Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR1986 46 VELVAKANDI SVARAR {SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁMÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS fínmm'UMw Ókurteis blaðamaður Guðrún Sveinsdóttir hringdi: „Ég kvarta yfir ágengni og ókurteisi Eiríks Jónssonar blaða- manns á dagblaðinu DV, vegna leiðindamáls hér á Eskifírði. Landslýður hefur líklega heyrt af þremur stúlkum sem komu með togaranum Óskari Halldórssyni til hafnar í Eskifirði. Skipið var vænt- anlegt um fímmleytið og var ég þá við vinnu í frystihúsinu. 12 ára sonur minn kom til mín og sagði að komnir væru menn til að tala við mig. Ég gekk til þeirra (annar var Eiríkur Jónsson, hinn ljósmynd- ari) og nefna þeir mig með gælu- nafni. Ég er beðin um viðtal og er innt eftir því hvemig mér lítist á veru „gleðikvennanna“ eins og þeir orðuðu það — um borð en ég er móðir yngsta skipveijans. Ég hljóti manna best að vita af hveiju þær séu um borð. Ég neitaði að ræða við þá en þeir ætluðu sér auðsjáan- lega ekki að gefast upp. Þeir gengu á eftir drengnum og spurðu hann hvort bróðir hans væri að koma og hvort kvenfólk væri um borð. Við þetta reiddist ég og skipaði þeim að fara en það var engu tauti við þá komandi. Mér sámaði mjög framganga þessara manna því þeir virtust alls ekki gera sér grein fyrir því að hér væri um tilfinningamál að ræða. Þeir höfðu stór orð um málið fyrir framan vinnufélaga mína, sem höfðu það í flimtingum og vegna þessa hef ég ekki treyst mér í vinnu undanfama daga. Það hefði verið mun tillitssamara af þeim að fylgja mér heim þar sem ég hefði getað vísað þeim á dyr. Einnig langar mig að minnast á hversu lítilmannlega var staðið að komu skipsins til hafnar. Eiturlyfja- lögreglan var á bryggjunni og leit- aði í skipinu en fann vitanleg ekkert og almennt var gefíð frí á vinnu- stöðum til að fólk gæti fylgst með þegar skipið legði að. Sonur minn er eini Eskfirðingurinn um borð og hafa háðsglósur fólks og flimtingar komið illa við fjölskyldu mína, allt frá því að fréttist um vem stúlkn- anna um borð. Mér fínnst að blaða- menn ættu að taka tillit til tilfinn- inga fólks. Þótt þeir kalli sig blaða- menn geta þeir ekki leyft sér hvers konar framkomu sem þá lystir. Að lokum langar mig að þakka lögreglunni hér á Eskifírði. Þeir hafa komið mjög vel fram í þessu máli, hvað varðar íjölskyldu mína." Svar við grein Ómars í þriðju og ijórðu grein Ómars Sveinbjömssonar, sem hann beinir til mín, (Velv. 13.—14. febr.) reynir hann að misskilja það, að sum dæmi um samband við framliðna líkjast mjög flestum þeim dæmum sem endurburðarsinnar hafa talið vott um endurburð. En úr því að hvom- tveggja dæmin virðast mjög eðlislík, og með mörgum sameiginlegum einkennum, er ástæða til að að- gæta, hvort ekki beri að skýra þau á einn og sama veg. Virðist mér það skortur vísindamennsku, að vera mótfallinn slíkum samanburði. Koma árekstrar bfla og ljósastaura því máli harla lítið við. Um ameríska prófessorinn sem Ómar bendir mér á að lesa, er það að segja að ég hef fyrir löngu lesið bók hans um tuttugu dæmin. Ekk- ert þeirra sannar endurburð, en þau geta öll skýrst útfrá því, að bömin og unglingamir hafí fengið endur- minningasamband við hina fram- liðnu í framlífí þeirra. Geta má þess að C.T.K. Chari, prófessor í Madras á Indlandi, skýrði endurburðardæmi Stevensons, þegar hann var að byija að birta þau, á svipaðan hátt og ég geri, og veit ég ekki til að Stevenson hafí reynt að svara þeirri gagnrýni. Um erfðafræðiþátt Ó.S. (Velv. 14. febr.) segi ég ekki annað en það, að mig furðar á, að hann skuli tala eins og erfðafræðingar geri ráð fyrri að menn erfí eiginleika sína, heila og óskipta, beint frá foreldrum sínum, eins og framættin komi þar ekkert við sögu. Enginn erfðafræð- ingur mundi taka þannig til orða, og læt ég nægja að vísa til þess. Ó.S. hefur eftir mér „þá fullyrð- ingu“, „að trúin á endurburð er, eins og svo mörg önnur trú, sprottin af misskilningi." Því miður er þetta ekki eftir mig, heldur tók ég þetta upp, með skýrri tilvitnun, frá rit- höfuhdi og rannsóknamanni, sem Ó.S. hefði gott af að kynnast betur en enn er. Að því er varðar „Þorstein nokk- um Jónsson" eða „Þorstein þennan Jónsson" sem Ó.S. titlar þánnig sitt á hvað, þá er hann ekki eins ókunn- ur maður og hinn vill vera láta, og ástæðulaust að láta eins og bækur hans séu ekki til. Mig furðar annars á því, hve reiðilega sumir dulrænu- menn minnast á „Þorstein þennan Jónsson". Því ef þessi maður væri nú aðeins níræður gamall skarfur, með helzt enga verðleika, hvað væri þá um það að fást? Varla ástæða til að níðast á lítilsverðu gamalmenni, eða hvað? Hitt liggur því beinast við að ætla, að þeir dulrænumenn kenni vanmáttar síns gagnvart honum, og fínni það á sér, réttilega, að kenning hans um minningaeðli Iífsins, muni verða að falli hinum röngu kenningakerfum þeirra, sem þeir hafa ástundað með litlum framförum, um þúsundir ára. Skrifum um þessi mál mætti að sinni vera lokið af minni hálfu. En ef vandlegar þyrfti að ræða einstök atriði, væri tilvalið að gera það I tímaritum eins og „Morgni" eða „Lífsgeis|um“ — eða Préttabréfí Háskóla íslands — þar sem umræð- ur um mál sem þessi hafa verið tíð- ar. Þorsteinn Guðjónsson Söluferðin Þetta var svaka söluferð sýnist mikil gifta. Fimmtíu krónu kflóverð — Svo kemur allt til skipta. Hákur Fjöltefli MÍR Sovésku skákmeistararnir Mikhaxl Tal fyrrum heimsmeistari í skák, Efím Geller stórmeistari og Valerí Salov alþjóðlegur meistari tefla fjöl- tefli á vegum MIR í samkomusalnum Borgartúni 18 nk. mánudag 24. fe- brúar kl. 19. Fjölteflið er öllum opið en skráning þátttakenda fer fram á sovésku bókasýningunni í húsakynn- um MÍR, Vatnsstíg 19, í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, kl. 14—19. Aðgangur er ókeypis. MÍR Nýbýlavegi 12 200 Kópavogur Sími 44011. Pósthólf 167. i Við kynnu nýjar eldhúsinn og bjóðum tilefni 10% kynni næstu 5 Látið ekki hap hendi sieppa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.