Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1986 37 Minning: * Asta Jónsdóttir Vestmannaeyjum Fædd 25. júlí 1911 Dáin 12. febrúar 1986 Ég kynntist Ástu fyrst fyrir um það bil tuttugu árum. Þá varð ég tengdasonur hennar. Eins og geng- ur og gerist með tengdasyni gagn- vart tengdamæðrum var ég dulítið feiminn við hana í fyrstu. Líka eilít- ið smeykur. Þessi dökku, leiftrandi augu. Mér fannst hún sjá í gegnum mig. Sál mín vera berskjölduð. Og mér fannst Ásta stundum hvöss í tali, snögg upp á lagið og óvægin ef því var að skipta. Hún hafði mjög ákveðnar skoð- anir, eigin skoðanir — ekki þessar venjulegu skoðanir sem fólk þiggur áreynslulaust af fjölmiðlum — held- ur þær sem mótast smám saman á langri lífsbraut sem bæði er þymum stráð og rósum. Viðhorf Ástu voru samofin því lífi sem hún lifði, óijúf- anlega tengd verkum hennar. Hún lét sér ekki nægja að tala um óréttlætið. Hún beitti sér gegn því — á sinn sérstaka hátt. Ég hygg að ferðir Ástu með „eitthvert smá- ræði“ til fólks sem var illa statt hafi orðið nokkuð margar. Víst er að hún var eilíft að snudda eitthvað uppá háalofti, tína til gömul bama- föt, lappa upp á þau, þvo og strauja. Síðan var öllu vendilega pakkað niður og lagt af stað. Það vom kannski að koma jól. Fjölskylda vestur í bæ illa stödd. Lítið að leggja bömum í munn á hátíð frelsarans. Ásta tvöfaldar kökuuppskriftir sínar þennan dag. Ef til vill em sortimar fleiri en venjulega. Sfðan er gengið frá þessu lítilræði í plastfotu og lagt af stað. Umhyggja Ástu fyrir öðmm var ekki sprottin af þörf fyrir að friða samviskuna. Hún fylgdi sannfær- ingu sinni og lét verkin tala. Ásta var bara svona. Gestrisni Ástu og eiginmanns hennar, Óskars, var sérstök. Ekki bara að kaffið væri gott, svo og bakkelsið. Ekki bara að móttökum- ar væm hlýjar og gott að sitja í eldhúskróknum. Þar sem Heima- klettur, Háin og Blátindur blasa við í homglugganum. Allt þetta var svo sjálfsagt að við sem komum þama oft vomm hætt að kippa okkur upp við hlýjuna, bakkelsið, Heimaklett og Blátind. Hið sérstaka við gestrisni þeirra fólks í þvi að allir vom jafn vel- komnir. Jafnvel þeir sem skipað er neðst í virðingarstiga samfélagsins. Hann „ Amríku-Geiri" fékk líka hlýj- ar viðtökur í Sólhlíðinni. Mníifr í Kaupmannahöf n FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖOINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI Ásta og Óskar í Sólhlíð. Dæma- laust hvað þetta götuheiti á vel við þann anda sem ríkti á heimili þeirra. Þegar ég horfi jrfír farinn veg og hugsa um Ástu, er mér einna skýrast fyrir hugskotssjónum spjallstundimar í eldhúskróknum að Sólhlíð 6 eftir kvöldverð. Stundum fannst mér Ásta tala soldið mikið. Ekki yrði ég hissa þótt hún fylgdist með þessum skrifum mínum og yrði ekki ailskostar ánægð með þau. Oflof hefði hún sagt, en við vomm nú ekki alltaf sammála. Spjallstundimar. Hún fór stund- um „á flug", einkum þegar talið barst að trúmálunum. Hún með sína bjargföstu trú og ég með mínar efasemdir. Þegar hún er alfarin hugsa ég; Hvort sem Guð er til á himnum eður ei, þá finn ég nú, þegar ég hugsa til hennar, að hann getur tekið sér bólfestu í hjörtum mann- anna. Ég votta nánustu ættingjum Ástu samúð mína og óska af heilum hug að hlýjar minningar veiti þeim styrk. Hafþór Guðjónsson Þó lofsorð ei vér lesum þér né lýsum manndyggð þinni, vor góði faðir fullvel sér hvað felst í bijóstum inni. Hvert góðverk því sem gerðir þú, þér Guð á himnum launar nú af mildi og miskunn sinni. (Jón Þórðarson) Gott samferðafólk gefur lffinu gildi, það finnum við best þegar við þurfum að kveðja kæra vini í hinsta sinn. Slíkur vinur var Ásta Jóns- dóttir, Sólhlíð 6, sem í dag verður til moldar borin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Ásta var fædd 25. júlí 1911 og var fyrrum oft kennd við Hlíð, þar sem hún ólst upp hjá foreldrum sín- um, þeim Þórunni Snorradóttur og Jóni Jónssyni útvegsbónda. Böm Hlíðarhjónanna voru þessi: Elst var Þuríður Kapítóla (nefnd Kap), þá Hreggviður, Ásta, Guðrún, Olafiir og yngst var Sigurbjörg. Fjögur þessara systkina eru nú látin og eftir lifa Hreggviður og Guðrún. Þórann og Jón ólu einnig upp sem sín eigin böm tvo drengi, Jóhann Vilmundarson og Ólaf Guðmunds- son, ssem báðir era á lífi, og auk þeirra tóku þau hjón fleiri böm í fóstur um lengri eða skemmri tíma til þess að létta undir með heimilum sem áttu í erfiðleikum. Sem af þessu LJfíðerskjótt líkter það elding sem glampar um nótt ljósi sem tindrar á tánun, titrarábárum. (Matth. Joch.) Hún fæddist og óx úr grasi í Reykjavík á góðu heimili foreldra sinna Solveigar Kolbeinsdóttur og Hafþórs Guðmundssonar. Tvö yngri systkini átti hún, Kristfnu og Sig- urð, sem voru henni mjög kær. Einkum voru þær systur samrýnd- ar. Snemma kom í ljós að Anna Benedikta var gædd góðum gáfum og listrænum hæfíleikum, en afar næm og viðkvæm. Stór, alvarleg augu hennar gáfu öllu gætur. Oft sést vora Þórann og Jón sannkölluð heiðurshjón sem ekkert aumt máttu sjá án þess að reyna þar úr að bæta. Þau bjuggu að ýmsu leyti betur en almenningur þeirra tíma, því þau stunduðu bæði búskap og útgerð. Þórann var mikil mann- kostakona og svo gjöful að einstakt var. Hún tók jafnvel fötin utan af sjálfri sér eða sinum ef henni þóttu aðrir hafa meiri þörf fyrir þau. Þórann taldi það skyldu sína að láta fátæka njóta þess sem hún hafði handa á milli og miðlaði þeim óspart í örlæti sfnu. Bóndi hennar lét hana sjálfráða og lagði blessun sfna yfir þessi kærleiksverk. Þetta veganesti gáfu Hlfðarhjón- in börnum sfnum og því veganesti deildi Ásta með samferðafólki sfnu á allri sinni vegferð. Frá móður sinni fékk Ásta þann eiginleika í arf, að vilja breiða sig yfir alla þá sem bágt áttu og bæta úr hveiju böli svo sem henni var unnt og þessa eiginleika nutu foreldrar hennar í ellinni. Þegar móðir Ástu var þrotin að kröftum tók Ásta hana til sín og annaðist hana með aðstoð Kap systur sinnar. Föður sínum var hún einnig skjól og skjöldur og naut hann umönnunar hennar þar til hann átti ekki aftur- kvæmt af sjúkrahúsi. 1. desember 1934 giftist Ásta eftirlifandi manni sfnum, Óskari Jónssyni frá Hallgeirsey í Austur- Landeyjum, miklum sómamanni. Óskar vann alla tíð störf tengd sjáv- arútvegi, var fyrst til sjós, eignaðist síðar hlut í útgerð og vann að netagerð. Ásta og Óskar eignuðust tvær dætur, Guðrúnu Lísu, f. 1. janúar 1934, og Þóranni Ólý, f. 11. nóvem- ber 1947. Barnabömin era 4 og 1 bamabam. Miklir kærleikar hafa ætíð verið með Ástu og Óskari og dætranum og fjölskyldum þeirra og nýtur Óskar þess nú, hve marga af bestu eiginleikum foreldra sinna dætumar hafa erft. Árið 1945 byggðu þau Ásta ogÓskar tvíbýlishúsið að Sólhlíð 6 ásamt systur Ástu og mági, hjónun- um Kapitólu Jónsdóttur og Jóni Þorleifssyni. Þar hafa Ásta og sat hún hugsi og velti fyrir sér ráð- gátum lífsins. Ekki mátti hún aumt sjá og vildi öllum gefa og gott gera. Allt varð að vanda og vera sem næst fullkomnun er hún lét frá sér fara. Þegar Anna Benna var 8—9 ára gömul dvaldist ég erlendis um tfma. Hún skrifaði mér reglulega, hvort sem svar hafði borizt frá mér eða ekki, taldi mig fréttaþurfí, sem rétt var. Slík var hugulsemi hennar þegar á unga aldri. Bréfin hennar vora gullkom hvað skrift og rit- leikni alla snerti. í skóla sýndi hún feikna námshæfni hvort sem fyrir varð stærðfræði eða tungumál. Hún var aldrei ánægð nema hún fengi einkunnina 10. Að loknu grann- skólaprófi lá leiðin í MH. Þar stund- aði hún nám við góðan orðstfr meðan heilsan leyfði. Þeir sem til þekktu væntu sér mikils af henni Anna B. Hafþórs- dóttir - Minning Fædd 31. maí 1964 Dáin 6. janúar 1986 Óskar búið æ síðan og á sambýlið, sem stóð svo lengi sem Kap og Jóni entist líf og heilsa, féll aldrei skuggi enda voru þær systur samiýndar og líkar um margt. Örlætið og hjálpsemin var þeim báðum jafn ríkulega í blóð borin, og nutum við hjónin og böm okkar þess alla tíð. í húsinu að Sólhlíð 6 bjuggum við í skjóli Kap og Jóns í nokkur ár, ásamt 2 eldri bömum okkar, og nutum þar velvilja Ástu og Óskars. Ætíð síðan hafa þau reynst okkur og bömum okkar sem best þau máttu og því eigum við þeim skuld að gjalda. Ásta og Óskar vora samhent í að skapa sér myndar- og rausnar- heimili. Ásta hafði í uppvextinum vanist að vinna öll þau störf, sem til féllu á stóra og umsvifamiklu heimili. Var hún því vel verki farin og snillingur á sumum sviðum, svo sem í saumaskap og allri handa- vinnu. Gestrisni Ástu var viðbragðið og taldi hún aldrei eftir sér neina fyrirhöfn til þess að gera vel við gesti sína, en gleymndi þó aldrei því mikilvægasta, að gefa sér tíma til að spjalla við þá og njóta sam- vistanna, enda var hún glaðlynd og mannblendin og bar því marga að garði hjá henni. Ekki gekk Ásta alltaf heil til skógar en hún tók því mótlæti án þess að kvarta, dyggilega studd af Óskari, sem ævinlega var hennar styrka stoð. Þrátt fyrir brigðula heilsu var hún sístarfandi og þó þau hjónin væra orðin tvö eftir f heimili þá var hún aldrei í vandræðum með verkefni. Meðal annars starfaði hún af lífi og sál í marga áratugi í Kvenfélaginu Líkn í Vestmannaeyj- um, þekktu mannúðar- og líknarfé- lagi. Nú er starfsdagur Ástu á þessu tilverustigi á enda ranninn og trú- um við því, að handan móðunnar miklu muni hún hafa átt góða heim- komu og ættingjar og vinir tekið vel á móti henni eins og hún sjálf var svo viss um, svo einlæglega trúuð á Guðs handleiðslu og líf eftir þetta líf, sem hún var. Við biðjum kærri samferðakonu, Ástu Jónsdóttur, Guðs blessunar í nýjum heimkynnum, þökkum henni samvistimar og kveðjum hana með þessu ljóði Jóns Þórðarsonar, sem á svo vel við um hana: Þú gladdir oss, nú gleður þig sá þig leiddi — og leið þér greiddi yfirgenginæfistig. í Drottins friði farðu vel glaði andi - ljóss að landi svifinn gegnum grát og hel. Eftirlifandi eiginmanni, dætram og fjölskyldum þeirra sendum við hjónin einlægar samúðarkveðjur. Jóna Hannesdóttir og Árni Guðmundsson. síðar. En Anna Benna var ekki aðeins næm fyrir því sem gott var. Viðkvæmnin olli henni mörgum sáram og hefur vafalítið átt þátt í að bijóta niður mótstöðu hennar. Anna Benna hafði sterkan persónu- Til eru þeir, sem eiga lítið og gefa það allt Þetta eru þeir, sem trúa á lífíð og nægtir lífsins, og þeirra sjóður verður aldrei témur. Til eru þeir, sem gleðjast, þegar þeir gefa, og gleðin er laun þeirra. Og til eru þeir, sem þjást, þegar þcir gefa, og þjáningin er skím þeirra. Og til era þeir, sem gefa og þekkja hvorki þjáningu þess né gleði og era sér ekki meðvitandi um dyggð sína. Þeir gefa eins og blómið í garðinum, sem andar ilmi sínum út í loftið. Með verkum þeirra talar guð til mann- anna og úr augum þeirra lýsir bros hans jörðinni. Það er gott, að þú gefir, þegar þú ert beð- inn, en það er betra að gefa óbeðinn af skilningi. Og hinum örláta er leitin að þeim, sem gefa skal, meiri gleði en að gefa. (Kahlil Gibran.) Með þessum orðum úr Spámann- inum vil ég minnast Ástu Jóns- 4- dóttur frænku minnar, sem í dag verður kvödd hinstu kveðju, því gjafmildi og góðvilji í garð náung- ans vora sterkustu persónueinkenni Ástu og þessi einkenni gerðu hana einstaka og ógleymanlega öllum sem þekktu hana. Ég tel mig að vísu fullvissa um, að Ásta þekkti ekki þjáningu gefandans, svo sem henni er lýst í Spámanninum en þeim mun betur mun hún hafa þekkt gleðina yfir að gefa og gleð- ina yfir að leita þess sem gefa skyldi. Gjafmildi Ástu virtist í senn vera sprottin af fölskvalausri þrá eftir að láta gott af sér leiða, og vera hennar máti að tjá þann hlýhug sem hún í svo ríkum mæli bar til sam- ferðafólks síns. Hvar sem hún vissi af einhveijum sem hún hélt sig geta glatt eöa hjálpað, var hún umyrðalaust og umsvifalaust kom- in, snör í snúningum og glöð í bragði. Hún gladdi þá einnig með nærvera sinni, því auk þess að hafa létta lund, var Ásta hreinskiptin, opinská og ræðin. Ásta kunni fullvel að gefa af rausn þegar það átti við, en umfram allt kunni hún þá list að veita birtu **’ inn í gráan hversdagsleikann með því að rétta smáglaðning að þeim sem á vegi hennar urðu. Þessar litlu gjafir lýstu oftar en ekki gefandan- um; ræktarlegt pottablóm þvf Ásta var einstök blómakona, nýbakað með kaffinu því hún var mikil hús- móðir eða fallega unnin handavinna því hún var snillingur í höndunum. Gleði gefandans og góður hugur til þess sem gjöfín var ætluð gátu gert gjafir sem vora smáar að veraldlegu gildi að dýrgripum í augum þiggjandans. Að leiðarlokum, þegar Ásta frænka mín er gengin á vit hins mikla gjafara alls góðs, þakka ég henni samfylgdina og allt það sem ' hún með fordæmi sínu kenndi mér og öðram um náungakærleika og hjálpsemi í dagsins önn. Blessuð sé minning Ástu Jóns- dóttur. Eftirlifandi eiginmanni og dætr- um votta ég innilega samúð. Þyri Árnadóttir leika og var þrátt fyrir andstreymið alltaf sú sama. Við sem kynntumst henni finnum það gleggst nú, þegar við horfum á eftir henni með trega. Hún er horfin, en er þó ljóslifandi okkar á meðal. Vegna fjarlægðar vora samskipti okkar síðustu ár sorglega lítil. Allt- af fékk ég þó sömu hlýju viðtökum- ar hjá henni. Ekki lét hún eitt orð falla í þá átt, að ég mætti koma oftar eða gera meira. Hún var innilega þakklát fyrir þetta litla sem var. Barátta Önnu Bennu einkennd- ist af drengskap og æðraleysi, sem til foma var talið dyggð meðal ís- lendinga. Þegar ég sá hana síðast var líðan hennar ömurleg. Mér fannst þá sem líf hennar líktist lífi kóngsdóttur í álögum. Kvöldið 6. janúar, þegar mér barst fregnin um lát Önnu Bennu, var óvenju fagurt. Himinninn var þakinn stjamaher og bylgjandi norðurljósum, bjartari en ég hef áður séð. Þeirri hugsun laust niður hjá mér að þessari þreyttu vera væri þar búin vist í feguið upphæða. Hallfríður Kolbeinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.