Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1986 9 Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 26. febrú- ar 1986 kl. 20.00 í Domus Medica v/Eg- ilsgötu. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Samningamál, tillaga um heimild til verkfalls- boðunar. 3. Önnurmál. Ath.: Reikningar félagsins liggja frammi á skrif- stofunni mánudaginn 24. febr. og þriðjudaginn 25. febr. kl. 16.00 tii 18.30 báða dagana. Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna HARVEY SKJALASKÁPAR er vönduð ensk framleiðsla á hagstæðu verði... 2 — 3 — 4 — 5 skúffu skápar. Tímiim utLsvtRi FmHsiYtmg, smvmHU oo FtussHYQCJu ><lk | Sovéskur efnahagsvandi, stiörnustríð, Afganistan.. Gorbachjov leysir frá skjóöunni Tíminn og Novostí Eins og vakið hefur verið máls á hér í Staksteinum undanfarið og raunar einnig áður, vekur það furðu, hve greiðan aðgang áróðursstarfsmenn sovéska sendiráðsins í Reykjavík eiga að Tímanum. Þeir starfa undir hatti fréttastofunnar Novostí hér á landi, en mörg dæmi liggja fyrir um það, að hún er í nánum tengslum við sovésku öryggis- og njósnastofnunina KGB. Til dæmis var skrifstofu Novostí í Sviss lokað á sínum tíma fyrir undirróðursstarfsemi. Er óhætt að fullyrða, að ekkert blað á Vesturlöndum nema það, sem beinlínis styður Sovétríkin og málstað Kremlverja, birtir greinar frá Novostí með sama hætti og Tíminn. Afsökun vegna Afganistan Franskir kommnnistar eru hallir undir sovésku stjómina og er Georges Marchais, leiðtogi þeirra, áriegur gestur Kreml- veija og styður þá og ógnarverk þeirra. Marc- hais hefur til dtemis frek- ar mælt innrás Sovét- manna i Afganistan bót heldur en hitt. Blað franskra kommúnista l'Humanité er einskonar sovésk málpfpa. Á dög- unum áttu starfsmenn þess viðtal við Mikhail Gorbachev, sovéska flokksleiðtogann. Þvi var dreift á vegum TASS og nú hefur starfsmaður Novostí á íslandi komið útdrættí á framfæri við lesendur Tímans. Þar er meðal annars borið blak af innrásinni og 6 ára blóðbaði { Afganistan með þessum hætti. Blaðamenn IHlinuuiité spyrja: „Má vonast eftir því að styrjöldinni í Afg- anistan fari að ljúka í náinni framtíð og að sovéskar herdeildir hverfi á brott þaðan?“ Og Gorbachev svaran „Við mundum vilja það og munum eftir því sem við getum vinna að því. Ríkisstjóm Afganistans er á sömu skoðun. Hún er tilbúin til að ganga langt hvað varðar lausn innnnrfkisþrónnar í landinu og er að setja ýmis pótitísk öfl i að taka þátt i því að koma á eðlilegu ástandi i landinu. Jafnframt er langt frá því að allt sé komið undir ríkisstjóm Afganistans. Það em ytri öfl, sem taka þátt í átökunum, sem hafa komið fram á sjón- arsviðið vegna utanað- komandi afskipta { fyrsta lagi og vilja þau halda áfram þessum átökum - þar em Paldstan og Bandaríkin og Vestnr- Evrópa og þessir aðilar geta haft áhrif á gang mála. Ég held að verði ástandið í Afganistan metið á raunhæfan máta og ef eigin hagsmunir og hagsmunir almenns friðar verði teknir með í reikninginn, verði hægt að finna leiðir til að leysa vandann." Lesendur em hvattir tíl að lesa þessi innan- tómu slagorð sovéska leiðtogans aftur með þá staðreynd í huga, að sovéski herinn réðst inn í Afganistan um jólin 1979 til að tryggja sovésk yflrráð f landinu. Það var fólkið í Afganistan, sem reis upp til varaar landi sínu og þjóðlegri menn- ingu. Sérsveitir sovéska hersins myrtu ráðamenn Afganistans til að koma eigin leppstjóm að völd- um. Það er á valdi Kremlveija og þeirra einna að binda enda á hemaðarátöldn { Afgan- istan með þvf að kalla innrásar- og hemámslið- iðtilbaka. Eftirskrift Novostí Yfirmaður Novostí á íslandi, Evgeni Barbuk- ho, lætur sér ekki nægja að koma sjónarmiðum Gorbachevs á framfæri við lesendur Tfmans, hann bætir við þessum hugleiðingum frá eigin bijósti: „P.S. Útdráttur úr svörum Mikhails Gorbac- hjovs og stytt svör hans við spumingum dag- blaðsins l'Humanite vitna um að Sovétrfldn em ekki aðeins ákveðin í að efla efnahagslff sitt og bæta Hfskjör þegna sinna, heldur einnig að stuðla því að koma ástandinu á alþjóðavett- vangi í eðlilegt horf og að losa mannkynið við möguleikann á því að kjamorkustyijöld fari af stað. Afleiðingar slíkrar styijaldar vom sýndar i bresku kvikmyndinni Þræðir, sem nýlega var sýnd í íslenska sjónvarp- inu. Sú mynd virðist hafa haft mikil áhrif á fslensk- an almenning. Fólk f Sovétrflqunum hefur sömu áhyggjur vegna þessa hræðilega mögu- leika. Þaðan em tilkomn- ar tillögur Sovétrflqanna um nauðsyn þess að hætta kjamorkuvopnat- ilraunum, útrýma kjam- orkuvopnum o.fl. Það er leitt að þessum tillögum og fleiri skuli ekki vera gefinn gaumur i nokkr- um hinna vestrænu landa." Það er auðvitað rangt hjá áróðursstjóra sov- éska sendiráðsins, að tfl- lögum Sovétmanna hafi ekki verið gaumur gef- inn. Hins vegar draga ýmsir { efa, að hugur fylgi þar máli, ekki sist þegar litið er til þeirrar staðreyndar, að Sovét- menn hafa lagt sig mest fram um það hin síðari ár að hafa yfirburði í kjamorkuvopnum til dæmis á meginlandi Evrópu. Ábendinguna um áhrifamátt kvik- myndarinnar Þráða ættí áróðursstjórinn að birta í sovéskum blöðum og aðgæta, hvort myndin fengist sýnd i sovéska sjónvarpinu. Annars er athygiisvert að lesa það í Tfmanum, að fulltrúar Novostí era sömu skoð- unar um þessa mynd og ritstjórar Þjóðvifjans, sem skrifa um hana dag eftir dag i dálkum sfnum. Einnig skjalabúnaður í fjöl- breyttu úrvali. (jwfISko Síðumúla 32. Simi 38000 TJöfóar til JlJL fólks í öllum starfsgreinum! £ /SíáamalkadutLnn Toyota Tercel 1985 Gullsans, ekinn aöeins 3 þús km. Topp bíll. Skipti á ódýrari bíl. Verö 600 þús. Blár meö öllum fáanlegum aukahlutum ekinn 10 þús. km. Verö tilboö. Honda Prelude 1980 Sérstakur bíll, ekinn aöeins 56 þús. km. Skípti möguleg á ódýrari bíl. Verð 360 þús. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík 1 fc 1 U Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viötais í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 22. febrúar, verða til viðtals Katrín Fjeldsted,- formaður Heilbrigðisráðs og í stjórn Umferðarnefndar Reykja- víkur, og Júlíus Hafstein, formaður íþróttaráðs Reykjavíkur, samstarfsnefndar um ferðamál og í stjórn SVR. Citroén GSA Pallas 1982 Grænsans., fallegur bill c-matic skipt- ing. Verö 285 þús. Peugeot505 GR 1982 Grásans., ekinn 58 þús. km. Skemmti- legur fólksbill. Verö 435 þús. Volvo 245 GL1982 Gullsans., aflstýri, sjálfskiptur o.fl. o.fl. gullfallegur station-bíll, ekinn 67 þús. km. Ath. skipti á ódýrari. Verð 470 þús. Plymouth Reliant 1981 Ekinn 80 þús. km. V. 470 þ. Lada Sport 1984 Fallegur bíll. V. 310 þ. Mazda 9291983 Vökvastýri, 45 þús. km. V. 450 þ. Volvo 345 GL1982 Beinsk., 36 þús. km. V. 340 þ. Toyota Tercel 4x41983 Verö 450 þ. Honda Civic 1980 Sjálfskiptur. V. 220 þ. Fiat Regata 70 1984 Ekinn 17 þús. km. V. 360 þ. Saab 900 GL1982 3radyra. Verö430þ. Saab 900 GLE 1982 Ekinn 43 þús. km. V. 490 þ. Toyota Tercel 1983 Framdrifinn. V. 310 þ. Sapporo GL1981 Ekinn 44 þús. km. V. 370 þ. Subaru sendibill 1984 4x4, ekinn 30 þús. km. V. 320 þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.