-Indlandi." Mörgum árum seinna var Conan Doyle þessi atburður enn svo minni- stæður að hann notaði hann orðrétt í Sherlock Holmes-sögunni Gríski túlkurinn. Doyle sagði eitt sinn í blaðaviðtaii: „Dr. Bell gat setið í lækningastofu sinni og greint sjúk- dóm fólks jafnóðum og það kom inn, og áður en það hafði svo mikið sem opnað munninn. Hann gat sagt til um sjúkdómseinkenni þess, jafn- Conan Doyle lét Holmes hrapa til bana ásamt erkifjanda sinum Moriarty en vinsældir Sherlocks voru slíkar að höfundurinn varð að lifga hann við. þér fenguð lausn,“ sagði hann við sjúklinginn. „Já, herra læknir," sagði sjúklingurinn. „Þér vomð liðs- foringi og höfðuð bækistöð í Barb- ados, er það ekki rétt?“ „Jú, herra læknir." Dr. Bell snéri sér þá að nemendum sínum og sagði: „Eins og þið sáuð, sýndi sjúklingurinn mér kurteisi og virðingu. Samt tók hann ekki ofan hattinn. Það er siður í hemum, en maðurinn væri orðinn Einu sinni þegar Doyle var að vinna hjá Dr. Bell kom til hans sjúklingur. „Hvemig gekk golfleik- urinn í morgun?" spurði læknirinn. „Ágætlega," svaraði sjúklingurinn, „sáuð þér mig úti á velli?" Belt hafði ekki séð hann en sagði: „Þeg- ar blautt er á loðir rauðleirinn á golfvellinum við stígvélin — og slík- ur leir er hvergi annarsstaðar hér í nágrenninu." vel tilfært atriði úr fortíð þess, og honum skjátlaðist mjög sjaldan." Bell gerði sér alltaf far um að sýna nemendum sínum fram á, að listin að taka vel eftir er ekki galdr- ar, heldur vísindi. Þegar nýr sjúkl- ingur kom til hans, gat hann t.d. sagt: „Þér munuð vera skósmiður." Á eftir sagði hann svo við nemendur sína: „Buxur mannsins voru snjáðar innan á lærunum, og þetta er sér- kenni skósmiða, sem jafnan hafa leistann á milli læranna rétt ofan við hnén.“ „Ég þekki allar tegundir dulmálsskrifta og sjálfur er ég höfundur að lausn- um á 160 ólíkum dul- málslyklum.“ Conan Doyle hafði lifandi fyrir- mynd að spæjara sínum. Fyrir- myndin var læknir við Edin- borgarháskóla, dr. Joseph Bell að nafni. Ályktunar- og rannsóknarað- ferðir Sherlock Holmes eru raun- verulega aðeins bergmál af kenn- ingum dr. Bells. „Ég hef alltaf brynt fyrir nemendum mínum hve mikil- vægt sé að skilja gildi smámun- anna, og að hafa augun opin fyrir öllum smáatriðum," sagði Bell einu sinni í viðtali. „Til dæmis setja næstum öll störf mark sitt á hendur mannanna. Skrámur á höndum námumanna eru öðruvísi útlits en á steinhöggvurum. Trésmiðurinn fær sigg annarstaðar en múrarinn. Hermaðurinn og sjómaðurinn hafa hvor sitt göngulag, og að því er snertir kvenfólkið — þá veit at- hugull læknir ósjaldan fyrirfram hvað kvensjúklingur ætla að tala um við hann." Conan Doyle tók læknisfræðipróf við Edinborgarháskóla árið 1881. Hann valdi sér augnlækningar sem sérgrein og opnaði lækningastofu. En mjög fáir sjúklingar komu. Þegar sex ár voru liðin án þess að verulega rættist úr, fór hann að skrifa til að sjá fyrir sér. Eftir eina misheppnaða tilraun ákvað hann, fyrir áhrif frá rithöfundunum Emile Gaboriau og Edgar Allan Poe, að gera tilraun með leynilögreglusög- ur. „Að þekkja í sundur prentverk er eitt af þeim grundvallaratriðum sem glæpasérfræðingur þarf að kunna skil á þótt ég verði að viðurkenna að einu sinni, þegar ég var mjög ungur, ruglaði ég saman blöðunum Leeds Mercury og Western Morning News.“ „Ég minntist hins gamla kennara míns, Joe Bell,“ sagði Conan Doyle í endurminningum sínum. Ef hann hefði verið leynilögreglumaður mundi hann sjálfsagt hafa breytt þessu viðburðaríka starfi í nákvæmt vísindastarf. Það getur verið gott og blessað að segja að einhver sé snjall, en lesandinn vill helst sjá dæmi um það — og einmitt sams- konar dæmi og Bell sýndi okkur daglega. Það var freistandi til- hugsun. En hvað átti ég að kalla þennan nýja leynilögreglumann?" Conan.Doyle skírði hann í höfuðið á tveimur mönnum, enskum kriket- leikara, Sherlock að nafni, og ameríska lækninum og skáldinu Oliver Wendell Holmes. Dr. Bell var ekki óskeikull. En hann hafði góða kímnigáfu, og þegar hann var beðinn um að segja frá dæmi um leynilögregluhæfileika sína, var það ein saga, sem hann hafði sérstáka ánægju af að segja: Eitt sinn á stofugangi nam hann staðar við sjúkrarúm og spurði sjúklinginn: „Eruð þér ekki meðlim- ur í herlúðrasveit?" „Jú,“ sagði sjúklingurinn. Bell snéri sér sigri hrósandi að nemendunum. „Þér sjá- ið að þetta er mjög einfait. Sjúkling- urinn þjáist af lömun í kinnvöðvun- um — sem er afleiðing af því að hann hefur blásið of mikið í lúður sinn. Á hvaða hljóðfæri leikið þér, maður minn?“ „Á stórtrumbu," svaraði sjúklingurínn. - ai. „Ný lögmannsstofa" Undirritaður hefur opnað lögmannsstofu að Laugavegi 61—63. Annast öll almenn lögfræðistörf. Sími: 621697. Skúli Sigurðsson, héraðsdómslögmaður, Laugavegi 61—63, 101, Reykjavík. Kvöldnámskeið verða haldin í dag- og kvöld- förðun. Leið- beinendur verða: Sigurbjörg Sverrisdóttir farðari complections INTERNATIONAL og Jóna Sigursteinsdóttir snyrtifræðingur. p Innritun í versluninni Líbíu, Laugavegi 35, sími 26590.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.