Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.02.1986, Blaðsíða 47
HÍÓRGUNBLAblÐ, LÁUGÁRI)ÁGUR22. FBBRÚÁR1986 47 Morgunblaðiö/Björn Skeggjaðir landsliðsmenn Þeir Páll Ólafsson, Jakob Sigurðsson, Þorgils Óttar Mathiesen og Sigurður Gunnarsson hafa strengt þess heit að skera hvorki hár sitt né skegg fram yfir heimsmeistarakeppnina. Þes má nú þegar sjá nokkur merki á andlitum kappanna, sérstaklega Þorgils Óttari og Sigurði, sem hafa nokkuð forskot í þessari óopinberu skeggkeppni. Myndin var tekin f gær í hófi sem forsætisráð- herra hélt landsliðsmönnunum f ráðherrabú- staðnum, en þar var landsliðinu m.a. afhentur forláta postulfnsplatti, handmálaður af Kolfinnu Ketilsdóttur. (Sjá innfelldu myndina.) Á hann er ritað með höfðaletri: „Lukkuplatti handknattleiks- landsliðsins" og mun fylgja honum kyngikraftur Snæfellsjökuls. Gefendurnir — Kolfinna og Þor- steinn Ólafsson — eru frá Stykkishólmi. Frjálsíþróttamenn hljóta keppnisbann FJÓRIR frjálsíþróttamenn voru f dæmdir f keppnisbann vegna lyfjanotkunar og f hópi þeirra er bandaríski spjótkastarinn Dun- can Attwood, sem háði harða hitdi við Einar Vilhjálmsson í fyrrasumar. Vegna dómsins strikast árangur Attwoods á sfð- ustu stigamótum Alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins út. Færist Einar því upp um eitt sæti f keppninni og verður eittþúsund dollurum ríkari. Attwood féll á lyfjaprófi á móti íþróttir helgarinnar MIKIÐ ER um að vera hjá íþróttamönnum um þessa helgi. Hæst ber trúlega innanhússmót- ið í knattspyrnu sem hófst f gærkvöldi f Laugardalshöll og lýk- ur þar annað kvöld. Fyrsta ís- landsgangan á skfðum verður á Egilsstöðum f dag og einnig verð- ur Bikarglíman háð f fþróttahúsi Kennaraháskólans. Handknattieikur verður nokkur um helgina. Tveir síðustu leikirnir í keppninni um aukasætin verða. í dag leika HK og Þróttur í Digra- nesi og hefst leikurinn klukkan 15.15. Síðan leika Haukar og KR í Hafnarfirði á morgun klukkan Ráðherrar til Sviss? RÁÐHERRARNIR Steingrfmur Hermannsson og Matthfas Á. Mathiesen ætla að reyna að vera viðstaddir einhverja leiki hjá fslenska landsliðinu f heimsmeistarakeppninni f Sviss. Þeir eru báðir miklir áhugamenn um íþróttir og hafa mikinn áhuga á að fylgj- ast með liðinu í Sviss. Steingrímur og Matthfas hafa farið þess á leit við HSÍ að þeir reyni að útvega þeim miða á eitthverja leiki íslenska liðsins í Sviss en þeir verða á þessum tíma á Norðurlandar- áðsfundi í Kaupmannahöfn. 21.30. Það eru þau tvö lið sem þegar hafa tryggt sér sæti ef af veröur í 1. deild að ári. Hjá kvenfólkinu verður einnig mikið um að vera því þrír leikir verða í 1. deild hjá þeim. í dag verða tveir leikir. Stjarnan og KR leika klukkan 14 í Digranesi og klukkan 15.15 leika Víkingur og Valur í Seljaskóla. Á morgun leika síðan Haukar og Fram í Hafnarfiröi klukkan 20. Síðasti leikurinn í úrvalsdeild- inni f körfuknattleik verður í Selja- skóla annað kvöld. Þá leika ÍR og Valur og hefst leikurinn klukkan 20. Keflvíkingar og Haukar leika seinni leik sinn í undanúrslitum bikarkeppninnar á sama tíma í Keflavík. Einn leikur verður í 1. deild kvenna í körfu á mánudagskvöldið en þá leika ÍS og ÍBK í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst leikur- inn klukkan 20. EM íbadminton: ísland varð í níunda sæti íslendingar ientu í 9.—11. sæti af tuttugu þjóðum á Evr- ópumeistaramótinu í badminton í karlafiokki. í gær unnu karlarnir Frakka 5-1 í sfðasta leik sínum á mótinu. Konurnar urðu f 13.—16. sæti af tuttugu þjóðum, en þær töpuðu sfðasta leiknum gegn Norðmönnum með tveimur leikj- um gegn þremur. í Koblenz í V-Þýzkalandi 28. ágúst. Hann sigraöi á mótinu með 88,58 metra kasti en Einar varð þriðji með 82,32 metra. Attwood varð síðan í öðru sæti á úrslitamóti stigakeppni IAAF i Rómaborg í septemberbyrjun með 90,30 metra kasti og hreppti þarmeð annað sætið í stigakeppni spjót- kastsins. Hann sigraði einnig á stigamóti í Brussel 30. ágúst. Missir hann stig sín á báðum mót- um og fellur því úr öðru sæti niður íumtíunda. Einnig var bandaríski kúluvarp- arinn August Wolf dæmdur í bann þar sem hann neitaði að mæta til lyfjaprófs á móti í Byrkjelo í Noregi 7. júlí. Tveir kúluvarparar aðrir voru dæmdir í keppnisbann vegna lyfja- notkunar, Grikkinn Nicolaos Yen- dekos og Egyptinn Ahmed Kamiel Shata. Yendekos féll á lyfjaprófi á gríska meistaramótinu 28. júní í fyrra pg Shata í heimsbikarkeppn- inni í Ástralíu í október. NJARÐVIK MEISTARI „GÓÐ ÆFINGASÓKN og frábær liðsandi eru lykillinn að þessum sigri,“ sagði Gunnar Þorvarðar- son, þjálfari Njarðvíkinga eftir að lið hans hafði tryggt sér sigur í úrvalsdeildinni f 5. sitt á 6 árum með 103—83 sigri gegn Keflvfk- ingum í Keflavfk f gærkvöldi. Njarðvíkingar hófu leikinn vel og komust í 16—5 eftir tæpar fjórar mínútur en leikmenn ÍBK tóku sig á, sýndu ágætan leik og þegar fjór- ar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik höfðu þeir náð að jafna 41—41. Á síðustu mínútum hálfleiksins lög- uðu Njarðvíkingar stöðu sína aftur og í hálfleik höfðu þeir sex stiga forskot, 51—45. í síöari hálfieik léku þeir síðan við hvern sinn fingur, juku foryst- una jafnt og þétt og þegar sjö og hálf mínúta var eftir var staðan 90—65, UMFN í vil. Þá gaf Gunnar þjálfari varamönnum tækifæri, tók Val Ingimundarson og Jóhannes Kristbjörnsson útaf þannig að Keflvíkingar náðu aðeins að minnka muninn á síðustu mínútun- um, lokastaðan 103—83. „Við stefnum að sjálfsögðu á sigur í keppninni um íslandsmeist- aratitilinn," sagði Gunnar þjálfari eftir sigurinn í gærkvöldi, „og reyndar finnst okkur kominn tími til að Njarðvík vinni bikarinn líka." Bestu menn Njarðvíkur í gær- kvöldi voru Valur Ingimundarson og Jóhannes Kristjbörnsson en ís- ak Tómasson og Kristinn Einars- son áttu einnig góðan leik. Hjá Keflvíkingum voru Guðjón Skúla- son og Sigurður Ingimundarson bestir sem og hreinn Þorkelsson undirlokin. STIG ÍBK: Guðjón Skúlason 24, Sigurður Ingimundarson 21, Hreinn Þorkelsson 13, Jón Kr. Gíslason 9, Magnús Guðfinnsson 6, Þorsteinn Bjarnason 4, Ólafur Gottskálksson 2, Ingólfur Haralds- son 2 og Hrannar Hólm 2. STIG UMFN: Valur Ingimundarson 28, Jóhannes Kristbjörnsson 28, ísakTómasson 14, Kristinn Einars- son 13, Hreiðar Hreiðarsson 10, Helgi Rafnsson 4, Ingimar Jónsson 2, Árni Lárusson 2, Ellert Magnús- son 2. - ÓT Staðan í úrvalsdeildinni er nú þessi: UMFN 20 17 3 1753-1574 34 Haukar 20 16 4 1709-1558 32 Valur 8 11 1500—1512 16 ÍBK 20 8 12 1532-1630 16 KR 20 7 13 1583-1671 14 ÍR í? 19 3 16 1516-1621 6 Körfuknattlelkur Morgunblaðiö/Bjami • Úr leik Breiðabliks og Stokkseyrar f innanhússmótinu í knatt- spyrnu, sem hófst í gær og lýkur á sunnudagskvöldið. íslandsmótið innan- húss hófst í gær ÍSLANDSMÓTIÐ í innanhúss- knattspyrnu f kvennaflokki og 1. deild karla hófst f gær. Keppni f 4. deild byrjar f dag og þá verða einnig leikir f 1. deild karla- og kvennaflokki. Mótinu lýkur annað kvöld. Leikirnir fara fram f Laug- ardalshöll. I gærkvöldi lauk leikjum í A- og C-riðli í kvennaflokki. Þegar blaðið fór í prentun var eftirtöldum leikj- um lokið: A-riðill: UBK — Skallagrímur Stokkseyri — Fram Skallagrímur — Fram UBK —Stokkseyri Stokkseyri — Skallagri C-riðill: Stjarnan — ÍBK ÍA — Grindavík FH — Stjarnan ÍBK-ÍA ÍA-FH Grindavík — ÍBK f 1. deild karla fór fram einn 7-1 leikur í A-riðli, einn í B-riðli og fjórir 1-3 leikir voru í C-riðli. 2-2 Úrslit urðu sem hér segir: 7-0 A-riðill: 3-2 Fram — Grótta 6-8 B-riðill: 2-2 Valur — FH 3-4 5-1 C-rlðill: 5-4 UBK —Selfoss 4—5 2-6 KR - Þróttur 4-2 4—1 Selfoss — Þróttur 5—1 1—7 UBK-KR 2-7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.