Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAPIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986 3 Allt brann, sem brunnið gat þegar geymsluhús hraðf rystihússins brann. Hellissandur: Milljónatjón þegar geymsluhús brann Milljónatjón varð þegar umbúðageymslur hraðfrysti- húss Hellissands brunnu í fyrri- nótt. Litlu munaði að eldurinn kæmist í nærliggjandi hús, en slökkviliðsmönnum tókst að veija þau áföllum. „Hætt er við að við hefðum ekki fengið ráðið við neitt, ef vind hefði hreyft," sagði Andrés Jónsson, véistjóri, sem tók þátt i slökkvistarfinu. Slökkviliðið var kallað út laust fyrir klukkan flögur í fyrrinótt og voru umbúðageymslumar, sem eru í tvílyftu húsi, alelda þegar á vettvang var komið. Slökkvistarf gekk greiðlega og hafði tekist að slökkva eldinn að fullu um sjöleyt- ið. Talsvert mikið vár af umbúðum í geymslunum og logaði glatt í þeim. Umbúðageymslumar em áfastar við saltfískverkunarhús og lyftarageymslur og sem fyrr segir mátti litlu muna að eldurinn næði að læsa sig f þau hús. Þannig komst eldur í þak saltfískverkun- arhússins, en slökkviliðsmönnum tókst að slökkva áður en verulegt tjón varð. Eldsupptök em ókunn. Iðnaðardeild SÍS hefur framleiðslu á ullarjökkum: Flestu starfsfólki Heklu boðin vinna LANGFLESTU starfsfólki fata- verksmiðjunnar Heklu á Akur- eyri, sem sagt hafði verið upp störfum frá 30. apríl næstkom- andi, hefur verið boðin ráðning hjá Iðnaðardeild SÍS. Það á við um allar saumakonurnar, milli 40 og 50 talsins, en óljóst er hvað verður með stjórnendur á Heklu, um 10 manns. Jón Sigurðarson, forstjóri Iðnaðardeildar SÍS, til- kynnti starfsfólki Heklu þetta á fundi í gær. „Við ætlum okkur að setja upp framleiðslu á ullaijökkum," sagði Jón Sigurðarson í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins á Akureyri. Jón sagði þetta auka framleiðslu- getu Iðnaðardeildarinnar í ullariðn- aði. „Við munum ekki framleiða jakka undir eigin vömmerki til sölu innanlands, heldur munu þeir fara til útflutnings, fyrst og fremst til Bandaríkjanna. En auk þess að framleiða jakka hyggjumst við taka að okkur verkefni fyrir stórverslanir og heildsala innanlands ef þeir vilja nýta sér þau miklu afköst sem við getum boðið upp á,“ sagði Jón. Prófkjör sjálfstæðismanna í Eyjum: Kjörseðlar keyrð- ir heim til fólks Vestmannaeyjum, 21. febrúar. BÚAST má við að um 1800 manns muni taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vest- mannaeyjum um helgina og megin þorri þess fólks mun velja frambjóðendur í ró og næði heima hjá sér. Prófkjörið fer fram með þeim hætti að á morgun, laugardag, frá kl. 11-13 verður prófkjörsseðlum dreift heim til allra þeirra Vest- manneyinga, 18 ára og eldri, sem ekki eru starfandi eða yfírlýstir stuðningsmenn annarra flokka, svo og til félagsbundinna sjálfstæðis- manna 16-17 ára. Milli kl. 17 og 19 á sunnudag verða svo kjör- seðlamir sóttir heim til fólks og verða þeir sem það gera með sér- staka kjörkassa sem fólk sjálft lætur kjörseðil sinn í. Fyrir þá sem ekki fá kjörseðla heim til sín, en vilja taka þátt í prófkjörinu, verður opinn kjörstaður í Samkomuhúsinu klukkan 13-19 báða prófkjörsdagana. Það má því segja að þetta sé galopið prófkjör og víðtækara en þekkst hefur hér á landi. Sjálfstæðismenn í Eyjum höfðu samskonar fyrirkomulag á prófkjöri sínu fyrir Qórum árum og þótti það takast mjög vel. Kosið er um sex efstu sæti listans og skal númerað við nöfn frambjóðenda. Sextán manns eru í framboði og var dregið um röð þeirra á próf- kjörsseðilinn. Þau eru Grímur Gísla- son blaðamaður, Hafliði Albertsson verkstjóri, Georg Þór Kristjánsson verkstjóri, Ómar Garðarson sjómað- ur, Unnur Tómasdóttir kennari, Bragi I. Ólafsson umdæmisstjóri, Sigurður Einarsson útgerðarmaður, Stefán Runólfsson framkvæmda- stjóri, Amar Sigurmundsson skrif- stofustjóri, Guðmundur Rúnar Lúð- víksson yfírmatreiðslumaður, Gísli Ásmundsson verkstjóri, Hanna Bima Jóhannsdóttir húsmóðir, Sig- urður Jónsson skrifstofustjóri, Ólaf- ur Lárusson kennari, Helga Jóns- dóttir húsmóðir, Ásmundur Frið- riksson verkamaður. - hkj. Flugumferðarstjórar: 23 sækja um stöður vaktsljóra FRESTUR til að sækja um fjórar vaktstjórastöður í flugumstjóm- armiðstöðinni í Reykjavík rann út á miðvikudaginn. Alls sóttu 23 flugumferðarstjprar um stöð- urnar. Að sögn Olafs Steinars Valdimarssonar ráðuneytisstjóra í samgönguráðuneytinu hafa umsókniraar þegar verið sendar Flugmálastjóra til umsagnar, en endanleg ákvörðun um hveijir hljóta stöðurnar er hins vegar algerlega í höndum samgöngu- ráðherra, Matthiasar Bjarnason- ar. Stöður vaktstjóra í flugstjómar- miðstöðinni eru nýjar. Þær tilheyra skipuritinu, sem tók gildi um síð- ustu áramót, og leysa af hólmi gömlu varðstjórastöðumar. Vakt- stjórastöðumar vom fyrst auglýstar í sumar, en þá sóttu aðeins tveir menn um þær. Daihatsuumboðið Ármúla 23, s. 685870 —681733 DAIHATSU sýning Frá kl„ 1-5 Allir gæðabílarnir frá Daihatsu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.